Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 30
50 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992. Afmæli Robert Geiger Cook Robert Geiger Cook, prófessor í ensku viö HÍ, Fossagötu 5, Reykja- vík, er sextugur í dag. Starfsferill Robert fæddist í Bethlehem í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum og ólst þar upp. Hann nam við Prince- ton háskóla í New Jersey, með styrk frá skólanum, og útskrifaðist þaðan með BA í ensku 1954. Næstu tvö árin lauk hann herskyldu í Banda- ríkjunum og Frakklandi sem óbreyttur hermaður. Frá 1956-57 var Robert í námi í Zurich-háskóla í Sviss og starfaði samtímis sem kennari og þýðandi. Frá 1958-62 var hann við framhalds- nám í ensku við John Hopkins há- skóla í Baltimore þar sem hann kynntist Stefáni Einarssyni heitn- um prófessor og fékk áhuga á ís- landi. Árið 1961 útskrifaðist Robert með MA gráöu í ensku frá John Hopkins háskólanum og heimsótti ísland í fyrsta sinn sama ár og starfaöi um tíma hjá Páh Björgvinssyni, b. á Efra-Hvoli í Hvolshreppi. Ári síöar iauk hann Ph.D. gráðu í ensku frá John Hopkins og starfaði eftir það við enskudeild Tulane- háskólans í New Orleans til ársins 1989, þar af var hann lektor 1962-63, aðstoðarprófessor 1963-69, dósent 1969-80 og prófessor frá 1980. Frá 1968-69 starfaði Robert sem sendikennari Fulbright stofnunar- innar við HÍ, á vormisseri 1972 sem aðstoðarmaður í ensku við Kaup- mannahafnarháskóla og á vormiss- eri 1988 sem gistiprófessor við Berkeley háskóla í Kalifomíu. Robert hefur einnig unnið ýmis trúnaðarstörf við Tulane háskól- ann, þar á meðal verið varaformað- ur öldungadeildar háskólans um tveggja ára skeið, þ.e. fuUtrúi og aðalræðismaður um 800 fastráðinna kennara. Robert hefur ennfremur skrifað mörg fræöirit um enskar, amerísk- ar, franskar og íslenskar bókmennt- ir, þar á meðal unnið að útgáfu forn-norskra Strengleika í sam- vinnu við Mattias Tveitane sem út komíOslól979. Fjölskylda Robert kvæntist 4.7.1979 Gerda Bodegom, f. 4.3.1948 í Hendrik Ido Ambacht (Hollandi), kennara og hstmálara. Dóttir Roberts frá fyrra hjóna- bandi er Kristin, f. 4.4.1963, mennta- skólakennari í frönsku og ensku í Genf, Sviss, gift Phihppe Gaihoud, lækni og heilasérfræðingi, og eiga þau dótturina Leshe Mae Mathilde, f. 10.7.1992. Sonur Roberts og Gerda er Edward Jakob, f. 11.11.1981, nem- andi í 6. bekk Melaskóla. Systkini Roberts eru: John Miller Cook, f. 9.5.1927, hreppsfuhtrúi í Bethlehem, kvæntur EUé LeSeuer og eiga þau fjögur börn; Jean Char- lotte Cook Jacobs, f. 31.7.1929, hús- móðir í Atherton í Kaliforníu, gift John Jacobs og eiga þau fjögur böm; Charles Trexler Cook, f. 22.2.1934, framkvæmdastjóri í Baltimore, ókvæntur; og Katharine Ann Cook, f. 11.7.1935, fiðluleikari í Þýska- landi, ógift. Faðir Roberts var