Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992. Menning___________________________________ Plötuútgáfa fyrlr jólin: Gamla vinylplatan horfin - gróska í endurútgáfu á geislaplötur í fyrra spáðu hljómplötuútgefend- ur því að svarta vinylplatan yrði að öllum líkindum horfin af markaðin- um fyrir næstu jól. Þessar spár hafa ræst fullkomlega því að ekki er vitað til þess að ein einasta útgáfa sé fyrir- huguð á efni á vinyl, hvorki hjá stóru útgáfufyrirtækjunum Steinum hf. og Skífunni né minni útgáfufyrirtækj- um og einstakhnginn sem eru í út- gáfubransanum. Það sem einnig hefur einkennt út- gáfu á þessu ári er hinn mikh upp- gangur í endurútgáfum á gömlu efni á geislaplötu og meðfram útgáfu á nýju efni nú er þónokkuð um slíkar útgáfur. Steinar hf. hefur nú beint sinni útgáfu aö blóma- og hippatíma- bilinu margumtalaða og gefur út geislaplötur með Hljómum og Trú- broti en þessar hljómsveitir hafa ver- iö talsvert áberandi undanfarið, dag- skrá með hljómum á Hótel íslandi og þekktasta verk Trúbrots útsett upp á nýtt með þátttöku Sinfóníu- hljómsveitar ísland og flutt á eftir- minnilegum tónleikum. Þá er einnig dustað rykið af tuttugu ára gamalh plötu með Mánum og hún gefin út. Og til að minnast blómatímabilsins hefur verið geflnn út Blóm og friður sem innheldur tónUst hippatímans. Þar koma við sögu fyrmefndar hljómsveitir ásamt Flowers, Roof- tops, Töturum, Tilvem og Óðmönn- um, svo að eitthvað sé nefnt. Auk þessara endurútgáfna frá blóma- og hippatímabilinu er gefin út á geislaplötu ein þekktasta plata Mannakoms, í gegnum tíðina, sem kom út fyrst fyrir fimmtán árum og hefur lengi verið ófáanleg. Það má segja að hvert einasta lag á þessari plötu. hafi heyrst meira og minna á öldum Ijósvakans frá því hún kom fyrst út. Skífan mun endurútgefa eina vin- sælustu jólaplötu sem gefin hefur verið út hér á landi, Jólastrengi. Þar lögðu margir því Uð að gera sérlega góða jólaplötu; má nefna EgU Ólafs- son, Vilhjálm Vilhjálmsson, Manu- elu Wiesler og Barnakór Öldutúns- skóla. -HK Steingrímur St.Th. Sigurðsson listmálari hefur komið sé upp nýrri vinnu- stofu að Haliveigarstíg 7 i Reykjavík. Af þessu tilefni hefur hann opnað 73. myndlistarsýningu sina i vinnustofunni. Sýningin er opin á föstudögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14.00-22.00. Á myndinni er Steingrím- ur með eitt verk sitt sem er frá innsiglingunni á Stokkseyri en þetta verk keypti Stokkseyrarhreppur af honum. DV-mynd ÞÖK. Verðlaunahafar Tónvak- ans á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni Annað kvöld verða hátíðartónleik- ar Ríkisútvarpsins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit íslands. Á tón- leikum þessum verða í fyrsta sinn veitt tónlistarverðlaun Ríkisútvarps- ins, Tónvakaverðlaunin, en þau hljóta Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Jón Nordal, tónskáld Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleik- ari og verðlaunahafi Tónvakans. og fyrrverandi skólastjóri. A tónleik- unum verða flutt tvö verk eftir Jón Nordal, Leiðsla (1972) og Choralis (1982). Bryndís Halla mun leika ein- leik í sellókonsert Dvoráks í h-moll ópus 104. Að loknu námi hér heima undir handleiðslu Gunnars Kvaran stund- aði Bryndís Halla nám í Boston í Bandaríkjunum og síöar í Hollandi. Hún starfar nú sem fyrsti sellóleik- ari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hluti af verðlaunum Bryndísar voru að fá að leika einleik með Sinfóníu- hljómsveitinni og velja sjálf verkiö og valdi hún konsert Dvoráks sem er draumakonsert flestra sellóleik- ara. Choralis samdi Jón að tilstuðlan hins fræga rússneska sellóista, Rostropovich, og hefur það verk sennilega oftast íslenskra tónverka verið flutt á erlendri grundu. Stjómandi á þessum tónleikum verður þýski hljómsveitarstjórinn Thomas Baldner en hann hefur stjómað mörgum af helstu hljóm- sveitum heims og má þar nefna Ber- línarfilharmóníuna og Fílharmóníu- sveit Lundúna. Tónleikunum verður ekki útvarpað beint heldur verða þeir teknir upp og sendir út á jólun- um' -HK Fimm bækur