Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993. 5 Fréttir Lækkun mædra- og feðralauna 4.732 kr. 12.398 kn 21.991 kr. 10 300 kr\ *Miðað er við mánaðarlegar greiðslur 1.000 kr. 1 barn 5.000 kr. 2 börn 10.800 kr. 3 börn Breytingar á almannatryggingum um áramótin: Meðlög hækka en mæðralaun lækka - böm greiða flórðung kostnaðar viö tannlækningar Um áramótin lækkuðu mæðra- og feðralaun vegna efnahagsaðgerða ríkisstjómarinnar. Hækkun varð hins vegar á barnalífeyri og meðlög- um. Þá verður bömum og unglingum ásamt elh- og örorkulífeyrisþegum gert að taka aukinn þátt í kostnaði vegna tannlækninga. Um áramótin hækkaði meðlag og bamalífeyrir með hverju barni úr 7.551 í 10.300 krónur á mánuði. Á ársgrundvelli er hækkunin upp á tæpar 33 þúsund krónur með einu barni og tæpar 66 þúsund krónur með tveimur bömum. Fyrir áramót vom mæðra- og feðralaun með einu bami 4.732 krón- ur en lækkuðu um áramótin í eitt þúsund krónur. Með tveimur böm- um lækka þessar greiðslur úr 12.398 í 5 þúsund krónur og með þremur börnum eða fleiri lækka þær úr 21.991 í 10.800 krónur. Nú falla mæðra- og feðralaim niður einu ári eftir að viðtakandi þeirra skráir sig í sambúð í þjóðskrá með öðrum en foreldri bamsins eða bamanna. Áð- ur féllu greiðslur niður eftir 2 ár. Samkvæmt þeim breytingum sem gerðar hafa verið á almannatrygg- ingum eiga böm og unglingar undir 16 ára aldri að greiða flórðung kostn- aðar við allar tannlækningar. í því sambandi em þó undanskildar gull- fyllingar, krónu- og brúargerð auk tannréttinga. Engu að síður er gert ráð fyrir að böm og unglingar eigi kost á einni ókeypis skoðun hjá tann- lækni á ári. Fyrir áramót greiddu böm og unglingar að jafnaði um 15 prósent kostnaöar og fyrirbyggjandi aðgerðir vom ókeypis. Breyting varð einnig á þátttöku elli- og örorkulífeyrisþega í tann- læknakostnaði um áramótin. Þeir sem njóta fullrar tekjutryggingar greiða nú fjórðung kostnaðar vegna tannlækninga og gervitanna en fengu kostnaðinn áður að fullu end- urgreiddan. Þeir sem njóta skertrar tekjutryggingar greiða nú helming tannlæknakostnaðar en greiddu áð- ur fjórðung. Þeir sem ekki njóta tekjutryggingar greiða nú tann- læknakostnað að fullu en greiddu áðurhelming. -kaa Viðurkenning fyrir aðbúnað: Útivinnustaðir þurfa ekki að vera sóðalegir Byggingarfélagið Húsafl sf. fékk fyrir skömmu sérstaka viðm-kenn- ingu frá Trésmiðafélagi Reykjavíkur fyrir góðan aðbúnað og öryggismál starfsmanna. Viðurkenninguna fékk fyrirtækið fyrir vinnusvæðið að Amarsmára 4-6 en þar vora nýlega hafnar bygg- ingarframkvæmdir. í tilkynningu frá Trésmiðafélagi Reykjavíkur segir að vinnustaðurinn að Amarsmára sé til marks um að það sé ekki lög- mál að aðstaða við útivinnustaði þurfl að vera óvistleg og sóðaleg. Húsafl hafi komið fyrir mjög góðri starfsmannaaðstöðu við Amarsmár- ann. Þar sé rúmgóð og björt matstofa ogfyrirmyndarsnyrtiaðstaða. -ból Elnar örn Einarsson tekur við viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað frá Finn- biml A. Hermannssyni. ÞEIR SEM ÆTLA AÐÁVAXTA UM 30 MIIUARÐA TAKA AUÐVITAÐ ENGAÁHÆTTU KIÖRBÓK LANDSBANKANS GAF 3,0-5,0% RAUNÁVÖXTUN ÁRH) 1992 Innstæöa á tæplega 100 þúsund Kjörbókum í Landsbankanum er nú samtals um 30 milljarðar. Kjörbókin er því sem fyrr langstærsta sparnaðarform í íslenska bankakerfinu. Ástæðan er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Ársávöxtun á árinu 1992 var4,6-6,6% Raunávöxtun á grunnþrepi var því 3,0%, á 16 mánaða innstæðu var hún 4,4% og á 24 mánaða innstæðu var raunávöxtunin 5,0%. Kjörbókin er einn margra kosta sem bjóðast í RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans Landsbankinn óskar landsmönnum vaxandi gæfu og góðs gengis á árinu 1993. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.