Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Svei þeim Sameinuðu
Oft hafa Sameinuðu þjóðirnar gengið í berhögg við
eigin grundvallarforsendur 1 stofnskrá og sáttmála sín-
um. Einkum fóru þær út af sporinu, þegar þar ríkti
öflugt bandalag harðstjóra Austur-Evrópu, íslams og
þriðja heimsins, sem virtu forsendurnar að vettugi.
Nú er stjórnkerfi Austur-Evrópu hrunið til grunna
og harðstjórar þriðja heimsins geta ekki lengur teflt
saman heimsveldunum. Því hafa grundvallarforsendur
Sameinuðu þjóðanna eflzt nokkuð, svo sem fram kom
í Persaflóastríði og hemaðaraðgerðum í Sómalíu.
Framkoma Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í árás-
arstríði Serba gegn Bosníumönnum og öðmm Balkan-
þjóðum stríðir gegnþessari þróun í átt til stofnskrárinn-
ar og sáttmálans. Obeint hafa sáttatilraunir og aðrar
aðgerðir af hálfu þess stutt landvinningastefnu Serba.
Hrapallegar eru tillögur frá Cyrus Vance og David
Owen, sáttasemjurum Sameinuðu þjóðanna, sem lagðar
voru fyrir sáttafund deiluaðila í Genf um helgina. Þar
var gert ráð fyrir skiptingu Bosníu í sjálfstjórnarsýslur,
sem aðeins að formi til lúti landsstjórn í Sarajevo.
Með tillögu þessari var 1 fyrsta lagi verið að tilkynna
öllum þjóðum og þjóðabrotum, sem telja sig eiga harma
að hefna í Austur-Evrópu, að það borgi sig að feta í fót-
spor Serba og hefja blóðuga þjóðahreinsun að þeirra
hætti. Sameinuðu þjóðirnar muni blessa niðurstöðuna.
í öðru lagi er verið að tilkynna upprennandi ofbeldis-
mönnum í Austur-Evrópu, að Sameinuðu þjóðirnar
muni láta kyrrt liggja, þótt óbreyttir borgarar séu myrt-
ir tugþúsundum saman og konum sé nauðgað tugþús-
undum saman í þágu hugsjóna á borð við Stór-Serbíu.
Áður hafði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna stutt við
bakið á morðsveitum Serba með vopnasölubanni, er
einkum kom i veg fyrir, að Bosníumenn gætu varið
hendur sínar gegn herflokkum, sem voru og eru vel
vopnum búnir frá Serbíu. Það bann gildir enn.
Enginn samningur um Bosníu er neins virði, nema
hann geri ráð fyrir, hvernig tekið verði á stríðsglæpa-
mönnum Serba, sem skipta þúsundum, allt frá Slobodan
Milosevic niður í villidýrin í byggðum Bosníu. Þetta eru
einir mestu stríðsglæpir aldarinnar í Evrópu.
Verið er að kortleggja þessa glæpi og eru nöfn margra
verstu glæpamannanna þegar kunn. Það er út í hött,
að Sameinuðu þjóðimar geti í kjölfarið haldið sáttafund
í Genf, án þess að meðferð þessara glæpa skipi þar verð-
ugan sess, öllum sporgöngumönnum til viðvörunar.
Ekki er hægt að afsaka framgöngu Vance og Owens
með því, að eitt séu góðviljuð mannréttindi og annað
séu takmarkaðir möguleikar stöðunnar. Veraldarsaga
síðustu áratuga sýnir einmitt ljóslega, að hagkvæmnis-
sjónarmið af því tagi hefna sín fyrr eða síðar.
Við horfumst í augu við, að Boris Jeltsín Rússlands-
forseti riðar til falls í Moskvu og að þar em harðlínu-
menn að komast til aukinna áhrifa. Sumir áhrifamenn
í þeim hópi hafa opinberlega hótað öllu illu, svo sem
að flytja íbúa Eystrasaltsríkjanna nauðuga til Síberíu.
