Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993.
Viðskjpti______________________________________
Fisksala í Bretlandi:
Verðlækkun eftir jólin
Aðeins var selt úr gámum í Bret-
landi í einn dag í síðustu viku, enda
voru margir frídagar. Þann 29. des-
ember seldust samtals 312 tonn.
Rúmlega 159 tonn fóru af þorski,
69 tonn af ýsu, 26 tonn af ufsa, 7 tonn
af karfa, sjö af kola og 43 tonn voru
blandaður afli.
Meðalverðið var lágt en mjög gott
verð hefur fengist síðustu vikur og
mánuði. Meðalverð aflans í heild var
aðeins um 92 krónur kílóið. Sölu-
verðmætið var tæpar 30 miUjónir.
Meðalkílóverðið fyrir ýsu var 110
krónur en til samanburðar var það
203 krónur fyrir hálfum mánuði.
Otto N. Þorláksson.
250
Gámasölur í Bretlandi
meðalverð í öllum löndunarhöfnum síðastliðinn mánuð -
| Þorskur □ Ýsa □ Ufsi H Karfi
30/9-3/12 7.-10/12 14.-18/12 21.-24/12 29/12
Þorskverðið var 96 krórtur en hafði
veriö 175 krónur. Karfinn hefur
hrapað frá 112 krónum í 49 krónur
og kílóverð ufsa lækkaði um tæplega
30 krónur og er nú 58 krónur.
Otto N. Þorláksson var eina skipið
sem landaði í Þýskalandi í vikunni
sem leið. Alls fóru 119 tonn og sölu-
verðið var um níu milljónir. Meðal-
kílóverð aflans var 75,39 krónur. Otto
N. seldi fyrst og fremst karfa og ufsa
í Bremerhaven og sæmilegt verð
fékkst fyrir báðar tegundir, 98 krón-
ur fyrir ufsakílóið og 78 krónur fyrir
karfakílóið.
-Ari
Fiskmarkaðir:
Viðskipti í lágmarki
Aðeins voru viðskipti í tvo daga á
fiskmörkuðum landsins í síðustu
viku. Báða dagana seldist mjög lítið
og verðið var lélegt. Viðskipti fóru
aðeins fram á nokkrum mörkuðum
og alls seldust ekki nema um 80 tonn.
Verðið lækkaði einnig verulega en
það hefur farið hratt niður á við í
desember. Nú var þorskkílóið að
meðaltali á 90,68 krónur sem er sex
krónur niður á við milli vikna. Verð-
ið á karfanum er enn lágt eða aöeins
um 36 krónur kílóið og ufsaveröið
hefur ekki verið svo lágt lengi eða
rúmar 30 krónur kílóið.
Ýsuverðið er hins vegar ágætt og
hækkaði nokkuð milli vikna. Kílóið
var að jafnaði á 116 krónur. Mikil
eftirspum var eftir ýsimni ailan des-
embermánuö.
-Ari
EB fær að veiða 6000 tonn
af þorski í norskri landhelgi
Samkomulag hefur orðið mn að
EB-skip fái heimild til að veiða 6000
tonn af þorski og 1500 tonn af ufsa í
landhelgi Noregs.
Á móti kemur heimild fyrir norsk
skip að veiða innan fiskveiðilögsögu
EB eftirtalinn afla: Af grálúðu má
veiða 1700 tonn, af ufsa má veiða 1000
tonn og 5000 tonn af hestamakríl, 500
tonn af ískóði og 2000 tonn af blönd-
uðum afla. Auk þessa er í samningn-
um ákvæði um að aukinn afli skuli
verða 2,9% á ári fram tíl 1997 en þá
verður þorskaflinn hjá EB-þjóðunum
11.000 tonn. Með þessum samningi
virðist sem nú sé búið að marka þá
stefnu sem hugsanlega verður til
frambúðar. Norska stjómin hefur
aukiö 3700 tonnum við kvóta smærri
skipanna og kemur það niður á kvóta
stærri skipa.
Tveir peningapokar
AUs vom 16.534 norskir sjómenn
lögskráðir á norska kaupskipaflot-
ann árið 1991 en á sama tíma vom
erlendir sjómenn skráðir alls 23.520
á flotann. Útgerðin reiknar með að
þurfa á næstu árum 1000 nýja yfir-
menn menntaða til yfirmannastarfa
á þann hluta flotans sem skráður er
í Noregi. Erfitt hefur reynst að ná
samkomulagi við ríkistjómina um
að ríkið liðki fyrir því að unglingar
fari til sjós og athugi hvort hugur
þeirra stendur til sjósóknar. Mikið
atvinnuleysi er hjá ungu fólki og allt
verður að reyna til að það fái vinnu.
