Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Sjónhverfing
Bosníufriðurinn í Genf er gervifriður, sem hefur sama
markmið og tugir fyrri samninga á vegum Sameinuðu
þjóðanna og Evrópusamfélagsins um vopnahlé í Bosníu.
Hann á að koma á framfæri þeirri ímynd, að stofnanirn-
ar séu að gera eitthvað að gagni í Bosníustríðinu.
Alkunnugt er, að tugir samninga um vopnahlé í Bosn-
íu hafa farið út um þúfur, jafnvel þótt þeir hafi íjallað
um hlé, sem er einfaldara mál en skipting landsins í tíu
sjálfstæðar sýslur með afar flóknum landamærum og
jafnvel klofning einnar sýslu í tvo aðskilda hluta.
Samningurinn gerir ráð fyrir, að árásarþjóðin haldi
stórum svæðum, sem hún hefur komizt yfir með morð-
um, nauðgunum og annarri þjóðahreinsun. Þar með er
blóð Bosníu fyrir tilverknað sáttasemjaranna komið á
hendur Sameinuðu þjóðunum og Evrópusamfélaginu.
Samningurinn gerir ekki ráð fyrir neinni siðrænni
afgreiðslu á endalausum stríðsglæpum Serba í Bosníu.
Þar með hafa þeir Cyrus Vance og David Owen látið
Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusamfélagið taka ábyrgð
á þessum glæpum, sem eru fleinn í vestrænni menningu.
Búast má við, að hundruð af stríðsglæpamönnum
Serba verði kosin á þing í ýmsum af hinum sjálfstæðu
sýslum Bosníu. Þar munu þeir sitja við hlið ættingja
fómarlambanna. Augljóst er, að sá gervifriður mun
ekki lengi haldast, jafnvel þótt hann nái svo langt.
Eftir undirritunina í Genf er unnt að teygja lopann
í langan tíma. Þing stríðsglæpamanna Serba í Bosníu á
eftir að staðfesta hann og eftir er að semja um tæknileg
atriði í skiptingu landsins í tíu smáríki. Á meðan fá
Serbar að vera í friði fyrir vestrænum flugherjum.
Kröfur almenningsálitsins á Vesturlöndum um hem-
aðarlega íhlutun í Bosníu og Serbíu vora orðnar óbæri-
legar fyrir ráðamenn voldugustu ríkjanna. Með því að
framleiða ráðstefnur og sáttafundi telja þeir sig geta
frestað aðgerðum, sem lengi hafa verið óhjákvæmilegar.
Sameinuðu þjóðimar og voldugustu ríki Vesturlanda
eru í svipaðri súpu fyrir botni Persaflóa. Þar færði Sadd-
am Hussein eldflaugar sínar í árásarstöðu, gerði daglega
herleiðangra inn í Kúveit til að sækja sér vopnabúnað
og hafði bandamenn hvað eftir annað að fíflum.
Saddam hefur greinilega tahð af atferh Vesturlanda
í Serbastríðinu, að bandamenn mundu ekki standa við
hótanir um lofthemað. Enda færðist hann allur í auk-
ana, þegar bandamenn reyndu að halda fram, að hann
hafi verið byrjaður að færa eldflaugar sínar th baka,
þegar út rann frestur, sem hann hafði til þess.
Ráðamenn Bandaríkja, Bretlands og Frakklands
hafna hemaði gegn írak og Serbíu og nota undanbrögð,
rangfærslur, ráðstefnur og samningafundi th að breiða
yfir það. Árásin á skotpaha íraks í gær fól í sér óbeina
játningu þess, að undanlátsstefna egnir óbhgjarna.
Fram til gærdagsins höfðu leiðtogar Vesturlanda óaf-
vitandi verið að senda þau skilaboð th sporgöngumanna
Serba, að Vesturlönd hafi ekki lengur siðferðilegan eða
efnahagslegan styrk th að standa við stóm orðin og að
óhætt sé að láta th skarar skríða í landvinningum.
Stefnan að baki gervisamningi Sameinuðu þjóðanna
og Evrópusamfélagsins um Bosníu felst í að reyna að
láta sjónhverfingu koma í stað raunveruleika th að sefa
og svæfa hehbrigt almenningsáht heima fyrir í Banda-
ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Þýzkalandi.
Þessi stefna á eftir að verða Vesturlöndum dýr, alveg
eins og stefna Nevhle Chamberlain reyndist Vesturlönd-
um dýr í upphafi síðari heimsstyij aldarinnar.
Jónas Kristjánsson
FfMMTUDAGUR 14. JANÚAR J993.
„Sumir halda atvinnu meöan öðrum er útskúfað frá vinnumarkaðinum," segir m.a. í greininni.
Hagræðing og
atvinnuleysi
Ein meginástæða núverandi at-
vinnuleysis er hagræðing fyrir-
tækja og ríkis imdanfarin ár. Fyrir-
tæki, sem staðið hafa höllum fæti,
hafa orðið að segja upp fólki til
þess að ekki þyrfti að koma til al-
gerrar lokunar og uppsagna á
langtum fleira fólki. - í vissum
skilningi hafa þau því valið skárri
kostinn af tveimur vondum.
Einföld ástæða
Ljóst er að hagræðing hefur skap-
aö okkur þau góöu lífskjör sem við
búum við. Hefði tii að mynda ekki
verið hagrætt í vatnsveitu á sínum
tíma væri stór hluti vinnuaflsms
bundinn við vátnsburð enn þann
dag í dag. Hvert mannsbam sér
hvað slíkt myndi þýöa fyrir lífs-
kjörin. Andstaða gegn hagræðingu
er því nánast það sama og að beij-
ast gegn bættum kjörum.
