Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992. Fréttir Þverholtsmaðurirm: Verjandi konunnar sem ákærð var fyrir að deyða bam sitt: Ákæran falli niður stof nun hefur „Félagsmálastofnun hefur sem slík engin úrræði fyrir þennan mann. Það standa þó yfir viðræð- ur ýmissa aöila varðandi hann og spumingin er hvort hægt er að leysa úr hans málum einhvers staðar I þjóðfélaginu,“ sagði Sveinn H. Ragnarsson félags- málastjóri við DV. Eins og blaðið hefur greint írá hafa skólayfirvöld í Austurbæj- arskóla, svo og foreldrar bama í nágrenni skólans, áhyggjur vegna framferðis manns þessa sem réðst á stúlku í Þverholti iyrir rúmum ellefu árum. Maður- inn hefur nú afplánað dóm sinn. Hann býr í nágrenni skólans og hefur verið staðinn aö því að hrópa ókvæðisorö og hótanir að ungum stúlkum og bomum. Foreldrafélag Austurbæjar- skólahefur skrifað Félagsmála- stofnun bréf vegna málsins. „Þetta er mjög erfltt viöureign- ar, þegar menn era búnir að af- plána sinn dóm og era ekki taldir það veikir að þeir þurfi að vera á lokuðum deildura sjúkrahúsa,“ sagði Sveinn. Stj órnarandstaðan: Klagarfrétta- flutning Ríkisút- varpsins Talsmenn stjórnarandstööunn- ar á Alþingi hafa klagað frétta- flutning fréttastofa Sjónvarps og Ötvarps til útvarpsstjóra og ósk- að eftir fundi með honum um málið. Heimh- Steinsson útvarpsstjóri staðfesti þetta. Kvörtimin hefði verið munnleg. Hann sagðist ekki vita hvert umkvörtunarefnið væri en fundur yrði haldin á næstunni. Fréttamenn Ríkisútvarpsíns eru óánægðir með þessa fram- komu stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega vegna þess að engar kvartanir hafa borist til frétta- stjóra Sjónvarps og Útvarps. Það er fréttaflutningur af EES-málinu sem farið hefur fyrir brjóstið á stjómarandstöðunni. -S.dór SteinnÁrmann áframígæslu- varðhaldi Héraðsdómur Reykjavxkur hef- ur úrskurðað Stein Ármann Stef- ánsson, ákærða í kókaínmálinu, í áframhaldandi gæsluvarðhald til allt að 13. janúar. Krafa um þetta kom frá ríkissaksóknara- embættinu. Fyrri úrskurður rann út í gær, miðvikudag. Úrskuröurinn er háður því að gæslan verði ekki iengm- en fram að dómsuppsögu og afstaða Steins Ármanns til áfrýjunar á dóminum liggi fyrir - það er verði h'ann sakfelldur. Gert er ráð fyrír að dómur I kókaínmálinu gangi í næstuviku. -ÖTT Dahríkingar lækka útsvarið Heinvir Kristiiissan, DV, DaJvöc Á fúndi bæjarstjómar Dalvikur 1. desember var saroþykkt sam- hljóða lækkun á útsvarsprósentu næsta árs úr 7,5% í 7%. Með þessu viija bæjaryfirvöld koma til móts viö bæjarbúa í þeim efna- hagsþrengingum sem fyrirhug- aðar era með 14% álagningu virð- isaukaskatts á húsahitun og hækkun tekjuskatts. Þetta kostar bæjarsjóð 6,5 millj- ónir króna i minni útsvarstekj- um. Mál ungrar konu af Suðumesjum, sem ákærð var fyrir að deyða nýfætt bam sitt í byrjun janúar síðastliðins, er nú komið til umsagnar í dóms- málaráðuneytinu vegna óska verj- anda hennar um að ákæra á hendur henni verði felld niöur. Búið var að þingfesta málið til svokallaðrar aðal- meöferðar hjá Héraðsdómi Reykja- ness. Það er nú komið í biðstöðu ve'gna framangreinda krafna. Áður en konan var ákærð fór mál hennar einnig til dómsmálaráðu- neytis. Þá var einnig óskað eftir að fallið yrði frá opinberri málshöfðun en ráðuneytið hafnaði því m.a. á þeim forsendum að viðeigandi gögn væra ekki fyrir hendi. Lagaheimild, sem þó er takmörkunum háð, er fyr- ir hendi um að opinberar málshöfð- anir, þaö er sakamál, megi fella niður séu sérstakar aðstæður fyrir hendi. Þar sem beiðninni var hafnað í fyrra skiptið var málið fúllrannsakað hjá RLR og fór það síðan til ríkissak- sóknara sem gaf út ákæra á hendur konunni. Málið fór því sína leið og var þing- fest hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrirhugað var að hafa réttarhöldin lokuð og hefur Már Pétursson hér- aðsdómari málið til meðferðar. Þegar það var komið til dómarans bárást læknisfræðileg og önnur gögn frá veijandanum sem skorti þegar ráðu- neytið hafði málið fyrst til meðferð- ar. Óskaði verjandinn þá aftur eftir því að ákæra á hendur konunni yrði felld niður. Ríkissaksóknari sendi síðan erindið til ráðuneytisins með umsögn. Samkvæmt upplýsingum DV er nú beðið eftir afstöðu ráðuneytisins í þessum efnum. Ráðuneytið mun senda ríkissaksóknara bréf þegar niðurstaða kemur. Ef af aðalmeðferð málsins verður, það er ef ekki verður samþykkt að falla frá ákæranni, er ekki búist við að þinghöld fari fram í málinu fyrr en eftir áramót. -ÓTT * > > i > » i i l l I ,1 I / i i t' l I i I I I i I T i i i l / I I I I I » I' 1 i / j i í r r i i i i i / / / / ' j r i A ÞAR SEM FARA B R VERÐ OG GÆÐI SAMAM Þú færð mun meira en þú borgar fyrir þegar þú kaupir AMBRA tölvur, því þær eru vandaðri og öflugri en verðið gefurtil kynna. Það er því engin furða hvað AMBRA hefur verið gríðarlega vel tekið, bæði af fyrirtækjum og einstaklingum. Komdu í Nýherja og kynntu þér hvað þú færð stórkostleg gæði fyrir skemmtilega lágt verð. LOKSINS FÆRÐU TÖLVU ÞAR SEM VERÐ OG GÆÐI FARA EKKI SAMAN Tegund Örgjörfi Tiftíðni Minni Diskur Skjár Tengi- raufar Stgr. verð AMBRA Sprinta 386SX 25MHz 4MB (16MB) 80MB 14"SVGA 3 98.000 AMBRA Hurdla 386SX 25MHz 4MB (16MB) 160MB 14“SVGA 6 131.000 AMBRA Sprinta 486SX 25MHz 4MB (32MB) 106MB 14"SVGA 3 138.000 AMBRA Sprinta 486SX 25MHz 4MB (32MB) 212MB 14" SVGA 3 157.000 AMBRA Sprinta 486DX 33MHz 4MB (32MB) 106MB 14"SVGA 3 166.000 AMBRA Hurdla 486DX 33MHz 4MB (32MB) 106MB 14“SVGA 6 173.000 AMBRA Hurdla 486DX 50MHz 4MB (32MB) 106MB 14"SVGA 6 199.000 §$f. li \r H CD «5 A M B R A Raðgreiðslur KAUPLEIGUSAMNINGAR NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 • SlMI 69 77 00 & 69 77 77 Alltaf skrrji á undan Zk * " S,M|

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.