Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993. Fréttir Mál 16 ára ofbeldismanns úr Árbæ til meðferðar hjá lögreglu og héraðsdómi: Þrjú alvarleg líkams- árásarmál á 4 ungmenni - stöðugar kvartanir yfir þessum pilti, segir lögreglan í Breiðholti Héraðsdómur Reykjavíkur og lögreglustjóraembættið hafa til meðferðar þrjú alvarleg ofbeldis- mál, á hendur 16 ára piltiúr Árbæj- arhverfi sem rnjög hefur verið kvartað yfir til lögreglu á undanf- ömum mánuðum. Hér er um að ræða talsvert alvarlegar líkamsá- rásir á ungmenni á svipuðum aldri og árásarmaðurinn. Að sögn lögreglunnar í Breiðholti er stöðugt verið að kvarta yfir umræddum pilti á lögreglustöðinni en lítil úrræði virðast vera fyrir hendi í kerfinu tíl að taka á máíinu með viðeigandi hætti. Kvartanim- ar hafa borist frá börnum og ungl- ingum í Árbæjarhverfi, svo og frá ýmsum foreldrum. Mál tengd pilt- inum hafa borist tl Félagsmála- stofnunar, forvamadeildar lögregl- unnar, skólasálfræðinga og Stíga- móta, m.a. vegna. kvartana um kynferðislegt ofbeldi. Þann 18. september lenti um- ræddur piltur í áflogum við tvo 14 og 15 ára pilta í Álakvísl. Annan þeirra þurfti að flyija á brott með sjúkrabíl og þurfti meðal annars aðgerð til að laga annað auga hans. Fyrir um einu ári var umræddur pUtur einnig kærður, þá fyrir að hafa barið með hnefanum í andht stúlku og hélt hann á hamri í lófan- um. Við svo búið var hann sagður hafa sest ofan á stúlkuna og haldið áfram að láta högg dynja á henni. Vegna þessara tveggja mála ákæröi lögreglustjóraembættið sjálft piltinn fyrir brot á 217. grein almennra hegningarlaga. Héraðs- dómari í Reykjavík sem fékk máhð nýlega tfi meðferðar taldi þá grein hins vegar ekki vera í samræmi við alvarleika meintra brota pUtsins. Hann taldi aö heimfæra hefði átt brotin við 218. grein - alvarleg hk- amsárás - en við henni eru strang- ari viðurlög. Þessu tækniatriði var skotið til Hæstaréttar. Svo getur farið, samkvæmt upplýsingum DV, að ríkissaksóknaraembættið fái máhð tU sín. Aðeins það embætti hefur heimUd tU að ákæra fyrir brot sem varða við 218. greinina, það er hin alvarlegri sakamál. Lögreglustjóraembættið hefur auk framangreindra mála tU með- ferðar kæru á hendur sama pUti vegna atviks sem átti sér stað í heimahúsi fyrir nokkrum vikum. Þar er hann kærður fyrir að hafa lamið pUt í höfuðið með rörbút. Líklegt er að það mál verði einnig afgreittbráðlega. -ÓTT Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna, á fundinum í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Bændur mótmæla skertum endurgreiöslum á vaski: Aðgerðin er óþolandi og kallar á stríð - segir Halldór Gunnarsson, formaöur Félags hrossabænda „Bændur hafa verið tilbúnir til að takast á við nýja tíma og gangast undir óskaplegan niðurskurð. Þessi aðgerð ríkisstjómarinnar er hins vegar óþolandi og kaUar á stríð. Hún mismunar búgreinum og gerir í raun þeim sem standa utan búvörusamn- ings ókleift að starfa áfrarn," segir HaUdór Gunnarsson, formaður Fé- lags hrossabænda. Akvörðun ríkisstjómarinnar um skertar endurgreiðslur virðisauka- skatts tU framleiðenda eggja, kjúkl- inga, svínakjöts og nautakjöts hefur mætt harðri andspymu meðal bænda. Alls er skerðingin um 250 mUljónir eða tæp 65 prósent og segj- ast bændur neyðast til að velta áhrif- unum út í verðlag. Bein afleiðing þessa er að naut- gripakjöt mun hækka um 14 prósent en framleiðendur eggja og kjúklinga ætla að hluta til að taka hækkunina á sig. Egg hækka um 5 prósent og kjúklingar um tæp 10 prósent. í vik- unni munu svínaframleiðendur taka ákvörðim um hækkun og er búist við að hún verði rétt innan við 10 pró- sent. Á blaðamannafundi í gær kröfðust fuUtrúar bænda þess að ríkisstjómin tæki upp viðræður við Stéttarsam- band bænda um að tekin verði upp lægri virðisaukaskattur á landbún- aðarafurðum. Nær óþekkt væri í nágrannalöndum að matvæli væm í hæsta skattþrepinu. Auk HaUdórs sátu fundinn fuhtrúar kúabænda, kjúklingabænda, eggjabænda og svínaframleiöenda, Stéttarsambands bænda og Neytendasamtakanna. Á fundinum sagði Haukur HaU- dórsson, formaður Stéttarsambands- ins, að vel kæmi tU greina að endur; skoða gUdandi búvörusamning. Á hinn bóginn væri erfiðleikum bundið að afnema mismunum milh búgreina enda hvUdi búvörusamningurinn á búvörulögum. Af hálfu Halldórs Gunnarssonar kom hins vegar fram krafa um að allrimismun verði hætt. í stað bein- greiðslna til sauðfjárbænda og mjólkurframleiðenda komi byggðar- styrkir sem alhr bændur hafi rétt tíl. -kaa Enn stef nir í málþóf í EES-málinu AUt bendir til að Alþingi eigi eftir aö ræða