Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1993, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Augiýsingar - Áskril ft - Dreifing: Simi 632700 ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1993. veiða 10 þúsund tonn Fulltrúi stórs rússnesks útgerð- arfyrirtækis hefur boðið nokkrum íslenskum útgeröum að ganga til samninga um veiðar á 10 þúsund tonnura af þorski í Barentshafi. Hér er ekki um að ræða kaup á kvóta heldur leigu á íslenskura „verksmið!juskipum“. Rússneska útgerðin myndi þannig nýta aflann og koma honum á markað. Niels Þórðarson, umboðsaðiii Rússanna sem starfar þjá Islof Mekling í Lofoten í Noregi, sagöi i samtali við DV í gærkvöldi að hann vildi ekki gefa upp við hvaða út- gerðir hór á landi hánn hefði rætt um fyrirhuguð viðskipti en kvaö vissa aðila hafa sýnt mikínn áhuga. Sveinn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings, útgerðar- innar sem á bæði nýja ífystitogar- ann Amar og frystitogarann Örvar á Skagaströnd, staðfesti í samtali við DV í gærkvöldi að hann hefði sent umboðsaðilanum svar daginn fyrir gamlársdag um að útgerðin hefði áhuga á að kanna boð Rúss- anna. „Við erum áð; leita fyrir okkur að vinnsluskipum sem gætu veitt 10 þúsund tonn af þorski. Það er verið aðtálá úm ársleiguá tveimur skipum og við þurfumað ganga frá satnningum í janúar. Ég heffengið nokkur svör frá íslandi og bíð eftir frekari aðgerðum. Vissir aðilar hafa sagst hafa mikinn áhuga," sagði Níels Þórðarson umboðsaðili. „Það er ekkert leyndarmál að ef aðrir en rússneskir togarar veiða aflann fæst betra verð fyrir afurð- irnar. Munurinn á gæðum skip- anna er þaö mikill. Togararnir yrðu bara verktakar og reiknað með að hluti af áhöfn yrði rúss- neskur en allavega yfirmennirnir yrðu íslenskir. Það er samningsatr- iði hve leigan verður há en við er- um lika í sambandi við Portúgali, Kanadamenn og jafnvel Færey- inga. Þetta á þó eftir að skýrast. En þaö er Ijóst að sum norsk skip eru þegar komin undir rússneskan fána. Þannig fær norski togarínn betra verö þó hann sé undir öðru flaggi. Meiningin er nú að fá menn til að koma meö byijunarkröfur - þá er hægt að koma til íslands og reyna að semja,“ sagði Níels. Sveinn Ingólfsson hjá Skag- strendingi segir að boltinn sé nú hjá umboðsaðilanum: „Við sögð- umst vera tilbúnir að ræða málin. Við höfura nánast ekkert kannað þetta en heyrðum að þama væru menn sem leita að skipum. Ég lét þá vita daginn fyrir gamlái'sdag en síðan hef ég ekkert heyrt. Viö vilj- um skoöa og ræða málin og ekkert útiloka,“sagðiSveinn. -ÓTT Kaupstaður í Mjódd: 22 sagt upp Öllu starfsfólki á annarri hæð í Kaupstað í Mjóddinni hefur verið sagt upp störfum. Alls störfuðu 22 á annarri hæðinni þar sem verið hefur sérvöruverslun með fatnað, gjafa- vörur, ritfong og raftæki. Starfsfólk- ið fékk uppsagnarbréfin afhent fyrir áramótin. „Það hefur verið töluverður sam- dráttur síðasta árið í sérvöruverslun og þetta eru viðbrögð við því. Við erum með reksturinn í skoðun og ég reikna alveg eins með því að við leggjum þessa verslun niður. Vegna þess hve ffamtíðin er óljós þótti ekki annað ráðlegt en að segja starfsfólk- inu upp,“ segir Bjöm Ingimarsson, framkvæmdastjóri Miklagarðs sem rekur Kaupstað. Lokun annarrar hæðarinnar mim ekki hafa nein áhrif á rekstur mat- vöruverslunarinnar á jarðhæðinni. -ból Vestmannaeyjar: Harðurárekstur Tveir bílar lentu í allhörðum árekstri á Strandvegi í Vestmanna- eyjum í gærkvöldi. Annar bílanna var að taka fram úr þegar hann lenti framan á bíl sem kom á móti. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja varð annanbílinnmeðkranabfi. -ból LOKI Þetta hefði einhvern tíma verið kallaður draugagangur! Þó að veðráttan hafi verið umhleypingasöm undanfarna daga hefur Tjörnin í Reykjavík náð að frjósa. Elísabet og Emilía nýttu sér svellið til skautaiðkun- ar og var ekki annað aö sjá en þeim væri skemmt. Innan borgarstjórnar eru hugmyndir um að bæta aðstöðuna á Tjöminni og endurvekja þannig skautaáhuga Reykvíkinga. Víst er að margur myndi fagna slikum fram- kvæmdum enda var Tjömin um árabil eitt vinsælasta útivistarsvæði bæj- arbúa yfir vetrarmánuðina. DV-mynd GVA Undarlegt næturferðalag drattarvelar 1 Svartárdal: Fór sjálf í gang og ók yf ir 4 girðingar - bóndikomaðvélinnispólandiaðmorgni Dráttarvél í eigu bóndans að Stafni í Svartárdal í Húnavatnssýslu, Mass- ey Ferguson árgerð 1987, er talin hafa farið sjálf í gang að næturlagi um hátíðamar í bleytuhríð og ekið sjálf í gegnum hlið, yfir fjórar girð- ingar og endaði hún fyrir framan hengju þar sem um 90 metra þver- hnipi er. Sigursteinn Bjarnason, bóndi á Stafni, segir þetta óskiljan- legan atburð í meira lagi. Þegar bóndi kom að dráttarvél sinni spólaði hún í skafli og var stutt í brúnina á þverhnípinu. „Ég var kominn suður fyrir fjár- húsin hjá mér einn morguninn þegar ég sá dráttarvélina sem ég hef notað til aö flytja rúllur á,“ sagði Sigur- steinn í samtali við DV í gær. „Þegar ég kom niður eftir var dimm hríð og ég heyrði vélarhljóð. Fyrst hélt ég að einhver væri á ferðinni en þegar ég kom niður fyrir veg sá ég dráttar- vélina standa þarna í gangi og spóla. Þegar ég fór að athuga hvaða ferða- lag þetta væri á vélinni sá ég að hún hafði farið upp túnið, beygt þar og fariö upp fyrir alla skafla, í gegnum og yfir einar íjórar gfrðingar, síðan niður fyrir veg og lent þar í skafli við hengju. Vélin hefur startað sér sjálf. Það var bleytuhríð um kvöldið og nótt- ina. Eitthvert skammhlaup hefur orðið í rafkerfmu og var startarinn og fleira ónýtt. Véhn var í fyrsta gír og hefur farið hægt yfir. En þaö hef- ur bjargað henni að rúilugripið var niðri og dróst með. Ef það hefði ekki verið niðri hefði véhn farið fram af háum bakka, 90 metra þverhnípi. Ég varð svo að fá gröfu til að ná dráttar- vélinni upp. Þetta er mjög óskiljan- legt hvemig þetta gat gerst því drátt- arvélin fór meira að segja í gegnum eitt hhö án þess að koma þar neitt við,“ sagði Sigursteinn. Sigursteinn segist ekki telja að ferðalag dráttarvélarinnar hafi staf- að af mannavöldum. Vélin var skiiin eftir í gír og lá kveikjuláslykillinn á bílstjórasætinu. Lykilhnn mun hafa fallið niöur því hann fannst við sjálfa vélina þegar að var komið. Sigur- steinn fékk rafvirkja til að laga skemmdimar í rafkerfinu en hafði í gær ekki náð að prófa gripinn. -ÓTT Veðrið á morgun: Sunnan-og suðvestan- átt á landinu Á landinu verður fremur hæg sunnan- og suðvestanátt á land- \ inu. É1 um sunnan- og vestanvert landið en bjart veður á Norður- landi. Veðrið í dag er á bls. 28 ÖRYGGI - FAGMENNSKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.