Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Síða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993.
Grensássöfnuður
I tilefni af yfirstandandi kynningu á tillögum aö kirkju-
byggingu fyrir Grensássöfnuð, sbr. auglýsingu Borg-
arskipulags Reykjavíkur, er boðað til almenns safnað-
arfundar í Grensáskirkju nk. laugardag þann 9. þ.m.
kl. 13.00.
Á fundinum verða nefndar tillögur kynntar sóknar-
mönnum.
Sóknarnefnd
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINSq?
Handhafar fríkorta, athugið
Fríkort vegna læknisþjónustu, gefin út 1992, eru
fallin úr gildi.
Tryggingastofnun ríkisins
NUDDSTÖÐIN
STÓRHÖFÐA17, SÍMI682577
BJÓÐUM UPPÁ
líkamsnudd, svæðanudd, slökunarnudd, sænskt
nudd, vítamínsgreiningu, tryggerpunktameðferð
og acutpunktameðferð án nála. Erum einnig með
trimmform
10% afsláttur á 10 tíma kortum til 15. janúar.
20% afsláttur af fyrsta tíma í nuddi.
Opið 9-18 virka daga.
Valgeröur Stefánsdóttir nuddfræöingur
Gestaíbúðin
Villa Bergshyddan
í Stokkhólmi
íbúðin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. ald-
ar húsi) er léð án endurgjalds, þeim sem fást við list-
ir og önnur menningarstörf í Helsingfors, Kaup-
mannahöfn, Ósló eða Reykjavík, til dvalar á tímabil-
inu 15. apríl til 1. nóvember 1993.
Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram
komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað,
svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til
Hásselby Slot, Box 520, S-162 15 Vállingby, fyrir
28. febrúar nk.
Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð.
Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu
borgarstjóra, sími 632000.
Landsnefnd um alnæmisvarnir
efnirtil samkeppni um ritun einþáttungs fyrir leiksvið
Efni: Verkið skal á einhvern hátt fjalla um alnæmi.
Umfang og lengd: Gera skal ráð fyrir að unnt verði að sýna verk-
ið t.a.m. i skólum og á vinnustöðum og taki 20-40 minútur i
flutningi.
Úllum er heimil þátttaka.
Verðlaun: Veitt verða verðlaun að upphæð kr. 250.000.
Dómnefnd áskilur sér rétt til að láta verðlaunaupphæð renna
óskipta til eins höfundar, skipta verðlaunafénu eða hafna öllum
tillögunum.
Dómnefnd er skipuð fulltrúm Landsnefndar um alnæmisvarnir,
Rithöfundasambands islands, Leikskáldafélags Islands og Leik-
listarráðs.
Skilafrestur: Handritum skal skila undir dulnefni til Landsnefnd-
ar um alnæmisvarnir, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, fyrir 5.
apríl 1993. Rétt nafn höfundar, kennitala og heimilisfang fylgi
i lokuðu umslagi. Frekari upplýsingar fást hjá starfsmanni Lands-
nefndar um alnæmisvarnir í síma 91 -623830.
Sólrún Halldórsdóttir, rekstrarhagfræðingur og starfsmaöur Neytendasamtakanna, sá um útgáfu Heimilisbókhalds
Neytendasamtakanna. DV-mynd Brynjar Gauti
Neytendur
Yfirsýn og skipulag
Margir upplifa útborgun um mán-
aðamót sem hreinustu martröð. Far-
ið er með launaávísunina og alla
reikningana í bankann og maður má
teljast heppinn að eiga fyrir pulsu á
eftir. Þetta verður smám saman
þreytandi og uppgjafartónn heyrist í
launþeganum um hver mánaðamót.
En það er hægt að breyta þessu
ástandi, í það minnsta reyna að
breyta því. Heimilisbókhald hefur
hjálpað mörgum að hafa stjóm á út-
gjöldunum og haga þeim í samræmi
við tekjur. Með nýju ári er upplagt
að taka upp nýja og betri háttu í fjár-
málum.
Neytendasamtökin hafa gefið út
hefti sem heitir Heimilisbókhald -
lykill að bættum efnahag. Það er
Sólrún Halldórsdóttir, rekstrarhag-
fræðingur og starfsmaður Neytenda-
samtakanna, sem útbúið hefur bók-
ina. Að hluta til er hún eins og eldri
hefti en með nokkrum nýjungum.
Einfalt mál
„Heimilisbókhald gefur okkur yfir-
sýn yfir fjármálin og auðveldar
áætlanagerð. Það hjálpar okkur að
mæta óvæntum útgjöldum og
minnkandi tekjum. Með heimilis-
bókhaldi stýrum við íjármálum
heimilisins," segir Sólrún Halldórs-
dóttir.
„Það er mjög einfalt að færa heimil-
isbókhald en heldur erfiðara að gera
áætlanir fram í tímann.“
Fremst í heftinu eru leiðbeiningar
um það hvemig á að færa bókhaldið.