Arftakaríki Sovétríkjanna em hafsjór slíkra þjóðem-
isvandamála._ Azerar og Armenar heyja styrjöld. Borg-
arastyrjaldir geisa í Georgíu og Tadzhíkistan. Rússar
seilast til áhrifa í Moldavíu og víðar. Til vopnaðra þjóð-
emisátaka hefur komið í tugum annarra tilvika.
Sameinuðu þjóðimar magna vandræði sín í framtíð-
inni, ef þau gefa fordæmi á borð við tillögurnar, sem
Vance og Owen lögðu fram í Genf um helgina.
Jónas Kristjánsson
„íbúð á ekki að kaupa fyrir lánsfé eingöngu," segir m.a. í grein Stefáns.
Húsnæðiskaupendur:
Ábendingar í
ársbyrjun
Á komandi ári má vænta sam-
dráttar á fasteignamarkaði. Hús-
næðiskaupendur eiga því að gefa
sér góðan tíma. í ársbyrjun er þó
oftast þensla en undir vorið er
markaðurinn rólegri. Húsnæðis-
kaupendur þurfa að geta lagt fram
í reiðufé 15% af kaupverði, greitt
skammtímalán upp á 5-6 árum og
greiðslubyrði langtímalána má
ekki vera hærri en 15-17% af
brúttótekjum.
Fólk tekur áhættu við fasteigna-
kaup því stjórnmálamenn breyta
stöðugt efnahagslegum forsendum
kaupanna. - Varasamt er því að
reikna með óbreyttmn vaxtabót-
um.
Gefa sér góðan tíma
Árið 1993 verður samdráttur á
húsnæðismarkaði. Samdráttar
gætti á hðnu ári. Litlar íbúöir voru
dýrar samanborið við stærri og
sölum fækkaði. Samt lækkaði verð
ekki. Samdrátturinn mun líklega
halda áfram og verð á ákveðnum
Ilokkum íbúða lækka. í janúar og
febrúar gætir þó ætíð þenslu. Fólk
ætti þá að fara sér hægt því undir
vorið verður markaðurinn rólegri.
Ef verð lækkar er sennilegt að
það komi fram í apríl eða mai.
Húsnæðiskaupendur eiga reyndar
alltaf að gefa sér góðan tíma. Hinir
bráðlátu greiða oftast hærra verð
en eðlilegt er. Kaupendur fá nú
kaupgetu sína metna áður en kaup
fara fram. Greiðslumat banka og
Húsnæðisstofnunar er að mörgu
leyti ágætt en er þó staðlað og óper-
sónulegt.
Fólk með opinbert greiðslumat
hefur oft lent í greiðsluerfiðleikum.
Mikilvægt er að húsnæðiskaup-
endur myndi sér sjálfir skoöun á
því hversu dýrar eignir þeir ráði
við og skilji forsendur greiöslu-
matsins. Við matið skipta eigið fé,
langtímalán, skammtímalán og
fjölskyldutekjur mestu.
KjaUarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
ast bankalán. Þau eru dýr því þeim
er yfirleitt velt í nokkur ár með
töku nýrra. Kaupendur mega ekki
taka hærri skammtímalán en að
þeir geti greitt þau upp á 5-6 árum.
Langtímalán eru aðahega hús-
bréfalán, verðtryggð 25 ára lán meö
jöfnum árlegum greiðslum. Kaup-
endur þurfa árlega sömu fjárhæð
verðtryggða af langtímalánum í
aldarfjórðung. Greiðslubyrði
þeirra ætti þess vegna ekki aö vera
hærri en 15-17% af brúttótekjum.
Ótryggar forsendur
Húsnæðiskaupum fylgir óvissa
sem stjómmálamenn hafa skapað.
Þeir breyta sífellt forsendum hús-
næðiskaupa svo erfitt er fyrir fjöl-
skyldur að skipuleggja fjármál sín.