Robert Geiger Cook, f. 5.12.1895 í Emmitsburg, Maryland, d. 22.9.1957, verkfræð- ingur og framkvæmdastjóri í stál- verksmiðju í Bethlehem. Móðir Roberts er Mae Eliza Mih- er, f. 11.5.1903 í Topton, Berks County Pennsylvaníu, íþróttakenn- ari og húsmóðir. Mae dvelur nú á elliheimih í Nazareth nálægt Betlilehem. Robert Geiger Cook. í móðurætt er Robert kominn af John Peter Trexler, f. 1680 í Pfalz í Þýskalandi, sem var einn fyrsti landnemi Pennsylvaníu-Þjóðverja. í föðurætt er hann kominn af skosk- írskri ætt sem kom til Maryland snemma á 19. öld og enskri ætt sem kom þangað seinna á 19. öld. Robert verður að heiman á afmæl- isdaginn. Sveinn Már Guðmundsson Til hamingju með daginn 25. nóvember Sveinn Már Guðmundsson, Austur- vegi 30, Seyðisfiröi, er sjötugur í dag. Starfsferill Sveinn fæddist á Hvanná á Jök- uldal í Norður-Múlasýslu en ólst upp í Jökuldalnum, á Seyöisfiröi og aö Mýrarlóni við Akureyri. Hann stundaði nám við MA í einn vetur. Sveinn var við sveitastörf á árunum 1930-A0 en stundaði síðan vegagerð, setuhðsvinnu og var aftur við landbúnaðarstörf. Eftir 1944 var Sveinn í sigUngum erlendis en kom svo heim og rak söltunarstöðina Ströndina hf. á Seyðisfirði. Þá stundaði hann jafnframt ýmsa verk- takastarfsemi. Sveinn var fréttaritari Morgun- blaðsins á Seyðisfirði og umboðs- maður Eimskipafélags íslands. Þá var hann starfsmaður Síldarútvegs- nefndar á Seyðisfirði um skeið. Sveinn sat í bæjarstjóm Seyðis- íjarðar á árunrnn 1954-74 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Seyðisfjarðarbæ. Hann hefur verið mikiU áhugamaður um bridge og var einn af stofnendum Bridgefé- lagsins á Seyðisfirði. Fjölskylda Sveinn kvæntist 5.12.1949 Guð- rúnu Bjömsdóttur, f. 15.4.1929, d. 1.9.1971. Hún er dóttir Björns Jón- sonar og Ámýjar Sigríðar Stígsdótt- ur. Sveinn og Guðrún eiga fjögur böm. Þau em Björn Sveinsson, f. 5.1.1950, hitaveitustjóri Hitaveitu Egilsstaða og FeUa, kvæntur Jónu Kristínu Sigurðardóttur skrifstofu- manni og eiga þau tvö börn; Am- björg Sveinsdóttir, f. 18.2.1950, skrif- stofustjóri á Seyðisfirði, gift Garðari Rúnari Sigurgeirssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau tvær dætur; Ámý Sveinsdóttir, f. 18.11. 1958, leiöbeinandi á Akureyri, gift Guðmundi Þorsteinssyni prent- smiði og eiga þau einn son; Bóthild- ur Sveinsdóttir, f. 15.11.1960, há- skólanemi í Reykjavík, og á hún einn son en sambýhsmaður Bótlúld- ar er Einar Guðlaugsson sölumað- ur. Bræður Sveins em Víkingur Guð- mundsson, f. 29.5.1924, vömbílstjóri á GrænhóU á Akureyri, kvæntur Bergþóru Sölvadóttur og eiga þau tíu böm; Vignir Guðmundsson, f. 6.10.1926, nú látinn, blaðamaöur við Morgunblaðið, var fyrst kvæntur Önnu Pálu Sveinsdóttur og síðar Berthu Snorradóttur. Vignir og Anna Pála eignuðust fimm dætur og einn son en