Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1992, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1992, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992. 13 Popp Elvis Presley - EMs, The King Of Rock’n’Roll Kjörwipur Allt frá því að Elvis Presley féll frá fyrir háifum öðrum áratug hafa samferðamenn hans verið sérlega útsjónarsamir við að hagnast á minningu rokkkon- ungsins með einum eða öðrum hætti. Þetta á jafnt við um vini og samstarfsmenn, öfundarmenn og óvini, útgefandann og jafnvel fyrrverandi eiginkonu. Á stundum hefur krókurinn veriö mataður af meira kappi en forsjá, engum til vegsauka. Hvorki hinum látiia né þeim sem eftir lifa. Útgáfufyrirtækið, sem Elvis Presley samdi við síðla árs 1955, RCA, sem BMG fjölmiðlarisinn keypti fyrir nokkrum árum, hefur farið fyrir í ósmekklegheitun- um. Alls kyns tónlistarefni, sem rokkkóngurinn hefði aldrei tekið í mál að almenningur fengi að heyra, hef- ur verið gefið út. Röksemdin hefur verið sú að verið sé að uppfylla óskir safnara, sauðtryggra aðdáenda sem vilji heyra allt sem meistarinn lét frá sér fara, gott jafnt sem slæmt. Geislaplötur eru til þar sem El- vis og undirleikarar hans byija þrisvar og jafnvel oft- ar á sama laginu áður en þeir ná að flytja það skamm- Hljómplötur Ásgeir Tómasson laust frá upphafi til enda. Upptökur sem ekkert erindi eiga á almennan markað og eru á stundum ekkert annað en mistök. Pólskipti Skömmu fyrir fimmtán ára dánarafmæli Elvis Pres- ley sendi BMG í nafni RCA Records frá sér fimm geisla- platna kassa þann sem hér er til umfjöllunar. Á plötun- um er að finna „öll“ þau lög sem Elvis hljóðritaði í hljóðverum á sjötta áratugnum. Allt frá My Happi- ness, sem hann tók upp fyrir sjálfan sig síðsumars 1953 við eigin kassagitarundirleik, þar til örskömmu áður en hann hélt til Þýskalands til að gegna herþjón- ustu í júní 1958. Útgefandinn virðist hafa umpólast í afstöðu sinni til tónhstar Presleys með útgáfu kassans. Farið er var- fæmum höndum um allt sem lýtur að efninu og hvar- vetna vandað til verka eins og unnt er. Og þótti ýmsum tími kominn til! Á geislaplötunum fimm eru 139 lög. Fjórtán þeirra komu aldrei út þótt gengið væri frá þeim til útgáfu. Þau skera sig lítt eða ekkert úr hinum sem gefm voru út ýmist á 45, 78 eða 33 snúninga plötum. Ástæðan fyrir því að þau komu ekki út fyrr en nú er sennilega sú að „framleiðni" Elvis Presley var meiri en markað- urinn gat borið. Eðlismunur er á þessum lögum og ýmsu því sem komið hefur út á hðnum árum, frá þvi að rokkkóngurinn féh frá. Þessi lög áttu ahtaf að koma út. Hitt eru gjaman hljóðritanir sem þóttu misheppn- ast að einhveiju leyti. Dæmi eru um að Elvis Presley hafi þurft að syngja sama lagið þijátíu sinnum eða jafnvel oftar áður en hann varö ánægður með árangur- Elvis Presley í byrjun ferils síns á sjötta áratugnum. inn. Hafi menn hirt aht sem hljóðritað var, gott jafnt sem slæmt, er því væntanlega af stórum mistakalager að taka. Gott lesefni Þessu fimm geislaplatna safni fylgir 48 blaðsíðna bæklingur. Þar er aö fmna margar ómetanlegar upp- lýsingar sem hver einasti aðdáandi Elvis Presley hlýt- ur að taka fagnandi hafi hann ekki aflað sér þeirra með einhveijum hætti áöur. Kassinn, sem gefinn er út á fimmtán ára dánarafmæh Elvis Presley, er kjör- gripur. Með því að hlusta á lögin 139 sem geislaplötum- ar fimm hafa aö geyma má af eigin raun fylgjast með þroska Elvis Presley sem söngvara allt frá því að hann laumar sér inn í Sun hljóðverið í Memphis til að heyra af eigin raun hvort hann geti eitthvað þar til raimveru- legum rokkferh lýkur með herþjónustunni. Gaman er að sjá að loksins skuh útgefandinn vera farinn að sýna tónhst Presleys tilhlýðUega virðingu. Minning hans á annað og betra skihð en útgáfur á efni sem raunar átti aldrei að hafna annars staöar en í ruslafotunni. Vinnubrögöin við kassann The Complete 50’s Masters gefa fyrirheit um að í framtíðinni verði tónhst rokk- kóngsins meðhöndluð