Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Page 7
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1993. 7 Helgi Jánsson, DV, ÓlaMxdi' Nú eru uppi hugmyndir um að halda heimsmeistarakeppni í dorgveiði hér í Ólafsíiröi árið 1995. Þetta kom fram á fundi ferðamálaráðs fyrr í mánuöinum. Fundinn sátu Björn Sigurðsson og Rúdolf Jónsson frá Akureyri auk Kjartans Heiðberg og Óskar Ársælsdóttur sem stýra hótelinu hér í bæ. Bjöm er með ýmsar hugmyndir til að auglýsa dorgveiöi á Olafs- tjarðarvatni og telur að aðstæður hér séu ákjósanlegar fyrir dorg- veiði. Hann lagði til aö nokkrum dorgveiðimönnum nágranna- þjóða yrði boöið hingaö til kynn- ingar og verði stillt í hóf. Ef af heimsmeistararaóti verð- ur hér þarf að hafa æfingamót til að afla reynslu á þessu sviði og reyndar má geta þess að Ólafs- firðingar eru ekki þeir einu sem áhuga hafa á að halda slík mót. Þau eru eftirsótt. Fréttir Mörg skemmdarverk unnin á bifreið gamalla hjóna á Siglufirði: Hjónin íhuga að flytja burt f rá Sigluf irði - synir hjónanna bjóða verðlaun þeim sem koma upp um skemmdarvarginn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Foreldrar mínir eiga enga óvildar- menn svo þeir viti en þessir atburðir hafa orðið til þess að þeir eru famir að hugsa um það að pakka niður og flytja úr bænum,“ segir Kristján Matthíasson á Siglufirði en bifreið foreldra hans hefur hvað eftir annað upp á síðkastiö verið skemmd, skorið á hjólbarða, sætisbök rist upp og kveikt í bifreiðinni. Skemmdarverk á Lada Sport jeppa hjónanna, sem em um sjötugt, hófust skömmu fyrir jól og hafa staðið fram í þessa viku. AIls hafa 8 hjólbarðar verið ristir upp og eyðilagðir og nú í vikubyrjun var eldur borinn að sætum bifreiðarinnar og þá var tusku troðið í bensíntankinn og reynt að kveikja 1. „Það tókst ekki því að tankurinn var fullur af bensíni en hefði veriö loft í tanknum hefði orðið gasspreng- ing,“ segir Kristján. „Þetta er ljótt mál, og ekkert nema persónuofsóknir á gamalt fólk. Ég tel að þama sé fullorðinn maður að verki því að við fundum tvo brotna vasahnífa við bíhnn. Hnífamir em þannig að það þarf mikið átak til að þeir brotni og það þarf fullorðinn mann til að rista dekkin upp eins og gert hefur verið. Ég trúi ekki öðm en sá sem þetta hefur gert finnist. Hann hlýtur að vera veikur og því þarf nauðsynlega að finna hann áður en hann vinnur frekara tjón. Við bræðumir höfum ákveðið að gangast fyrir því að sá sem gefur upplýsingar, sem leiði til handtöku mannsins, fái vegleg verð- laun og við erum aö tala um 50-100 þúsund krónur í því sambandi," sagöi Kristján Matthíasson. Mótmælin á Alþingi: Sýna einfeldni og barnaskap - segir Olafur Ragnar Grímsson „Mér þykir mjög miður að þessari aðferð hafi verið beitt. Ég held að þetta unga fólk hafi ekki áttað sig á því að þetta er ekki skynsamleg að- ferö. Mér fannst þetta sýna bama- skap og einfeldni og við því er ekkert að segja, fólki er heitt í hamsi,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, um mótmæla- aðgerðir nokkurra ungra félaga í Alþýðubandalaginu á áhorfendapöll- um Alþingis í fyrradag. „Ég mun hins vegar koma þeim sjónarmiðum á framfæri innan flokksins að þetta sé ekki í anda þeirra viðhorfa sem við fylgjum. Við teljum að lýðræði eigi að einkennast af málfrelsi og kurteislegri meðferð á rökum. Við eigum að veita and- stæðingum okkar sama rétt til mál- frelsis og við viljum hafa sjálf. Ég tel að þetta hafi verið mistök en ég held að það stafi af ungæðishætti," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði flokkinn ekki hafa nein afskipti af fólkinu sem slíku þar sem hver og einn er ábyrgur sinna gerða. -sme Fiskmarkadimir Faxamarkaður 13. jsnúaf seldust atts 52.757 tonn. Magn I Verðíkrónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Keila 0,021 43,00 43,00 43,00 Kinnar 0,100 130,00 130,00 130,00 Langa 0,758 77,00 77,00 77,00 .Lúða 0,217 238,29 200,00 370,00 Steinbítur 0,060 80,00 80,00 80,00 Þorskur, sl. 0,023 70,00 70,00 70,00 Þorskur, ósl. 0,043 68,00 68,00 68,00 Ufsi 46,040 36,06 35,00 37,00 Ýsa, sl. 5,374 114,47 106,00 118,00 Ýsa.