Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993. Fréttir________________________________________________________________________________pv Brimborgarmáliö: Vafalaust eru fordæmin til - segir skrifstofustjóri borgarverkfræöings Hús Bifreiðaskoðunar íslands og nýbygging Heklu við Laugaveg. Hekla fékk lóðinni, sem hús Bifreiðaskoðunar stendur á, úthlutað en afsalaði sér henni yfir til Loftorku en Loftorka byggði siðan bæði húsin, það er hús Bifreiðaskoðunar og Hekluhúsið. „Það er vafalaust hægt að finna dæmi þess að menn hafi gert verk- samning þar sem verktakinn fær hluta af húseigninni upp í greiðslu, ég efast ekkert um það,“ sagði Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri borgarverk- fræðings, þegar hann var spurður hvort fordæmi væru til um að lóða- hafar hefðu greitt byggingakostnað með hluta viðkomandi húsa. Eftir að Brimborg var svipt lóðinni að Suðurlandsbraut 56 og henni út- hlutað til Kjartans Amar Kjartans- sonar, umboðsmanns MacDonald’s, hefur verið fullyrt að hluti húsa hafi verið notaður sem greiðsla til bygg- ingaverktaka. Nýbygging Heklu við Laugaveg og hús Bifreiðaskoðunar íslands við Hestháls hafa verið tekin sem dæmi. En Hekla fékk lóðina við Hestháls á sínum tíma en afsalaði sér henni yfir til Loftorku sem byggði hús Bifreiða- skoðunar og einnig nýbyggingu Heklu við Laugaveg. Ingimundur Sigfússon, stjórnarformaður Heklu, sagði að Hekla hefði staðið fullkom- lega löglega að öllum framkvæmdum vegna þessara mála. Ekki búið að gera lóðaleigusamning Ágúst Jónsson sagðist vita að gerð- ur hefði verið lóðaleigusamningur við Heklu vegna lóðarinnar við Hest- háls en hann sagði að það hefði ekki verið gert við Brimborg vegna lóðar- innar að Suðurlandsbraut 56. „Þaö er mergurinn málsins. í lóða- leigusamningum er ákvæði sem heimilar mönnum að framselja lóða- leiguréttinn. Það var ekki búið að gera þannig samning við Brimborg," sagði Ágúst Jónsson skrifstofustjóri. „Það sem menn greinir helst á í Brimborgarmálinu er skilningur á þeim samningi sem var kallaður verksamningur en er að mínu viti kaupsamningur. Þeir hafa ekki fall- ist á mína skýringu og það er þess vegna sem menn tala út og suður í málinu," sagði Ágúst. Ekki venjulegur verksamningur Ágúst sagði aö í Brimborgarsamn- ingnum segði að verktakinn léti teikna hús á lóðina, eitt eða fleiri, eftir því sem honum hentaði og að verktakinn greiddi öll gjöld, þar meö lóðaleigu frá dagsetningu verksamn- ingsins að telja. „Þetta er ekki venju- legt ákvæði í verksamningi," sagði Ágúst og sagði að venjulega vissu menn hvaða verk ætti að vinna, alla vega í höfuðatriðum. „Mér er kunnugt um það að verk- takinn svokallaði, sem Brimborg samdi við, sendi talsmanni Macdon- ald’s uppdrátt af þessari lóð, það var í ágúst skömmu eftir að samningur- inn milli hans og Brimborgar var gerður. Ég hef tilhneigingu til að líta þannig á að hann hafi yerið að bjóða lóðina til sölu,“ sagði Ágúst. Atvinnulausir tæplega 500á Akureyri Gylfi Kristjánsson DV, Akureyri Atvinnulausum á Akureyri fiölgaði gífurlega í síðasta mánuði og þótti þó ýmsum nóg komiö þegar 370 manns voru skráðir atvinnulausir í byijun desember. Atvinnulausum fjölgaði hins vegar um rúmlega 100 í síðasta mánuði og voru samkvæmt fyrstu tölum Vinnumiðlunarskrif- stofu Akureyrar um áramótin 485 talsins og mun láta nærri að atvinnu- leysi sé um 7%. Þessar tölur segja ekki allt. í nóv- ember voru skráðir atvinnuleysis- dagar á Akureyri 6511 talsins en virð- ast hafa farið yfir 10 þúsund í des- ember. Sigrún Bjömsdóttir hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni segir þetta hryllilegt ástand og nú fyrstu dagana sé enn að bætast við. „Það hafa aldrei verið svona marg- ir Einingarfélagar atvinnulausir á þessum árstíma. Þetta er það svart- asta en reyndar ekki nema beint framhald af þeirri þróun sem var allt síðasta ár,“ segir Bjöm Snæ- bjömsson, formaöur Verkalýðsfé- lagsins Einingar, en 208 félagar í Ein- ingu vom atvinnulausir um áramót- in. Bjöm segir að ástandið eigi enn eftir að versna í janúar og hann sjái ekki að það muni batna neitt fyrr en í mars, án þess að hann reikni með aö eitthvað verulega muni rofa