Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992. Spumingin Er myndbandstæki á þínu heimili? Fernando Sabido símamaður: Já, hvað heldurðu? Það er mikið notað. Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóðir: Já, við notum það af og til. Steinunn Lund kennari: Já, og það er mikið notað. Kristín Helgadóttir veitingamaður: Já, það er aðallega notað til að taka upp efni. Elín Magnúsdóttir skrifstofumaður: Já, við leigjum mikið spólur á mínu heimili. Birgir Helgason sjómaður: Já, ég vinn á sjó og um borð eru 2 mynd- bandstæki sem eru mikið notuð. Lesendur_______________ Beinum sjónum okkar í vesturátt Konráð Friðfinnsson skrifar: Komið hefur á daginn aö fólkið í landinu fær ekki að tjá sig um EES- samkomulagið. Meirihluti þing- manna, með háttvirta ráðherra í broddi fylkingar, sagði nefnilega nei er stjómarandstaðan krafðist þjóð- aratkvæðis um málið. - En getur fá- menn þjóð staðið ein og utan viö öll „kerfi" heimsins og látið sem henni komi þau ekki hætishót viö? Verðum við ekki að bindast einhveiju þeirra? Hér er stórt spurt. Því miður tel ég það ekki vera raunhæfan kost aö standa utan við allt þetta. En um leið er Evrópa nútímans og EES búning- urinn fráleitt fýsilegur kostur. Við sjáum daglega hvemig peningakerfi þessara ríkja em sífellt á fallanda fæti. Mörg þeirra hafa t.d. þegar fellt gengið stórlega hjá sér. Velferöarkerfin, sem byggð hafa veriö upp í þessum löndum og hafa veriö talin traust og góð, em einnig í hættu vegna niðurskurðar stjórn- valda. Ég bendi á Svíþjóð sem dæmi og þannig er staðan í Evrópu nú. - Af þessu einu ber aö hafna EES- samningnum. En ekki er öll nótt úti þótt Evrópa sigli sinn sjó. í vesturátt býr þjóð milljóna manna, til þeirrar þjóðar ættum við hiklaust að beina sjónum okkar. Og við þá þjóð ættum við að auka viðskipti. - Það er margt sem mælir með auknum viðskiptum okk- ar við Bandaríkin. Til að mynda er hagkerfi þeirra mun áreiðanlegra en gerist og gengur hjá mörgum ríkjum Evrópu. Þótt ýmsar blikur hafi verið á lofti og veikleikamerki sést á doll- amum mun hann samt ekki hrynja til grunna og a.m.k. mun seinna en flestir aðrir gjaldmiðlar. Annað er það og sem mælir með samvinnu þjóðar okkar og Banda- ríkjanna. Bandaríkjamenn hafa eng- an áhuga á aö komast inn í landhelgi okkar með veiðiskip sín, ekki heldur að eignast hér jarðir eða laxveiðiár. Við myndum því selja þeim fisk eða annan vaming er við framleiddum og keyptum annað í staðinn, án mik- illa kvaða. Það sem Evrópuríkin fara fram á er að komast hér í fiskistofna okkar eða eitthvað annað sem okkur er dýrmætt, í staðinn fyrir að kaupa héðan vörur er þjóðin lifir á að selja. - Á þessu tvennu er mikll munur. „Bandaríkin hafa engan áhuga á að komast inn í landhelgi okkar,“ segir m.a. í bréfinu. Opinskáar ævisögur Kynda undir slúðurkötlunum Jóhanna hringdi: Nú er jólabókaflóðiö að flæða yfir einn ganginn enn. Vafalaust má finna þar margar góðar og fróðlegar bækur því meðal þeirra sem skrifa eru allmargir þungavigtarhöfundar. Hitt finnst mér hroðalegt hversu margar miðaldra konur og þaðan af eldri tæma lífsreynsluskjóður sínar um þessi jól. Ekki má skilja þetta svo að allar ævisögur séu af hinu illa. En þegar viðtalsefnin eru farin aö keppast hvert við annaö um að vera sem opinskáust og ganga sem lengst í bersöglinni þá er illt í efni. í sumum bókunum eru meira að segja birtar myndir sem ættu best heima í til- teknum tímaritum. Þarna er auðvitað kapphlaup um markaðinn því allt gengur þetta út á að selja. En það hljóta að vera tak- mörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga í sumum efnum. Þá er það athyglisvert að sumir þeirra sem rekja ævisögu sína í bók- um núna kvarta ákaflega undan ili- um tungum sem hafi verið á eftir þeim í gegnum tíðina og sætt færis á að smjatta á því sem viðkomandi hafi tekið sér fyrir hendur. Ég trúi því að þær „opinskáu" og „hispurs- lausu" frásagnir, sem nú koma út á prenti, séu einmitt til þess fallnar að vekja „Gróumar á Leiti“ af værum blundi. Það felst því talsverð þver- sögn í því að kvarta undan slúðrinu á sama tíma og blásið er hressilega í glæðumar. - En auövitað er allt hey í harðindum og margir em munn- amir til að metta á Sögueyjunni. Ferðalögin óhóf að óþörfu PáJl Guðmundsson skrifar: Eftir aö ferðakostnaður borgar- sjóðs vegna ferðalaga borgarfulltrúa Reykjavíkur það sem af er kjörtíma- bilinu var birtur hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna aliir þessir aðil- ar hafa þurft að fara svo oft utan sem raun ber vitni. Og þurft að dvelja þar ailan þann tíma sem tilgreindur er í töflum sem birtust með fréttmn af þessum ferðalögum. Þegar t.d. borg- arfulltrúi er sagður hafa verið er- lendis í erindagjörðum fyrir Reykja- Hringiðí síma millikl. 