Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Side 19
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1993. joo’t 11 ■ hT' ■• t *.? t'r-s f t.rwr #7 DV Leiklist, tónlist og myndlist á íslenskri menningarviku í Kaupmannahöf n Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, verður meðal gesta við opnum íslenskrar menningarviku sem hald- in verðm: í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá stofnun félags íslenskra náms- manna í Kaupmannahöfn. Reynt verður að koma inn á flest svið menningar sem snerta íslendinga í Kaupmannahöfn. Þar má nefna leik- list, bókmenntir, tónlist og myndlist. Þema menningarvikunnar verður þrískipt: íslensk menning í Kaup- mannahöfn fyrr og nú. Félagið, saga þess og framtíð og Nám og starf ís- lendinga í Kaupmannahöfn. í tengsl- um við menningarvikuna verður opnuð sýning á verkum gömlu meist- aranna sem hér voru í námi á sínum tíma. Má nefna Mugg, Sigurjón Ól- afsson, Kjarval, Ásgrím Jónsson og Þorvald Skúlason. Einnig verður á sama tíma sýning á verkum eftir ís- lenska nema í arkitektúr við aka- demíuna. Leikverkið, sem sýnt verður í Jóns- húsi, fjallar um brot í sögu íslendinga í byrjun aldarinnar í Kaupmanna- höfn. í verkinu eru dregnar upp bæði spaugilegar og alvarlegar myndir af aðstæðum, Hafnarstúd- entum og atferli í sögunni. Á bak við þetta standa Borgar Garðarsson leik- ari, María Ámadóttir leikkona, Jó- hannes Hilmisson, Eiríkur Guð- mundsson og Sveinn Einarsson sem leikstýrir uppsetningunni. Mikil vinna hefur farið í undirbúning á uppsetningu leikverksins þar eð einn hðsmanna er búsettur í Svíþjóð og ritun verksins er gerð í samvinnu ahs leikhópsins. Á lokakvöldi menn- ingarvikunnar mun Bjartmar Guö- láugsson koma fram og skemmta námsmönmnn og öðrum íslending- um. -HK Æfingar eru nú á lokastigi hjá Leikfélagi Reykjavíkur á söngleiknum Blóðbræðrum eftir Willy Russell en frumsýnt verður um aðra helgi. Söngleikurinn fjallar um tvíbura sem skildir eru að víð fæðingu en hittast aftur, þá orðnir ungir menn. Leikstjóri er Halldór E. Laxness. Myndin er tekin á æfingu i gærkvöldi. DV-mynd ÞÖK. Á tónleikum 1 Norræna húsinu í síðustu viku var Ingibjörg Guö- jónsdóttir sópransöngkona valin fuhtrúi íslands á tónhstarhátíð ungra norrænna einleikara sem fram ferí Stokkhólmi 22.-25. sept- ember á þessu ári. Á tónleikun- um í Norræna húsinu komu fram fimm ungjr listamenn sem kepptu til úrslita. Auk Ingibjarg- ar voru það Arinbjöm Arnason píanóleikari, Páhna Ámadóttir fiðluleikari, Rúnar Óskarsson, klarínettuleikari og Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari. Dómnefndin, sem skipuð var Guðmundi Emilssyni tónhstar- stjóra, Gunnari Kvaran sellóleik-: ara og Rut Magnússon óperu- söngkonu, var sammála um að Ingibjörg Guðjónsdóttir yrði val- in til að koma fram fyrir íslands hönd á hátíðinni. Blandon telur blaðsíður Föstudaginn 8. janúar birtist í þessu blaði dómur Áma Blandons um bók sem ég sá um og heitir Þjóð- skáldin - úrval úr bókmenntum 19. aldar. Dómurinn ber höfundi síijum glöggt vitni. Hann hefur mál sitt á því að setja spumingarmerki við það hvort skáldkonumar Júhana Jónsdóttir, Guðný Jónsdóttir og Ólöf frá Hlöðum eigi heima í úrvah 19. aldar skáld- skapar, að því er virðist einkum vegna þess að bókin ber heitið Þjóð- skáldin. Þessi umfjöhun hans um ljóð í þessu bókmenntaúrvah 19. ald- ar einskorðast við þá umkvörtun. Rökfræði Á.Bl. heldur svo áfram: „Hver er mesta skáld íslendinga á 19. öld? Ef miðað er við það rými sem verkum skáldanna er gefið í þessari Stórbók, er það Jón Thoroddsen, því verk hans fá nær helmingi meira rými en samanlögð verk Jónasar Hahgrímssonar, Matthíasar Joch- umssonar, Stephans G. Stephansson- ar, Þorsteins Erlingssonar, Hannes- ar Hafstein og Einars Benediktsson- ar.