Norskur skipaiðnaður hefur um
25.000 manns í sinni þjónustu en
skipasmíðastöðvamar em dreifðar
um alla ströndina og munu vera um
50 auk 150 undirverktaka. Forráða-
menn skipasmíðastöðvanna segja að
mikil verkefni tapist vegna skiln-
ingsleysis ráðamanna í ríkisstjóm
og telja að þetta ástand megi ekki
vara.
Hverjir vita mest um fiskinn í
hafinu?
Fundur fiskifræðinga og fiski-
manna var haldinn í Álasundi ný-
lega.
I upphafi fundar bað formaður
fiskimanna blaðamenn að taka vel
eftir þegar fiskifræðingurinn Odd
Nakken veitti þeim aflausn á að hafa
eytt fiskistofnimum í Barentshafi.
Sagði hann að fiskimenn í Norður-
Noregi hefðu legið undir því ámm
saman aö hafa eytt fiskinum í Bar-
entshafi en nú hefði fengist viður-
kennt aö annað hefði gerst með fiski-
stofnana, þar hefði náttúran verið
að verki.
Fiskifræðingurinn Odd Nakken
ætlaði eins og svo oft áður að ræða
um ástand fiskistofna í Barentshafi
en komst lítið áfram í ræðu sinni
vegna fyrirspuma frá fundarmönn-
um. Miídl ólga var á fundinum og
létu menn óspart í sér heyra vegna
óánægju sinnar með störf fiskifræð-
inganna og sögðu meðal annars að
ótækt væri að svo fámennur hópur
eins og fiskifræðingar væri látinn
skanunta mönnum lifibrauö án þess
að taka minnsta tillit til álits þeirra
sem á miðunum væm. í ræðu Odd
Nakken kom fram, eins og svo oft
áður, að hann teldi að hrygningar-
stofninn þyrfti að vera aö minnsta
kosti 500.000 tonn til þess aö halda
við eðlilegum fiskistofni.
Heildarstofnstærð taldi hann þurfa
að vera 1,7 millj. tonna. Hæfilegt taldi
hann að veiða um 30-35% af stofn-
stærðinni eða um 500.000 tonn. Fram
kom í ræðu hans að hann teldi ís-
lenska fiskifræðinga á villigötum
með það álit sitt að óhætt væri að
veiða 40% úr stofninum. Taldi hann
nauðsynlegt að vernda alla fiski-
stofna, sem í hafinu væm, þó taldi
hann það mismunandi erfitt.
Um síldina sagði hann að veiða
ætti 15-20% af stofninum ef menn
vildu halda honum í góðu horfi, ann-
að væri með loðnuna, þar væri erfitt
um vik, því óvíst væri hvað þorsk-
stofninn tæki mikið á næstu árum.
Talið er að síldarstofninn sé nú 5-7
millj. tonna og ætti að vera óhætt að
veiða á næstu ámm 0,8-1,1 millj.
tonna. Menn vom óánægðir með
hvað Rússar veiddu mikiö og væri
mikil óvissa um veiðar þeirra al-
mennt, en rússneskur floti, sem
sfimdar rækjuveiðar við Svalbarða,
hlítir ekki sömu reglum og Norð-
menn verða að gera varðandi veið-
ina. Telja norskir sjómenn að Rússar
moki þar upp þorskseiðum á fyrsta
og öðra ári og muni slík hafa alvar-
legar afleiðingar.
Nýtt ár er hafið
A síðasta ári aflaöist 51% meira en
árið 1990 og varð aflinn yfir 1,5 millj-
ónir lesta. Afli varð einn sá mesti sem
um getur í fiskveiðisögu landsins, en
verðmætið varð ekki eins mikið og
magnið gæti sagt til um. Þetta sýnir
okkur að ekki er allt fengið með afla-
magninu, heldur hvað fæst fyrir afl-
ann. Eins og lengi hefur verið vitað
er nauðsynlegt að breyta aöalat-
vinnuvegi okkar úr því að afla hrá-
efnis í að framleiða matvæli. Vinna
þarf matvæli úr því góða hráefni,
sem við. eigum kost á, ef vel er á
málum haldið. Það virðist svo að
augu manna séu að opnast fyrir
nauðsyn þess að fullvinna það góða
hráefni sem í boði er. Með tilkomu
frystitogaranna gefst gott tækifæri
til að gera þann dram að veruleika.
Kannski verða hinir umdeildu frysti-
togarar til að auðvelda okkur leiðina
að því marki sem hér hefur verið
rætt um.
Ekki er ástæða til að leggjast í
þunglyndi fyrir þjóð sem á svo margt
ógert. Verkefhin bíða og margar
vinnufúsar hendur era til ef rétt er
á málum haldið.
SS stendur jám í jám. Það em
uppi misvisandí túlkanir milli
lögraanna um það hvort SS sé
heimilt að kreflast greiðslu í
stofnsjóð gegn því að taka gripi
til slátrunar. Ég veit ekki til þess
að einstakir framleiðendur hafi
ákveðið að fara í mál við SS en
nokkrir hafa hugieitt það. Frum-
kvæði af okkar hálfu er hins veg-
ar ekki til umræðu,“ segír Guð-
mundur Lárusson, formaður
Landssambands kúabænda.