Vignir og Bertha eignuðust einn son. Foreldrar Sveins voru Guðmund- ur Jónsson, f. 1.8.1899, d. 3.5.1979, b. að Mýrarlóni við Akureyri, og Ambjörg Sveinsdóttir, f. 26.12.1896, d. 20.2.1929, húsfreyja og kennari. Ætt Guðmundur var bróðir Aðalsteins á Vaöbrekku, fóður Jóns Hnefils þjóðsagnafræðings og afa Hrafn- kels, formanns Verkamannafélags- ins Árvakurs og varaþingmanns. Guðmundur var sonur Jóns Hnefils, b. á Fossvöllum í Jökulsárhlíð, Jónssonar, b. á Bæ í Lóni, Jónsson- ar, hreppstjóra í Hafranesi í Nesj- Sveinn Már Guðmundsson. um, Magnússonar, prests í Bjarnar- nesi í Nesjum, Ólafssonar sýslu- manns. Móðir Jóns á Bæ var Ljót- unn Hallsdóttir, ríka í Hólum, Þor- leifssonar og Vilborgar Benedikts- dóttur. Móðir Jóns Hnefils var Steinunn Pálsdóttir Eiríkssonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Bjömsdóttir, b. á Ekkjufelli, Sæ- mundssonar beykis Vilhjálmssonar Sæmundssonar. Móðir Guðrúnar var Aðalbjörg Guðmundsdóttir, b. á Hafursá, Hinrikssonar. Arnbjörg var systir Jóns Sveins- sonar, bæjarstjóra á Akureyri. Am- björg var dóttir Sveins, b. á Húsavík í Borgarfirði eystra, Bjamasonar, b. á Stórabakka í Hróarstungu, Jónssonar. Móðir Sveins var Bót- hildurSveinsdóttir. Móðir Arnbjargar var Sigríöur Ámadóttir, b. á Amastöðum, Jóns- sonar, og Þorbjargar Pálsdóttur. Sveinrí dvelur á Sjúkrahúsi Seyð- isíjarðar um þessar mundir. Jón Kristberg Ámason Jón Kristberg Amason vörubif- reiðastjóri, Hólmagmnd 6, Sauðár- króki, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jón Kristberg fæddist að Víðimýri í Skagafirði og ólst upp að Víðimel við Varmahlíð. Hann stundaði sjó- mennsku frá fimmtán ára aldri og fram til tvítugs. Þá hóf hann akstur langferðabíla hjá Siglufiarðarleið á milli Siglufiarðar og Reykjavíkur og fleiri staða. Þá vinnu sfimdaði hann í tíu ár. Jón hefur síðan sfimdað vörabfiaakstur á eigin bifreið og býr áSauðárkróki. Fjölskylda Jón Kristberg kvæntist 24.5.1964 Önnu Sólbrún Friðriksdóttur, f. 22.10.1941, húsmóður. Hún er dóttir Friðriks Friðrikssonar og Sigur- laugar Þorkelsdóttur á Sauðár- króki. Böm Jóns Kristbergs og Önnu Sólbrúnar era Hallfríður Bára Jóns- dóttir, f. 25.12.1964, hárgreiðslu- meistari á Sauðárkróki, gift Sigur- bimi Bjömssyni, f. 18.11.1963, bif- vélavirkja, og eiga þau eina dóttur, Helgu, f. 22.8.1992; Sigurlaug Jóns- dóttir, f. 19.8.1971, afgreiðslustúlka í Reykjavík, í sambúð með Tryggva Forberg, f. 19.8.1971, trésmiöi; Ámi Jónsson, f. 8.12.1981, nemi í for- eldrahúsum. Jón Kristberg á fiögur systkini. Þau era Sveinn, búsettur á Víðimel; Amalía, búsett á Víðimel; Margrét, búsett á Akureyri; Steinunn, búsett áSauðárkróki. Foreldrar Jóns: Ámi Jónsson, f. 21.4.1913, d. 10.10.1972, söngsfióri, og Hallfríður Bára Jónsdóttir, f. 14.7. 