Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993. Utlönd Palestínsku flóttamennirnir fá aldrei að snúa heim: Kuldinn drepur þá hægt og hægt á næstu dögum „Viö getum ekki borið ábyrgð á ölium. Eg vona sannarlega að þeir haldi lífi en þeir eru ekki á okkar ábyrgð,“ sagði Rafik al-Hariri, for- sætisráðherra Líbanons, um palest- ínumennina 415 sem enn bíða örlaga sinna á einskinsmannslandinu milli Líbanons og ísraels. Ráðherrann viðurkenndi að ef ekk- ert væri að gert þá biði dauðinn mannanna en ítrekaöi fyrri afstöðu að það væri ísraelsmanna að leysa málið. Starfsmenn hjálparstofnana segja aö Palestínumennirnir hljóti fyrr eða síðar að farast úr kulda enda berist þeim nú engin hjálp. Af hálfu ísraelsmanna er engrar miskunnar að vænta. Þeir hafa þó viðurkennt að nokkrir úr hópnum hafi verið ranglega reknir úr landi og geti snúið heim. Hinir séu nú á ábyrgð Líbanonsstjómar. Boutros Boutros Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er enn að leita lausnar á málinu. Hann hefur skipað nýjan sendimann til viðræðna við stjómir Líbanons og ísraels. Framkvæmdastjórinn hefur talað í síma við ráðamenn í ísrael en enga lausn fundið á málinu enn. Palestínumennirnir halda á sér hita við lestur á Kóraninum enda fátt annað tiltækt. Þeim berst nú engin hjálp. Símamynd Reuter Utanríkisráðherrar arabaríkja ætla að koma saman til fundar í næstu viku og þar verður þess að öllum líkindum krafist að ályktun Sameinuðu þjóðanna um að ísraels- menn taki aftur við mönnunum verði fylgt eftir. Enginn veit þó hvort þeir verða þá enn á lífi enda era nú vetr- arhörkur í Mið-Austurlöndum. Reuter Ákveðið að hengja bandarískan bamamorðingja: Geymdi líkin í klaeðaskápum - „réttlát og eðlileg refsing“ segir í úrskurði hæstaréttar Allan Dodd verður hengdur næstkomandi þriðjudag fyrir morð á þremur ungum drengjum. Sjálfur segist hann verðskulda slíkan dauðdaga. Henging- um hefur ekki verið beitt í Bandaríkjunum frá árinu 1965. símamynd Reuter „Henging er réttlát og eðlileg refs- ing,“ sagði í úrskurði hæstaréttar í Bandaríkjunum þegar ákveðið var í gær að hengja fjöldamorðingjann Allan Dodd fyrir misþyrmingar, nauðganir og morð á þremur ungum drengjum árið 1989. Dodd verður því að öllum líkindum tekinn af lífi næstkomandi þriðjudag klukkan tólf á hádegi. Hann hefur sjálfur krafist þess að verða hengdur en hann mátti velja milli hengingar og aftöku með eitri. Andstæðingar liflátsdóma vestra hafa krafist þess að hætt verði við henginguna enda hefur maður ekki verði hengdur í Bandaríkjunum frá árinum 1965. Dodd lýsir sjálfum sér sem mjög sjúkum manni. Hann segist hafa full- an hug á að halda voðaverkunum áfram og því sé aftaka eina lausnin sem hann sjái á áráttu sinni. Morðin á drengjunum þremur þóttu mjög ógeðsleg. Dodd lék sér að þeim næt- urlangt áður en hann myrti þá og geymdi líkin í klæðaskáp þegar hann hélt tfi vinnu að morgni. „Fyrir mig er henging vægasta refsingin," sagði Dodd í gær. Hann brást ókvæða við tilraunum til að lengja líf sitt. Hann sagði að ungu drengimir hefðu hlotið hræöilegri dauðdaga. Sá yngsti var fjögurra ára. Þann kyrkti Dodd eftir miklar pynd- ingar. Einn dómara í hæstarétti skilaði sérálití. og sagði að ekki væri hægt að hengja Dodd þvi enginn böðull, vanur hengingum, væri tiltækur. Aðrir dómarar töldu það ekki frá- gangssök. Andstæðingar dauðarefsinga segja að henging sé hrottaleg aðferð við aftöku því hún leiði af sér að hinn seki kvelst áður en hann lætur lífið. Stjómarskráin mæli gegn slíku. Reuter Grænlendingar Grænlendingar töpuðu um tveimur og hálfum milijarði ís- lenskra króna á úthafsrækju- veiðinni á nýliðnu ári. Ástæðan er lækkandi verð á ræKju og gengislækkanir á útflutnings- mörkuðunum. Tekjutapiö getur haft alvarlegar aíleiðingar fyrir úthafsrækjuflotann. í fiárlagafrumvarpinu fyrir áriö 1993 eymamerkti landsþingið um einn milljarð islenskra króna í úreldingarsjóð rækjutogara og til að stuðla að samruna útgerðar- fyrirtækja. Það er þó langt frá því að vera nóg til að bjarga öilum frá gjaldþroti. Norðmaður verðurfyrsturá Norskur landkönnuður er á góöri leið með að veröa fyrstur manna til að ganga aleínn á suð- urpólinn. Erling Kagge átti aðeins eftir rúma áttatíu kflómetra að suð- urpólnum í gær. Hann