Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1992, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1992, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992. 5 Fréttir Þóra Hjaltadóttir, formaður skipulagsneöidar Alþýðusambandsins: Leggjum til færri og stærri verkalýðsfélög - hugmynd hreyft um eitt deildaskipt verkalýðsfélag fýrir allt landið „AUt írá þvl að síðasta þingi Al- þýðusambandsins lauk höfum við unnið í þessum skipulagsmálum. Við höfum kortlagt allt landið með það fyrir augum að fækka verka- lýðsfélögum og stækka þau sem eftir verða. Hugmyndir okkar hafa gengið út á það að til að mynda í Eyjafirði verði bara eitt verkalýðs- félag, annað í Skagafirði, eitt á Ár- borgarsvæðinu og tvö á Austíjörö- um og svo framvegis,“ sagöi Þóra Hjaltadóttir á Akureyri en hún er formaður skipulagsnefndar Al- þýðusambands islands. Þóra benti á að skipulagsnefndin hefði ekkert vald til að skipa fyrir í þessu efni. En nefndin hefði bent á að annaðhvort yrðu verkalýðsfé- lögin að sameinast eða þá að vinna saman og hafa eina sameiginlega þjónustumiðstöð. Þannig yrðu fé- lögin stærri og betur í stakk búin til að veita góða þjónustu. „Enda þótt allir sjái nauðsyn þessa þá er hér greinilega um mik- ið tilfinningamál að ræða hjá mör g- um. Þegar kemur að því að fram- kvæma þessar hugmyndir finnst mér áhugi manna vera takmarkað- ur,“ sagði Þóra. Jón Karlsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki, á einnig sæti í skipulagsnefnd ASÍ. Hann sagði að í stað þess að ætla að gera allt í einu hefði þessi skipu- lagsnefnd ákveðið að koma fram með hugmyndir um stækkun fé- lags- og skipulagssvæða verkalýðs- hreyfingarinnar. „Þetta gæti byijað með því að fé- lög stæðu saman að þjónustuskrif- stofum. Síðan gæti þetta þróast í þá veru að félög sameinist. Hug- myndir í þessa áttina verða lagðar fram á ASÍ-þinginu í nóvember enda hafa þær verið til skoðunar hjá félögunum. Ég vil einnig benda á að hugmyndir hafa verið uppi um einungis eitt deildaskipt verkalýðs- félag fyrir landið allt. Deildaskipt- ingin réðist þá af landafræði og atvinnusvæðum," sagði Jón Karls- son. Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgamess, sagði ljóst að huga þyrfti að sameiningu félaga en sér htist ekki vel á eitt verkalýðsfélag fyrir hvert kjör- dæmi. Það mætti hugsa sér eitt verkalýðsfélag fyrir Borgarfjörð, annað fyrir Akranes og eitt á Snæ- fellsnesi svo dæmi væri tekið. Miða ætti við að félögin yrðu ekki fá- mennari en svo sem eitt þúsund félagar. „Þessi mál eru viðkvæm og þau þarf að ræða vel í félögunum. Svona breytingar geta aldrei komið með valdboði ofan frá. Hins vegar tel ég mikla nauðsyn á að verka- lýðsfélögin verði færri og stærri," sagði Jón Agnar. -S.dór Ragnar hefur þegar roðflett hlýrann og var roðið á annan fermetra. Ragn- ar segir roðið af hiýranum mjög fallegt, likt krókódllasklnni, og ætlar hann að freista þess að fð það sútað og hengja það síðan upp á vegg enda sómi það sér vel sem stofustáss. DV-myndir S Þessi ferlegi fiskur heitir hlýri og er náskyldur steinbítnum enda álíka Ijótur á að líta. Að sögn Ragnars Haukssonar hjá Fiskbúð Hafliða, sem hér heldur á feriikinu, er hlýrinn mjög góður matfiskur. Venjulegur hlýri vegur um 2-4 kg en þessi, sem kom á land i Grundarfirði, vegur hvorki meira né minna en 23 kg. fiskbuð Alþjóðleg kjötvinnslukeppni: íslenskar vörur sópa til sín verðlaunum íslensk fyrirtæki unnu til íjölda verðlauna í alþjóðlegri fagkeppni í kjötiðnaði sem lauk á Jótlandi um helgina. Átta íslensk fyrirtæki sendu ahs 29 vörutegundir í keppnina og 26 þeirra unnu til verðlauna. íslensku vörumar unnu 10 gull, 9 silfur og 7 bronsverðlaun. „Þetta er ótrúlegur árangur og það vakti mikla athygh hvað íslending- amir stóöu sig vel. Þetta er mikh viðurkenning og sýnir hvar íslensk- ur kjötiðnaður stendur miðað við aðrar þjóðir,“ segir Bjöm Ingi Bjömsson, formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna. Þetta er í fyrsta skipti sem svo margir íslenskir kjötiðnaðarmenn fara út í þessa keppni en ahs munu um þúsund vömtegundir frá 150-200 fyrirtækjum hafa keppt um verð- launin. -ból SUZUKIVITARA LIPUR OG ÖFLUGUR LÚXUSJEPPI * Aflmikil vél með beinni innspýtingu. * Vökvastýri - rafmagnsrúðuvindur - samlæsingar - rafdrifnir útispeglar - lúxusinnrétting. * Mjúk gormafjöðmn - aksturseiginleikar í sérflokki. * Grindarbyggður - auðvelt að hækka bílinn upp. * Eyðsla frá 8 1 á' 100 km. * Verð frá kr. 1.395.000 stgr: $ SUZUKI ----------- SUZUKIBÍLAR HF. iSKEIFUNNI 17 • SlMI 685100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.