Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992.
Spumingin
Ætlar þú að kaupa kjúkl-
inga á lága verðinu?
Ásdís Sveinsdóttir grasafræðingur:
Það er ekki ólíklegt.
Hafsteina Gunnarsdóttir hár-
greiðslumeistari: Já, örugglega.
Laufey Ólafsdóttir húsmóðir: Já, það
gæti vel verið.
Inga Sólnes húsmóðir: Já, ég er
ákveðin í því.
Elsa Sveinsdóttir húsmóðir: Já,
kannski ég geri það.
Björgvin Elíasson tölvunarfræðing-
ur: Já, alveg ábyggilega.
Lesendur
Eru Evrópuríkin til að treysta á?
sameiningunni
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Hvemig ætlum við íslendingar að
snúa okkur í sameiningarmálum
Evrópu? Það liggur ekkert fyrir um
neina heildarákvörðun. Það er ekk-
ert sem bendir til þess að við kom-
umst aö neinni niðurstöðu um hvort
við eigum að ganga í Evrópubanda-
lagið eða ekki. Ekki einu sinni um
hvort við gerumst aðilar að EES-
samningum. Það er ekki enn nein
heildarstefna á boröinu sem við get-
um áttaö okkur á. Þjóðin veit ekkert
í sinn haus um EES, hvað þá EB, og
blandar öllu saman við EFTA, GATT
og jafnvel vamarbandalagið NATO.
Og svo kemur Maastricht-samkomu-
lagið eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum og margir halda að við ís-
lendingar þurfum að samþykkja það
fyrst áður en nokkuð verður gert.
Þaö skyldi þó aldrei verða ofan á
að við gefum allt þetta upp á bátinn
og snúum okkur af alefli inn á þá
braut að reyna að fá aðild að fríversl-
unarsamningnum við Bandaríkja-
menn og Kanada? Eru ekki íslensk
fiskiskip að hasla sér völl á fiskimið-
um þar vestra - allt frá Karíbahafinu
eða svæðum þar í grennd til norður-
svæða Atlandshafsins, við Grænland
og vestar? Hvaða möguleika eigum
við yfirleitt? spyrja margir. Er Evr-
ópa eitthvað tÚ aö byggja á í dag?
í allri umræðunni um sameiningu
Evrópu eru háðir blóðugir bardagar
í henni austanverðri til að sundra
því sem áður voru eitt ríki og krefj-
ast sjálfstæðis. Jafnvel í Þýskalandi,
þar sem mest hefur verið talað um
sameinaða Evrópu, er nú að rísa ný
alda þjóðemisvakningar og hrópað
/Í,í öllu sameingingarmálæðinu er upplausn i sjónmáli í Evrópu,“ segir m.a.
í bréfinu.
„Deutschland auslanderfrei". Var
ekki Júgóslavía sameinað ríki? Er
ekki Þýskaland sameinað ríki? í öllu
sameiningarmálæðinu í Evrópu er
upplausn í sjónmáli, hvert sem htið
er. Allir vilja halda sínu. Kannski
alveg eðlilegt, hver vill ekki halda
sínu?
Meira að segja eru vamir Evrópu
ekki svo vel upp byggðar að hún geti
á eigin spýtur varið sjálfa sig gegn
utanaðkomandi ágengni. Hún getur
ekki kveðið niður óeirðir í nálægum
löndum. Samt segja menn: NATO er
ekki lengur þörf, við stofnum Evr-
ópuher. Aðrir varkárari segja: Við
megum ekki missa NATO úr Evrópu.
Getum við íslendingar treyst svona
upphrópunum? - Ég held ekki. Við
skulum bíða enn um stund og sjá
hverju fram vindur. En við getum
hæglega tekið upp þráðinn og farið
fram á viðræður um fríverslunar-
samning við Bandaríkin, Kanada og
Mexíkó. Vesturálfa stendur enn
traustum fótum.
Upplausn í
Veitingarekstur í EES-ríkjum
Jón Guðmundsson skrifar:
Get ég sem Tyrrverandi veitinga-
maður hér á landi og hafandi stjóm-
að gisti- og veitingahúsi gert mér
vonir um að fá leyfi til sjálfstæðs
atvinnureksturs á sviði veitinga-
reksturs á EES-svæðinu verði samn-
ingurinn samþykktur?
Svar utanríkisráðuneytisins:
Samkvæmt samningnum skulu
ekki vera hömlur á rétti ríkisborgara
EES-svæðisins til að setjast að og
stofna til atvinnureksturs hvar sem
er á svæðinu (syonefndur staðfestu-
réttur). Staðfesturrétturinn felur í
sér rétt til aö hefja og stunda sjálf-
stæða atvinnustarfsemi eftir sömu
reglum og gilda í þvi ríki þar sem
staðfestan er fengin. Það er hins veg-
ar misjafnt hvaða kröfur em gerðar
til manna sem hyggjast opna og reka
hótel eða veitingahús í ríkjum EES-
svæðisins.
Þeir sem hingað munu koma í því
skyni verða að uppfylla sömu kröfur
og gerðar eru til þeirra íslendinga
sem um slíkan rekstur sækja. Þeir
sem hyggjast fara utan verða að
kynna sér þær reglur sem gilda í þvi
landi sem þeir hafa áhuga á að starfa
og setjast að i. Samningurinn kveöur
á um að ekki megi mismuna mönn-
um eftir þjóðerni, þ.e.a.s. uppfylli
menn þær kröfur sem gerðar era til
ríkisborgara þess lands sem þeir
kjósa að fara til, og því er ekki hægt
að hafna umsókn þeirra á gmndvelh
þjóðemis.