til þá. Atvmnuíeysi a Akureyrí - september 203 l.sept. I.nóv. 1-des. 1991 1991 1991 91 til janúar 1993- 305 1992 1992 1992 1992 410 1. nóv. 5.des. I.jan. 1992 1992 1993 Landsbankinn slær lán Það kom að því að Landsbankinn slægi lán. Þær em ekki óþijótandi hirslumar í þessum annars ágæta banka. Nú era íslendignar búnir að slá og slá í bankanum um ára- bil og enginn hefur getað borgað lánin til baka. Fiskeldið fór á haus- inn, fiskvinnslumar era á hausn- um og var ekki Landsbankinn hafður í því að fjármagna minka- eldið á sínum tíma? Þá má ekki gleyma því aö Landsbankinn var viðskiptabanki Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og fékk alla súpuna yfir sig þegar SIS fór á hausinn. Það er í rauninni alveg með ólík- indum hvað Landsbankinn hefur staðið af sér allar þessar ágjafir og afskriftir og átt fyrir töpunum. Svo hafa samviskulausir viðskiptavinir bankans notfært sér góðvild bankastjómarinnar með því að fara yfir á reikningunum og er þess skemmst að minnast að Reykjavík- urborg var komin með milljarða í yfirdrátt í Landsbankanum og þurfti að taka stórt lán til að geta borgaö yfirdráttinn. Landsbankinn stendur væntanlega undir öllum brennivínskaupunum um áramót- in og æth flugeldamir hafi ekki veriö greiddir með gúmmíi sem Landsbankinn þarf að standa skil á? Það er þess vegna engin furða að eitthvað gefi eftir í Landsbankan- um. Bankinn getur ekki endalaust horft upp á að þjóðin braðh og tapi og sé á fj árfestingarfyUiríi út og suöur, allt á hans kostnað. Banka- stjómin hefur þar af leiðandi kom- ið saman og ákveðiö aö nú skuli sparað í rekstrinum, lögð niður útibú, sagt upp starfsfólki og slegið lán í Seðlabankanum. Sjálfsagt mun næst koma að því að banka- stjóramir skeri niöur laxveiðiferð- ir sínar og risnukostnað, en fyrst er samt rétt að segja upp fólkinu áður en gripið er til algerra neyðar- ráðstafana. Það er líka lógik í því að segja upp fólki, vegna þess að það er náttúrlega lítið fyrir banka- fólk að gera í banka sem ekki hefur lengur efni á að lána og verður að slá sjálfur lán til að geta lánaö öðr- um. Annars er það enginn vandi fyrir Landsbankann að standa vel að vígi og veita lán til allra sem í bank- ann koma, ef viðskiptavinir bank- ans borguðu sín lán til baka. Það er hins vegar meinið. Það borgar enginn til baka og bankinn er hætt- ur að reikna með því að lán séu borguð. Tilgangur og tilvera banka á borð við Landsbankann er hins vegar í því fólgin að lána peninga og rukka þá aftur. Ef rukkunin bregst þá er ekkert eftir nema það eitt að lána lán sem ekki era borg- uð. Þessu getur Landsbankinn ekki sinnt nema hafa til þess peninga og þess vegna er nú slegið lán í Seðlabankanum til að geta haldið áfram að lána. Seðlabankinn neyðist til að lána Landsbankanum því það er enginn Seðlabanki nauðsynlegur nema aðrir bankar séu til sem lána öðr- um og þeir bankar geta ekki lánað nema taka lán, úr því enginn borg- ar lánin sem verið er að lána. Hvort Landsbankinn borgar lániö til baka sem hann hefur fengið hjá Seðla- bankanum er undir því komiö að Landsbankinn geti starfað áfram og stundaö lánaviðskipti sem gera Landsbankanum kleift að greiða Seðlabankanum það lán sem stend- ur undir frekari lánum af hans hálfu. Auðvitað getur komið til greina að Landsbankinn hætti aö lána eða dragi úr lánum til þeirra sem ekki borga lánin. En það getur reynst erfitt vegna þess að Landsbankinn er með langflest undirstööuat- vinnufyrirtæki landsins í viðskipt- um og með því að klippa á lánafyr- irgreiðslu til undirstöðuatvinnu- veganna gætu þau ekki lengur íjár- magnað tapið h)á sér og hér yrði allt stopp. Bankinn verður að halda áfram að hjálpa undirstöðuat- vinnuvegunum að tapa og meðan tapiö er borið uppi af Landsbank- anum gerir það ekki svo mikið til þótt atvinnuvegimir beri sig ekki. Landsbankinn lánar út á töpin og afskrifar þau og tekur síðan lán hjá Seðlabankanum til að halda áfram lánafyrirgreiðslunni sem heldur þjóðarbúinu gangandi. Þannig gegna töpin hjá Lands- bankanum lykilhlutverki og án þeirra hefur enginn efni á aö tapa og alls ekki efni á að taka lán sem þarf að borga. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.