Gallinn við hagræðinguna er
bara sá að hún kemur misjafnt nið-
ur á fólki. Sumir halda atvinnu
meðan öðrum er útskúfað frá
vinnumarkaðinum.
Nú er það svo að hagrætt hefur
verið i mörg hundruð ár án þess
að slíkt hafi þýtt sívaxandi at-
vinnuleysi. Hvemig stendur á
þessu? Jú, ástæðan er einfold. Þær
hendur sem losnað hafa við hag-
ræðingima hafa verið nýttar til að
skapa hvers kyns ný verðmæti. Og
þegar öllu er á botninn hvolft þá
em þessi nýju verðmæti öðm frem-
ur ávinningurinn af hagræðing-
unni.
Þetta þýðir að þegar menn tala á
þeim nótunum að mikið og lang-
varandi atvinnuleysi sé óhjá-
kvæmilegur fylgifiskur hagræð-
ingar þá em þeir nánast að tala
gegn því að ná fram helsta ávinn-
ingnum af henni, þ.e. nýtingu
þeirra handa sem losna til sköpun-
ar nýrra verðmæta. Það merkilega
KjaUarinn
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur Upplýsinga-
þjónustu Háskólans
er að slíkar hugmyndir skína iðu-
lega í gegn hjá þeim sem ætia
mætti að hefðu vit á efnahagsmál-
um.
Skilvirk fyrirhyggja
En hvað þarf til til að komast hjá
því að hagræðing valdi atvinnu-
leysi? Svarið er einfalt: Ofurá-
hersla á þróun á sköpun hvers
kyns nýrra tækifæra og starfa. -
Þar að auki: Skilvirk fyrirhyggja,
almenn þátttaka og ábyrgð á því
verki.
Væri á hveijum tíma til mikill
fjöldi þróaðra hugmynda um ný og
arðbær tækifæri (og því ný störf) á
almennum markaði og eins hjá
hinu opinbera þá myndu ekki
koma upp þær hremmingar at-
vinnuleysis sem við búum við
núna. Verulegur hluti þeirra stafar
af nánast algeru fyrirhyggjuleysi
einstakhnga og fyrirtækja við að
skapa sér ný tækifæri og því nýja
lífsbjörg í tæka tíð áður en hið hefð-
bundna dregst saman.
Því standa flestir einstaklingar,
sem misst hafa vinnuna, uppi eins
og þvörur, nánast fullkomlega úr-
ræðalausir. Það sama gildir um
fyrirtækin sem lent hafa í sam-
drætti. Sakir fyrirhyggjuleysis hef-
ur fáum þeirra tekist að veijast á
hinn eina raunhæfa hátt, þ.e. að
skapa ný tækifæri, ný verðmæti og
því ný störf.
Það sem hér er skrifað hef ég
fengið staðfest með samtölum við
mikinn fjölda launþega og stjóm-
enda innlendra fyrirtækja undan-
farin 2-4 ár. Skoðun min er því sú
að eitt helsta efnahagsvandamál
okkar um þessar mundir sé sof-
andaháttur og fyrirhyggjuleysi.
Hagræðing er nauðsynleg og óhjá-
kvæmileg. Það sem á vantar er
langtímafyrirhyggja við að skapa
ný og arðbær störf til að taka jafn-
óðum við því vinnuafli sem leysist
úr læðingi við hagræðipguna.
Jón Erlendsson
„Skoöun mín er því sú að eitt helsta
efnahagsvandamál okkar um þessar
mundir sé sofandaháttur og fyrir-
hyggjuleysi. Hagræðing er nauðsynleg
og óhjákvæmileg.“
Skodanir aimarra
Kostnaður við leitarstörf
„Umræða um kostnaö vegna björgunarstarfs er
eðlilega viðkvæmt mál og hefúr opinber umræða
ekki náð sér almennilega á strik, á sama tíma og í
einkasamtölum hneykslast menn og býsnast í hvert
skipti sem leita þarf að ijúpnaskyttu, vélsleða-
manni, jeppafólki eða öðrum sem vegna gáleysis
hafa lent í hrakningum. Hins vegar er tímabært að
fram fari opinber umræða um hvort þaö fyrirkomu-
lag, sem menn búa við í dag, sé það sem menn vilja
að gildi eða hvort eitthvað annað fyrirkomulag geti
verið heppilegra." Úr forystugr. Tímans 13. jan.
Framtíð með opnum örmum
„Sagan sannar að besta tryggingin fyrir blómstr-
andi mannlífi á íslandi er að fylgjast með straumum
í efnahags- og stjómmálum annarra þjóða...
Islendingar eiga að vera fullgildir meðlimir í samfé-
lagi þjóðanna. Með eigin tungu og menningu í sí-
felldri þróun, en ekki kreddur og sérvisku. Tökum
framtíðinni opnum örmum. Dæmum okkur ekki til
einangrunar. - Til hamingju með Evrópska efna-
hagssvæðið.“
Sigurður Pétursson, form. SUJ, í Alþbl. 13. jan.
Aukin erlend samkeppni
„Með tilkomu Evrópska efnahagssvæðisins er
fyrirsjáanlegt, aö íslenzk fyrirtæki muni fá aukna
samkeppni frá erlendum fyrirtækjum. Slíkt verður
væntanlega íslenzkum neytendum til hagsbóta;
vöruverð ætti að lækka með aukinni samkeppni og
þjónusta að batna. Erlend samkeppni verður von-
andi til að ýta undir hagræðingu í íslenzku atvinnu-
lifi og auka samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja."
Úr forystugr. Mbl. 13. jan.