Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992. i Fréttir Efraim Zuroff um Mikson-gögnin sem hann fékk að sjá í innanríkisráðuneyti Eistlands: Þessi sönnunargögn er ekki unnt að hunsa -þeim komið á framfæri við íslensk stjómvöld á næstunni Þór Jónssan, DV, Stokkhólmi: „Þau sönnunargögn sem viö höf- um aflaö í Eistlandi um stríösglæpi Evalds Miksons er ekki unnt aö hunsa. Það er íslenskra stjómvalda að sjá um aö réttlát lausn hljótist í þessu máh. Okkur er nú fært aö fá slíka niðurstöðu." Þetta segir Efraim Zrn-off, for- stöðumaöur Simon Wiesenthal- stofnunarinnar, eftir aö hafa fengið afrit af öllum gögnum sem dóm- stóll Sovét-Eistlands lét safna um lögregluforingjann Evald Mikson (Eövald Hinriksson) viö undirbún- ing stríðsglæparéttarhalda í höfuð- staðnum Tallinn fyrir þijátíu árum. „Vð ætlum okkur nokkra daga til þess að fara yfir sönnunargögnin og meta þau. Eftir það verður þeim komiö á framfæri við rétt yfirvöld á íslandi." Um er að ræða þijár gildar skjalamöppur sem geyma ótal frá- sagnir vitna auk ýmissa skjala sem Mikson færði og notaði við starf- semi sína á stríðsárunum, u.þ.b. 700 blaösíður alls. Sum vitnanna voru ung í stríðinu. Þau eru trúlega enn á lífi og geta sagt frá reynslu sinni. Erindrekar Wiesenthal- stofnunarinnar munu á næstunni reyna að hafa uppi á þeim. Aftökuskipanir Starfsmaður innanríkisráðu- neytis Eistlands, Russ, er einn þeirra sem í samtali við fréttamenn hefur gefið upplýsingar um að meðal sönnunargagna í þessum möppum um Mikson séu aftöku- skipanir. Hins vegar er Zuroff fá- máll um efni skjalanna. Hann var spurður hvort hann teldi sig nú hafa fengið sannanir fyrir því aö Mikson hefði framiö glæpi í stríð- inu sem ekki væru fymdir á ís- landi. „Já,“ sagði hann. - í þessu tilviki er þá vart um ann- aö að ræða en manndráp? „Þú átt kollgátuna.“ Samkvæmt áhtsgerð tveggja lög- manna, sem Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra fól að athuga ásakanir Wiesenthal-stofnunar- innar á hendur Mikson, er unnt aö hefja opinbera rannsókn séu sak- argjftimar „studdar nægum gögn- um“ og brotin „ófyrnd“. Lögregluforingi Áður hefur komið fram í fréttum að Mikson hafi gegnt valdamikilli stöðu innan Omakaitse-sveitanna, sem nasistar skipulögöu m.a. til þess að taka af lífi fólk með óæski- lega póhtíska sannfæringu eða af óæðri kynstofni, og aö hann hafi síðar orðiö foringi í póUtísku lög- relgunni í Tallinn. Sú lögregludeild rannsakaði mál, sem gátu leitt til dauðarefsingar, þ.e. mál gyðinga og kommúnista. Hver einasti gyð- ingur, sem handtekinn var af þeirri lögregludeild, var líflátinn. Um það bera nákvæmar skýrslur Martins Jensens vitni en hann var sam- starsmaður og félagi Miksons í lög- reglunni. Hann flúöi í stríðslok til Svíþjóðar eins og Mikson en fluttist síðar til Kanada. í sumar hafði kanadísku lögregl- unni orðið vel ágengt í rannsókn sinni á meintum stríðsglæpum Jensens hjá póUtísku lögreglunni þegar hann lést hinn 8. ágúst. Mál- ið var lagt á hiUuna. Samkvæmt áreiðanlegri heinúld höfðu fundist aftökuskipanir útgefnar af lög- reglumanninum Martin Jensen. Hörkudeilur á kvöldfundi: Sjúkraliðar samþykktu að mætatil vinnu eftir fundi og símtöl við ráðherra og ríkissáttasemjara Gert var hlé á fundinum meðan rætt var við Friðrik Sophusson fjármálaráðherra i síma. Á myndinni eru Kristín Guðmundsdóttir formaður, ögmundur Jónasson, Bima Ölafsdóttir og Gunnar Gunnarsson. DV-mynd GVA SjúkraUðar samþykktu að mæta til vinnu í morgun eftir stormasaman fund sem lauk seint í gærkvöldi. Áður en sú ákvörðun var tekin hafði formaður Sjúkraliðafélagsins, Krist- ín