Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992. 35 dv Fjölmiðlar Gamla gufan er afbragðsgóð útvarpsstöð og sú besta hérlend- is. Þegar hinar svokölluðu fijálsu útvarpsstöðvar hófu starfsemi árið 1986 náðu þær strax feikna- vinsældum og ekki blés byrlega fyrir rás eitt. Hún hefur hins veg- ar staðið af sér alla storma og nú er staðan sú að sífellt fleiri hafa snúið sér að þeirri gömlu. Fólk er einfaldlega búið að fa nóg af kostuðu „dagskrárefm", sem felst í misgáfulegum spumingaieikj- um og heimskulegu sprelli, blaðri sem virðist hafa þann eina til- gang að tengja yfir í næsta lag, pínlegum málvillum, einhæfu tónlistarvali og svo framvegis. Það er ekkert sem heitið getur dagskrárgerð á þessum stöðvum. Eina frjálsa stöðin sem einvem metnað virðist hafa í dagskrár- gerð er Bylgjan. Rás eitt skarar fram úr að öllu leyti. Meö vand- aðri og fjölbreyttri dagskrárgerð, góöu málfari, hæfu útvarpsfólki og raunar á öllum öðrum sviðum. Fréttastofa Útvarpsins stendur vel fyrir sínu og eitt er það sem af öðru ber á gufunni að mínu mati. Það era ítarlegar frétta- skýringar og umræðuþættir um stjómmál, efnahagsmál eða ann- að það sem efst er á baugi hverju sinni, svo og sérhæföir frétta- tengdir þættir. Þáttanöfh sera koma upp í hugann era Pólitíska horniö, Hér og nú, Aö utan, Auð- lindin og fleiri. í gærkvöldi var fréttaskýringarþátturinn Hér og nú. Staðan í ríkisfjármálunum var tekin fyrir svo og málefni Atlantsflugs. Jón Baldvin Hall- dórsson fréttamaður sá um þátt- inn sem var hinn fróðlegasti. Ari Sigvaldason Andlát Guðrún Jónsdóttir áður til heimilis á Reykjavíkurvegi 25a, Reykjavík, andaðist á Hjúkranarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 1. desember. Lúðvík Hafsteinn Geirsson, Ásbúð 36, Garðabæ, andaðist 29. nóvember sl. Ólöf Helgadóttir, áður til heimilis á Álfaskeiði 43, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði 2. desemb- er. Jarðarfarir Bjarnþór Gísli Bjarnason frá Hof- túni, Stokkseyrarhreppi, er lést 29. nóvember sL, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 5. desember kl. 14. Magnús Jónsson, Aðalstræti 68, Ak- ureyri, er lést 29. nóvember sl., verð- ur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. desember kl. 13.30. Sr. Kári Valsson, fyrrverandi sókn- arprestur í Hrísey, lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ákureyri að morgni 30. nóvember. Jarðarforin fer fram frá Hríseyjarkirkju laugardaginn 5. desember kl. 14. Feijuferð frá Ár- skógssandi kl. 13.30. Minningarat- höfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. desember kl. 15. Björgvin Kristinn Friðsteinsson, Skipholti 40, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. des- ember kl. 15. Ástráður Ingvarsson veiðieftirlits- maður, Jöklaseli 11, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 4. desember kl. 13.30. Indriði Einarsson, sem lést á Möltu 21. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, fimmtudaginn 3. desember, kl. 15. Guðmunda Ingveldur Sigurðardótt- ir, Stórholti 12, Reykjavík, verður jarðsett föstudaginn 4. desember frá Háteigskirkju kl. 15. Útför Ragnars Jónssonar fv. skrif- stofustjóra, Brautarlandi 9, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 4. des- ember kl. 13.30. Kristín Kristmundsdóttir, Hjallavegi 11, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 4. desember kl. 13.30. © 1991 by King Fealures Syndcale. Inc Wcxtd nghts reserved Þetta er frá móður þinni, hún undirritaði það: þín hættulega. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvúið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 27. nóv. til 3. des., að báðum dögum meðtöldum, verður í Laugar- nesapóteki, Kirkjuteigi 21, simi 38331. Auk þess verður varsla í Árbæjarapó- teki, Hraunbæ 102b, simi 674200, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- tostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Simi 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfiörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9A8.30, Hafnarfjaröarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjömuapótek, Akureyri: Virka daga er opiö í þessum apótekum á afgreiöslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apótelti sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opiö kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar em gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreiö: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnaríjörður, sími 