Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Blaðsíða 12
12 Spumingin Hvort horfir þú á frétt- irnar á Stöð 2 eða ríkis- sjónvarpinu? Einar Gunnþórsson bílstjóri: Stöð 2, þær eru betri. Sigurgyða Þrastardóttir, vinnur við heimilishjálp: Bara á Stöð 2, þær eru sýndar á betri tíma. Magnús Jóhannsson bifvélavirki: Ég horfi á hvort tveggja, ég er frétta- sjúklingur. Gylfi Óskarsson læknir: Bæði, mér firmst þó fréttimar í Ríkissjónvarp- inu betri. Rannveig Jónsdóttir sölumaður: Yf- irleitt báðar, mér finnst vera meiri flölbreytni í fréttatíma Stöðvrr 2. Hallgrímur Stefán Sigurðsson nemi: Ég horfi á Ríkissjónvarpið, mér finnst þær betri. Lesendur Tolvoo 3< v"f18 52 49 1 !4h!.; Mwfisfl,,,,, ,,, -j. ....... Orjwnon HoUlok); Þjóðin vill ekkert borga „Það er ekkert sjálfsagt að fá alla þjónustu og lyfjakostnað ókeypis," segir m.a. i bréfinu. Kristján Guðmundsson skrifar: Það hefur lengi legið í þjóðareðli okkar íslendinga að komast hjá því að greiða fullu verði það sem við notum. Landlæg og alþekkt eru skattsvikin sem menn hafa löngum reynt sig við. Það dró úr þeim að hluta til þegar farið var að innheimta tekjuskattinn jafnóðum og laun eru greidd út. Ennþá eru í gangi tilraun- ir manna til að vinna „utan kerfis- ins“ eins og það er kallað og hallast þar ekkert á því jafnt og þeir sem inna verkið af hendi er alkunna að viðskiptavinir þjónustuaðila frábiðja sér sérstaklega allar kvittanir ef þannig mætti komast hjá að greiða virðisaukaskattinn. - Það eru því margar „matarholumar" og sam- staða landsmanna um að notfæra sér þær. Þá em það sjúklingamir blessaðir og afiir þeir sem á lyfjum þurfa að halda. Þeir hafa ekid linnt látum vegna tilrauna hins opinbera til að spara í heilbrigðiskerfinu. Þeir hafa orðað það svo að verið sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. En ég spyr bara; hvers vegna ættu sumir að sleppa við að greiða ein- hvem hluta þeirra lyfja sem þeir nota? Mér finnst ekkert óeðlilegt við það að öryrkjar, líkt og aðrir, greiði sitt 300 króna þátttökugjald í lyfjum sínum. Þeir fá nú aðstoð á móti sem allir skattgreiðendur standa sameig- inlega að. Mér sýnist þeir sem senda inn les- endabréf og heyrist á þeim sem stunda það að hringja í Þjóöarsálina hjá RÚV að flestir þeirra vilji ekkert borga. Þeir kenna heilbrigðisráð- herra um að skyndilega var farið að spara og skera niður í heilbrigðis- kerfinu en það er ekki hans ákvörð- un. Ríkisstjórnin öll ákvað þetta og ríkisstjórnin þar á xmdan var farin að huga að þessum spamaði. Það er ekkert sjáifsagt að fá alla þjónustu og lyfjakostnað ókeypis. Það hefði aldrei gengið til lengdar. - Það sem situr í fólkinu er einfaldlega það að vilja ekki greiða fyrir hiutina það sem þeir kosta. Það vill að einhveijir aðrir greiði. Er ITC eitthvað fyrir þig? Ágústa Gunnarsdóttir skrifar: Hefur þig langað að leggja eitthvað til málanna þegar þú ert á fundi, en ekki haft kjark til að segja þína skoð- un? Langað til að öðlast meira öryggi til að tjá þig innan um annað fólk? Eyðir þú löngum tíma í fundi sem gætu verið markvissari ef þeim væri sljómað rétt? Langar þig til að hafa áhrif? - Kannski er ITC eitthvað fyrir þig? ITC stendur fyrir „Intemational Training in Communication eða þjálfun í samskiptum. ITC þjálfar fólk í að tjá skoðanir sínar, að flytja mál sitt, að vinna í hópum og vera virkir þátttakendur. Einnig þjálfar ITC félaga sína í að koma fram. í vinveittu andrúmslofti, þar sem allir em á sama báti og þú, er þér hjálpað að vinna bug á kvíða og ótta, sem fylgir því að taka til máls frammi fyrir hópi af fólki. ITC er gagnlegur skóli, þar sem hver og einn ræður sínum námshraða. Þeir sem vilja geta farið hratt og tekið mörg verk- efni meðan aðrir kjósa að vinna hæg- ar, allt eftir þvi hvað hentar hverjum og einum. í ITC em bæði karlar og konur, fólk úr öllum starfsstéttum, fólk sem hefur það sameiginlegt að vera að vinna að eigin þroska. ITC starfar í deildum, og era 10-30 félagar í hverri deild. Fundir eru haldnir í deildum tvisvar í mánuði yfir vetrartímann, og eru fundartímar og staðir til- kynntir í dagbókum dagblaðanna. Fundir í ITC deildum em öllum opnir og það fylgja því engar skuld- bindingar að líta inn á fund í ITC deild. Það er aldrei of seint að takast á við sjálfan sig og læra eitthvað nýtt. - Komdu þá á fund hjá ITC og kannaðu hvort það sé eitthvað fyrir' þig. Mannúð og hjálpsemi umfram pípuorgel B. Árnason skrifar: Þessa dagana hefur töluvert borið á framkvæmdum í kirkjum landsins. Þær era endumýjaðar og ef til vill þörf á því sums staðar. Manni finnst þó að