Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1992, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Hermangið hrynur
Komið hefur fram, sem spáð var í leiðara DV í maí,
að mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins mun
ekki öllu lengur nýtast til að halda uppi atvinnu á Suður-
nesjum og efla eftirlaunasjóði helztu alfonsa Qallkon-
unnar í hinum þekktu hermangsfyrirtækjum landsins.
Deildir Bandaríkjaþings hafa sameiginlega komizt að
þeirri niðurstöðu, að framlag Bandaríkjanna til mann-
virkjasjóðsins verði skorið niður úr 11,5 milljörðum
króna í 3,3 milljarða króna á næsta ári. Búast má við,
að önnur ríki bandalagsins minnki líka við sig.
Þetta er bara fyrsta skrefið í fyrirsjáanlegum brott-
flutningi varnarliðsins á Keflavikurflugvelh. Enginn
póhtískur vhji sést lengur í Bandaríkjunum th að halda
úti dýrri herstöð fjarri öllum hugsanlegum átakasvæð-
um. Island er ekki lengur hernaðarlega mikilvægt.
Varnarstöðin á Keflavíkurvelli er rekin samkvæmt
beinu samkomulagi íslands og Bandaríkjanna, þannig
að Atlantshafsbandalagið er aðeins óbeinn aðhi. Banda-
ríkjamönnum hefur þó tekizt að nýta mannvirkjasjóð
bandalagsins til að kosta framkvæmdir á staðnum.
Nú er annaðhvort um það að ræða, að áhrif Banda-
ríkjanna og gæluverkefna þeirra munu minnka í mann-
virkjasjóðnum eða að önnur helztu ríki bandalagsins
minnka framlög sín í samræmi við bandaríska niður-
skurðinn. í báðum thvikum situr Keflavík á hakanum.
Þetta er óhjákvæmileg afleiðing þess, að kalda stríð-
inu er lokið mihi austurs og vesturs. Atlantshafsbanda-
lagið hefur ekki enn látið draga sig inn í gróft útþenslu-
stríð Serba á vesturlandamærunum og mun því tæplega
láta draga sig inn í önnur stríð í Austur-Evrópu.
Jafnvel þótt það heföi afskipti af staðbundnum átök-
um, þá verða þau fjarri Keflavíkurflugvelli. Þau verða
ekki á Kólaskaga, heldur á Balkanskaga og í Kákasus.
Eina ghdi flugvaharins er langsótt og tengist mhhlend-
ingum í flutningum hergagna frá Bandaríkjunum.
Th slíkra mihhendinga þarf góðar flugbrautir og
nokkuð af olíubirgðum, sem hvort tveggja er th á Kefla-
víkurflugvehi. Ekki þarf þvhík mannvirki, sem helztu
hermangarar landsins hafa árangurslaust verið að
reyna að sníkja hjá Atlantshafsbandalaginu í sumar og
haust.
Atlantshafsbandalagið hefur á næstu árum nóg að
gera við að halda lífi við nýjar aðstæður og reyna að
framleiða handa sér nýtt hlutverk. Það hefur ekki tek-
izt í Serbastríðinu og verður án efa erfitt. Og Keflavíkur-
flugvöhur er ekki þáttur 1 þessari lífsbaráttu.
Við þetta bætist sú mjög svo ánægjulega staðreynd,
að Atlantshafsbandalagið getur ekki lengur sætt sig við
þá rotnun, að Keflavíkurflugvöhur sé notaður th að
mjólka peninga inn á bankareikninga hermangara í
Sameinuðum verktökum og íslenzkum aðalverktökum.
Eina von íslands th að halda lífi í atvinnu vegna
Keflavíkurvahar er að freista erlendra fyrirtækja til að
stofna fríhafnarfyrirtæki á Suðurnesjum í tengslum við
flugvöhinn. Ríkisstjómin hefur lagt bjarg í götu þessa
með því að endurnýja einokunarsamning við Flugleiðir.
Suðumesjamönnum ber nú að nota hrun vamarliðs-
framkvæmda th að knýja þungfæra ríkisstjóm th að
láta af hneyksli, sem sker í augu þeirra, er hugsanlega
gætu látið freistazt th að framleiða atvinnu. Þessir út-
lendu aðhar munu aldrei láta Flugleiðir mjólka sig.
Því miður höfðu íslendingar ekki frumkvæði th að
hreinsa spihingu Keflavíkurflugvahar. Það verða út-
lendingar að gera fyrir okkur. Og þeir em byijaðir.
Jónas Krisýánsson
Höfundur telur aö tímabært sé að kaupa höggbylgjusteinbrjót á Landspítalann.
Steinbrjót á
Landspítalann
Framþróun í læknisfræði byggist
ekki hvað síst á nýjum hátækni-
lækningatækjum. Menn tala jafn-
vel um eðhsfræðilæknisfræði. Hin
nýju tæki og tækni auka batahorf-
ur fólks, auðvelda lækningu, stytta
legutíma og vinnutap og koma
stundum í veg fyrir erfiðar skurð-
aðgerðir.