eins og henni ber. Vetrar-Mitchell BSÍ Fyrsta kvöld Vetrar-MitcheU var í Sigtúni 9 föstu- daginn 18. september. TU leiks mættu 18 pör og efstu skor í NS hlutu: 1. Óli Bjöm Gunnarsson-Eyjólfur Magnússon 268 2. Höskuldur Gunnarsson-Þórður Sigfússon 260 3. Ámína Guðlaugsdóttir-Bragi Erlendsson 225 Hæstu skor í AV fengu: 1. Elín Jónsdóttir-Lilja Guðnadóttir 276 2. Friðrik Jónsson-Rúnar Hauksson 226 3. Bemódus Kristinsson-Þórður Bjömsson 224 Bridgefélag Reykjavíkur Nú er lokið tveimur kvöldum af fjórum í Hipp-hopp tvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur. Tvir pör hafa náð nokkuð góðri foiystu á toppnum, Norðurlanda- meistaramir Sverrir Armannsson og Karl Sigurhjart- arson og einnig Páh Hjaltason og Jón Hilmarsson. Staða efstu para er nú þannig: 1. Sverrir Ármannsson-Karl Sigurhjartarson 1606 2. PáU Hjaltason-Jón Hilmarsson 1574 3. Oddur Hjaltason-Hjalti EUasson 1500 4. Aðalsteinn Jörgensen-Bjöm Eysteinsson 1483 5. Sævar Þorbjömsson-Jón Baldursson 1478 6. Gylfi Baldursson-Haukiu- Ingason 1413 6. Ómar Jónsson-Þröstur Ingimarsson 1413 8. Steingrímur G. Pétursson-Jón Hjaltason 1411 9. Hrólfúr Hjaltason-Valgarð Blöndal 1408 Bridgedeild Rangæinga Síðasthðinn miðvikudag var sphaður eins kvölds tvímenningur og urðu úrsht þessi: 1. Lilja HaUdórsdóttir-María Haraldsdóttir 96 2. Baldur Guðmundsson-Trausti Pétursson 90 2. Karl Nikulásson-Loftur Pétursson 90 Næsta keppni félagsins verður 5 kvölda tvímenning- ur. SpUað er í Armúla 40, 2. hæð, og byijað klukkan 19.30. Skráning er hjá Lofti í vinnusíma 36120 eða heima síma 45186. Bridgefélagið Muninn, Sandgerði Síðasta miðvikudag var spUaður eins kvölds tví- menningur hjá félaginu með þátttöku 14 para og urðu úrslit þessi: 1. Maron Bjömsson-Eyþór Björgvinsson 202 2. Lárus Ólafsson-Garðar Garðarsson 188 3. Vignir Sigursveinsson-Guðlaugur Svavarsson 169 3. HaUdór Aspar-SumarUði Lárusson 169 Næsta keppni félagsins er þriggja kvölda hausttví- menningur og hefst spUamennska klukkan 20. -ÍS GÓÐ KAUP 40 FETA VÖRUGÁMAR Höfum fengið takmarkað magn af notuðum 40 feta vörugámum sem verða seldir næstu daga á spreng- hlægilegu tilboðsverði. Nánari upplýsingar hjá Tækjadeild Hafnarbakka hf., Höfðabakka 1, 112 Reykjavík, sími 676855. Uppboð Uppboð munu bytja á skrifstofu embættisins að Miðbraut 11, Búðardal, miðvikudag 30. sept. 1992 kl. 2 síðdegis á eftirtöldum eignum: Dalbraut 4, Búðardal, þingl. eig. Ágúst Magnússon, gerðarbeiðendur Jón Finnsson hdl. og Innheimtustofnun sveitarfélaga. Skarðsá, Skarðshreppi, þingl. eig. Unnsteinn B. Eggertsson, gerðarbeiðend- ur Sigriður Thoriacius hdl., Islandsbanki, Byggðastofnun, Sigurður I. Hall- dórsson hdl., Ólafur Axelsson hrl., Brunabótafélag islands, Kristinn Hall- grimsson hdl. og innheimtumaður rikissjóðs. 28. september 1992, Sýslumaðurinn í Búðardal SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 „„ QR>CNI _ ei síminn eh -talandi dæmi um þjónustu! Tilkynning um flutning heilsugæslustöðvarinnar í Mjódd Heilsugæslustöðin í Mjódd hefur starfsemi í nýjum húsakynnum að Þönglabakka 6, Reykjavík, fimmtu- daginn 1. október nk. Frá sama tíma flyst einnig ungbarnaeftirlitið, sem verið hefur í Asparfelli 12, til heilsugæslustöðvarinnar í þetta nýja húsnæði. Heilsugæslan í Reykjavík 28. september 1992 ÚTILJÓS Steinel útiljós skynja með innrauðum nema alla hreyfingu (ólks og kveikja IJós, þetta er mjög ánægjulegt þegar komið er heim í myrkri og til hagsbóta fyrir t.d. blaðburðarfólk. Einnig fælir útiljós- ið burtu óboðna gesti. MEÐ VAKANDI AUGA - MJÖG HAGST/ETT VERÐ HEILDSÖLUDREIFING OG SALA Skeifunni 11 d — sími 686466 ADRIR ÚTSÖLUSTADIR Glitnir - Borgarnesi Kaupf. V-Hún., Hvammstanga Kaupf. Húnvetninga-Blöndósi Hegri - Sauðárkróki KEA - Akureyri Kaupf. Þingeyinga - Húsavik Raftaekjaversl. Sveins Guðm. - Egils- stöðum Rafalda - Neskaupstað Kaupf. Rangæinga - Hvolsvelli Mosfell - Hellu Arvirkinn - Selfossi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.