Guðmundsdóttir, setið skyndifund með Guðlaugi Þorvaldssyni ríkis- sáttaseiqjara. Hefur verið boðaður sáttafundur með samninganefndum sjúkraUða og ríkisins klukkan 14 í dag. Mikil harka hljóp í fundinn strax í upphafi þegar Kristín bar upp tiUögu um að sjúkraUðar gæfu út yfirlýs- ingu um að þeir myndu hefja störf ef sáttasemjari boðaði til viðræðna. Brugðu margir fundarmanna hart viö og mótmæltu hástöfum. Þótti þeim sem til Utils hefði verið barist ef hefla ætti vinnu afitur án þess að hafa nokkuð fast í höndunum. Vildu sumir sjúkraUðanna halda aðgerð- um áfram a.m.k. einn dag í viðbót. Aðrir ræddu um ekki minna en viku. Enn aðrir vildu fara að tiUögu for- mannsins og stjómarinnar og hefja vinnu strax. „Með þvi er verið að lúffa fyrir fyr- ir ríkisvaldinu og ekkert annað,“ sagði einn sjúkraliða, sem DV ræddi við í fundarhléi. „Ég geng úr félaginu ef þær ætla aö gefast upp núna,“ sagði annar. „Við fórum út 1 þessar aðgerðir og það þýðir ekkert aö hætta núna. Þetta verður aUt svikið og þá þurfum við að fara út í aðgeröir að nýju, en þá náum við aldrei sömu samstöðu og nú.“ Aðrir bentu á að ef farið væri að tiUögu stjómarinnar um að hefja vinnu aftur, gætu sjúkraUðar hafið aðgerðir aö nýju með hreina sam- visku ef þeir næðu engu fram nú. Enn aörir sögöu að erfiðara yrði að fara út í aðgeröir af þessu tagi síðar, og missa launin sín á meðan, þar sem Hfskjörin snarversnuðu meö hveij- um degi sem Uði. Meðan deUt var um framhaldið fram og tíl baka, ræddi formaðurinn í síma við ríkissáttasemjara og heU- brigðisráðherra. Skömmu síðar var gert hlé á fundinum, meðan rætt var símleiðis viö fjármálaráðherra. Símalínur vom einnig gióandi í bæn- um þar sem menn réöu ráðum sínum um hvemig bregðast ætti viö þessari miklu hörku sem hlaupin væri í máUð. Svo kom kalUð, formaður fé- lagsins var boðaður á skyndifund með ríkissáttasemjara og um hálftíu- leytið. Aö honum loknum sam- þykktu sjúkraUðar nær samhljóða að mæta til vinnu aftur. -JSS Kristín Guðmundsdóttir: „Eftir fundinn með ríkissátta- semjara tel ég mig haía fullvissu fyrir þvi að það verði fariö að ræða máUn fyrir alvöru. Ég er því vongóð um að þær viðræður skUi árangri sem viö getum veriö ánægð með,“ sagði Kristín Guö- mundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags íslands, viö DV aö afloknum fundi sjúkraliða í gær- kvöld. Kristín sagði að hún væri hreykin og þakklát vegna þess trausts sem félagsmenn hefðu sýnt henni. Þeir hefðu treyst þeim orðum hennar aö tekið yrði á samningamálunum af alvöru og samþykkt að snúa aftur tíl vinnu á þeirri forsendu. „Ég er einnig stolt yfir því að okkur skuU hafa tekist að sýna með aðgerðum okkar að verka- lýðshreyfingin er enn máttugt afl. Og það gleður mig að þaö skiUi hafa verið sjúkraUöar sem sýndu það og eiga eftir aö sýna það enn frekar í framtiðinni.“ -JSS Dalvík: Fólkhefurvantað ífiskvinnsluna Gyffi Kris^ánsson, DV, Akureyri: Atvinnuástandiö hefúr verið talsvert betra á Dalvik að undan- fómu en á flestum öðrum þéttbýl- isstöðum á Norðurlandi eystra og atvinnvdeysi ekki mikið. Aö sögn Símonar EUertssonar, formanns atvinnumálanefhdar á Dalvík, hafa þó aUtaf verið ein- hvetjir á atvinnuleysisskrá, oft- ast um 20 manns. Það er fólk sem ekki getur unnið hvaðastörf'sem er þvi að á sama tíma hefur vant- að fólk í fiskvinnslu. Simon sagði að atvinnuleysi gæti hugsanlega aukist eitthvað nú í desember því að skipin hætta að landa afla upp úr miðjum mánuöinum og auk þess hefur einn togari nýlega veríð seldur frá staðnum til Hafnarftarðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.