Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1993. 15 Þingmanni skjátlast í upphafi er rétt að fagna stefnu- breytingu Árna R. Ámasonar al- þingismanns í stjómarskrármál- inu. í stað þess að halda fram að engin ákvæði séu um þjóðarat- kvæðagreiðslur nefnir hann þijú tilvik sem öll em rétt. Ég vitnaði einnig orðrétt í 1. mgr. 79 gr., hvemig færi um breytingar og við- auka á stjómarskránni, en þá skal rjúfa þing og efna til almennra kosninga að nýju og síðan verðurá- lyktunin að vera samþykkt óbreytt. Með hhðsjón af því að lýðveldis- stjómarskráin tók ekki gildi fyrr en meirihluti allra landsmanna hafði samþykkt hana er augljóst að ákvæðið er sett til þess að þjóðin hafi síðasta orðið um stjórnar- skrárbreytinguna. Væri þjóðin mótfalhn henni fengi tækifæri að KjaUaiinn Sigurður Helgason viðskipta- og lögfræðingur „I greinargerð með lýðveldisstjórnar- skránni frá 1944 er tekið sérstaklega fram að forseti eigi ekki að leita til ráð- herra um synjun staðfestingar laga- frumvarps... “ skipta um þingmenn enda gæti sú kosning snúist fyrst og fremst um það mál og afstöðu þingmanna í þessu sambandi. Þjóðin vhdi ekki framselja Alþingi þennan rétt og þingmaðurinn var í báðum grein- um á vihigötum í lagatúlkun sinni á umræddu ákvæði. Sannfæring þingmanna Þá oftúlkar Ami enn 48. gr. um að þingmenn séu einvörðungu bundnir við sannfæringu sína. Hann telur að ráðgefandi þjóðarat- kvæðagreiðsla brjóti gegn þessu ákvæði og fái því ekki staðist. Þetta er ekki rétt en hér er einmitt leið til þess að fá fram vilja þjóðarinn- ar. Norðmenn með grundvaharlög byggð á sama gmnni og okkar höfðu einmitt ráðgefandi þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 1976 um inn- göngu í EB og þegar í ljós kom að meirihluti var á móti þá var það endanleg niðurstaða þrátt fyrir það að meirihluti þingmanna væri því meðmæltur. Sama fyrirkomulag verðim viðhaft þar í ár. Árni segir einnig með svipuðum rökum að hann dragi í efa mál- skotsrétt forseta íslands, sbr. 26. gr., th þjóðarinnar. í greinargerð með lýðveldisstjómarskránni frá 1944 er tekið sérstaklega fram að forseti eigi ekki að leita th ráðherra um synjun staðfestingar lagafrum- Greinarhöfundur segir það oftúlkun að þingmenn séu einvörðungu bundnir við sannfæringu sína. varps en það er gagnstætt öðram tilvikum. Fullyrðing um að þing- ræðisreglan hafi breytt túlkun á þessu ákvæði er ekki rétt. Þegar við stofnun æðstu umboðsstjórn- unar íslands 3. okt. 1903 hafði sú regla þá þegar ght í rösk 40 ár. Lýðræðislegar leikreglur Ég fagna þessum málefnalegu skoðanaskiptum okkar um lýðræði enda þótt ágreiningur sé enn um mörg mikhvæg atriði. Af minni hálfu er þessari ritdeilu lokið. En ég lýsi mig fúsan að ræða þessi mál á fundi þar sem almenningi yrði gefinn kostur á að lífga upp á um- ræður með fyrirspurnum og þátt- töku. Það hefur verið einn mesti styrk- ur Sjálfstæðisflokksins að þar hafa verið í heiðri hafðar lýðræðislegar leikreglur og reynt að fá fram mis- munandi sjónarmið á ýmsum svið- um. Á þessu hefur því miður orðið misbrestur að undanfórnu sem er of langt mál að ræða frekar. Sigurður Helgason Hugsað upphátt um áramðt Það fer vart hjá því að hrollur og kvíði fari um huga margra nú við áramót. Svo margar blikur eru á lofti í þjóðlífinu, svo margir óræð- ir þættir óvissunnar hggja í loftinu og það sem verst er svo undra- þröngt er fyrir dyram allt of margra. Rétt er þó að glöggva sig á því að fjarri fer því að við búum almennt við einhverja eymd, síður en svo, ekki heldur að okkar dýra velferð sé dæmd úr leik, dýra 1 tvíþættri merkingu þess orðs. Gífurleg yfirbygging Við þessi áramót hygg ég að vald- höfum sé ærið hoht að huga vand- lega að ástandinu þar sem það er lakast, þar sem í raun þrengir að, m.a. fyrir þeirra eigið thstilh, þeirra eigin aðgerðir. Þjóðarsáttin hefur sýnt að til næsta hths lagði launafólk svo og bótaþegar á sig byrðar th að létta atvinnulífinu róðurinn - margum- beðinn stöðugleiki megnaði ekki að koma atvinnulífi okkar á þann rétta kjöl sem fórnendur höfðu ætlast til og af þeim raunar verið krafist. En auövitað vonum við að Eyjólf- ur hressist því ekki mun af veita - íslensku launafólki helst og fyrst. Aðeins það eitt sagt, sem glöggur maður og víðfóruh gaukaði að mér KjaUarinn Heigi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ á dögunum, að hin gífurlega yfir- bygging í