51100, Keflavík, simi 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miövikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu em gefnar í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnames: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í sima 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuvemdarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: AUa daga kl. 15.30-16.30. GrensásdeUd: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvitabandið: Fijáls heimsóknartími. KópavogshæUð: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: AUa virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Baraaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: AUa daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsiö Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: AUa daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: AUa daga frá kl. 14-17 og 19-20. VífilsstaðaspítaU: AUa daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vifilsstaða- deUd: Heimsóknartimi: Sunnudaga kl. 15.30- 17. Vísir fyrir 50 árum Fimmtudagur 3. desember Stofnun skólamálaskrifstofu í Rvík. Aukið eftirlit með skólamálum í bænum. Spakmæli Hefndin er sinn eigin böðull. John Ford Söfnin Asmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- iö daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júU og ágúst alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs- ingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfh eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Frikirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opiö alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. M. 12-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavik sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanávakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekiö er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sigþurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að striða, þá er simi samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 4. desember. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Hlutimir gerast hratt í dag. Þú hefur því ekki mikinn tíma til að vega og meta aðstæður. Gerðu þvi ekkert í fljótfæmi. Hugsaðu málin. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þótt þú sért að mestu með hugann við það sem er að gerast í augnablikinu máttu ekki gleyma því sem snertir framtíðina. Leggðu rækt við hæfúeika þína. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Hamingja ríkir í nánum samböndum. Þaö ríkir skilningur á milli hjóna og því er auövelt að ræða vandamál og áætlanir. Happatöl- ur era 7,16 og 32. Nautið (20. apríl~20. mai): Flas gerir engan flýti. Ef þú telur þig þurfa frekari upplýsingar eða sérfræðiálit þá skaltu bíða þar til þú færð það. Ákveðin breyt- ing bætir líf þitt. Tvíburamir (21. maí-21. júni): Rólegt og afslappað andrúmsloft gerir þig óvarkáran. Gættu þín á sakleysislegum spumingum. Láttu stjómmálaafskipti eiga sig. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Einhvers titrings gætir í samskiptum fólks fyrrihluta dags. Það lagast þegar á daginn liður. Viðræður skila litlum árangri. Ljónið (23. júli-22. ágúst): Þú hefur mikið að gera og skait því taka dagmn snemma. Það er ekki víst að þú ráðir alveg gangi mála. Happatölur era 3,18 og 34. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú færð fréttir langt að. Þær fréttir færa þér talsverða möguleika næstu vikumar. Drífðu þau verk af sem vinna þarf. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú færð annað tækifæri. Þú kemur þeim málum í gegn sem áður tókst ekki. Nokkurri ábyrgð verður létt af þér heima. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú hugleiðir breytingar bæöi í vinnu og heima. Flanaðu þó ekki að neinu. Það borgar sig ekki aö breyta bara breytinganna vegna. Finndu auðveldari leið út úr leiðindunum. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Gættu eigin hagsmuna. Ef þú sýnir einhver veikleikamerki er hætt við að aðrir nýti sér það. Takist þeim það gefa þeir ekki auðveldlega eftir. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú ert ekki með mjög góð spil á hendi. Þú þarft þvi aö leggja mikiö á þig til að halda stöðu þinni. Gefðu þér tíma til að blása lifi í samband sem hefur rofiiað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.