14 og 16 -eða skrifið Naín ogsíinanr. veröurað fylgjabréfum „Listinn yfir ferðalög borgarfulltrú- anna er hreint ótrúlegur," segir m.a. í bréfinu. víkurborg meira en heilan mánuð á þessu tímabili fer fólk að hætta að trúa því að það geti verið raunhæft. Raunar er listinn yfir ferðalög borgarfulltrúa hreint órúlegur er menn lesa tilefni ferðalaganna eins og birtist í einupi {jölmiðlinum. Og það em ekki bara borgarfulltrúamir sem virðast gangast upp í þessum utanfórum heldur líka varaborgar- fulltrúar sem hafa farið allt upp í fimm ferðir það sem af er kjörtíma- bilinu. Af samanburðinum virðist sem fyrrverandi borgarstjóri hafi ekki verið ýkja feröaglaður því hann fór aðeins í tvær ferðir á vegum borg- arinar og var í 10 daga á heilu ári. Allt þetta gefur fólki tilefni til að skoða hug sinn gagnvart opinbemm starfsmönnum sem virðist vera mik- ið í mun að komast í embætti sín að stórum hluta til þess að geta ferðast sem oftast og dvalið sem lengst er- lendis. - Ekkert annað kemur í hug- ann við lestur svona úttektar því tæknin nú á dögum er slík aö ferða- lög em nánast óþörf nema ef gera þyrfti meiri háttar samninga við er- lend fyrirtæki eða einstaklinga og þá væri það í verkahring borgarstjóra eða hans hægri handar að annast þann þátt. mála. Indurgreiðslur bamabéta? Rósa Guðmundsdóttir hringdi: Aðgerðir heöbrigðisráðherra hafa valdiö nokkrum kvíða hjá foreldrum að því er varðar end- urgreiöslur frá einstæðum for- eldrum. Mér finnst vanta nánari upplýsingar um þetta mál allt. Ennfremur væri æskilegt aö fá upplýsingar um það hvort barna- bætur verði þá líka innheimtar og þá meö hvaða hætti það yrði og hve mörg ár aftur í tímann slík endurgreiösla yrði reiknuð. Bréfritara og öðmm, sem málið varðar, er bent á að lesa kjallara- grein Ástu Ragnheiðar Jóhannes- dóttur, deildarstjóra 'Trygginga- stofnunar ríkisins, í blaðinu í dag þar sem hún gerir grein fyrir helstu þáttum þessa máls. Þaö ætti ekki að þurfa að ítreka æ ofan í æ við neytendur að kaupa íslenska framleiðslu, svo mikilvægt er þetta fyrir þjóðfélag okkar. Hins vegar er þaö ekkert launungarmál að íslensk fram- leiðsla hefur veriö nokkuð óvönduð þótt varan sé aö mörgu leyti sambærileg við erlenda. Það er kannski þama sem viö emm hvað veikastir fyrir. Það er því enn ástæöa til ítreka að vömr verða aö vera sambærilegar í verði - og gæðum. Núsamþykkti Sigurður Guðmundsson hringdi: Oft hefur flugráði verið legið á hálsi aö vera tregt tungu að hræra þegar önnur fiugfélög en Flugleiðir sækja um rekstrar- leyfi. Nú bregður hins vegar svo við að flugráð telur því ekkert til fyrirstöðu að Atlantsflug fái framlengingu á flugleyfi sínu - svo fremi að eiginfjárstaða þess verði jákvæð um áramóL En Atl- antsflug vantar bara 60 milljónir til að standa viö það ákvæði. Hér er því um jákvæða stefnubreyt- ingu hjá flugraði aö ræða. Umhverfið ogframtíðin Kristján Már Gunnarsson skrifar: TO að gera umhverfið hreinna og betra getum viö tekið höndum saman og minnt hvert annað á hversu verömæt náttúran er fyr- ir fólkið í dag og á morgun. Fyrst og fremst þurfum við að fræða börnin um mikilvægi umhverfis- ins. - Loftíð þarf að vera hreint, hafið ómengað, flörur án úr- gangs, skógar friðaöir og gróður óspilltur. Óll getum viö t.d. hætt að kasta úrgangi í hafið, hreinsað fjörur og gengið betur frá klóakrörum. Við getum dregiö úr notkun ein- nota plastáhalda og notað gamla góða leirtauið í staðinn og við getum vaiið umhverfisvænar vörur. - Það er allt hægt ef viijinn er fyrir hendi. Mafíanííslenskt athafnalíf? Grímur S. Norðdahl skrifar: Skyldi það vera nauðsynlegt tii að koma hugsjónum utanríkis- ráðherra i framkvæmd - til að færa íslenska þjóð inn í 21. öldina - að gefe á fjórða hundraö millj- ónum vestur-evrópskra íbúa, og þar á meðal meðlimum mafiunn- ar og aðstoðarmönnum þeirra, kost á að koma inn í íslenskt efna- hagslíf, rétt sem íslendingar væru? Hver skyldi nú kostnaðarauk- inn vera áætlaöur ef þessi yrði fraravinda mála á fer ðalagi okkar inn í 21. öldina ásamt Evrópu- samfélaginu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.