atvinnurekstri hér, ekki síst í fjölskyldufyrirtækjunum, væri oft risavaxin og ofraun ahtof mörgum. - Almenna launafólkið væri ekki orsök slæmrar afkomu, öðra nær. En nú var sannarlega létt byrð- um af atvinnulífinu og á tímabih hélt ég að nú ætti að velta byrðun- um í auknum mæh yfir á þá sem betur þola og þeir eru margir, m.a. með skatti á fjármagnstekjur og hátekjuskatti (þ.e. alvöruskatti en ekki því háðsmerki sem samþykkt var). En aht rann það út í Viðeyjar- sandinn og þeir sem hæst höfðu haft áður um að aflétta bæri skött- um af almennum launatekjum sáu nú þá leið eina færa að þyngja þar verulega, færa skatttökuna enn neðar í tekjustigann. Vissir váboðar Ég verð þess t.d. glögglega var þjá ýmsum öryrkjum, sem áður hafa sloppiö við aha skatttöku, enda ekki af svo miklu að taka, að þeir benda mér nú í skelfingu á skatttöku sem verulega munar um hjá þeim og rýrir þeirra hag. í þann knérann mátti þó allra síst höggva og það hélt ég að öhum hefði átt að vera augljóst. Þetta fólk er ekki trúað á það að þetta fé fari th að skapa fleiri at- vinnutækifæri þótt einmitt sé því ljóst að þar er þörfin mest í dag. Öryrkjum er nefnhega augljós sú staðreynd að þeim er öðram hætt- ara varðandi vinnu ef atvinnuleysi verður viðvarandi. Margir öryrkj- ar vinna eftir megni, bæði sér til búbótar og sálubótar. - Þar eru vissir váboðar. En hér skal ekki frekar út í farið þó fuht sé af uggvænlegum aðgerð- um öðram. Unga fólkið, sem hefur affahahúsbréfin á bakinu, mun t.d. heldur betur finna fyrir lækkun vaxtabóta, já og bamabóta nú. Ein- hvern veginn hefur ekki í öhum þessum þrengingum (og þær eru th staðar) fundist annað fólk til að létta undir með atvinnulífinu en það sem áður hafði lagt á sig ómældar byrðar þjóðarsáttar í sama thgangi. Ég held að valdhafar verði að hugsa sinn gang eða er þetta máski Viðeyjarandrið í sinni einu sönnu mynd? - Þá mega margir fara að biðja guð að hjálpa sér. Helgi Seljan „Þetta fólk er ekki trúað á það að þetta fé fari til að skapa fleiri atvinnutæki- færi þótt einmitt sé því ljóst að þar er þörfin mest í dag.“ umi'æður hafa farið fram á und- anföram árum um notkun negldra njól- baröa. Hjól- barðar eru SLÍuSiw Um,erðarráðs- reiðar og séu þeir í góðu lagi gengur ökumanni betur en ella að hafa fulla stjórn á henni. Ég tel neglda hjólbarða vera lífsnauðsnlega að vetrarlagi. Ástæöan er sú að þeir leiöa til aukins umferðaröryggis í hálku og líkur á slysum minnka. Samt verða ökumenn að hafa í huga að ofmeta ekki kosti þeirra unchr neinum kringumstæðum. Það þarf alltaf að stilla hraða í hóf þegar ekiö er í hálku, jafiivel þótt hjólbarðarnir undir bílnum séu negldir. í könnunum hefur komið fram að notkun negldra þjólbarða hafi þau áhrif að færri slasast í um- ferðinni. Á lhnn bóghin skemma þeir malbik og valda þamhg tjóih. Þurfi menn að velja mhli þess aö greiða fyrir viðgei'ðir á malbiki eða slys og tjón, sem þeim_ teng- ist, þá er mitt val ljóst. Ég vel neglda hjólbarða og færri slys. Það er nefnilega ahtaf hægt að bæta tjóihð sem verður á malbik- inu.“ óþarf i í Sigurður Skarphéð- insson gatnamála- „Ég leggst gegn notkun nagladekkja. Það er fyrst og fremst i| vegna þess að ' þau valda okkur geysi- legu sliti á malbikinu. Viðhald á maibiki kost- 8,1°n' ar okkur yfir 200 mihjónir á ári. Við teljum að unualsverðan Ihuta af þeim kostnaði megi rekja til notkunar nagladekkja. Það eru hins vegar til aðstæður þar sem nagladekk eru það besta sem völ er á og við erum ekkert aö amast við þvi að hluti ökumanna noti nagladekk, tilaö mynda þeir sem aka mikið á nætumar og þeir sem aka reglubundið og mikið utan- bæjar. En það er min skoöun að meginþorri íbúa borgarinnar hafi akkúrat ekkert við nagladekk að Það er gert hehmikið til þess aö hálkuveija götur borgarinnar. Við rekum vaktir sem byrjamhli klukkan 3 og 4 á nætumar. í flest- um tilfellum er þannig búið aö gera allar aðalsamgönguæðar borgarinnar hálku- og snjólausar þegar hiim venjulegi borgari fer á fætur. í öðru lagi hefur orðið mikh þróun í framleiðslu vertr- ardekkja þannig að nú oröið er uð dekk sem við flestar aðstæður eru jafn góð nagladekkjum. Það er því óþarfi fyrir allflesta íbúa borgarinnar að aka um á nagla- dekkjum." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (14.01.1993)
https://timarit.is/issue/194487

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (14.01.1993)

Aðgerðir: