Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Qupperneq 18
26 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 199S TIL SÖLU Mercedes Benz 280 SE, árg. '83, ek. 118.000 km. Topplúga. Glæsilegt eintak. Verð 1.200.000,- Suðurlandsbraut 14'& Ármúla simi 681 200 Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Blönduósi skorar hér með á gjald- endur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum sem voru álögð 1990, 1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fyrir 15. desember 1992 og eru til innheimtu hjá ofan- greindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskor- unar þessarar. Gjöldin eru þessi: tekjuskattur, útsvar, eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðn- aðarmálagjald, lífeyristryggingargjald skv. 20. gr. laga nr. 87/1971, slysatryggingargjald atvinnurekenda skv. 36. gr., atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðs- gjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bif- reiðaskattur, slysatryggingagjald ökumanns, þunga- skattur, virðisaukaskattur, skipulagsgjald, aðstöðu- gjald, viðbótar- og aukaálagning virðisaukaskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskattur og miðagjald, virðisaukaskattur af skemmtunum, tryggingagjald af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftir- litsgjald, vörugjald af innl. framleiðslu, aðflutnings- gjöld og útflutningsgjöld, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dög- um frá dagsetningu áskorunar þessarar. Sýslumaðurinn á Blönduósi 13. janúar 1993 Aukablað um tölvur NiðviKudaginn 27. janúar nk. mun aukablað um tölvur fylgja DV. Blaðið verður fjöibreytt og efnismikið en í þvi verður fjallað um flest það er viðkemur tölvum og tölvu- notkun. í blaðinu verða upplýsingar um bæði hugbúnað og vél- búnað, þróun og markaðsmál. Má hér nefna verðkönnun á einkatölvum, greinar um viðskiptahugbúnað, notkun tölva við auglýsingagerð, tölvunotkun um borð í fiskiskip- um, nýja og einfaldari gerð forritunarmála ásamt smáffétt- unum vinsælu. Þeim sem vilja koma á ffamfæri nýjungum og efni í blað-' ið er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV, ísaks Sigurðssonar, fyrir 19. janúar nk. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa i þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnús- dóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta i sima 63 27 22. Vinsamlegast athugið að siðasti skiiadagur auglýsinga er fimmtudagurinn 21. janúar. ATH.f Bréfasimi okkar er 63 27 27. Merming Systurnar Margaret og Helen eru leiknar af Emmu Thompson og Helenu Bonham Carter. Háskólabíó - Howards End: ★★★ Ólíkar fjölskyld- ur sameinast Howards End er síðasta skáldsaga E.M. Forsters sem færð er í kvikmyndabúning og þriðja skáldsaga hans sem James Ivory leikstýrir á nokkrum árum (A Room with a View og Maurice). Howards End, sem kom út fyrst 1910, er talið ásamt A Passage to India höfuðverk Forsters og James Ivory tekst vel að sýna áhorfandan- um heim Forsters þar sem eins og í flestum sögum skáldsins er tekist á um ólíkar skoðanir. Fólk úr tveimur fjölskyldum kemur viö sögu í How- ards End, Schlegel systumar Margaret (Emma Thompson) og Helen (Helena Bonham Carter). Syst- umar eru vel menntaðar og opinskáar og hggja ekk- ert á skoðunum sínum. Þær em fylgjandi auknum réttindum kvenna og í íbúð þeirra em stundaðar lífleg- ar umræður yfir kaffibollum. Wilcox fjölskyldan er algjör andstæða. Þar ræður ríkjum Henry Wilcox sem þohr enga andstöðu við sínar skoðanir og vill engar breytingar. Fyrstu kynni systranna af Wilcox fólkin- um eru ekki beint gæfuleg, en þegar Margaret heim- sækir Ruth Wilcox (Vanessa Redgrave) tekst með þeim vinskapur sem helst þar til Ruth deyr. í framhaldi takast kynni með Margaret og Henry sem leiða til þess að Henry biður hana að giftast sér. Óhætt er að segja að enginn úr fjölskyldunum sé hrifin af fyrirhug- uðu hjónabandi þótt ástæðumar séu mismunandi. Ólík viðhorf stangast á hvað eftir