EES-málið og sjávarútvegs- samninginn í einhverja daga tU við- bótar. Þegar Alþingi kom saman á ný í gærdag, eftir hlé um jól og ára- mót, var framhaldið annarri um- ræðu um EES. Margir stjómarand- stæðingar eru á mælendaskrá. Þegar rætt er við stjómarandstöðu- þingmenn segja þeir að máhð sé ekki nóg rætt og sama sé að segja um sjáv- arútvegssamninginn, hann sé gallað- ur og krefjist talsverðrar umræðu. Stjómarþingmenn og ráðherrar em annarrar skoðunar. AUt bendir tíl að þessi mál verði á dagskrá næstu daga. Finnur Ingólfsson, þingmaður Framsóknarílokksins í Reykjavík, lýsti því yfir í ræðu á Alþingi í gær að hann ætlaði að sitja hjá þegar Alþingi afgreiðir EES-samninginn. Finnur er þriðji þingmaður Fram- sóknar sem lýsir yfir að hann æth ekki að greiða atkvæði, áður höfðu HaUdór Ásgrimsson og Jón Kristj- ánssonlýstþvísamayfir. -sme Björgunarmenn fara fram á kyrrsetningu flutningaskips: Lögreglan á ísafirði gætir Eriks Boye - skipið fari ekki nema 10 milljóna trygging verði sett Lögreglan á Isafirði hefur verið beðin um að gæta þess aö flutninga- skipið Erik Boye láti ekki úr höfn þar vestra vegna beiðni sem komið hefur tU sýslumanns um kyrrsetn- ingu skipsins. Breiðdalshreppur og fleiri aðUar á Austurlandi hafa farið fram á að skipið verði kyrrsett á ísafirði vegna vangoldinna björgun- arlauna. Skipinu var bjargað af strandstað við Breiðdalsvík á síðasta ári. Fyrirmæh hafa verið gefin um aö skipið láti ekki úr höfn nema með samþykki þeirra aðUa sem telja sig eiga björgunarlaun hjá eigendum Eriks Boye - eha verði 10 miUjóna króna trygging sett sem geröarbeiö- endur hafa krafist. Að sögn Ólafs Helga Kjartansson- ar, sýslumanns á ísafirði, verður tek- in afstaða til kyrrsetningarbeiðninn- ar á morgun, miðvikudag. Kyrrsetn- ing er bráðabirgðagerö til að tryggja þá fjármuni sem krafa hefur verið gerð um vegna greiðslu björgunar- launa. Ef og þegar ákvörðun hefúr veriö tekin um kyrrsetningu skipsins verða gerðarbeiðendur síöan að fara í svokahað staðfestingarmál - til að fá kyrrsetninguna staðfesta. Þá mun dómstóU, væntanlega á Austurlandi, skera úr um réttmæti kröfunnar, það er hvort björgunarmenn eiga „sjó- veð“ í skipinu eða ekki. Falli síðan dómur að lokum þeim í hag eiga kröfuhafar möguleika á aö biðja um uppboð á skipinu fyrir þeim björgun- ariaunum sem farið er fram á. Kyrrsetningarmáhð var tekið fyrir hjá sýslumanni á gamlársdag en ákvörðun í máhnu var frestað tU morgundagsins. TU stendur að draga Erik Boye tU Siglufjarðar af hálfu eigenda. -ÓTT Landsbankinn liklega rekinn meö tapi 1992: Afskrifar yf ir 100 milljónir á mánuði - verið aö flnna leiðir til að fækka um 200 manns „Ymsar hagræðingaraðgerðir eiga að geta skUað því að hægt sé að fækka um 200 manns en hvemig verður farið að og á hvað löngum tíma Uggur ekki alveg fyrir. í þá hluti á að fara í bankastjóminni nú á næstunni og hugmyndir eiga að hggja fyrir í lok mánaðarins," segir Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans. Brynjólfur sagði ekkert hggja fyrir um uppsagnir en erfitt væri þó að útUoka það. Mestur áhugi væri á því meðal stjómenda bankans aö fara þess á leit við fólk að það minnki við sig vinnu og ætti það sérstaklega við um útibú á landsbyggðinni. Brynjólf- ur sagði að tekist hefði aö fækka stöðugUdum á þessu ári.en það væri þó miklu minna en stjómendur Landsbankans heíðu vUjað. Nýjar reglur um eiginfiárhlutfall banka- og sparisjóða sem taka aukið tilUt tU áhættuflokkunar útlána koma frekar Ula viö Landsbankann og bankinn hefur nú fengið 1.250 mihjóna víkjandi lán hjá Seðlabank- anum tíl að uppfyha þessar nýju regl- ur um 8% eigið fé. 65 th 70% útlána Landsbankans eru við fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Brynjólfur sagði ljóst að afskriftir hefðu numið að minnsta kosti 100 mihjónum á mánuði af útlánum síð- ustu tvö árin. Útht væri fyrir að bankinn yrði rekinn með nokkru tapi árið 1992 en 1991 var bankinn rekinn með 53 mihjóna hagnaði og hagnaöurinn 1990 var 58,8 mUljónir. -Ari Skátar í Kópavogi: Þrettándagleði þrátt fyrir íkveikju „Við erum búin að útbúa 500 kindla og ætlum að safna í nýja brennu. Þrettándinn verður þvi dansaður út þrátt fyrir að kveikt hafi verið í brennunni okkar,“ segir Guðrún Adolfsdóttir. í frétt DV í gær vom leiddar hkur að því aö ekki yrði dansað á þrettánd- anum í Kópavogi þar sem kveikt hafði verið í brennu skáta við Snæ- landsskóla. Skátamir em hins vegar ekki á því að gefast upp og æfia að kveikja sinn eld, rétt eins og upphaf- legavarráðgert. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.