Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992. Fréttir Enn ágreiningur milli stj ómarflokkanna um fj árlagafrumvarpið: Vaxandi deilur um virðisaukann - ný þyrla verður ekki keypt á næsta ári Eitt viökvæmasta málið í fjárlaga- gerðinni er hvort taka eigi upp tvö þrep í virðisaukaskatti og afnema allar eða flestar undanþágur. Innan Alþýðuflokksins er andstaða við þetta og reyndar einnig innan Sjálf- stæðisflokksins. Eftir að DV og síðar aðrir fjölmiðlar birtu fréttir um fyr- irhugaöar breytingar hefur orðið vart mikillar óánægju og hefur hún dregið kjark úr mörgum stjómar- þingmönnum. Fullyrt er að meðal ráðherra Alþýöuflokksins séu raddir sem vilji fara varlega í allar þær að- gerðir sem skaddað geta ímynd flokksins. Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson munu hins vegar vilja halda ótrauðir áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í nið- urskurði. Þorsteinn Pálsson sagði í nótt að verið væri að skera alls staðar niður. Það fer reyndar ekki á milli mála og ekki hitt heldur, að það er fjarri að samstaða sé innan sfjómarinnar, um hvað og hvernig verður skorið. Sem dæmi má nefna aö Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðis- og trygginaráð- herra vill ekki taka í mál að eigna- tekjutengja lífeyrissgreiðslur - nema þá á móti komi lögfesting á fjár- magnstekjuskatti sem komi að fullu til framkvæmda á árinu 1994. Konumar, í báðum þingflokkum, hafa lagst gegn skerðingu á fæðing- arorlofi. Þá hafa kratar fengið það út úr myndinni að sett veröi á skóla- gjöld í framhaldsskólunum. Rætt hefur verið um að lækka tekjuskatt fyrirtækja um 700 til 1000 milljónir króna. Mikil andstaða er um þetta innan raða Alþýðuflokks- ins. Reynt hefur verið að ná sáttum með því að breikka tekjuskattsstofn- inn og auka þar með tekjurnar, það er að segja ef skattaprósentan verður lækkuð. En allt þetta getur tekið lengri tíma vegna fyrirsjáanlegra lagabreytinga. Það sem vakti and- stöðuna, var ekki síst það, að hér var verið að ræða um nánast sömu upp- hæð og verið er að ræða um að skil- aði sér ef breytingamar verða gerðar á virðisaukanum. Svipað er að segja um að aðstööugjöld og tryggingagjöld verði endurskoðuð síðar, það er eftir að fjárlagafrumvarpið hefur verið afgreitt. Lögregluskatturinn svokallaði verður ekki aflagður á næsta ári. Hann verður áfram, en stefnt er að því að hann verði nefndur öðru nafni en honum er ætlað að skila jafn- miklu ef ekki meiru í ríkissjóð en lögregluskatturinn gerði á þessu ári. Ekkert veröur af kaupum á nýrri þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna á næsta ári. Þess í stað verður gerð viljayfirlýsing um að þyrla verði væntanlega keypt á árinu 1994. Heimildir DV herma að fleygur sé á milli Davíðs Oddssonar og Friðriks Sophussonar í einu nokkuð stóru máli en það er hvort breyta eigi eignaskattsstofni einstaklinga. Davíð er mun tregari til þess en Friðrik og reyndar segja heimildir DV að Davíð hafi skipt um skoðun hvað þetta varðar á síðustu dögum. Að lokum skal þess getið að ekkert verður að því að,sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði verði afnuminn. -sme Appelsínu- sósan vakti Askell Þórisson, DV, Akureyii: „Þau eru afskaplega alþýöleg og elskuleg. Það sakaði ekki að ég og drottningin gengum í háskólann í Ósló sömu árin. Strax og það upp- götvaðist mynduöust tengsl á milli okkar og við höfðum um nóg að tala eftir það,“ sagði Jóhann Siguijóns- son, menntaskólakennari og leiö- sögumaður norsku konungshjón- anna, en þau ferðuðust um Mývatns- sveit og fóni til Akureyrar í gær. Þar meö lauk íslandsheimsókn þeirra. Flugvél Haralds konungs og Sonju drottningar lenti á Aðaldalsflugvelli síðdegis í gær. Norðurland tók frem- ur kuldalega á móti þeim hjónum. Norðanrigning og hífandi rok var á Aöaldalsflugvelli en veður skánaði eftir því sem á daginn leið. í fór með konungshjónunum var Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, ásamt ýmsum embættis- og stjómmála- mönnum. Farið var með konungshjónin og fylgdarhð þeirra í Námaskarð og sýndu þau mikinn áhuga á því sem fyrir augu bar. Það vakti óskipta at- hygli þegar gestimir fengu úthlutað