Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992. Útlönd_______________________________________ Framhjáhald Georges Bush varpar á ný skugga á kosningabaráttu hans: Ástkona Bush ætlaði að fremja sjálf smorð - móðir hennar segir að forsetinn hafi brugðist vinkonu sinni á örlagastundu George Bush berst um á hæl og hnakka við að tryggja endurkjör sitt. Hann á þó i erfiðleikum á öllum vígstöðvum. Simamynd Reuter „Hún var mjög ósátt við viðbrögð Bush þegar kjaftasögumar byrjuðu um ástarsamband hennar við forset- ann. Hún metur hann mikils vegna þess að hann er forseti en finnst aö hann hafi ekki komið fram eins og karlmaður þegar á reyndi," segir Frances Petterson-Knight, móðir Jennifer Fitzgerald, sem sagt er að hafi um árabil verið ástkona Georges Bush. Móðirin segir að söguburðurinn haíi fengið svo mjög á dóttur sína að hún hafi ætlað að stytta sér aldur. „Hún er bæði örvæntingarfull og ein- mana. Það getur enginn ímyndað sér hvemig það er að vera úthrópuð sem ástkona forsetans," segir Frances í viðtali við Washington Post. Hún segir í viðtalinu að það hefði hjálpað dóttur sinni mikið ef Bush hefði sýnt henni meiri tillitssemi meðan mest gekk á vegna framhjá- haldssögunnar. „Hann hringdi ekki einu sinni. Stuðningur forsetans á örlagastundu hefði hjálpað henni rnikið," segir Frances. Jennifer Fitzgerald var ástkona Bush í tólf ár. Jennifer hefur ekkert látið hafa eftir sér um málið. Hún er siðameist- ari í utanríkisráðuneytinu en svarar ekki í síma. Eftir því sem sagan segir á Jennifer að hafa haldið við Bush um tólf ára skeið meðan hún var rit- ari hans í ýmsum embættum. Sam- bandi þeirra hafi ekki lokið fyrr en eftir að hann var orðinn varaforseti hjá Ronald Reagan. Fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Sviss staðfesti fyrir andlát sitt að hann hefði að boði Bush séð til þess að þau gætu verið ein saman í fjalla- kofa í Sviss árið 1984. Bæði fyrr og síöar voru uppi sögusagnir um að Bush héldi við Jennifer. Mál þetta er hið vandræðalegasta fyrir Bush og varpar enn á ný skugga á kosningabaráttu hans. Bill Clinton, frambjóðandi demókrata, sækir að honum vegna slakrar stjórnar efna- hagsmála en almenningur veltir fyr- ir sér siðferðinu í Hvíta húsinu. Reuter Japanirharma frestun heim- sóknar Jeltsíns Japanskir leiðtogar brugðust illa við þeirri ákvörðun Borís Jeltsíns Rússlandsforseta um að fresta opin- berri heimsókn til Tokyo og sögðu ólíklegt að hægt yrði að koma henni við síöar á árinu. Kiichi Miyazawa, forsætisráðherra Japans, sagði í morgun að það væri „óheppilegt“ að Jeltsín skyldi hafa frestað ferðinni með aðeins fjögurra daga fyrirvara. „Hann sagðist þurfa að fresta ferðinni um nokkra mánuöi vegna innanlandsvandamála," sagöi Miyazawa við fréttamenn eftir símtpl við Jeltsín. Jeltsín var væntanlegur til Tokyo á sunnudag. Hann hætti við ferðina þegar augljóst þótti að ekki næöist samkomulag milli Rússa og Japana í áratugalangri deilu þeirra um yfir- ráð yfir Kúríleyjum. Sovétmenn lögðu þær undir sig í lok heimsstyrj- aldarinnar síðari og íhaldsmenn í Rússlandi lögðu hart að Jeltsín að synja landakröfum Japana. SÞkannaúr- gangslosun í Sómalíu Umhverfismálastofnun Samein- uðu þjóðanna sagði í gær að hún ætlaði að senda néfnd til Sómalíu hið bráðasta til að kanna sannleiksgildi frétta um að evrópsk fyrirtæki heföu í hyggju að losa eiturefnaúrgang sinn þar. Tilkynning stofnunarinnar kom í kjölfar fjölda frétta frá því á fóstudag um að ítölsk og svissnesk séu flækt j í viðamikla