Bjórhátíðin í Miinchen
Kristinn skrifar:
Ár hvert er haldin geysilega glæsi-
leg hátíð í Munchen í Þýskalandi.
Er hún kölluð „Bjórhátíðin í
Munchen" og stendur yfirleitt frá 19.
sept. til 4. okt. Ég hef farið á þijár
slíkar hátíðar og líkað mjög vel. Mik-
ið er drukkið af góðum en mildum
Bæjarabjór og allir em þama í hátíð-
arskapi. Á hátíðarsvæðinu er ávallt
gífurlegur mannfjöldi, sett em upp
risatjöld og á miðju gólfi eins þeirra
er hljómsveitarpallur og það er spil-
að og sungið af miklum krafti. Þama
em langborð svo hundmðum skiptir
og Bæjarameyjar færa gestum
stærðar bjórkrukkur með miðinum
góða. Einnig em á boðstólum mjög
ljúffengir kjúklingar að ógleymdum
pylsunum frægu. Hátíðarsvæðið er
eins og risa-Tívolí.
Milljónir manna alls staðar að úr
heiminum sækja hátíðina aftur og
aftur. Ég held að Flugleiðir hafi verið
með flug til Múnchen til 1. sept.
Væri ekki upplagt fyrir Flugleiðir,
„Mikið er drukkið af góðum og mildum Bæjarabjór og allir eru I hátíðar-
skapi," segir bréfritari.
t.d. næsta ár, aö bjóða upp á viku eða
hálfsmánaðar ferðir á þessa miklu
hátíð, t.d. með pakkanum „flug og
bíll“ eða öðram álíka möguleikum?
Ég skora á félagið að huga að þessu
máli fyrir árið 1993.
Léleg
laugardagsmynd
Friða hringdi:
Mig langar til að láta í ljósi
mikla óánægju meö laugardags-
myndina, Dion-bræður, sem sýnd
var 5. sept. sl. - Þetta var ekki
bara einstaklega leiðinleg mynd,
sem hafði ekkert innihald, heídur
var hún svo hrikaleg byssumynd
að ég hef aldrei séð annaö eins,
jafnvel ekki í vestrunum, sem þó
em oft slæmir en hafa þó oft
sæmilega atburðarás. - Svona
myndir eru ekki fólki bjóðandi á
laugardagskvöldi.
Vísteigum við Leif
Sigurður Sigurðsson skrifar:
Mér þykja ummæli Haralds
Noregskonungs í viðtalinu í DV
vega nokkuö aö okkur íslending-
um þegar hann segir að við getum
deilt Leifi Eíríkssyní með þeim
Norðmönnum en Snorra Sturlu-
son gétum við átt. - Ég vil bara
benda konungi á, allra vinsam-
legast, að Leif Eiríksson eigum
við. Það þýðir ekkert, hvorki fyr-
ir núverandi konung eða síðari
konunga Noregs, að bjóða okkur
íslendingum upp á svona nokk-
uð. - Nógu langt hafa nú Norð-
menn seilst.
Tillögurum
friðunfisks
Þorgeir Guðjón Jónsson skrifar:
Tillögur um ftiðun fisks er sú
aö loka öllum fjörðum og flóum
fyrir snurvoð (dragnót) og svo að
loka þeim svæðum fyrir sunnan
land þar sem þorskur og ýsa
hrygna - t.d. á Selvogsbanka,
Grindavikurdýpi og austan og
vestan Ingólfshöfða. Þá ætti að
banna tog- og dragnótaveiðar
innan 12 mílna landheigi allt árið
hjá öllum skipum og bátum.
Netaveiði ætti að banna innan
12 milna landhelgi frá 1. jan. til
15. maí ár hvert - Einnig ætti aö
banna netaveiði inni á fjörðum
allt árið. - Ef farið væri eftir þess-
um tillögum myndi það auka fisk-
gengd við landiö svo um munaði
eftir nokkur ár.
Leikföngá
Kópavogshæli
Sigurður Kr. skrifar:
Allir sem hafa séð í sjónvarpi
myndir frá Kópavogshæli sjá að
þar eru vistmenn sem þurfa
geysilega umönnun, sumir eins
og lítil böm. 011 erum við skyld
til að rétta þessum samborgurum
okkar alla þá aðstoð sem hægt er
aö veita. Það vita allir að sé tekið
leikfang af bami fer það að gráta.
Ráðamenn viröast ekki sjá þörf
Kópavogshælis því að mér skilst
aö loka eigi leikfangadeild þar eð
ráöuneytin neita um fjárveitingu
til þess að vistmennirnir, sem
margir eru eins og lítil börn, fái
athafnað sig á deildinni. - Ég
vona aö þessir menn sjái að sér
og sýni vistmönnum, sem verða
ávallt lítil böm, umburðarlyndi.
Sjónvarpsdagskrá
á laugardögum
Ámi Einarsson skrifan
Mér þykir dagskrá Sjónvarps
heldur betur hafa hrakað og er
það þó ekki nýtt af nálinni gegn-
um árin. Dagskráin hefur nefni-
lega veriö upp og ofan og oft hafa
komið góðar glefsur inn á milli.
- En laugardagsdagskrá Sjón-
varps hefur versnað vemlega
upp á síðkastið.
- Myndin „Dion bræður", sem
seinni mynd kvöldsins, tók þó
steininn úr. - Til hvaða hóps sjón-
varpsáhorfenda var Sjónvarpið
að höföa meö sýningu þessarar
myndar? Á laugardagskvöldum
er þaö aðallega fólk á miðjum
aldri og þaðan af eldra sem situr
heima. Þetta dagskrármál Sjón-
varps er engan veginn hægt aö
láta óátalið.