Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1992.
Merming
Eftir að til Boston kemur gerist Joseph (Tom Cruise) atvinnuboxari.
Laugarásbíó og Bíóborgin - Ferðin til Vesturheims: ★★ 'A
Nýtt líf í nýju landi
Sjálfsagt hafa fáir sem þekkja feril leikstjórans Rons Howard búist við
epískri stórmynd frá honum, mynd með gamaldags og rómantískum sögu-
þræði sem ekíd beint endurspeglar tíðarandann í Hollywood. En Howard
hafði lengi borið í bijósti löngim til að gera kvikmynd um landnema hins
nýja heims og styðst hann að hluta til við sögu forfeðra sinna í Ferðinni
til Vesturheims (Far and Away). Forfeður hans komu einmitt frá írlandi
þar sem Ferðin til Vesturheims hefst og er myndin fógur á að líta með
stórfenglegum sviðsetningum, mjög góðri tónhst og gamaldags sögu-
þræði.
Tom Cruise og Nicole Kidman leika aðaihlutverkin, írsku ungmennin
Joseph Donelly og Shannon Christie sem segja skiiið við gamla heiminn
og halda til Vesturheims þar sem þeirra bíður „ókeypis land sem gera
má við hvað sem er“. Þau eru af ólíkum uppnma. Shannon er dóttir ríks
landeiganda en Joseph sonur fátæks leiguhða en örlögin leiða þau saman
og þegar vestur er komið sameinast þau í baráttu fyrir daglegu brauði,
þvi eins og máltækið segir gerir fjarlægðin fjöllin blá og þeirra bíður allt
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
annað en guU og grænir skógar þegar stigið er á land í Boston.
Ron Howard hefur færst mikið í fang með Ferðinni til Vesturheims, en
hann er leikstjóri sem hefur styrk til að takast á við slíkt stórvirki. Hann
sýndi það með síðustu mynd sinni, Backfire, að hann hefur getu til að
takast á við stórar myndir með góðum árangri.
Ferðin til Vesturheims hefur sterkt yfirbragð og liggur við að glæsileg-
ar sviðsmyndir og góður leikur geri það að verkum aö gallamir, sem finna
má í sögunni, gleymist en undir yfirborði persónanna er ekki mikll grunn-
ur, sagan er klisjukennd og byggð á of miklum tilviljunum. En þegar á
heildina er htið er Ferðin tíi Vesturheims góð og rómantísk skemmtun,
stórmynd sem er tilbreyting frá nútíma- og framtíðarstórmyndum sem
berast yfir hafið frá Vesturheimi.
Ferðin til Vesturheims (Far and away)
Leikstjóri: Ron Howard.
Handrit: Bob Dolman ettir sögu Bob Dolman og Ron Howard.
Kvikmyndun: Mikael Salomon.
Tónlist: John Williams.
Aðalhlutverk: Tom Cruise, Nicole Kidman, Thomas Gibson, Robert Prosky og Bar-
bara Babcock.
Regnboginn - Vamarlaus: ★ lA
Lögfræðingur í Ijótum málum
í spennumyndinni Defenceless er nýjum khsjum hrært saman við gaml-
ar á árangurslausan hátt með hóp góðra leikara og tæknimanna fastan
í súpunni.
Barbara Hershey leikur einhleypan lögfræðing sem á í ástarsambandi
við einn af umboðsmönnum sínum (J.T. Walsh). Fyrir tílviljun rekst hún
á gamla skólasystur (Mary Beth Hurt) sem sömuleiðis fyrir tílviljun er
eiginkona durtsins. Þær ákveða að endurnýja gömul kynni en fyrr en
varir hggur einhver í valnum.
Atburðarásin byggist að mestu á ótrúlegum tUvUjunum eða óskUjan-
legri hegðun persóna sem er hvorugt til þess fahið að skapa sannfærandi
eða spennandi sögu. Handritshöfundurinn reynir að hressa upp á dæmi-
gerða morðgátu, þar sem aðalpersónan þorir ekki að segja löggunni það
sem hún veit af ótta við að hggja sjálf undir grun, með því að bæta inn
sálfræðUegum forsendum fyrir hinu og þessu í fari persónanna, sem ger-
ir myndina bæði langdregnari og óskUjanlegri.
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
Persónusköpunin er gerð á svo fólskum forsendum að samúðin með
þeim er horfin um miðbik myndarinnar og á endanum var mér orðið
nákvæmlega sama um hver gerði hvað og hvers vegna. Á meðan er fyllt
upp í myndina með óþarfa hhðarsögum og reynt að auka spennuna með
vafasömum aðferðum eins og að láta geðveikan kah skjóta upp kollinum
endrum og eins tU að hreha persónumar.
Leikaramir era allir hafnir yfir svona efni og sá eini er heldur höfði
er Sam Shepard sem leikur svala rannsóknarlöggu.
Delenceless (Band. 1991) 104 min.
Saga: James Hicks, Jeff Burkhart.
Handrit: Hicks (Morning After, Chattahootchie).
Leikstjóri: Martin Campbell (Criminal Law)
Leikarar: Barbara Hershey (Last Temptation of Christ, Shy People), Sam Shepard
(Homo Faber), Mary Beth Hurt, J.T. Walsh.