áætlun um að flytja eitur- efnaúrgang til Sómalíu þar sem allt er í kalda koli eftir tuttugu mánaöa borgarastyijöld og hungursneyö. Umhverfisstofnunin vinnur nú að því að stöðva þessar fyrirætlanir, í samvinnu við viðkomandi ríkis- Stjómir. Reuter BILASALA BILDSHÖFÐA 5 BILALEIGA SÍMI (91)674949 Ford Escort 1100 Laser '86, blár, ek. 100.000. V. 290.000 stgr. Ford Escort 1300 CL ’87, grár, ek. 59.000. V. 400.000 stgr. Ford Escort 1300 CL ’88, grár, ek. 42.000. V. Ford Escort 1300 CL ’90, blár, ek. 42.000. V. 480.000 stgr. 690.000 stgr. Ford Orion 1600 CL '87, blár, ek. 77.000. V. Ford Orion 1600 CL ’87, rauður, ek. 73.000. V. 490.000 stgr. 450.000 stgr. Notaðir þýskir Ford bílar í eigu Globus hf. til sýnis og sölu í sýningarsal Bílahallar- innar næstu 3 daga. Komið og gerið góð kaup. Opið frá kl. 9.00-19.00. I>V Grænlendingar getaekkisetið afsérsektir Héraðsdómarar á Grænlandi visa á bug kröfu frá lögreglustjór- anum um að menn geti setiö af sér sektir. Vandinn er nefnilega sá að fjórða hver sekt á Græn- landi er ekki borguö. Ole Gaard lögreglustjóri óskar þess vegna eftir því að fá aö nýta þau ákvæði hegningarlaganna sem heimila að breyta fésekt f frelsissviptingu. Agnethe Davidsen héraðsdóm- ari í Nuuk segir hins vegar aö héraðsdómararnir muni vísa því á bug. Hún sagði í viðtali við grænlenska útvarpið að þetta sé ekki framkvæmanlegt þar sem fangageymslur séu þegar yfirfull- ar. Finnskirþing- mennof snöggir fyrirtölvuna Finnskir þingmenn voru svo ákafir þegar þeir kusu í fýrsta sinn með nýja tölvustýrða at- kvæðakerfinu sínu sem kostaði 150 milljónir króna að tölvan náði ekki aö skrá öll atkvæðin. Starfsmaður þingsins sagði í gær að sumir þingmenn hefðu verið of snöggir við að ýta á tölvu- takkana við sæti sín þegar greidd voru atkvæði um traust á ríkis- stjórnina á þriöjudag eftir að ákveðið var að láta finnska mark- ið fljóta. Tölvan mun ekki hafa skráð nokkum fjölda atkvæða vinstra bandalagsins. Það var síöan verið leiðrétt. Sápuóperuást kemurbændum ogbúaliðiíkoll Stjórnendur samyrkjubús í Kirgisistan hafa lokað fyrir raf- magnið á býlinu til að reyna að draga vinnumennina frá sjón- varpinu og út á akrana. Þeir töldu þetta einu leiðina til að sigra í samkeppninni við mexíkóska sápuóperu sem nýtur gífúrlegra vinsælda í Samveldinu og heitir þvi undursamlega nafni „Hinir ríku gráta líka“. Sápuóperan er í 249 þáttum. Þáttaröðin er þrettán ára gömul og segir frá leit mexikóskrar konu aö hamingjunni. Margir líta á hana sem kærkomna flóttaleið frá endalausu pólitísku og efna- hagslegu öngþveiti. Vinsældum sápuóperunnar hefur verið kennt um allt milli himins og jarðar, svo sem fækk- un glæpa, það eru jú engin fórn- arlömb á götum úti, til hættulega hás vatnsþrýstings þar sem uppvaskinu er frestað. Bjóða milljónir fyrirgoðsagna- skrímslið Bæjaryfirvöld í japönsku fjalla- þorpi bjóða hverjum þeim sem handsamar skrímslið „tsuchin- oko“ lifandi litlar níutíu milljónir króna i fundarlaun. Þaö jafngild- ir skatttekjum þorpsins. Samkvæmt þjóðsögum er skrímsli þetta fótalaust og litur út eins og afkvæmi eiturnöðru og bjórflösku. Embættismaður 1 bænum sagði að finnandi dauðs skrímslis fengi rúmar fjörutíu milljónir króna. Bæjaryfirvöld eru að reyna að draga til sín ferðamenn. Elstu heixnildir um skrímsli þetta eru í japönskum annálum frá áttundu öld en sést hefur til dýrsins fram á okkar daga, síðast á áttunda áratugnum. Það mun vera um 30 sentímetra langt. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.