annað, viðhorf sem valda deilum og misklíð og loks dramatískum endi. Howards End er efnismikil kvikmynd og úrvinnslan er mjög góð. í bakgrunninum er sveitasetur Wilcox fjölskyldunnar, Howards End, og þótt myndin gerist ekki nema að litlu leyti á þessu setri þá er nálægð þess mikil. Leikur í Howards End er sérlega góður enda gott úrval breskra leikara í öllum hlutverkum. Enginn er samt betri en Emma Thompson. Það hreint og beint skín af henni leikgleðin og hefur hún fullkomið vald á persónunni og ekki kæmi á óvart þótt einhver verð- laun biðu hennar fyrir þessa frábæru túlkun. Howards End er í sama klassa og A Room With a View sem margir vilja telja bestu kvikmynd James Ivory, allavega er hún þekktust, en margar gæða- myndir hefur hann gert ásamt helstu samstarfsmönn- um sínum, framleiðandanum Ismail Merchant og handritshöfundinum Ruth Prawer Jhabvala en sam- starf þeirra hefur staðið í rúm þrjátíu ár, hófst á Ind- landi. Það eru fleiri í þessum samstarfshóp og má þar nefna tónskáldið Richard Robbins. Hefur hann gert tónhst við síðustu tólf kvikmyndir Ivory og sjaldan Kvikmyndir Hilmar Karlsson tekist betur upp en hér og er tónlistin við Howards End heillandi og fellur vel að efninu. í heild er Howards End enn ein sönnun þess að vel má gera við klassíkina þegar vönduð vinnubrögð eru viðhöfð. Myndin er að vísu nokkuð löng og örugglega of hæg fyrir suma, en söguþráðurinn er áhugaverður og leikur þaö góður að myndin verður aldrei langdreg- in. HOWARDS END Leikstjórl: James Ivory. Framleiðandi: Ismail Merchant. Handrit: Ruth Prawer Jhabvala. Tónlist: Richard Robbins. Kvikmyndun: Tony Pierce-Roberts. Aðalhlutverk: Vanessa Redgrave, Helena Bonham Carter, Joseph Bennett, Emma Thompson og Anthony Hopkins. Fiðlutónlist í Logalandi S.l. þriðjudagskvöld voru tónleikar í Logalandi í Reykholtsdal. Þar léku saman Krysztof Smietana fiðlu- leikari og Jerzy Tosik-Warszawiak píanóleikari. Þeir félagar eru báðir frá Póllandi. Smietana starfar í Lon- don en Tosik er kennari við Tónhstarskóla Borgar- ness. Á efnisskrá tónleikanna voru verk eftir Ludwig van Beethoven, Krystof Szymanofski og César Frank. Vetrarríki er mikið í Borgarfirði um þessar mundir og færð á vegum ótrygg. Fólk lét það þó ekki á sig fá og var myndarlegur hópur áheyrenda mættur í Loga- land. Þegar tónleikamir skyldu hefjast voru hins veg- ar engir flytjendur sjáanlegir. Hinir suðrænu gestir töldu fuhvíst að enginn færi á tónleika í slíkri færð og höfðu afskrifað tónleikana. Þeir brugðust hins veg- ar vel við og drengilega þegar þeir höfðu spumir af áheyrendum. Meðan beðið var skemmti fólk sér við söng og hljóðfæraslátt að gömlum sveitasið og var þar boðið upp á einsöng og píanóleik auk þess sem bland- aður kór söng. Þeir félagar Szmietana og Tosik höfðu verðug við- fangsefni upp á að bjóða. Sónata Beethovens í a moll op. 23 er ekki sú þekktasta af fiðlusónötum hans en engu að síður ágætt verk. Einkum er fyrsti kaflinn góður og lokakaflinn ólgar af kraftmiklum andstæö- um. Dans úr ballettinum Hamasie efdr Szymanofski er aðlaðandi verk með nokkuð sérklennhegan blæ. Blandast þar saman áhrif frá nýklassík og þjóðlögum og útkoman er býsna persónuleg. Sónata í A dúr eftir Frank er meðal vinsælustu verka fyrir þessa hljóöfæ- raskipan. Hún er glæsileg og hrífandi og heldur áhrif- um sínum frá upphafi th enda ef frá er tahnn þriðji kaflinn sem er nokkm veikari en hinir. Það leyndi sér ekki að Smietana er fyrsta flokks fiðlu- leikari. Hann lék af miklu öryggi og nákvæmni. Túlk- unin var fjölbreytt og blæbrigðarík. Píanóleikarinn Tónlist Finnur Torfi Stefánsson hafði ekki minna hlutverki að gegna en fiðluleikarinn í þessum verkum. Tosik fylgdi hinum snjalla félaga sínum vel eftir og margt hljómaði mjög vel hjá honum. Á stöku stað hefði hann mátt halda betur aftur af styrknum. Undirtektir áheyrenda vom hinar bestu og léku þeir félagar nokkur aukalög í lokin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.