hafði þá lagt að baki liðlega tólf hundmð kílómetra frá því hann lagði af stað frá Berknereyju þann 17. nóvember síöastliðinn. „Hann ætti að komast á suður- pólinn á miðvikudagskvöld eða snemma á fimmtudagsmorgun,“ sagði Hans Christian Erlandsen, talsmaöur Kagges, í gær. Kagge, sem er 29 ára gamall lögfræðingur frá Ósló, gekk á skíðum með kunningja sínum álla leiö á norðurpólinn árið 1990. Á leið sinni yfir Suðurskauts- landið hefur hann ekki notið neinnar utanaökomandi aðstoð- ar, heldur dregið allar vistir s ínar sjálfur. Ifffenýárs- þorskurinn í Danmörku Uflfe EUemann-Jensen, utanrík- isráðherra Danmerkur, var út- neftxdur „nýársþorskur ársins" í Danmörku daginn fyrir gamlárs- dag eftír atkvæðagreiðslu meðal lesenda Ekstrablaðsins. Ráðherr- ann fékk þorskinn afhentan við hátíðlega athöfn í Nýhöfn, en Danir hafa þann sið að borða þorsk á gamJársdag. Að sögn blaðsins hlýtur sá út- nefninguna sem hefur gert sig að einna mestu fífli á árinu. Utanrik- isráðherrann lítur þó á hana sem heiöur. Upphaflega var Uffe ekki meðal kandidatanna en honum tókst þó að krækja sér i tilnefningu eftir strangar samningaviðræður, tetamini t0Kiit i Trefleborg Belgískur ökumaður var hand- lekinn með tlukílóafamfetamíni i farteskinu þegar hann ók frá fetjunni i TrelJeborg í Svíþjóð á næstsíðasta degi ársins 1992. Efh- iðer ura sjötíu mifljóna islenkra króna virði á götumarkaði. Amfetamínið fannst í bil mannsins við venjubundið eftir- lit. Tollvörðum fannst varadekk- ið lfta einkennilega út og var hundur fíkniefnalögreglunnar því tiikvaddur. Við frekari skoð- amfetamíni vora inni í dekkinu. Bílsijórinn viöurkenndi að hafa vitaö að eitthvað ólötrleiU væri í bílnum en hann heföi ekki vitaö hvaö það væri. Efniö skyldi af- hendast f Stokkhólrai. Iiit7.au, Reuter og TT Ákæra hefur verið gefin út á hendur 14 ára gamalli stúlku 1 Kaliforníu vegna þess að hún ját- aði i dagbók slnní að hafa myrt fiögurra ára garala systur sína. Foreldramir komust í dagbók- ina eftir að dóttirin hljópst að heiman. I dagbókina halði hún aðeins skrifað: „Kæra dagbók. Ég verð að trúa þér fyrir svolitlu. Ég drap systur mína.“ Lögreglan telur að þetta nægi til að ákæra dagbókarritara fyrir morð. JohnF.Kennedy varskotinn íhnakkann Bandariskur vísindamaöur hef- ur rarmsakað að nýju kvikmynd- ina sem áhugamaður tók af morðinu á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta í Dallas árið 1963. Vestra hafa menn lengi deilt um úi’ hvaða átt skotið hafi verið að forsetanum. Eftir nýju rarmsókninnier ekk- ert vafamál að skotið hæfði Kennedy í hnakkann. Nákvæm skoðun á kvikmyndinni þykir sýna þetta ótvírætt. í frægri kvikmynd Olivers Stone um morðið er gengið út frá því sem vísu að skotið hafi hæft forsetann í andlitið og á því reist samsæriskenning um að fleiri hafi tengst morðinu en Lee Harv- ey Osvald. Financial Times ihviiriútgáfu eftðrbleikaöld Breska viðskiptadagblaðið Fin- ancial Times birtist í gær prentað á hvítan pappir eftir að hafa verið bleikt í réttá öld. Bragöið var út af venjunni í til- efni af afmælinu. í dag er blaðið bleikt og veröur það eftirleiðis. Viöskiptablöð víða um heim hafa tekið upp þann sið að prenta við- skiptasiðurnar á bleikan pappír. Myrtimótleik- konu sem viidi ólm sofa hjá Ein vinsælasta sápuóperan í Brasillu er orðin einum of raun- veruleg því aðalkarlleikarinn hefur játað á sig morð á mótleik- konu sinni. Hann sagði lögregl- unni að sér hefði verið nauðugxir einn kostur því leikkonan heföi elt sig á röndum og heimtað að fá hann í bólið með sér. Eiginkona ieikarans hefur nú upplýst að hin myrta hafi verið þunguð en ekki er vitað hver átti þungaim meö henni. Morömál þetta hefiir vakið mikla athygli í Brasilíu og sky ggt á afsögn forset- ans sem var bara sakaöur um spillingu og svik. Barneignir eftir fertugt auka hættunaá í grein í nýjasta tölublaði breska læknablaðsins Lancet er því haldið fram aö barneignir eft- ir fertugt auki verulega líkumar á bijóstakrabba. Einu virðist gilda hvort umræddar konur hafi átt böm áðxir. Áður hafa vísindameira helst hallast að því að hættan aukist eftir því sem konur draga lengur að eignast fyrsta bam. Höfundar greinarinnar ráöleggja konum að eiga börn ungar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.