Einnig er í boði námskeiö hjá Neyt-
endasamtökunum en þar er kennd
áætlanagerð, útreikningar lána,
hvernig á að nálgast markmið, al-
mennur sparnaður og skipulagning
fjármála auk annars.
Námskeiö í janúar eru þann 6., 12.,
21. og 28. Ekki er enn fullbókað á
komandi námskeið. Hvert námskeið,
sem tekur eina kvöldstund, kostar
1.000 krónur og er bókin innifalin.
Bókin eingöngu kostar 290 krónur
og fæst í Máli og menningu, hjá Ey-
mundsson, í Hagkaupi, Bónusi,
Miklagarði, Kaupstað, Fjarðarkaup-
um, á skrifstofu Neytendasamtak-
anna og hjá neytendafélögum úti á
landi.
Kostnaður við smáu hlutina
kemur á óvart
Sólrún er leiðbeinandi á námskeið-
unum sem hafa verið í gangi meö
stuttum hléum í ár. Hún segir góða
reynslu komna á þau og aðsóknina
mikla.
„Fólk úr öllum stéttum með margs
konar fjárhag hefur sótt þessi nám-
skeið. Þau eru höfð mjög almenn svo
að flestir geti-nýtt sér þau,“ segir
Sólrún.
Hún segir að ýmislegt komi á óvart
þegar fólk fari að skrá tekjur sínar
og gjöld. Meðal annars eru ýmsir
smápóstar drjúgir. Má sem dæmi
nefna aö ein lítil kók á dag kostar 30
þúsund krónur á mann. Fjögurra
manna fjölskylda eyðir því 120 þús-
undum í kók á ári. Sé súkkulaði tek-
ið með má reikna með sömu upphæð
í það. Þarna fara tveggja mánaða
laun í kók og súkkulaði.
„Þessa fjármuni vill fólk gjaman
sjá fara í annað,“ segir Sólrún Hall-
dórsdóttir hjá Neytendasamtökun-
um.
Margir kostir
Á fyrstu síðu bæklingsins fyrir
heimilisbókhaldið eru tíundaðir
kostir við að halda heimilisbókhald:
Meö skipulagningu á útgjöldum
verðum við okkur meira meðvitandi
um það hvernig við viljum nota pen-
ingana.
Þegar við vitum hvemig við viljum
ráðstafa tekjunum eigum við auð-
veldara með að standast hin ýmsu
gylliboð.
Með því aö færa heimilisbókhald
verðum við okkur meira meðvitandi
um verðlag. Við vitum hvað hlutim-
ir kosta og eigum auðveldara með
að gera hagkvæmustu innkaup.
Þegar við vitum í hvað peningamir
fara vitum við hvaða útgjöld em
ónauðsynleg og getum sparað á rétt-
um stöðum.
Erfiöir mánuöir koma okkur ekki
lengur á óvart. Við sjáum þá fyrir
og gerum viðeigandi ráðstafanir.
-JJ
Jólatrén í gámastöð
- átta stöðvar á höfuðborgarsvæðinu
Þrettándinn er á morgun og þar
með líkur jólunum að sinni. Með
breyttum reglum um sorp verða
landsmenn nú að skila sínum jóla-
tijám í gámastöð þar sem þeim verð-
ur eytt. Á höfuðborgarsvæðinu eru
átta slíkar safnstöövar fyrir utan
Sorpu sjálfa. Fólk verður sjálft að sjá
um flutninginn því öskubílamir taka
ekki annað en tunnusorp.
Það er ljóst að tréð er ívið fyrirferð-
armeira núna en það var áður en það
var tekiö úr netinu. Ef það kemst
ekki með góðu móti í fjölskyldubílinn
verður að panta undir það sendibíl.
Skynsamlegt er að nokkrir taki sig
saman með bíl og geta til dæmis íbú-
ar í blokk safnað duglega í stóran bíl
ef skipulag er haft á hlutunum.
DV hafði samband við gámastöðina
við Sævarhöfða í gær og þá höfðu
starfsmenn tekið við þremur litlum
heimilistrjám en aöaltraffíkin byrjar
eftir morgundaginn. Gámastöðvam-
ar era opnar frá 13-20 alla daga.
-JJ
o
Áimóttöku- og
Cflokkunarstöð
4 /
Mosfellsbær,
nærri hesthúsabyggð
7------------------
Jt__
Við Ánanaust | rKitfiRM
Ártúnshöfði, t
\ K við Sævarhöfða IjJ
Gylfaflöt,
austan gömlu
Gufuneshauganna
,o
Sléttuvegur, U
vestan Borgarspítala f ímÆ Breiðiolt,
í Seljahverfi sunnan
w I Breiðholtsbrautar
l\-
Ö
Miðhraun 20,
á mörkum Garðabæjar
og Hafnarfjaröar
Gámastöðvar
á Reykjavíkursvæðinu