plastpokum sem þeir drógu á fætur sér en leðja í Námaskarði þykir lítt skemmtileg á viðkvæman skófatnað. „Þau spurðu um allt milli hims og jarðar og ekki síst um náttúm lands- ins. Auðvitað ræddi ég mikið um jarðfræði landsins og þau höfðu mik- inn áhuga á orkumálum og náttúm- vemd. Mér fannst sérstaklega at- hyglisvert hve Haraldur konungur var vel að sér í tæknilegum þátt- um,“ sagöi Jóhann Siguijónsson. Frá Námaskarði var haldið í Dimmuborgir en hádegisverður var snæddur í Hótel Reynihlíö. Konungs- hjónin fengu villisveppasúpu, lax og skyr með aöalblábeijum. Amþór Bjömsson hótelhaldari tíndi sjálfur sveppina í súpuna. Meö laxinum var borin fram afar ljúffeng appelsínu- sósa og vakti hún athygli drottningar sem hafði á orði að uppskriftina yrði hún að fá handa kokkinum í kon- ungshöllinni. Þegar Haraldur og Sonja komu til Akureyrar var tekið á móti þeim í Lystigarðinum. Við hliðið var flagg- að norskum og íslenskum fánum. Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjar- j stjómar, ávarpaði gestina. Norsku konungshjónin luku opinberri heimsókn sinni á íslandi f gær. Hér eru þau ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, í Dimmuborgum í Mývatnssveit. Viröisauki á listir: Munum bregð- asl mjög hart við - segir Hjálmar Ragnarsson „Ég verð að segja eins og er að mér var mjög brugðið þegar ég sá þetta í fréttum. Ég átti ekki von á þessu. Viö höfðum ekki séð fyr- ir þann möguleika að ríkisstjóm- in myndi seilast inn á þetta svið," sagði Hjálmar Ragnarsson, for- seti Bandalags íslenskra lista- manna, þegar hann var spurður um fyrirhugaða skattlagningu á listir og listastarfsemi. „Ef þessari hugmynd verður hrint í framkvæmd munu lista- menn bregöast hart við. Þetta era bara hugmyndir ennþá og ég á eftir að sjá að þeim verði fram- fylgt. Ef það verður gert er hörðu að mæta.“ Hjálmar sagöi listamen geta gripið til annarra aðgerða en flestir aðrir geta gert: „Ég held að það sé ekki gott fyrir pólitík- usa að fá listamenn upp á móti sér. Okkar listamenn hafa mikil áhrif - óbein áhrif í gegnum list- ina,“ sagðiHjálmarRagnarsson. -sme EESáAlþingi: Fyrstu umræðu laukínétt - stóö íSOtíma Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði undir lok fyrstu umræðu um EES-samn- inginn á Alþingi í nótt að þing- menn og ráöherrar hefðu talað í 30 klukkustundir og 48 mínútur um málið. Hann sagði að í norska Stórþinginu yrði fyrsta umræða um málið aðeins í tíu klukku- stundir. Þegar Jón Baldvin hóf ræðu sína sagði hann einnig að í tengsl- um við raálið hafl verið rætt um þingsköp í tæpa klukkustund og um frumvarp sem gerir ráð fyrir breytingum á stjórnarskránni hafi verið búiö að ræöa í nærri lOklukkustundir. Ráðherra sagði meöal annars: „Það þjónar ekki tilgangi að flytja um málið lang- lokur héðan úr ræðustóIL“ Fyrstu málunum, frá þvi Al- þingi kom saman 17. ágúst, var vísað til nefndar í gær, en það era bráðabirgöalögin, Kjaradómur og kjaranefnd, kjarasamningur op- inberra starfsmanna, samning- urinn um evrópskt efhahags- svæði og frumvarpið um breyt- ingar á stjórnarskránni. Þingfundi lauk ekki fyrr en um klukkanþrjúínótt, -sme Bíldudalur: Engintilboð hafa borist - óvístumleiguna Engin tilboð haía borist i eignir þrotabús , Fiskvinnslunar á Bíldudal. I gær átti að fara fram nauöungaruppboö á fasteignum fyrirtækisins en Skarphéðinn Þórisson skiptastjóri frestað upp- boðunum og skulu þau fara fram i síðasta lagi 16. janúar. Allar fasteignir og lausafé er mikið veð- sett. Helstu veðkröfuhafar eru Fiskveiðasjóður, Byggðastofnun og Landsbanki Islands. Eins og áður sagði hafa engin formleg tilboö borist i eignir Fisk- vinnslunnar en viðræður hafa verið milli skiptastjóra og full- trúa heimamanna enda eru þeir sennilega einu kaupendurnir að fasteignunum. Utgerðarfélag Böddælinga er meö eignir Fiskvinnslunnar á leigu til 15. þessa mánaðar. Ekki er búiö að semja um hvort leigu- samningurinn verður framlengd- ur. Fiskvinnslan á 70 prósent hlutaíjár f Ötgeröarfélaginu, sem leigir Fiskvinnsluna, sem aftur á togarann Sölva Bjarnason og bát- inn Geysi. Miklar veðskuldir era ábáðumskipunum. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.