Nýlega hefur Landspítalinn tekið
í notkun segulómtæki, sem er risa-
skref fram á við, við rannsóknir á
mannslíkamanum. Á undaníörn-
um árum hefur verið heimildar-
grein í fjárlögum þess efnis að und-
irbúa mætti kaup á höggbylgju-
steinbijót fyrir Landspítalann. Af
þessum kaupum hefur enn ekki
orðið og þarf auðvitað ekki að fara
mörgum orðum um ástæðuna. Nið-
urskurður og aðhald í heilbrigðis-
kerfinu hefur veríð mjög í sviðs-
ljósinu að undanfórnu.
Höggsteinbrjótur
Um nokkuð langt tímabil hafa
sérfræðingar á Landspítala, og ég
held ég halli ekki á neinn þó ég
nefni sérstaklega nafn Guðmundar
Vikars Einarssonar, lagt áherslu á
nauðsyn þess að höggbylgjustein-
bijótur yrði keyptur að spítalan-
um.
Steinbrjótar þessir eru notaðir til
þess að mylja þvagfærasteina og
hafa með þróun náö að geta brotið
flestar tegundir steina í nýrum,
skjóðu og þvagleiðurum.
Eins og margar aðrar tækni-
framfarir er þessi tækni sótt í
reynsluna af geimrannsóknum.
Áhrif höggbylgna á málmkúlur
var meðal rannsóknarefna geim-
vísindamanna og upp úr þeim at-
hugunum kom hugmyndin að því
að brjóta steina í mannslíkaman-
um með höggbylgjum.
Þótt ekki liggi fyrir nákvæmar
talnarunur má áætla að um 1000
íslendingar fái árlega vandkvæði
vegna þvagfærasteina. Algengast
er að steinar þessir myndist í fólki
á aldrinum 46-64 ára.
í Bandaríkjunum er talið að með-
allegutími vegna þvagfærasteina sé
um 4-5 dagar.
Orsakir þessa sjúkdóms geta ver-
KjaUaiinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræðingur
ið margvíslegar en læknar telja vit-
að að þeir sem einu sinni hafa feng-
ið steina séu í meiri hættu að fá
þá en aðrir.
Auðveldari meðferð og
sparnaður
íslendingar senda nú utan þá
sjúklinga sem þurfa á höggbylgju-
meðferð að halda vegna þvagfæra-
steina. Þeir fyrstu voru sendir utan
1987 til Noregs og síðan hafa lang-
flestir farið til þess lands.
Líklega eru nú árlega sendir utan
um 20-30 manns til meðferðar
vegna þessa sjúkdóms.
Ætla má að sjúkrakostnaður og
lækniskostnaður á sjúkling nemi
250-300 þúsund krónum. Þá er ekki
meðtalið dagpeningar, ferðakostn-
aður og vinnutap. I sumum tilvik-
um þarf líka að senda fylgdar-
mann.
Erfiðast er þó að ekki er unnt að
senda utan mjög veika sjúklinga
sem oft þarfnast meðferðarinnar
mest.
Einnig má ætla að þörf fyrir utan-
ferðir vegna þvagfærasteina sé
mun meiri en ferðimar í reynd.
Aðrir eru læknaðir heima með
„eldri“ aðferðum, sem oft þýðir
skurðaðgerð, og þar af leiðandi
fleiri legudaga.
Höggbylgjusteinbijótur kostar
líklega um 60 m. kr. Það er talsvert
fé en mikið er líka í húfi. Líklegt
er að íslendingar muni í vaxandi
mæli í framtíðinni leita sér lækn-
inga út fyrir landsteinana við þess-
um kvilla.
Það þýðir aukin útgjöld vegna
greiðslna til erlendra sjúkrahúsa.
Sjálfsagt er að framkvæma arð-
semismat í hvert sinn sem skoðuð
eru kaup dýrra lækningatækja.
Þegar sjúkdómstílvik verða tíðari
og utanferðir fleiri ár frá ári kemur
fljótt að því að arðbærast verður
að kaupa tækið til landsins og
framkvæma aðgerðina hérlendis.
Við slíkt arðsemismat þarf að líta
á kostnað sjúklinganna auk þess
kostnaðar sem heilbrigðis- og
tryggingakerfið ber.
Mín skoðun á þessu máli bendir
eindregið til að tímabært sé að
kaupa höggbylgjusteinbrjót að
Landspítalanum. Ég vil hvetja heil-
brigðisráðherra og þá alþingis-
menn, sem hafa það erfiða hlutverk
að koma saman íjárlögum í fjár-
laganefnd, aö gefa sérstaklega
gaum að þessu máli.
Hér er bæði um að ræða bætta
heilbrigðisþjónustu og spamað.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Á undanfornum árum hefur verið
heimildargrein í fjárlögum þess efnis
að undirbúa mætti kaup á höggbylgju-
steinbrjót fýrir Landspítalann.“