Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1992. Útgáfufélag: FRjALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og-INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Frábær frammistaða Ólympíumóti fatlaðra lauk um helgina. íslensku keppendumir koma heim hlaðnir verðlaunapeningum og segja má að þátttaka þeira hafi verið ein samfelld sigurganga. Að því leyti er frammistaðan glæsileg og meiri og betri en margar stærri þjóðir geta státað af á þessu heimsmóti. Hitt er þó meira virði að fatlað fólk hefur sýnt og sannað að það hefur bæði getu og vilja til að stunda íþróttir þrátt fyrir fótlun sína og afrek þess eru auðvitað ennþá merkilegri fyrir þá sök að það gengur ekki heilt til skógar. Þátttaka fatlaðra og frammistaða þeirra í þessum heimsleikum er sönnun þess hvað hægt er að gera með æfingum, áhuga og þrotlausri vinnu. Fatlað æskufólk hefur sýnt fram á að það getur líka unnið til verðlauna og viðurkenninga í keppni við meðbræður sína og systur. í framhaldi af ólympíumóti fatlaðra hefst ólympíumót þroskaheftra í Madríd í þessari viku og aftur eru íslend- ingar með vaska sveit sem eflaust á eftir að standa sig. Aftur mun koma í ljós að andleg fötlun aftrar þroska- heftum ekki frá því að taka þátt í íþróttakeppni og það er raunar mikil upplifun að fylgjast með gleði þeirra og einbeitingu í íþróttakeppni. Til skamms tíma var andlega og líkamlega fatlað fólk sett til hhðar. Það var dæmt úr leik og ekki tahð hlut- gengt til ýmiss konar starfa og leikja sem fuhfrískir stunda. Þetta hefur breyst. íþróttafélög fatlaðra hafa unnið ómetanlegt gagn í þágu þessa afskipta hóps þjóðfé- lagsþegna. íþróttaiðkan þeirra hefur losað fatlaða úr viðjum einangrunar og vanmáttar. ímyndið ykkur sjálfstraustið og fuhnægjuna sem felst í því að fatlaður unghngur finni mátt sinn og megin í sundi eða hlaupi; unglingur sem áður hefur staðið álengdar í einsemd sinni og sérstöðu. Hann er skyndilega virkur þátttak- andi og íþróttamaður í æfmgum og keppni. Nýr heimur opnast, lífið og lífsviðhorfin taka á sig breytta og áður óþekkta mynd og dagurinn fylhst af verkefnum og markmiðum og tilhlökkun. Sllk hfsfylling verður aldrei metin til fjár. Og hún verður þaðan af síður mæld í verðlaunapeningum. Hún er hins vegar mæld í gleðinni sem skín úr andlitunum, stoltinu sem fylgir þátttökunni og sjálfstraustinu sem hinir fötluðu öðlast í krafti nýrra viðfangsefna. Að þessu leyti er íþróttaþátttaka fatlaðra og þroskaheftra félags- leg bylting á högum fatlaðra. íþróttaiðkun fatlaðra og þroskaheftra á sér ekki langa sögu og það er ekki fyrr en á ahra síðustu árum sem vakning hefur orðið á þessum vettvangi. Þökk sé því fólki sem hefur staðið í forystu íþróttafélaga fatlaðra og nú er svo komið að íslendingar eru til fyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir um skipulag og áhuga. Það þarf að hlúa að þessu starfi því hér er það ekki markmiðið að stunda íþróttir íþróttanna vegna, heldur er það hður í endurhæfingu og aðlögun fatlaðra að eðlilegu hfi. Hér tvinnast hins vegar saman íþróttir og þroski, félagsleg endurhæfing og umönnun þeirra einstaklinga sem að öðrum kosti heltast úr lestinni. Við gleðjumst öh og samfognum yfir frábærri frammi- stöðu og verðlaunasætum á ólympíumótum á Spáni. En mest hljóta þó þeir að gleðjast sem sjálfir hafa tekið þátt í íþróttaleikjunum. Hinir fotluðu. Þeir hafa ekki aðeins fengið verðlaunapening um hálsinn. Þeir hafa fengið nýja hfsvon og lífsfýllingu í leik og keppni. Það eru bestu verðlaunin. Ehert B. Schram „Vlð getum áfram flutt afuröir okkar á markaöi vestanhafs og í austurálfu eftir því sem við fáum best verð,“ segir Ámi m.a. ísland og samstarf Vestur-Evrópuþjóða: Sjálfstæði í skugga heimsstyrjaldar Við sóttum ekki frelsi okkar með vopnaöri baráttu en seinni heims- styijöldin varð samt sem áður lokakaflinn á leið okkar til sjálf- stæðis. I skugga hennar var hér stofnað fámennt fullvalda lýðræð- isríki og lagðir homsteinar þess. Á sljómarskránni byggjum við þegn- ar þess leikreglur um samskipti okkar innbyrðis. Á utanríkisstefhunni byggjum við samninga um samskipti okkar við þegna annarra ríkja. Þó að hún hafi ekki verið bundin í lög, sem stjómarskráin er, hefur hún einnig verið nánast óbreytt frá upphafi. Höfuömarkmið hennar em að tryggja sjáifstæði okkar og öryggi, yfirráð yfir auðlindum og aögang að erlendum mörkuðum. Grund- vallaratriði í framkvæmd hennar er að eiga sem best samskipti og samstarf við aðrar þjóðir. Það hefur tekist og við eigum greiða leið aö þjóðum nær og fjær til að ijafia um sameiginlega hags- muni í efnahagsmálum og viðskipt- um, mennfim