Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1992, Síða 15
ÞREDJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992.
15
Konur og of beldi
í ár eru samtök um kvennaat-
hvarf 10 ára. Þau voru stoöiuö 2.
júní 1982. Markmið þeirra er að
reka athvarf fyrir konur og böm
sem af einhverjum ástæðum geta
ekki dvalið heima hjá sér vegna
ofbeldis annarra heimilismanna.
Það hefur sýnt sig í gegnum árin
að þessa aðstoð nota margar konur
alls staðar af landinu og sýna tölur
að æ fleiri leita til athvarfsins.
í upphafi, þegar kvennaathvarfið
var stofiiað, gætti ákveðinna for-
dóma og tortryggni gegn þessari
starfsemi. Allt í einu var komið upp
á yfirborðið fýxirbæri sem fólk átti
erfitt með að sætta sig við að væri
til, þ.e. heimilisofbeldi. Á þessum
10 árum hefur margt breyst. Sú
breyting kemur ekki síst fram í
auldnni aðsókn að kvennaathvarf-
inu. Kvennaathvarfið er komið til
að vera og sú staðreynd gerir það
auðveldara fyrir konur nú en áður
að leita sér aðstoðar við að losa sig
úr ofbeldissambúð.
Erfið ákvörðun
Það er alltaf erfið ákvörðun fyrir
konu að leita til kvennaathvaúfs-
ins. Með þvi er hún að opinbera og
viðurkenna fyrir sér og öðrum að
hún búi við ofbeldi. Hverju getur
hún svarað þegar hún er spurð að
því hvers vegna hún sé að flýja
manninn sinn? Hvað heldur fólk
um hana? Hvað heldur fólk mn
hann, manninn sem hún var og
kannski er ástfangin af og valdi að
búa með? Hvað á hún að segja
bömunum sínum mn pabba
þeirra? Er þetta allt saman út af
því hversu ómöguleg hún er? Það
hlýtur að vera ástæða fyrir því að
hann beiti hana ofbeldi. Það fyrsta
KjaUaiinn
Ragnheiður Indriðad.
sálfræðingur
sem fólk spyr um þegar það heyrir
um slíkar heimiiisaðstæður er
„Hvers vegna lemiu: hann hana?“
Það virðist oft vera auðveldara fyr-
ir fólk að setja sig í spor ofbeldis-
mannsins og skilja ástæður hans
fyrir þessari hegðun en að setja sig
í spor konunnar. Það leitar að
mögulegum skýringum á hegðun
mannsins, hann hlýtur að vera
óhamingjusamur, átt erfiða bam-
æsku, kannski á hann við áfengis-
vandamál að stríða eða kannski er
konan hans stöðugt nöldrandi í
honum. Það þarf nú „tvo til“ að úr
verði deila. En það sem konan fær
að heyra er oft eitthvað á þessa leið:
„Af hverju lætur hún hann lemja
sig?“ eða „Af hverju fer hún ekki
bara frá honum?“ Það er hægara
sagt en gert. Konum, sem aldrei
hafa búið við ofbeldi, er óskiljan-
legt hvers vegna aðrar kynsystur
þeirra geta sætt sig við slikt. í þessu
skilningsleysi annarra liggur hluti
skýringarinnar á því hvers vegna
konur, sem búa við ofbeldi, leyna
því. Þær skammast sín, íinna fýrir
niðurlægingu bæði frá eiginmanni
og öðrum, finnst þær vera meiri
aumingjar og gungur en aðrar kon-
ur og kenna sér um erfitt hjóna-
band. Þessi skömm og niðurlæging
verður oft til þess að konur em
lengur í ofbeldissambúðinni en
skyldi.
Eitthvað sameiginlegt?
En ætli það sé eitthvað sameigin-
legt konum sem búa við ofbeldi?
Ætli sumar konur séu útsettari fyr-
ir ofbeldi en aðrar? Gæti það verið
eitthvað í persónuleika þeirra sem
reynist þeim svona hættulegt? Eða
hvað er það? Það sem ég rekst á í
starfi mínu sem sálfræðingur við
kvennaathvarfið er hversu léleg
sjáifsmynd og hversu lítið sjálfs-
traust þeirra kvenna er sem þang-
að leita. Þeim finnst þær vera
ómögulegar í einu og öllu og þær
eiga ipjög erfitt með að setja öðm
fólki mörk, það sýnir þeim ekki þá
virðingu sem hver einstakiingur á
rétt á. Þær vanrækja sínar eigin
þarfir, bera litla virðingu fyrir
sjálfum sér og gera ekki kröfur á
að aðrir taki tillit til þeirra. Þær
eiga oft í erfiðleikum í samskiptum
við böm sín, þau hlýða þeim ekki
né sýna þeim virðingu, og þeim
finnst þær ekki ráða neitt við neitt.