DV greindi frá því siðastliðið
haust að SS neyddi nautgripa-
bændur til að kaupa bréf í B-
stofnsjóðí félagsins til aö vera
öruggir um slátmn. í upphafi
voru bændur krafðir um fjórðung
afurðaverös en nú hefur krafan
verið lækkuð í 15 prósent. Alls
stefnir SS að því að auka eigiö fé
fyrirtækisins um 50 milljónir með
þessum aðgerðum.
Að sögn Guðmundar veita
auknar greiðslur nautgripa-
bænda í sjóðinn þeim ekki nein
réttindi umft-am þau sem þeir
hafa fyrir. Ljóst sé að þeir muni
ekki geta sótt þessa peninga til
baka. Á hinn bóginn geti bænd-
umir hugsaniega vænst forgangs
í arögreiðslur komi á annað borð
til þeirra í framtíðinni.
-kaa
F iskmarkaðirrár
Faxamarkaður
4. janúsr seldust alls 26,281 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meóal Lægsta Hæsta
Blandað 0,041 49,00 49,00 49,00
Þorskur, sl. 11,753 435,00 435,00 435,00
Þorskflök 0,015 170,00 170,00 170,00
Þorskur, ósl. 0,478 74,88 50,00 105,00
Undirmálsfiskur 3,370 81,86 36,00 85,00
Ýsa, sl. 8,027 118,76 109,00 138,00
Ýsuflök 0,042 170,00 170,00 170,00
Ýsa, ósl. 2.550 104,42 87,00 135,00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 4. janúar sqldust alls 7,785 tonn.
Þorskur, ósl. 0,076 81,00 81,00 81,00
Ýsa, ósl. 2,090 105,75 104,00 107.00
Þorskur 0,423 103,00 103,00 103,00
Ýsa 5,179 120,90 116,00 123.00
Smáýsa 0,020 30,00 30,00 30,00
Fiskmarkaður Breiðafjarðar 4. janúar aaldust alls 21,967 tomt.
Þorskur, sl. 11,771 110,11 101,00 111,00
Þorskur, ósl. 4,300 96,37 96,00 100,00
Undirmálsþ. sl. 1,321 83,00 83.00 83,00
Undirmálsþ. ósl. 0,150 69,00 69,00 69,00
Ýsa, sl. 2,629 129,51 45.00 135,00
Ýsa, ósl. 0.800 122,87 121,00 124,00
Karfi, ósl. 0,010 29,00 29,00 29,00
Langa, sl. 0,064 61,00 61,00 61,00
Keila, ósl. 0,445 25,00 25,00 25,00
Steinbítur, sl. 0,162 72,00 72,00 72,00
Steinbítur, ósl. 0,056 62,00 62,00 62,00
Hlýri, sl. 0,020 72,00 72,00 72,00
Gellur 0.223 250,00 250,00 250,00
Fiskmarkaður Suðumesja
4. janúar seldnst alls 38.361 tonn
Þorskur, ósl. 33,150 87,92 65,00 100,00
Ýsa, ósl. 4,250 127,78 113,00 138,00
Ufsi.ósl. 0,020 15,00 15,00 15,00
Keila 0,300 38,00 38,00 38,00
Lúða 0,015 80,00 80,00 80,00
Undirmálsþ. 0,626 71,47 56,00 78,00
Fiskmarkaður Akraness 4. jönúar seldust alls 2.484 tónn.
Steinbítur, ósi. 0,015 89,00 89,00 89,00
Þorskur.sl. 0,540 85,72 50,00 10500
Þorskur.ósl. 1,120 74,00 74,00 74 00
Undirmálsf. 0,177 64,35 50,00 70.00
Ýsa.sl. 0,506 130,94 120,00 135,00
Ýsa.ósl. 0,126 108,00 108,00 108,00
Fiskmarkaður Vestmannaeyja
4. jgnúar seWttft aits 6,664 tonrt
Þorskur, sl.
Ufsi, sl
4,008
1,656
102,51
42,00
94,00 112.00
42.00 42.00
Fiskmarkaður
4J
iqnn.
aorskur, sl. 4,726 96,47 95,00 97,00
Ýsa, sl. 0,063 101,00 101,00 101.00
Jfsi.sl. 0,500 31,00 31,00 31,00
<arfi, sl. 0,200 34,00 34,00 34,00
Steinbítur, sl. 0,060 64,00 64,00 64,00
-úöa, sl. 0,055 183,18 100.0C 250,00
Skarkoli.sl. 0,200 81,00 81,00 81,00
Undirmálsþ. sl. 1,839 72,00 72,00 72,00
Undirmý., sl. 0,056 50,00 50,00 50,00
Karfi, ósl. 0,017 34,00 34,00 34,00