og menningarstarfi, öryggismálum, umgengni við nátt- úruna og auðlindir hennar, stjóm- málum og félagsmálum. Við erum ekki homrekur án samneytis við aörar þjóðir, heldur þátttakendur í samfélagi þeirra. Aukiö samstarf Vesturlandaþjóöa Allt frá lokum stríösátakanna hafa þjóðir Vesturlanda leitaö leiöa til að efla samskipti sín, efla vitund og skilning þegna sinna á sameigin- legum hagsmunum og draga úr tortryggni. Samtök hinna samein- uðu þjóða vora stofnuð í stað Þjóðabandalagsins og þjóðimar í vestanverðri Evrópu gerðu einnig með sér mannréttindasáttmála og komu á fót sameiginlegum yfir- þjóðlegum stofnunum sem fjalla um réttindi þegnanna og hafa vald umfram stofnanir ríkjanna. Þær efndu enn fremur til sam- starfs á sviði efnahagsmála í þeim tilgangi að ná fiam viöskiptafrelsi í stað þeirra hafta og ríkisafskipta sem einkennt höfðu efnahagslíf Evrópu um aldir. Það leiddi til stofnunar tvennra samtaka, ann- ars vegar Efnahagsbandalags Evr- ópu (EB), og hins vegar Fríverslun- arsamtaka Evrópu (EFTA). Viö geröumst aöilar að EFTA 1970 um áratug eftir stofnun þeirra. Hvorki Sovétríkin né leppríki þeirra í Miö- og Austur-Evrópu tóku þátt í þessu samstarfi nema innan Sameinuðu þjóðanna. Sú leið sem kommúnist- ar völdu þeim færöi þeim hvorki velsæld né velferð en afrakstur hennar er ijúkandi rústir á öllum sviöum. Kjállarinn Árni Ragnar Árnason alþingismaður Sjálfstæöisfi. fyrir Reykjaneskjördæmi Allt frá stofnun EB og EFTA hef- ur verið rætt um aukið samstarf þeirra á milli, og 1984 yfirlýstu ráð- herrar aöildarlanda þeirra beggja að stefha að evrópsku efiiahags- ‘ svæði. Næstu ár vora notuö til aö gera þessa framtíðarsýn mögulega, 1989 hófust viðræður og haustið 1991 haföi samningur tekist. í ljós kom að ákvæði um dómstól í sam- keppnismálum stóðust ekki og hef- ur nú veriö breytt. Frelsi og jafnræöi Við höfum lagt áherslu á frelsi í samskiptum okkar og í gerð við- skiptasamninga viö aðrar þjóðir. Til þess liggja tvær grundvallará- stæður: frelsishugsjón og hags- munir. Reynsla okkar sýnir aö við frelsi í viöskiptum er hag okkar betur borgið en við hvers konar höft, bönn eða einokun, sem ávallt er komið á undir yfirskini vemdar - en í þeim tilgangi að mismuna. Með EES-samningnum er tryggt jafnt frelsi þegna allra aðildardkja hans með ákvæðum um gagn- kvæman jafnan rétt þeirra til at- hafiia á öllu svæðinu svo sem við- skipta, atvinnu, fiárfestinga og bú- setu - frelsin fjögur. Samstaða var um að sérhags- muni okkar í sjávarútvegi skyldum viö verja, sem náðist fram í sam- ingnum og er erlendum aöilum bönnuð eign í íslenskum sjávarút- vegi. Ekki náðist fram bann við gagnkvæmum rétti til aö kaupa og eiga fasteignir. Á hinn bógiim era í samningnum öryggisákvæði sem leyfa aöildarríkjum aö beita banni á afmörkuöu sviði. Okkar eigin al- mennu reglur gilda um kaup og nýtingu fasteigna, t.a.m. Jarðalög og Ábúðarlög. Við getum sett strangari almennar reglur, t.d. um ábúð og nýtingu og þannig spornað viö stórfelldum landakaupum er- lendra aöila. Það er í okkar hendi. Því hefur verið haldið fram að með samningnum missum við við- skipti við mikilvæg markaðslönd okkar í öðrum heimshlutum. Þetta er alrangt! Við höfum fullt vald og frelsi til að eiga jafnframt viðskipti við lönd utan EES og semja sjálfir um viðskipta- og tollakjör við þau. Við getum áfram átt mikil viöskipti við Bandaríkin, Japan eða önnur lönd þar sem við eigum mikla markaði og því mikilla hagsmuna að gæta. Við getum jafnframt nýtt okkur þá kosti sem fólgnir era í legu ís- lands milli heimsálfa og haslað okkur völl í alþjóðaviðskiptum, sem hliö milli meginlanda, milli tolla- og viöskiptabandalaga. Viö getum áfram flutt afurðir okkar á markaöi vestanhafs og í austurálfu eftir því sem við fáum best verð. Samningurinn bannar okkur ekk- ert af þessu. EES verður ekki tollabandalag og því lokar samningurinn okkur ekki þar inni og hann er enn síður samningur um að viö göngum í EB. Þeir þingmenn sem þessu halda fram fara allir með rangt. mál. - En það hefur vissulega veriö skemmtilegt aö sjá gamalgróna kommúnista fella krókódílstár segjandi ranglega að nú stefni í aö við missum öll okkar góðu við- skipta- og menningartengsl við Bandaríkin. Þeir sömu og um langt skeið mæltu sífellt gegn samskipt- um og samstarfi okkar við Banda- ríkin sem og við aðrar þjóðir á Vesturlöndum. Árni Ragnar Ámason „EES verður ekki tollabandalag og því lokar samningurinn okkur ekki þar inni og hann er enn síður samningur um að við göngum í EB. Þeir þingmenn sem þessu halda fram fara allir með rangt mál.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.