Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992. 9 Utlönd Æf ingaleysi Fischers segir til sín - Spasskij vann 5. skákina auðveldlega Eftir fimmtu einvígisskákina í Sveti Stefan í gær verða aðdáendur Fischers að viðurkenna að meistar- anum hefur förlast frá því fyrir tutt- ugu árum. Taflmennska hans í mið- taflinu var slök og hann var Spasskij auðveld bráð, sem hefur nú tvo vinn- inga gegn einum vinningi Fischers. Spasskij lagði grunn að sigrinum með óvæntri peðaframrás sem Fisc- her kvaðst hafa sést yfir. Sumir segja að Spasskij hafi ekki í annan tíma teflt betur en nú - eins og Fischer takist að draga fram hans bestu hlið- ar eftir langa setu Spasskijs á friðar- stóh. „Hann hlýtur að vera ánægður með að hafa unnið tvær skákir í röð,“ sagði norski skákdómarinn og íslandsvinurinn Amold Eikrem við DV í gær og mátti skilja á honum að slíkt hefði ekki gerst á ferii Spasskijs í allmörg ár. Ævintýraljóminn eftir glæstan sig- ur Fischers í fyrstu skákinni hefur fölnað og sú staðreynd að kappinn er æfingalaus blasir við - og þarf ekki aö koma á óvart. Samt fer Fisc- her ekki meö löndum heldur teflir með sömu látunum og fyrir tuttugu ámm. „Hann hefur áreiðanlega ekki sagt sitt síöasta orð,“ sagði einn aðdá- enda hans í Faxafeni í gær og minnti á að Spasskij haföi einnig yfir 2-1 í Reykjavík fyrir tuttugu árum. Sjötta skákin verður tefld í dag og þá hefur Spasskij hvítt. Hvitt: Bobby Fischer Svart: Boris Spasskij Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rfl Bf8 14. Rg3 g6 15. Bg5 h6 16. Bd2 exd4 17. cxd4 c5 18. d5 Allt eins og í 3. skákinni þar til Fischer breytir nú út af með þessum eðlilega leik. 18. - Rb6 19. Ba5 Rfd7 20. b3 Bg7 21. Hcl Df6 22. Hbl Einkennilegt, þótt ekki sé beinlínis um leiktap að ræða því að svarta drottningin stendur ekki sérlega vel á f6. Hvítur þarf ekki að óttast að drottningin fari til b2 og því var t.d. 22. Bd3 í góðu lagi. 22. - b4 23. Re2 De7 24. a3? Fischer býr enn yfir slagkraftinum sem einkenndi skákir hans í eina tíð en nú vanmetur hann öfluga gagn- sókn Spasskijs. Eftir undirbúnings- leikinn 24. Dcl er hvíta staöan þjálh. 24. - bxa3 25. Bc3 f5!! Taflmennska Fischers i miötaflinu var slök og hann var Spasskíj auðveld bráð. Simamynd Reuter Skák Jón L. Árnason Fischer sást yfir þennan leik, sem tætir sundur miðborðsstöðu hans. Eftir að tafhð opnast leikur peð svarts á a3 einnig stórt hlutverk. 26. Bxg7 Dxg7 27. Rf4 fxe4 28. Rh4? Lykiheikur í mörgum afbrigðum en hér er hann of fljótt á ferðinni eins og Spasskij sýnir skemmthega fram á. Eftir 28. Bxe4 óttaðist Fischer hklega 28. - RfB! eða jafnvel skipta- munsfórnina 28. - Hxe4!? 29. Hxe4 RfB og d-peðið fellur í næsta leik. Staðan er vissulega vænleg á svart en enn er þó ýmsum spurningum ósvarað. 28. - g5! 29. Re6 Df6 30. Dg4 Rxd5 8 7 6 5 4 3 2 1 Nú er sýnt að hverju stefnir. Svart- ur hótar riddaranum á e6, 31. - Re5 vofir yfir og svarið við 31. Dxe4 er 31. - Rf8 - Spasskij á vinningsstöðu. 31. Rxg5 hxg5 32. Dxd7 Rb4! Enn betra en 32. - He7 sem þó er fuhgott. 33. Dxb7 Rxc2 34. Hxe4 a2 35. Hfl Rb4! 36. Hg4 al = D 37. Hxal Dxal + 38. Kh2 Dg7 39. Df3 De5+ 40. g3 Hf8 41. Dg2 Df6 Svartur á hrók th góða og vinning- urinn er ekki langt undan. Hér var 41. - Rd3 einnig býsna gott; ef 42. f4 Db2 og knýr fram drottningakaup, eða 42. RÍ3 Hxf3g! 43. Dxf3 HfB og vinnur því að 44. Dxd3 Hxf2 + 45, Kgl Del + er mát í næsta leik. 42. f4 Ha7 43. Hxg5 Hg7 44. Hh5 De6 45. g4 Hxf4 Og Fischer gafst upp. -JLÁ I I + & Á k'thW k Á4 á k Á A A k && a A B s * C D E F G H Konurnar trúa þvi að hátíðnihljóð frá höfrungum valdi þvi að börn þeirra verði betri manneskjur i uppvextinum en ef þau fæðast á sjúkrahúsi. Heil- brigðisyfirvöld í ísrael eru ekki á sama máli. Simamynd Reuter Börn fædd hjá höfrangum verða þægoggóð Hópur þungaðra breskra kvenna hefur komið sér fyrir á strönd Rauðahafsins og æfiar að fæða böm sín þar í félagsskap höfrunga. Þær trúa að skvaldrið í höfrungunum geri bömin þæg og góð í uppvextin- um. Sex konur em í hópnum. Þær eiga ahar að verða léttari næstu daga. Hehbrigðisráðuneytið í ísrael er ekki hrifið af uppátækinu og hefur bannað konunum að eiga böm sín í sjónum. Ráðuneytismenn segja að öh böm eigi að fæðast á sjúkrahúsum sé þess kostur. Af hálfu ráðuneytis- ins verður því ekki gefin heimhd th breyta Rauðahafinu í fæðingarheim- ih. Konumar bíða enn í hafnarborg- inni Ehat og vona að heimhd fáist í tæka tíð. Þær ætla aö eiga böm sín á svoköhuðu Höfrungarifi en þar hafa verið gerðar tilraunir með þjálf- un þroskaheftra í návist höfrang- anna. Konumar hafa þegar undirbúið bamsburðinn og komið fyrir búri í sjónum. Þær fylgja nýjum kenning- um um áhrif hátíðnihljóða frá höfr- ungumámannshugann. Reuter 6ud Made I lim Simplt :1. Slíb iLt? Made Him A Bttd. Jobe Smith er einfeldningur sem lifir í eigin heimi. í full- orðnum líkama leynist hugur sex ára barns. Dr. Angelo fæst við tilraunir er varða laun- veruleika 'virtual reality', sem miða að því að aukígáfur viðfangsefnisins. Þegar leiðir þeirra liggja saman, virðist allt ganga vel í byrjun. Vitsmunir Jobe vaxa þar til þeir verða svo miklir að hann fær alls kyns hugmyndir um heimsyfirráð. í myndinni er að finna þá vönduðustu tölvugrafík sem sést hefur f kvikmynd, enda gekk hún afar vel í Banda- ríkjunum þegar hún var sýnd þar í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.