Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992. Fréttir Mikið að gera við brennsluofn á tilraunastöðinni að Keldum í sumar: Háttt tonn af gælu- dýrum brennt á viku - eigendur láta svæfa dýrin áður en þeir fara í frí, segir dýrahirðir „Þetta er rosalega mikið sem berst hingað. Bara frá Dýraspítalanum brenndum viö um tíu tonn af gæludýr- um sem höfðu drepist á síðasta ári. Við fáum fleiri dýr en frá þeim, frá öðrum dýralækni og svo kemur fólk líka sjálft með dýrin sín. Þetta eru því 12-13 tonn á ári. Við erum nýbyijuð aö taka við dýrum og þessar tölur eru bara það sem viö vitum um,“ sagði Sonja Vilhjálms- dóttir, dýrahirðir hjá Tilraunastofu Háskólans í meinafræði að Keldum, í samtali við DV. Að Keldum er brennsluofn þar sem meðal annars er tekiö við gæludýrum sem hafa verið svæfð, aöallega frá Dýra- spitalanum í Víðidal. Sonja segir að þeg- ar aðal sumarvertíðartiminn hafi staðið yfir hafi tæplega hálft tonn af dauðum gæludýrum borist frá Dýraspítalanum í brennsluna að Keldum. Dýrin eru vigt- uð í pokum þegar þau koma. Algengt var að rúmlega 400 kíló kæmu í viku hverri í júní og júlí. „Fólk bara losar sig við dýrin þegar þaö fer í frí,“ sagði Sonja. „Þetta eru aðallega kettir. Fólk losar sig við dýrin áður en það fer í frí eða flytur úr landi, vegna ofnæmis sem kemur upp á heimilinu og af fleiri ástæðum. Margir gera sér ekki grein fyrir hvað það er mikil vinna við að hafa dýr - heldur að það þurfi ekkert að hafa fyrir þessu. Einnig eru margir sem eiga ketti og láta ekki gelda þá eða passa ekki upp á aö þeir fjölgi sér ekki - það er allt of mikið af kettlingum," sagði Sonja. „Við vitum hve mikið kemur hingaö frá Dýraspítalanum þar sem dýrin eru svæfð. En það er miklu meira um þetta en það. Fólk grefur heimilisdýr sín sjálft og dýrin hverfa með öðrum hætti.“ Sonja segist ekki vita hve mörg dýr séu brennd á ári þótt tölur um heildar- þyngd liggi fyrir. „Ég er ekki að kíkja ofan í pokana sem koma frá Dýraspítal- anum en langstærstur hlutinn er kettir. Það er alltaf eitthvað um hunda en kett- imir eru helmingi fleiri. Einnig koma hingað páfagaukar, marsvín, hamstrar og fleiri tegundir," sagði hún. Sonja segir að gæludýr séu brennd 3-4 sinnum í mánuði en brennslan er í gangi á hverjum degi fyrir aðra starf- semiaöKeldum. -ÓTT Katrín Harðardóttir dýralæknir: Ekki á að láta börnin ráða Hvað kostar aðláta svæfa gælu- dýrið? Dýraspítalinn í Viðidal hefur tekiö á móti gæludýrum sem eig- endur vilja láta svæfa. Effir svæf- ingu sendir spftalinn gæludýrin í brennslu í Tilraunastöðina að Keldum. Að láta svæfa kött kostar 1.450 krónur. Innifaliö í verðinu er brennsla. Fyrir stóran hund er verðið 2.700 krónur, íyrir meðal- hund 2.300 og lítinn hund um 2.000 krónur. Ef komlö er með kettllnga, t.a.m. 6-8 vikna, kostar svæfingin 415 krónur fyrir hvem. Séu þeir nýfæddir er verðiö 150 krónur. „Gæludýraeignin er almennt orðin al- geng hér á íslandi og fólk veit oft ekkert hvað það er að fara út í. Fólk er þá að taka að sér dýr, eitthvað sem verður á heimilinu í 10-15 ár. Það á aldrei að fá sér dýr bamanna vegna, maður fær sér dýr fyrir sig því það em þeir fullorðnu sem sitja uppi með þau og þurfa að hugsa um þau. Ef maður er sjáifur tilbúinn til að taka á sig þessa skuldbindingu er þetta hins vegar í lagi. En maður á ekki að láta bömin ráða,“ sagði Katrín Harðardóttir, dýralæknir viö Dýraspítalann í Víðidal, í samtali við DV vegna þeirra staðreynda sem fram koma hér á síðunni um mikinn Qölda gæludýra sem eigendur láta svæfa. „Það er alveg sama hvert farið er í heim- inum, þetta er alls staöar sama sagan. Ein ástæða fyrir því að það er svona mikið um þetta á sumrin er að það fæðast ósköp af kettlingum sem ekkert heimili er fyrir. Varðandi hunda em margs konar ástæður fyrir þvi að fólk gefst upp á að hafa þá. Margir hafa gaman af þessu í nokkur ár en síðan er flutt. Fólk hreinlega kaupir sér íbúö þar sem það getur ekki haft hund. Það er algeng ástæða fyrir því aö hundar em svæfðir." Katrín segir brýnt að tilvonandi gælu- dýraeigendur geri sér grein fyrir því að kettir fara úr hárum, þeir veiða fugla, þeir þurfa að pissa einhvers staðar - þeir gera sem sagt ýmsa hluti sem kannski eru ekki mjög æskilegir. „Fólk verður að átta sig á þessum hlutum áður en það tekur að sér skuldbindingar," segir Katrín. - Hvað segja dýraeigendur þegar þeir biðja ykkur að svæfa dýrin sín? „Allt frá því að segja „dreptu þetta fyrir mig“ en sumir em hágrátandi yfir þessu. Það