Fyrir fáum árum voru til dæmis
„Mikilvægt er að húsnæðiskaupendur
myndi sér sjálfir skoðun á því hversu
dýrar eignir þeir ráði við og skilji for-
sendur greiðslumatsins.“
Fjármál-tekjur
íbúð á ekki að kaupa fyrir lánsfé
eingöngu. Kaupendur þurfa aö geta
lagt fram ekki minna en 15% af
kaupverði. Ungu fólki sem leggur
lítið eigið fé í íbúð er mjög hætt ef
út af ber. Afborganir og vexti af
lánum greiðir fólk af launum sín-
um. Erlendis er tahð að fjölskyldur
með miðlungstekjur geti varið allt
að 25% af brúttótekjum til greiðslu
af húsnæðislánum. Þá er miðað við
óverðtryggð lán og 10% útborgun.
Aðstæður hér eru flóknari.
Langtímalán eru lægri og verð-
tryggð og útborgun há. Við hús-
næðiskaup þarf ungt fólk þess
vegna að taka skammtímalán, oft-
teknar upp vaxtabætur í stað þess
að greiða niður vexti af húsnæöis-
lánum. - Fólk var fullvissaö um að
vaxtabæturnar mundu breytast í
samræmi við verðhækkanir.
Stjómmálamenn hafa hins vegar
stöðugt lækkað bætumar og breytt
forsendum þúsunda húsnæðis-
kaupenda. Skhningur þeirra á þess-
um mikhvægu hagsmunamálum
heimhanna skánar htið. Fólk tekur
þess vegna áhættu þegar þaö festir
sér íbúð. Opinber aðstoð við hús-
næðiskaupendur getur minnkað
þegar síst skyldi eins og dæmin
sanna. Þess vegna er óvarlegt að
reikna með óbreyttum vaxtabótum.
Stefán Ingólfsson
Skoðanir armarra
Fræðslumiðstöð í sjávarútvegi
„Eitt af fáum sviðum þar sem íslendingar eru
sterkir er sjávarútvegur. í tengslum við hann starfar
fjölbreyttur iðnaður og þjónusta. Þarna em nokkuð
augljósir möguleikar tíl eflingar viðkomandi at-
vinnugrein ef rétt er á málum haldið. Hér á landi
er rekinn Jarðhitaskóli Sameinuöu þjóðanna með
myndarbrag. Hvers vegna er leikurinn ekki endur-
tekinn á sviði sjávarútvegs? Væri ekki, með skipu-
lagsvinnu en litlum thkostnaði, unnt að setja á lagg-
imar einfalt og skhvirkt kerfi tíl miðlunar á þekk-
ingu okkar th þjóða, sem eru skemur á veg komnar
í sjávarútvegi? Það gætí verið eins konar fræðslu-
miðstöð í tengslum við opinbera sem einkaaðha og
helst einnig alþjóðlegar stofnanir. “
Gunnar Svavarsson form.
Félags ísk iðnrekenda í Mbl. 31. des.
Spáð í spilin
„Það verður mikið um hvers konar spástefnur
strax í ársbyrjun og ýmsar niðurstöður verða kynnt-
ar þjóðinni að þeim loknum. Þjóðhagástofnun mun
fljótlega á nýju ári birta eina þeirra. Ekki mun spá
hennar reynast trúverðug þar sem hún mun enn
halda sig við að gengið verið svo tíl óbreytt og að
laun haldist í nokkru jafnvægi, hækki lítíð sem ekk-
ert... í þessum spám verður ekki tekið mið af því
að ríkisfjármálin sæta ekki þeim aga sem nauðsyn-
legur er og margt mun verða farið úr böndunum á
vordögum sem í árslok var taliö fastmælum bundið.
Verðbólgan er eitt þeirra atriða sem heldur betur
verður misvísandi í þessum spám. - Ég sé verðbólg-
una nefnilega verða í kringum 14% þegai- dregur að
næstu áramótum og þykir það sumum vel sloppið."
Úr Völvuspá Vikunnar 1993