Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1993, 5 Fréttir Norðurlöndin og Rússar stofna Barentsráðið: Samvinna í stað kalda stríðsins - íslendingar vilja að ráðið einbeiti sér að umhverfismálmn Norðurlöndin og Rússar undirrit- uðu á mánudaginn yfirlýsingu um stofnun Barentsráðsins. Undirritun- in fór fram á ráðstefnu sem Thorvald Stoltenberg, utanríkiráðherra Nor- egs, boðaði til í Kirkenes í Noregi. Hlutverk ráðsins verður að efla sam- vinnu landanna nú eftir lok kalda stríðsins. Því er ætlað að fjalla um umhverfismál, tækni- og vísinda- samstarf, efnahagsmál, ferðamál, málefni frumbyggja, mannvirki og mennta- og menningarmál. Yfirlýsingin var undirrituð af utan- ríkisráðherrum landanna, að undan- skildum Jóni Baldvini Hannibals- syni sem ekki átti heimangengt frá íslandi vegna EES-málsins. Jón Sig- urðsson, viðskipta- og iðnaðarráð- herra, fór á fundinn í hans stað. Full- trúar ýmissa annarra landa sátu fundinn sem áheyrendafulltrúar. í yfirlýsingu ráðstefnunnar er lögð áhersla á að nú hafi skapast auknir möguleikar til framfara og stöðug- leika á Barentssvæðinu. Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu hafi gefið samstarfi Evrópuríkja aukna vídd og því sé stofnun svæðis- bundinna samtaka, eins og Barents- ráðsins og áður Eystrasaltsráðsins, eðhleg þróun. Þá er þess vænst að aukin samvinna ríkja á Barentshaf- inu muni gegna þýðingarmiklu hlut- verki varðandi stuðning við lýðræð- isöfl í Rússlandi og viðreisn efna- hagslífs þar. í tilefni af stofnun ráðsins flutti Jón Sigurðsson ávarp þar sem hann gerði grein fyrir sérstökum áhugamálum Islendinga í samstarfmu. Einkum lagði hann áherslu á umhverfismál og viðskipti ríkjanna. Mengun Bar- entshafsins væri ógn gagnvart öllu vistkerfi Norður-Atlantshafsins og því yrði að gera kröfu um að allri losun hættulegra úrgangsefna verði hætt. Sagði Jón að íslendingar teldu að umhverfisvernd ætti að vera höf- uðviðfangsefni ráðsins. í von um ár- angur á því sviði væri stofnun ráðs- ins fagnaðarefni á íslandi. -kaa Helgi Jónsson, DV, Ólafefixði: Veöur hefur verið mjög slæmt hér síðustu daga, reyndar kolvit- laust á mánudag og þriöjudag. Þá var allt orðið ófært og engin mjólk þvi að ekki lögðu ökumenn mjólk- urflutningabílsins í að aka hingað þótt fært væri á mánudag. Enginn var læknir hér. Hann var tepptur fyrir sunnan. Þá var útvarpslaust langtímum saman þegar FM-bylgjan datt út - ekki í fyrsta skipti hér og hefur þó Almannavarnanefnd ÓlafsQarðar fjallað um það mál oftar en einu shmi og sent bréf í allar áttir. Ekk- ert svar hcfur borist - eins og Ólafs- fjörður sé ekki til. Þá hefur komið fram gagnrýni á fréttaflutning Ríkisútvarpsins. í veðurham sem þessum bíða lands- menn í ofvæni eftir tilkynningum frá sínum skólum en þá eru meiri fréttir fluttar frá Færeyjum eða jafnvel enn lengra að. Björgunarsveitin vár íjórum sínnum kölluð út á sunnudag og mánudag til að hjálpa fólki á bílum, til að negla niöur þakplötur og að- stoða trillubátaeigendurí smábáta- höfninni. Þar var bátur að slitna frá og bryggjan sjálf aö losna. I veðurhamnum aðfaranótt mánudags skóf svo mikið að Garðhúsum 37 í Grafarvogi að íbúarnir í húsinu þurftu að moka sig út um morguninn. Hér er það Katrín Ólafsdóttir sem bætir snjó við mannhæðarháa skaflana fyrir framan húsið. DV-mynd Brynjar Gauti EHTUIBILAHUGLEIDIH6UM? ÚRVAL HOTADRA BÍLA Hyundai Elantra Toyota Carina Subaru station Toyota Corolla Honda Civic 1600 ’92, 5 g., 4ra d., hvít- II 200 ’90, sjálfsk., 4ra d., 1800 ’88, 5 gíra, 5 d., blár, 1300 ’87, sjálfsk., 5 d., hvít- 1500 ’87, 5 g., 3ja d., rauð- ur, ekinn 10.000 km. Verð rauður, ekinn 90.000 km. ekinn 103.000 km. Verð ur, ekinn 74.000 km. Verð ur, ekinn 100.000 km. Verð 970.000. Verð 850.000. 700.000. 410.000. 380.000. Daihatsu Charade Toyota Corolla Toyota Corolla Mercedes Benz 1300 ’90, sjálfsk., 4ra d., 1300 ’88, sjálfsk., 5 d., grár, 1300 ’87, 5 g., 5 d., rauð, 280 SE ’83, topplúga, grár, ekinn 45.000 km. ekinn 42.000 km. Verð ekin 90.000 km. Verð sjálfsk., grænn, 4 d., ekinn Verð 670.000. 550.000. 420.000. 118.000 1.200.000. km. Verð ALLIR BILAR I OKKAR EIGU ERU YFIRFARNIR AF FAGMÖNNUM OKKAR. GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI. Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.