Tengsl þeirra við vinkonur og upp-
runa fjölskyldu em oft lítil og bág-
borin, þær em einangraðar og hafa
samband við fáa. Þessi einangran
skapast af kröfum eiginmannsins
um að þær hafi sem minnst sam-
band við aðra utan heimilisins.
Þeir tala iila um allt það fólk er
tengist konunni, sem þá dregur úr
samskiptum sínum við aðra til að
forðast vandræði og uppákomur.
Þeir era oft sjúklega afbrýðisamir
og krefjast þess að fá að vita hvern-
ig og hvar konan eyðir þeim tíma
sem þau era ekki saman.
Ekki orsök heldur afleiðing
Þá vaknar sú spuming: er léleg
sjálfsmynd eða lélegt sjálfstraust
orsök eða afleiðing slíkra sam-
búða? Hvemig líður konu sem býr
við slíkar aðstæður? Hvemig er
komið fyrir hennar sjálfsmynd
þegar hún þarf sífellt að vera að
afsaka sig bæði gagnvart eigin-
manni og öðrum? Er kona með lé-
legt sjálfstraust í meiri hættu gagn-
vart ofbeldissambúð en sú sem er
með meira sjálfstraust? Það er að
minnsta kosti ekki þannig að allar
konur með lélegt sjálfstraust búi í
ofbeldissambúð. Ég vil ekki full-
yrða að orsök þess að konur verði
fyrir ofbeldi sé léleg sjálfsmynd
þeirra. Heldur vii ég líta á það sem
afleiðingu af langvarandi andlegu
og/eða likamlegu ofbeldi.
Hvað sem öðra líður þá sýnir
reynslan að þær konur, sem búa
við ofbeldi, eiga eitt og aðeins eitt
sameiginlegt og það er að vera
beittar ofbeldi. Þær koma úr öllum
stéttum samfélagsins, koma úr öll-
um aldurshópum, era ýmist úti-
vinnandi eða heimavinnandi og
era jafnt hámenntaðar sem
ómenntaðar.
Ragnheiður Indriðadóttir
„Kvennaathvarfið er komið til að vera
og sú staðreynd gerir það auðveldara
fyrir konur nú en áður að leita sér að-
stoðar við að losa sig úr ofbeldissam-
búð.“
Hungurvofa fortíðarinnar
Fréttir frá Sómalíu og fleiri lönd-
um um hungurdauða þúsunda ef
ekki milljóna manna hlýtur að
vekja upp margar spumingar. í lok
20. aldarinnar má ætla að um 4,5
milijarðar manna búi við slök eða
ill kjör á móti 800 milljónum sem
búa við það sem kalla mætti vest-
ræn kjör.
Afrika er um 30 ferkílómetrar að
stærð og þar búa um 530 milljónir
manna í 47 ríkjum. Einn fjórðung-
ur álfimnar er eyðimörk, annar
fjórðungur skógar og þriðji íjórð-
ungur beitilönd og hagar. Álfan er
auðug af málmum og ýmsum eðal-
steinum svo og olíu.
Afrika var hreinlega tekin eign-
amámi af Evrópubúum sem upp-
runalega komust inn í álfirna sem
vemdarar afrískra ættbálka gegn
innrásum og yfirráðum annarra.
Evrópuríkin, Belgía, England,
Frakkland, Holland, Ítalía, Portú-
gal, Spánn og Þýskaland, skiptu
álfunni á milli sín án tillits til ætt-
bálka, uppruna eða tungu.
Þrælahald og nýlendur
Blómatími þrælaverslunar Evr-
ópuþjóða í Afríku stóð í meira en
400 ár eða frá 1441-1865. Þær fluttu
menn nauðuga tíl sölu í öðrum
nýlendum sínum þegar innfáedd-
um þar fækkaði vegna vinnu-
þrælkunar og útrýmingar með
vopnavaldi.
Hér er hægt að nefha meðferð
hinna kristnu og menntuðu þjóða
á indíánum Ameríkuríkja og á
frumbyggjum Eyjaálfu.
Þó ótrúlegt sé var konungleg ein-
okun á þrælasölu hjá Spánverjum
og Portúgölum sem leigðu verslun-
arfélögum ákveðin landsvæði til
þrælatöku.
Hið mikla ógnarvald hvítra í Afr-
íku lýsir sér vel í Leopold Belgíu-
konungi sem tryggði sér persónu-
lega einkarétt á Belgísku Kongó og
leigði landið út í 24 ár (1884-1908).
Þetta stjómarfar er tahð hafa kost-
að milli 5 og 8 milljónir manna lífið.
Talið er að milli 30 og 100 milljón-
einveldi, þar sem mótþrói er bæld-
ur niður með hervaldi enda era
arftakar nýlenduherranna trúir
kennuram sínum, að með. valdi
skal valdi halda.