ósl. 0,121 95,00 95,00 95,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 13. janúw selcfust affs 3,972 tonn. Skarkoli 0,011 119,00 119,00 119,00 Ýsa, ósl. 1,158 95,17 94,00 98,00 Þorskur, ósl. 0.116 70,00 70,00 70,00 Ýsa 1,618 112,48 110,00 113,00 Þorskur, st. 1,069 120,00 120,00 120,00 Fiskmarkaður Þorlákshafnar 13. ianúðf seldust 9.411 tonn. Blandað 0,372 26,42 20,00 27,00 Geirnyt 0,058 10,00 10,00 10,00 Gulllax 0,896 16,00 16,00 16,00 Karfi 1,449 37,71 37,00 55,00 Keila 0,302 42,77 42,00 46,00 Langa 2,611 83,00 83,00 83,00 Lúða 0,037 343,84 340,00 350,00 Lýsa 0,037 48.49 42,00 54,00 Skata 0,153 116,00 116,00 116,00 Skarkoli 0,095 115,79 110,00 121,00 Skötuselur 0,176 240, 240,00 240,00 Sólkoli 0,027 113,00 113,00 113,00 Steinbítur 0,363 90,00 90,00 90,00 Tindabikkja 0,076 6,00 6,00 6,00 Þorskur, sl. 0,118 111,00 111,00 111,00 Þorskur, ósl. 0.553 74,69 74,00 98,00 Ufsi 0,024 30,00 30,00 30,00 Undirmálsf. 0,400 72,93 67,00 79,00 Ýsa.sl. 0.513 135,26 134,00 140,00 Ýsa, ósl. 1,151 107,94 103,00 122,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 13. ianúaf saldust alls 24,080 tonn. Þorskur.ósl. 22,300 77,17 55,00 106,00 Ufsi, ósl. 1,000 35,60 30,00 38,00 Karfi 0,466 38,00 38,00 38,00 Blálanga 0,212 53,40 51,00 55,00 Lúða 0,015 515,00 515,00 515,00 Skarkoli 0,080 97,00 97,00 97,00 Fiskmarkaður Patreksfjarðar 13. ianúar stídust alls 0,420 tonn. Geílur 0,070 270,00 270,00 270,00 Undirmálsf. 0,350 70,00 70,00 70,00 Fiskmarkaður Breiðafjarðar 13. januar setdust alls 17,842 tonn. Þorskur, sl. 3,912 108,00 108,00 108,00 Þorskur, ósl. 8,972 95,48 95,00 100,00 Undirmálsþ., sl. 1,379 71,00 71,00 71,00 Undirmálsþ., ós. 0,402 63,00 63,00 63,00 Ýsa, sl. 0,752 110,78 109,00 120,00 Ýsa.ósl. 0,195 113,00 113,00 113,00 Ufsi.sl. 0,597 35,61 35,00 37,00 Karfi, ósl. 0,080 38,00 38,00 38,00 Langa, sl. 0,082 53,00 53,00 53,00 Langa, ósl. 0,011 30,00 30,00 30,00 Keila, ósl. 0,698 40,00 40,00 40,00 Steinbítur, sl. 0,197 74,00 74,00 74,00 Steinbítur, ósl. 0,212 49,00 49,00 49,00 Koli.sl. 0,185 60,00 60,00 60,00 Hrogn 0,083 200,00 200,00 200,00 Gellur 0,079 210,00 210,00 210,00 Útboð á rekstri Grímseyjar- ferju Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Vegagerð ríkisins er þessa dagana að leggja lokahönd á undirbúning útboðs á rekstri Grímseyjarferjunn- ar Sæfara og er reiknað með að til- boð í reksturinn eigi aö hafa borist fyrir 8. febrúar. Vegagerð ríkisins tók um síðustu áramót við rekstri allra ferja sem sigla hér við land en tvær þeirra hafa bækistöð í Eyjafirði. Það er ann- ars vegar Grímseyjarfeijan 'Sæfari, sem siglir milh Akureyrar, Hríseyj- ar, Dalvíkur og Grímseyjar, og hins vegar Sævar sem siglir milli Ár- skógsstrandar og Hríseyjar. Smári Thorarensen í Hrísey segir að ekki sé fyrirhugað að bjóða rekst- ur Hríseyjarfeijunnar út að sinni og sennilega ekki á þessu ári. Frá ára- mótum hafa fyrrum rekstraraðilar séð um rekstur Sæfara og Sævars í nafni Vegagerðar ríkisins og er áformað að svo verði áfram hvað Hríseyjarferjuna snertir. Eskifjörður og Reyðarflörður: íbúumfjölgaði um helming nokkra daga Fjöldinn allur af bátum og togurum leitaði vars inni á Austfjörðum und- an veðurhamnum undanfama daga. Um 16 bátar lágu inni á Reyðarfirði og 19 á Eskifirði þegar mest var. Tog- aramir em flestir farnir til veiða á nýjan leik en loðnubátamir bíða betra veðurs. Láta má nærri að íbúum bæjanna hafi fjölgað um allt að helming með komu sjómannanna þar. Afleiðingin var meðal annars sú að allt brenni- vín og tóbak kláraðist strax á sunnu- dagskvöld. Afþreyingarvandi að- komumannanna var þá meðal ann- ars leystur á þann máta að þeim var boðið upp á bridgespilakvöld. -ból ÚTSALA STÓRKOSTLEG LAMPAÚTSALA Allt að 80% afsláttur. Allt á að seljast. Verslunin flytur að Bíldshöfða 16. RafbúðDomusMedm v CPll OoAti i o o -4 onnn EGILSGÖTU 3, S. 18022 Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla Heiðars) Ný námskeið að hefjast I Almenn námskeið KARON-skólinn kennir ykkur: rétta líkamsstöðu, rétt göngulag, fallegan fótaburð, andlits- og handsnyrtingu, hárgreiðslu, fata- og litaval, mataræði, og alla almenna framkomu o.fl. II Módelnámskeið Tískusýningar- og fyrirsætustörf: Sviðsframkoma, göngulag, hreyfingar, líkamsbeiting, snyrting, hárgreiðsla o.fl. Innritun og upplýsingar daglega frá kl. 16-20 í síma 38126 HannaFrímannsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.