“ Þama er Ámi lifandi kominn, far- inn að telja blaðsíður. Hins vegar lætur hann hjá hða að geta þess að það „verk“ Jóns Thoroddsens, sem svo slíkt ógnarrými fær, er skáldsag- an Maður og kona sem flestir myndu ætla að ætti nokkurt erindi í úrval 19. aldar bókmennta. Óþarft ætti að vera að taka fram að skáldsögur eru að jafnaði lengri en ljóð. Næsta athugasemd varðar kynni Á.B1. af íslenskri bókmenntasögu. Hann segir: „Einar H. Kvaran skammaðist út í Sigurð Nordal fyrir að koma í veg fyrir að Einar fengi nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Nordal benti réttilega á að í síðari verkum sínum stýrði Einar persón- unum aht of mikið og gerði þær að málpípum fyrir dulhyggjutrú sína. í Stórbókinni er smásagan Vonir eftir Einar H. Kvaran og er það langt frá því að vera hans besta verk. I bók þar sem lögð er áhersla á „úrval“ í bókmenntum verður að gera kröfur til þess að bestu verk hvers höfimdar séu með, en ekki þau verk sem henta veljaranum vegna þess að þau eru stutt, þegar veljarinn hefur eytt þriðjungi bókarinnar undir verk eins skálds." Jamm. Það verður þá jafnframt að gera þá kröfu til ritdómara, sem skrifar af þvílikum þjósti, að hann viti hvað hann er að tala um. En Ami er svo altekinn af þessum ein- asta mælikvarða sínum á bókmennt- ir - hversu margar blaðsíður þær séu - að hann sést ekki fyrir og ruglar öhu saman, snýr öhu við. Vonir þarf ekki að vera ómerkileg þótt hún sé stutt. Sá sem flettir upp í bókinni Skiptar skoðanir (Bókaútg. Menn- ingarsjóðs 1960), þar sem ritdehu þeirra Nordals og Kvarans er að finna, rekst á þessi umrnæh Nordals strax á blaðsíðu 12: „Ef htið er á Vonir, fyrstu sögu E.H.Kv., sem honum er fylhlega sam- boðin, og Móra, síðustu sögu hans, sem komið hefur á prent, sést furðu berlega, hverja stefnu skáldskapur hans hefur tekið. Vonir eru ekkert annaö en hstaverk, lýsing karls og konu og örlaga þeirra, mynd úr líf- inu, sem hver getur dregið sínar ályktanir af, eða notið án ahra álykt- ana, eftir geðþótta." Ami virðist þannig hafa mglað saman Móra og Vonum sem má und- arlegt heita. Hann stendur að minnsta kosti einn í mati sínu á síð- amefndu sögunni sem skrifuö er löngu áður en Einar fór að aðhyhast spíritisma eins og þeir sjá sem lesa söguna. Ýmsir mektarmenn vora sammála þessu mati Nordals á Von- um - að þar fari einmitt eitt „besta verk“ E.H. Kv., þar á meðal sjálfur Georg Brandes sem kahaði sögima perlu. Þessi dæmi nægja vonandi th aö sýna aö ritdómur af þessu tagi er ekki sæmandi blaði sem vih láta taka sig alvarlega í íslenskri menningar- mnræðu. Á. Bl. sjálfum er hins vegar rétt að senda þessa nokkum veginn thvitnun í Megas: „Droppaðu noj- unni, vinur, og vertu soldið meira pós.“ Guðmundur Andri Thorsson DANNY ÖLOVER • KEVJN KUNE • STEVE MARTIN • M ARY McDONNEU. MARY-I.OUISE I'ARKÍ U . ALFRE WOODARD Grand Canyon hefuráað skipa fjölda stórleikara og má þar nefna Kevin Kline, Danny Glover, Steve Martin og margir fleiri. Lawrence Kasdan, sem erframleiðandi og leikstjóri, samdi einnig handrit myndarinnar The Bodyguard. Grand Canyon er stórmynd með fjölda stórleikara, mynd sem vert er að sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.