Frelsi hinnar svörtu álfu er því
enn bundið í klafa fortíðarinnar,
þar sem meðallaun flestra era inn-
an við 50 Bandaríkjadollarar á
mánuði.
Afríka hefur aldrei náö sér á strik
sem þróað ríkjasamband innan
sömu álfu.
Það má spyija hvort þetta sé ný-
lenduarfurinn sem kemur fram í
menntunarleysi íbúanna sjálfra,
ónógri heilsugæslu, lélegu vatns-
og holræsakerfi, slæmri landnýt-
ingu, miðalda verktækni og
óskipulögðum starfsháttum mis-
munandi ættbálka innan sama
„Afríka var breinlega tekin eignar-
námi af Evrópubúum sem upprunalega
komust inn í álfuna sem vemdarar afr-
ískra ættbálka gegn innrásum og yfir-
ráðum annarra.“
ir þræla hafi verið teknir í Afriku.
Evrópuþjóðir náðu nýlendunum
vegna dreifbýlis, ættbáíkafjölda og
sambandsleysis manna á meðal í
stórri álfu, þar sem íbúamir áttu
sér einkis ills von enda heims-
valdadraumar og valdagræðgi víðs
fjarri Afríkubúum.
Evrópuþjóðir fluttu ómæld
auðæfi frá Afríku og seldu íbúana,
eigendur landsins, eða brytjuðu þá
miskunnarlaust niður enda öll
mótspyma kæfð með vopnavaldi.
Þetta skilar sér nú í því að 32 af
40 fátækustu ríkjum heims era í
Afriku.
Nútíminn
Núna era Afríkuþjóðir frjálsar í
því umhverfi, sem Evrópa skapaði
þeim, með einskonar lýðræðislegt
lands svo og óvirku lýðræði.
Um 80% íbúa Afríku búa í strjál-
býh og 20% í þéttbýh. Aht að helm-
ingur íbúanna 15 ára og eldri nýtur
engrar formlegrar skólagöngu og
einungis 1-2% íbúanna njóta æðri
menntunar.
Örbirgð, strið og sjúkdómar hijá
íbúana meira en nokkra sinni fyrr
og gæti þetta því verið lýsing á
miðöldum Evrópu en ekki á álfu
þar sem vestræn menningarríki
réðu lögum og lofiim í meira en
eitt hundrað ár.
Arfurinn
Viðskilnaður nýlenduherranna í
Afríku hlýtur að vekja menn til
umhugsunar um virðingu Evr-
ópubúa fyrir menningu annarra,
mannslífum, eignarrétti, þjóðerni
KjaUaiinn
Kolbrún S. Ingólfsdóttir
meinatæknir
Höfundur segir að ferðamönnum þyki athyglisvert að sjá innfædda við
störf sín við frumstæðar aðstæður.
og tungu.
Afríka hefur ekki fengið þann
lýðræðislega arf, sem þurfti til að
byggja upp ríki með virku þingrasði
og almennum kosningum, þrátt
fyrir menntaðar nýlendustjórnir
sem kunnu til slíkra verka.
Frelsishetiumar vora settar í
fangelsi eða drepnar og ennþá er
frelsisbarátta svartra blóði drifin.
Mörgum ferðamanninum finnst
athyghsvert að sjá „innfædda"
klaeðahtla, sitjandi á moldargólfi,
berandi vatn á höfðinu marga kíló-
metra dag hvem eins og þeir hafa
gert í þúsund ár. Að sjá fólk með
handvagna þar sem eina tæknin
fyrir utan hjóhð er líkaminn.
Skylda okkar
Vestræn ríki hafa miklum skyld-
um að gegna í vanþróuðum ríkjum
vegna þeirrar eyðileggingar og
virðingarleysis sem þau hafa sýnt
mannslífum, vegna arðránsins á
landi, ráni á fólki og menningu
þess.
í Vestur-Evrópu átti sér stað mik-
il uppbygging á seinni hluta 19. ald-
ar, svo og endurreisn borga og at-
vinnuhfs eftir tvær heimsstyijaldir
á 20. öldinni og er þessi uppbygging
að hluta vegna nýlenduauðs þeirra.
Vestrænum þjóðum stendur næst
að veita sveltandi fólki raunhæfa
aðstoð og gera það bjargálna með
því að tæknivæða löndin með öðra
en byssum.
Þessar þjóðir eiga skihð að fá
hjálparhönd frá okkur sem eigum
líklega mestu sökina á sundr-
ungunni meðal þjóða Afríku sem
vestræn ríki skiptu niður.
Dauði mihjóna manna á jörðinni
vegna matarskorts í lok 20. aldar-
innar er ekkert annað en kerfis-
bundin útrýming sem er htið betri
en þrælasalan fyrir 150 árum og á
engan rétt á sér.
Kolbrún S. Ingólfsdóttir