er mjög mismundandi. En við erum löngu hætt að spyija um ástæður," sagði Katrín Harðardóttir. -ÓTT —---------j—j Tugir kiióa af gæludýrum, sem send voru frá Dýraspítalanum í Víðidal, voru brennd að Keldum i gær. Sonja Vilhjálmsdóttir, dýrahirðir að Keldum, vigtaði dýrin sem eru i plastpokum áður en þeim var varpað niður í stóran eldofn. DV-mynd GVA í dag mælir Dagfari___________________ Ólafur býður í Naustið Ólafur Ragnar Grímsson hefur lof- aö að bjóða þeim Friöriki Sophus- syni, Pálma Jónssyni og Sigurði Þórðarsyni ríkisendurskoðanda í mat í Naustinu ef þeir lofa að vera sammála sér. Ólafur hefur sent frá sér hoðskortið með grein í Morgun- blaöinu og bíður nú spenntur eftir viðbrögðum boðsgestanna. Þeir þurfa ekki annað en lýsa yfir því að þeir séu sammála Ólafi Ragnari í ríkisfjármálaútreikningum og þá fá þeir frítt að bprða í Naustinu. Það er von að Ólafur bjóði. Hann er einn á báti og enginn hefur viljað borða með honum eða getað borðað með honum þvi hann var eini þing- maöurinn sem greiddi atkvæði með því að breyta útreikningum á ríkisfjárhallanum þegar fjárlaga- nefnd lagði til að sleppa aö reikna með útgjöldum þegar skuldir ríkis- ins eru taldar saman. Hann vill vita hvort Friörik Sophusson var með honum eða móti, hvort hann hafi skipt um skoðun eða hvort hann var andvígur þeirri aðferð viö útreikninga á ríkishallanum sem hann hafði áður verið meðmæltur. Ólafur Ragnar vill líka vita hvort Pálmi sé orðinn sammála sér og á móti þeirri tillögu sem hann flutti sjálfur f fyrra og Sigurður ríkisend- urskoðandi er líka spurður um hvort hann sé sömu skoðunar og áður eða hvort hann hafi breytt um skoðun á þeirri skoöun sem hann hafði sjálfur lagt til og ekki farið eftir. Þetta mál er nefnilega sérkenni- lega snúiö að því leyti aö þeir sem voru á móti aðferð Ríkisendur- skoöunar um útreikninga á ríkis- hallanum heimtuðu að Ríkisendur- skoðun reiknaði hallann öðruvísi út þegar þeir voru í stjómarand- stöðu. Svo þegar stjórnarandstæð- ingarnir voru komnir í stjóm fór Ríkisendurskoðun að asnast til að fara eftir tillögum sjálfstæðis- manna, sem fyrir vikið urðu þá öðmvísi en útreikningamir árinu áöur. Ólafur Ragnar benti þá á þetta misræmi, sem hann var að vísu sammála en var á móti af því útreikningurinn passaði ekki við útreikninginn frá árinu áður. Friðrik Sophusson var hins vegar með þessum útreikningi, sem Ólaf- ur var meö, en varð hins vegar aö benda á að hann hefði veriö á móti því að breyta útreikningnum, sem hann var með, til að gefa rétta mynd af samanburöi milli ára. Málið var sem sagt þannig komið að Ólafur Ragnar varð að styðjast viö aðferðina, sem hann var á móti, til aö sýna fram á að aðferðin, sem hann var á móti, væri réttari sam- anburður heldur en hin sem hann var með til að samanburöur feng- ist. Friörik var í rauninni sammála þessu nema með þeim öfugu for- merKjum aö hann hafði fallist á aðferö Ríkisendurskoðunar en varð að vera á móti henni ef Ólafur ætlaði að fara að misnota hana til að gera samanburðinn milli ára, sem ekki var réttur miðað viö þær röngu aðferðir sem notaðar voru á milli ára. Þessu til viðbótar hafði Pálmi Jónsson, formaður fjárlaganefnd- ar, mælt með tillögu um aðferð Ríkisendurskoðunar, sem Ólafur hafði greitt atkvæði á móti og nú væri farið að nota og hann hefur ekki á móti nema þegar hún væri misnotuð í samanburðinum milli ára. Sigurður Þórðarson ríkisend- urskoðandi er sá maðurinn sem hefur komið öllum þessum deilum á stað, vegna þess aö hann notaöi aðferð sem hann var á móti og lagði til að breyta aðferðinni yfir í það sem Ólafur Ragnar var á móti en Friðrik var með, þangað til þessi árekstur varð að Ólafur þurfti að benda á að aðferð ríkisendurskoð- anda kæmi Friðriki vel en Ólafi illa og Friðrik varð þá á móti aðferð- inni sem hann hafði verið með. Nú er Ólafur Ragnar sem sagt að gera sér vonir um aö menn séu orðnir sammála um að vera ósam- mála um það sem þeir eru sam- mála um og þess vegna treystir hann sér til að bjóða þeim félögun- um öllum til matar í Naustinu og hann vill jafnvel leyfa Ingva Hrafni á Stöð tvö að fljóta með. Sjálfsagt til að sjónvarpa megiþessari veislu til að sýna fram á að Olafur Ragnar étur ekki einn á Naustinu og býður reyndar aldrei neinum í Naustið nema sem er sammála honum. Þess vegna hefur Ólafur ekki haft neinn til að bjóða og tímir því aðeins að bjóða að hann sé öruggur um að boðsgestirnir geti ekki þegið boðið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.