gef nar út á Egilsstöðum Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðum; Héraðsprent á Egilsstöðum er 20 ára á þessu hausti en eigendur þess eru hjónin Þráinn Skarphéðinsson prentari og Gunnhildur Ingvarsdótt- ir. Prentaðar hafa verið bækur á hverju ári í prentsmiðjunni frá 1976. Nú í vetur hafa verið fimm bækur í prentun hjá fyrirtækinu. Þar skal fyrst nefna bókina Mávabrík, níu þætti af sögulegum toga eftir Ár- mann Halldórsson, fyrrv. kennara á Eiðum. Perlu, sögu fyrir böm á öll- um aldri eftir Sigrúnu Björgvinsdótt- ur á Egilsstöðum, Niðjatal Sólveigar Sigfúsdóttur og Magnúsar Einars- sonar frá Hrollaugsstöðum í saman- tekt Gunnars Hersveins, Rauða penna, endurútgáfa Ijóðabókar Þor- steins Eiríkssonar frá Ásgeirsstöð- um, og Múlaþing, ársrit héraðs- nefndar Múlasýslna, ritstjóri Ár- mann Halldórsson. Má því segja að haldið sé upp á 20 ára afmælið með glæsibrag og gleði- legt til þess að vita á þessum sam- dráttartímum að til era fyrirtæki sem era í stöðugum vexti. Þráinn segir næg verkefni framundan og fyrirækið standi vel. Það er í eigin 300 m2 húsnæði auk álíka rýmis í kjallara sem er leigt út að hluta. Eigendur og starfsmenn Héraðsprent. Frá vinstri: Þráinn Skarphéðinsson, Kristín Björnsdóttir, Gunnhildur Ingvars- dóttir, Þórir Gfslason og Gunnhildur Þráinsdóttir. DV-mynd Sigrún fáúfhlutun Þrju íslensk verkefni hafafeng- ið styrk úr MEDIA-áætlun Evr- ópubandalagsins á sviði kvik- mynda- og sjónvarpsgeröar en ísland gerðist aðili á þessu ári. Styrkinn fengu Snorri Þórisson kvikmyndarinnar Agnes, Anna G. Magnúsdóttir og Anna Th. Rögnvaldsdóttir vegna kvik- myndarinnar Sandur í augum og Friðrik Þór Friðriksson vegna kvikmyndarinnar Bíódagar. Það kemur fram í tilkynningu sjóðs- ins að það hafi vakið athygli hversu góðar umsóknir hafi bor- ist frá íslandi. Út eru komnar hjá Máli og menningu þijár vandaðar lista- verkabækur. Eru þær í ritröðinni Meistaraverkin. Fyrstberaðtelja bók um Pablo Picasso en hann er af raörgum talinn helsti málari 20. aidarinnar. í bókinni eru fiörutíu og átta litmyndir af verk- um hans. Hinar tvær bækumar fialla um Joan Miró og Salvador Dali. Jafh margar myndir af verkum þeirra prýða bækurnar. Þekktir bstgagnrýnendur rita innganga i bækur þessar sem hafa glæsiiegt útlit. íNewYork Á afmæli fullveldis íslensku þjóöarinnar mun Pétur Halldórs- son myndlistarmaður opna sína fyrstu sýningu í New York, nánar tiltekið í Pleiades Gallery í Soho. Að sögn Péíurs er gallerí þetta virt í New York og er það sameign fiöratíu listamanna og er Pétur einn þeirra cn hann gerðist með- eigandi í vor. Þessi innganga Pét- ur í þennan hóp gerir þaö að verkum aö hann mun halda sýn- ingu í New York á 21 mánaða fresti um ókomin ár. Auk þess að vera með málverkasýningar stendur galleríið fyrir alls kyns metnaðarfullum uppákomum, til dæmis Jjóðalestri, smærri leik- sýningum og gjörningum. Skúligefur útSönglög2 Hið kunna tónskáld, Skúli Hall- dórsson, hefur gefið út annað heftið í heildarútgáfu á verkum sínum. í fyrsta heftinu, sem kom út fyrir tveimur árum, vora 32 sönglög en í þessu hefti eru 34 sönglög, auk verksins Morgunn sem erán orða. Söngtextamireru viö Ijóð þrettán skálda, þar á meöal er Ijóðaflokkur við ástar- Ijóð Jónasar Hallgrímssonar sem hlaut tónlistarverðlaun Ríkisút- varpsins 1960. Mannfræðlog fomsögur í kvöld mun Gísli Pálsson mannfræðingur flytja erindi á fundi sem Félag islenskra íræöa tioðar til í Skólabæ við Suður- götu. Erindið nefnir hann Af fommönnum og villimönnum: Mannfræði og framandleiki í ís- lendingasögunum. Þar veröur meðal annars spurt að hve miklu leyti íslenskar fomsögur ogþjóð- veldið lýsi framandi veröld og hvað megi læra af því að bera saman íslenska þjóðveldið og önnur „frumstæð" sarafélög. Þá kynnir Gísli nýja bók, From Sag- as to Society: Comparative App- roaches to Early Iceland, en í þeirri bók eru sautján greinar um íslenskar fomsögur eftir ýmsa þekkta mannfræöinga, bók- menntafræðinga og sagnfræð- inga. Fundurinn hefst kl. 20.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.