Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDACrUR 10. SEPTEMBER 1992. 13 dv Sviðsliós Pétur Jónasson, Vogum, Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni og Þorgrímur Starri Björgvinsson, Garði. Fyrstu réttir haustsins Finnur Baldursson, DV, Mývatnssveit Fyrstu réttir haustsins fóru fram um síðustu helgi og var þá réttað í Reykjahlíðarrétt í Mývatnssveit í Það er gott að grípa í réttarfleyginn i nepjunni og kuldanum. austan strekkingsvindi og 7 stiga hita. Fé var í færra lagi í réttinni að þessu sinni en fólk lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn. Göngur voru næstu tvo daga á undan og telja bændur lömbin vera heldur smá. Þrátt fyrir vindinn lá vel á mann- skapnum og virtist fólk skemmta sér vel eins og venja er í réttum en ald- ursbilið var breitt því þarna mátti sjá allt frá ungbörnum og upp í fólk nálægt níræðu. Slysavamakonur seldu kafíi, kakó, kökur, pylsur, gos og sælgæti að vanda. Reykjahlíðarrétt er merkilegt mannvirki. Réttin er öll hlaðin úr grjóti og mun elsti hluti hennar hafa verið gerður kringum 1880-85. Hann er því nálægt 110 ára en á þessari öld var bætt við hana. Það er ekki verra að fá smjáhjálp við rollurnar hjá fullorðna fólkinu. DV-myndir Finnur Baldursson Ný íþróttamið- stöð á Blönduósi Magnús Ólafeson, DV, Blönduósi: Nýja íþróttamiöstöðin á Blönduósi var formlega tekin í notkun á sunnudaginn. Fjölmenni var við athöfnina, ræður voru íluttar, ámaðaróskir og gjafir bámst og fram fóru kappleikir í knattspyrnu, handknattleik og körfu- bolta. íþróttamiðstöðin er 1.690 m- að gmnníleti. Sjálfur íþróttasalurinn er af löglegri keppnisstærö, alls rúmir 1.200 m2 en annar hluti hússins er á tveimur hæðum. Áhorfendasvæðið rúmar 400 manns í sæti og í húsinu era búningsklefar, þrekþjálfunarsalur, gufubað og að- staða fyrir starfsfólk. Þá eru nokkrar stofur á efri hæð hússins sem era notaðar sem kennslustofur fyrir grunn- skólann. Það var árið 1976 á 100 ára verslunarafmæli Blönduóss sem þáverandi hreppsnefnd tók ákvörðun um að eitt af þremur verkefnum hreppsins í minningu þessara tíma- móta yrði bygging íþróttamiðstöðvarinnar. Nú er þessi draumur orðinn að veruleika, 16 árum síðar. Fyrsti kappleikurinn sem fram fór í nýja salnum var knattspyrnukeppni milli ungra Blönduósinga en síðan fór fram handknattleikur milli FH og KA í meistara- flokki og körfuboltaleikur milli úrvalsdeildarliðanna Tindastóls og Njarðvíkur. Vígsluathöfn íþróttamiðstöövarinnar á Blönduósi var vel sótt af heimamönnum. DV-mynd Magnús Hallur Kr. Stefánsson, annar eigenda verslunarinnar Svalbarða, með þúsundkallinn gamla, bréfið frá Vestur- íslendingnum og harðfisk sem hann fær sendan um hæl til Kanada. Harðflskur fyrir gamlan þúsundkall Verslunin Svalbarði á Framnesvegi hefur löngum verið þekkt fyrir sölu sína á vestfirskum harðfiski. Það er ekki bara Reykvíkingum sem þykir harðfiskurinn góður, heldur eru íjölmargir útlendingar einnig sólgnir í hann og búðin selur árlega mörg hundrað kíló til útlanda. Fyrir skömmu fengu verslunareigendur allsérkenni- lega pöntun á harðfiski frá Vestur-Islendingi sem býr í Vancouver í Kanada. Hann biður um að sér sé sendur harðfiskur og lætur fylgja með pöntuninni eitt þúsund krónur til aö borga fyrir góðgætið. Hætt er við að nokkuð langt sé liðið síðan Vestur-íslend- ingurinn G.E. Kristinsson, sem skrifaður er fyrir pöntun- inni, hefur stigið fæti hér á land því þúsund króna seðill- inn er frá því fyrir myntbreytingu og því ekki nema 10 króna virði! Eigendum verslunarinnar finnst hins vegar gaman að fá sendingu af þessu tagi og ætla aö senda Vestur-íslendingnum vænan pakka af vestfirskum harð- fiski. TILBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - allt í einni ferd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.