Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992. 3 dv Fréttir Stjómun fiskveiða með stærð flotans: Mjög dæmigerð ríkisforsjá - segir Snjólfur Ólafsson dósent „Eðli sóknarmarks- og sóknar- stýringarkerfa er óhagkvæm nýt- ing tækja og mannafla. Þeir sem biðja um slík kerfi gera of lítið úr þessum ókostum. Aftur á móti kenna þeir kvótakerfinu um ýmsa hluti sem eru ekki því að kenna.“ Þetta segir Snjólfur Ólafsson, dós- ent í viðskipta- og hagfræðideild Háskólans. Ásamt fjórum öðrum aðilum íjallar Snjólfur um fisk- veiðistefnu í bókinni Stjóm fisk- veiða og skipting fiskveiðiarðsins sem sjávarútvegsstofnun Háskól- ans og háskólaútgáfan hafa nýlega gefið út. Kvótakerfið og sóknarstýring hafa verið til umræðu að undan- fómu, meðal annars vegna um- mæla Einars Odds Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Hjálms hf. á Flateyri, um að stjórna eigi fisk- veiðum með stærð fiskiskipaflot- ans. Um þá skoðun Einars segir Snjólfur: „Þetta væri kannski ekki flókið mál ef það væru einræðisherrar sem ættu að ráða því hvaða skip yrðu gerð út. Það er útilokað að setja reglur sem sættir nást um. Þetta væri mjög dæmigerð ríkisfor- sjá. Ef kvótakerfi með framseljan- legum kvótum er orðið fast í sessi og stjórnvöld hætta að stuðla að skipakaupum þá eru allar reglur um skipakaup óþarfar." Snjólfur segir hægt að hugsa sér ótal möguleika sóknarmarks- eða sóknarstýringarkerfis. „Einar Oddur hefur ekki skilgreint þessa sóknarstýringu sem hann er að biðja um frekar en aðrir sem eru að biðja um sóknarmark. Menn hafa ekki hugsað þetta til enda. Ef hugmyndirnar væru útfærðar væri líklegt að þeir hættu að vera fylgjandi sóknarmarkinu." Það er skoðun Snjólfs að flestar tegundir sóknarmarkskerfa leiði til þess að fólk leitist við að fjárfesta í sem bestum vélum og veiðarfærum til að ná sem mestum afla á þeim dög- um sem veiöar eru heimilaðar. Snjólfur segir hins vegar hagræð- ingu nást með kvótakerfinu. „At- hafnafrelsi einstakhnga og fyrir- tækja á að vera sem mest. Þar með hafna ég miðstýringu. Kvótakerfi með framseljanlegum kvóta er laust við miðstýringu en sóknar- markskerfi hlýtur að fela í sér mikla miðstýringu.“ Um andstöðu manna á Vestfjörð- um gegn kvótakerfinu segir Snjólf- ur: „Það hefur skapast viss mórall þar. Það þýðir ekki að vera framá- maður á Vestfjörðum, hvorki al- þingismaður né eitthvað annað, nema að vera á móti kvótakerfinu." Snjólfur segir þjóðina verða að aðlaga sig breyttu umhverfi og markaðsaðstæðum. „Frystitogarar skila meiri hagnaði en aðrir. Eg hef aldrei skilið að það sé markmið að sem flestir íslendingar séu að flaka fisk eða vinni í frystihúsi. Við vilj- um hagræðingu í þjóðfélaginu og hún felst meðal annars í því að færri og færri þurfa að vinna ákveðin störf. Ég tel það mjög óæskilegt að íbúar Utillastaða ætU að halda áfram að byggja tilveru sína á einni atvinnugrein. Við eig- um að horfast í augu við að það gengur ekki upp lengur. En ég er algjörlega á móti því að ríkið ákveði hvort einhverjir eigi að flytja á brott. Það þarf hins vegar að sameina nágrannasveitarfélög og gera þau að einu atvinnusvæði. Þetta er þróun sem mun veröa og ég sé ekki rök fyrir að streitast gegn því.“ -IBS Nýtt Nýtt fyrir ungt fólk Við höfum þá ánægju að bjóða núna í miklu úrvali hina nýju fallegu æskulínu frá stórfyrirtækinu RAUCH í Þýskalandi. Þetta eru húsgögn fyrir ungt fólk sem stundar langskólanám. Notagildi þeirra er aðalatriði og það hve auðvelt er að raða þeim í lítil og stór herbergi. Margir "glaðir" litir og verðið er hagstætt. Þrjár skápaeiningar, skrifborð og rúm með rúmteppi og 3. púðum í áklæðalit að eigin vali. Allt í einum pakka kr. 120.770,- Einnig fáanlegt stakt eins og hver vill. Varanleg eign þegar fólk giftir sig og fer að búa. BILDSHOFÐA 20 - 112 REYKJAVIK - SIMI 91-681199 3 s V) .?.k.‘PULagsbök VMaji u t ,rmcMM„„ símaskha ^ssssass ■ i «as- ------JH A Menntabraut íslandsbanka eru nýir og spennandi möguleikar fyrir námsmenn i 8 ára og eldri. Menntabraut er opin öllum námsmönnum óháb LÍN. Athafnastyrkir eru veittir námsmönnum árlega sem hafa nýjar hugmyndir um nýsköpun í atvinnulífinu. Námsstyrkir eru veittir sjö námsmönnum á ári. Vönduö íslensk skipulagsbók sem er afhent ásamt penna viö skráningu á Menntabraut auöveldar náms- mönnum aö gera áœtlanir og skipuleggja tíma sinn. Tékkareikningur meö 50.000 króna yfirdráttarheimild. Námsmannakort Menntabrautar veitir aögang aö 95.000 hraöbönkum víöa um heim. Aö loknu námi eiga námsmenn kost á langtímaláni. Margir aörir kostir eru í boöi á Menntabraut. Komiö og fáiö nánari upplýsingar hjá þjónustufulltrúum íslandsbanka. Þeir hafa sérhœft sig í málefnum námsfólks. Menntabraut íslandsbanka - frá menntun til framtíbar! MENNTABRAUT Námsmannaþjónusta íslandsbanka Námsmenn komast lengra á Menntabraut!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.