1922, húsmóðir. Jón Kristberg verður að heiman á afmælisdaginn. Jón Kristberg Árnason. 80 ára Ragnar Sigfinnsson, Grímsstöðum 2, Mývatnssveit. Áslaug Slggeirsdóttir, Skaftahlíð 14, Reykjavík. 50ára Garðar Karlsson, Vesturfold 38, Reykjavík. Jónínu Hjartardóttir, Þingaseli 1, Reykjavík. Heiga Jóhannsdóttir, Sólheimum 23, Reykjavík. Guðrún Jóhannsdóttir, Heíðarbrún 10, Bolungarvík. Þórður Kristinn Kristjánsson, Heiðarbakka 6, Keflavík. Kriktinn Ingvarsson, Austurhlíð 2, Biskupstungna- hreppi. GarðarSigmundur Jónsson, Höfðagrund4, Akranesi. Sesselja Lúðviksdóttir, Akurgerði 19, Reykjavík. Arnbjörg Sigurðardóttir, Blöndubakka 12, Reykjavík. Haukur Hafsteinn Guðmunds- son, Hjarðarhaga 56, Reykjavík. Carsten Jón Kristinsson, Hjarðarholti 10, Akranesi. Amfríður A. Sigurgeirsdóttir, Sléttahrauni 34, Hafnarfirði. Gunnar Karl Garðarsson, Lönguhliö 6, Suðurfiaröahreppi. Hrolfur Ólason, ■ Fífurima 12, Reykjavík. Bridge Bridgefélag Reykjavíkur Nú er lokið tveimur kvöldum í aðaltvímenningi félagsins og baráttan er hörð um efstu sæti. Sigurður Vilhjálmsson og Hrólfur Hjaltason náðu forystunni með því að skora yfir 100 stig í síðustu tveimur umferðunum á miðvikudaginn. Staða efstu para er þannig að loknum 15 tunferðum: 1. Sigurður Vilhjálmsson-Hrólfur Hjaltason 258 2. Esther Jakobsdóttir-Valgerður Kristjónsdóttir 247 3. Magnús Ólafsson-Guðmundur Sveinsson 219 4. Helgi Jónsson-Helgi Sigurðsson 209 5. Hermann Lárusson-Ólafur Lárusson 189 6. Símon Símonarsn-Sverrir Kristinsson 187 7. Guðmundur Eiríksson-Björgvin Þorsteinsson 172 7. ísak Öm Sigurðsson-Sigurður B. Þorsteinsson 172 Bridgefélag Barðstrendinga Nú er lokið tveimur kvöldum af 5 í hraðsveitakeppni félagsins og hefur sveit Sigurðar ísakssonar náð forystunni. Staða efstu sveita er þannig: 1. Sigurður ísaksson 1170 2. Þórarinn Ámason 1147 3. Kristinn Óskarsson 1125 4. Guðmundur Jónasson 1124 5. Ámi Magnússon 1076 Kauphallarmót BSÍ Kauphallarmót Bridgesambands íslands verður haldið á Hótel Loftleiðum helgina 5.-6. desember. Mótið hefst með uppboði á pörunum á föstudags- kvöldið 4. desember klukkan 21 í sýningarsal Hótels Loftleiða. Verðbréfa- markaður íslandsbanka mim síðan starfrækja kauphöll á staðnum og gefst þar tækifæri á að fiárfesta í spilurunum. Spilaramir hafa forkaups- rétt á 40% af því söluverði sem þeir spila í. Kauphallarpotturinn skiptist síðan í verðlaun til spilaranna fyrir góða sfióm á sínu fyrirtæki og eigenda paranna. Einnig era veitt umferðarverð- laun til spilaranna. Miðað er við að 32 pör séu með í þessu móti en ef fleiri skrá sig verður farið eftir meistarastigum. Spilaður er barómeter, 4 spil milli para og spilamennska hefst klukkan 13 laugardagjnn 5. desemb- er. Þátttökugjald er krónur 10.000 á par og lágmarksboð í par er 10.000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.