óþarfi sé aðijárfesta í pípuorg- elum upp á tugi milljóna króna eins og víða er gert í kirkjum landsins. í Hallgrímskirkju kostaði slíkt orgel um 70 milljónir króna! Þar vora til fjármunir sem betur hefði verið var- ið til mannúðarstarfsemi á einhvem hátt, t.d. til hjálpar fólki sem er í vandræðum vegna heilsu- eða at- vinnuleysis. Ég held að guði væri það miklu þóknanlegra en pípuorgelið. Hann heyrir öragglega bænir mannanna Eru pípuorgelin nauðsynleg tæki í bænaákallinu? þótt ekki sé spilað á rándýrt pípuorg- el í kirkjum landsins. Guðdómurinn ætlast varla til þess að upp verði teknir siðir honum til dýrðar með glysi og dýrum byggingum á meðan sumt af hans bömum líður skort, fátækt og heilsuleysi eins og nú sést víða hér á landi. Þar ættu safnaðar- stjórar ásamt hinum prestlærðu kirkjunnar þjónum að sýna hjálp- semi með því að nota fjármuni til hjálpar meðbræðrum sínum í stað steinsteypu og pípuorgela. Kristur predikaði um kærleikann á milh manna og sýndi hann í verki með hjálpsemi við sjúka og þá sem minna máttu sín. Þann þátt vantar of víða hjá kirkjunnar mönnum. Eft- ir söng Kristjáns Jóhannssonar í Hallgrímskirkju komst umræðan um nauðsyn á hljómleikahöll aftur á dagskrá. Manni finnst nú nóg að hafa íþróttahallir, ráðhús, Perluna, Þjóðarbókhlööu, Kringlu, Borgar- leikhús og nýja flugstöð þótt hljóm- leikahöll bætist ekki við. Því sama er hver byggir slík stórhýsi, öll þjóð- in verður að borga þau með einhverj- um hætti. Hringið í síma 63 27 00 inilli kl. 14 og 16 eða skrifið FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1993. Löndunflýttúr S.F. hringdi: Það hefur eflaust slegið marga að beyra frétt um að löndun úr rússneskum togara í höfn hér skyldí flýtt vegna ótta við að rott- ur gengju á land úr. Verði yfir- völdum ekki bumbult af að gefa samþykki sitt íýrir lönduninni ráðum viö ekki lengur við gæða- mat á sjávarfangi í þessu landi. Það er af sem áður var þegar frystihús vora undir smásjá vegna meindýraplágu sem stund- um herjaði hér áður fyrr. - Varla er þetta athæfi, að kaupá fisk af erlendum skipum sem eru þekkt fyrir rottugang, gott til afspuraar meöal erlendra kaupenda. Ég ef- ast um að slíkur afli yrði leyföur til manneldis annars staðar. Fréttaviðtöl viðskálamenn Jón Einarsson skrifar: Mikið eru þau orðin hvimleið þessi fréttaviðtöl sem bæði Ríkis- útvarpið og fieiri utvarpsstöövar eru aö taka við „skálamenn" vitt og breitt um hálendið. Þetta era menn sem eru á eigin vegum í skemmtiferðum í flestum tilvik- um og hafa farið á vélsleðunum sínum og láta fyrirberast í sælu- húsum eöa skálum. Síðan hringja fréttamenn til þeirra gegnum far- síma eða í skálasímana og spyrja um líðan mannanna. Svörin eru oftast áþá leiö ekkert ami að þeim og þeir hafi nóg að „bíta og brenna" eins og þeir orða það. - Hvert er þá fréttagildið? Ef „Býúkkumar“ gangaút Eirikur hringdi: Ég var enn einu sinni að lesa um yfirvofandi lömun sjúkrahús- anna. Nú ætla „hjúkkurnar“ á Landspítala, svo og í Hátúni og á Vífilsstöðum að ganga út um næstu mánaðamót. - Þetta fer nú að verða leiðigjörn tugga með útgöngur starfsfólks í heilbrigðis- geiranum og óverjandi að blása þetta upp öllu meira. Leyfum fólkinu bara að ganga út ef þaö vill. Það er atvinnuleysi og þaö verða nógir til að taka við. Fólkiö furðar sig alltaf á að fá engin viðbrögð viösemjenda sinna. - En hér er bara á ferðinni gamla bragðiö, úlfur, úlfur, og allir hættir að sýna nokkur við- brögð. Pétur hringdi: Ég sé ekki betur en að ríkis- stjórnin sé að hala í land með margt af þvi sem. hún setti sér að framkvæma. Nú á aö lækka end- urgreiðslu af viröisaukaskatti af vinnu iðnaöarmanna. Og í kjöl- farið fylgir líklega lækkun bankavaxta. Þetta leiðir til lækk- unar á byggingarvísitölunni og þar með er hægt aö koma verð- bólgustiginu eitthvð niður. - Allt verður þetta til að falsa niður- stöðutölur og þar með raunveru- lega verðbólgu. Og svo aftur til aö friða almenning um stundar- sakir. V'rtni að árekstri vantar Stefán hringdi: Hinn 29. des. sl. varð árekstur á mótum Vesturlandsvegar og Víkurbrautar, rétt við Laxalón. Atburðurin varð um kl. 10 f.h. og var um að ræða rauöan Pajero- jeppa og hvita sendiíerðabiíreið. Venjuleg tjónaskýrsla var gerð en þar sem ég hef grun um að vitni hafi orðið að atburöinum vil ég vinsamlegast mælast til að vitni þetta hafi samband við mig í síma 666670 (heima) eða 676660 (vinnusíma).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (14.01.1993)
https://timarit.is/issue/194487

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (14.01.1993)

Aðgerðir: