Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1993, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1993. Bandarisk þota býr sig undir flugtak af flugmóöurskipinu Kitty Hawk í Persaflóa. Rúmlega eitt hundrað orrustuþotur gerðu loftárásir á Irak i gær. Símamynd Reuter Bandamenn gerðu loftárásir á eldflaugaskotpalla í írak í gær: Berjist við óvini guðs eins og áður Rúmlega eitt hundrað flugvélar bandaríska hersins og bandamanna gerðu leifturárásir á flugskeytaskot- paUa íraka í gær. Saddam Hussein Iraksforseti var ögrandi sem fyrr og sagði flugher sínum og loftvama- sveitinn að svara í sömu mynt. Stjómvöld í Bandaríkjunum, Bret- landi og Frakklandi vömðu Bagdad- stjómina við því að loftárásimar frá í gær kynnu að verða endurteknar. Bill Clinton, verðandi forseti Banda- ríkjanna, sagði að hann útilokaði ekki nýjan landhemað gegn írök- um. „Beijist við óvini guðs eins og áð- ur,“ sagði Saddam í sjónvarpsávarpi tíl þjóðarinnar. Hann var klæddur í einkennisbúning hermarskálks. „Enn ein orrnsta úr heilaga stríðinu er hafin.“ Cjinton vill bæta samskiptin í viðtali við blaðið New York Times í morgun gaf Bifi CUnton tíl kynna að hann væri reiðubúinn að bæta samskiptin við Saddam. En hann lýsti jafnframt yfir að ekki mætti gera neitt það sem gæti gefið Saddam eða neinum öðrum minnstu vísbend- ingu inn að Bandaríkjamenn væm að draga í land. Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, skýrði frá loftárásunum eft- ir að bandarísku, bresku og frönsku flugvélamar og aðrar flugvélar bandamanna voru komnar aftur tíl bækistöðva sinna heUu og höldnu. Nizar Hamdoon, sendiherra íraks hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í gær að stjórnin í Bagdad hefði lofað að hætta að senda sveitir manna inn til Kúveits til að endurheimta vopn, eins og gert var undanfama daga. Innrásir þessar urðu tU að Vestur- lönd misstu þolinmæðina gagnvart Bandarískir embættismenn sögðu að 110 flugvélar, þar á meðal torséðar bandarískar Stealth þotur, breskar Tornado vélar og franskar Mirage oirustuþotur hefðu tekið þátt í loftá- rásunum. Það hefði tekið þær hálf- tíma að eyðUeggja fjóra fasta og nokkra hreyfanlega loftvarnaskot- paUa, auk ratsjárstöðva á flugbann- svæðinu í suðurhluta íraks. í bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu, Pentagon, sögðu menn að öll skotmörkin hefðu orðiö fyrir sprengjum en ekki væri enn búið að meta skemmdir að fuUu. Skriðdrekasveitir til Kúveits Fitzwater sagði að hægt væri að endurtaka árásimar hvenær sem væri, án viðvörunar og á mikUvæg- ari skotmörk en skotpalla í eyði- mörkinni, ef írakar fæm ekki að vopnahlésskUmálum SÞ. Hann sagði að stjómvöld í Washington mundu senda skriðdrekasveitir - embættis- menn sögðu um eitt þúsund menn - aftur tíl Kúveits til að sýna Saddam að Vesturlönd mundu ekki Uða til- raunir til að endurtaka innrásina í Kúveit sem varð undanfari Persa- Saddam Hussein íraksforseta. Þá sagði sendiherrann að lending- arbann á flugvélar SÞ yrði afturkall- aö. Hann sagði hins vegar að írakar viðurkenndu ekki loftferðabann- svæöin sem bandamenn hafa lýst yfir í norður- og suðurhluta íraks. Eeuter Bandaríkjamenn styðja loftórás- irnaráírak Þrír af hverjum fjórum Banda- rfkjamönnum styðja hemaðaraö- gerðir gegn írak ef landið virðir vopnahlésskilmála úr Persaflóa- stríöinu að vettugi. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem fréttastofa sjónvarpsstöðvarinn- ar CBS og blaðið New York Times sendu frá sér í gær. : ; Skoðanakönnunin var gerð á þriðjudagskvöld, degi áður en bandarískar, breskar og franskar herflugvélar gerðu loftárásir á írak. Fjórtán prósent aðspurðra voru andvíg hernaði og ellefu prósent höfðu ekki myndað sér skoðun. Bresk blöðsegja Saddameiga Bresk dagblöð lýstu yfir stuðn- ingi sínum við við loftárásirnar á h'ak og áttu vart nógu sterk orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á Saddam Hussein íraksforseta. Þau drógu þó í efa að hann mundi láta sér þetta að kenningu verða. Daily Mirror sagði í leiðara í morgun að árásirnar á flugskeyti Saddams í suðurhluta íraks væru bseði óhjákvæmilegar og bráð- nauðsynlegar. Guardian sagði aö hegðun Saddams væri óafsakanleg en dró í efa að loftárásirnar hefðu nokk- ur áhrif. „Það er einfaldlega veriö að refsa mjög óþekkum strák sem hefur gefiö langt nef nokkrum sinnum of oft. Hann mun líklega gera það aftur,“ sagði í leiöara Guárdian. Arabaríkineru áhyggjufullir áhorfendur Arabaríkin virtust vera lítið meira en áhyggjufullir áhorfend- ur eftir loftárásir bandamanna á írak í gær. Þeir fáu leiðtogar sem voru reiðubúnir að tjá sig voru ekki mjög spenntir yfir hernaðar- aðgerðum til að fá Saddam Hus- sein til að virða vopnahlésskil- málana úr Persaflóastríðinu. Þeir vita að margir venjulegir arabar taka það mjög óstinnt upp að Vesturlönd beiti íraka her- valdi á sama tíma og þau fyrir- skipa ekki refsiaðgerðir gegn ísraelsmönnum. Reiði almenn- ings gæti leitt til mótmælaað- gerða eins og gerðist fyrir Persa- flóastríðið. Saddamfékk þaðsemhann baðum Evrópubandalagið styður árás- ir Bandaríkjamanna á írösk hernaðarmannvirki. „Viöbrögðin á fundinum voru þau að Saddam Hussein hefði fengið það sem hann bað um,“ sagöi Uffe Ellemann-Jensen, ut- anríkisráðherra Danmerkur, eft- ir fund utanríkisráðherranna í París 1 gærkvöldi. „Evrópu- bandalagiö stendur fast á þvi að írakar eigi að virða ályktanir Sameinuðu þjóðanna.“ Nitjánfórustog fimmtánurðu sáriríárásunum írakar sögðu i morgun að sautj- án hermenn og tveir óbreyttir borgarar hefðu farist í loftárásum bandamanna í gær. Þá særðust átta hermenn og sjö óbreyttir borga EeuterogRitzau Jen» Dabgaaid, DV, Faœreyjuro: Undirréttur í Þórshöfh hefur sýknað útgerðarmanninn í svoköll- uðu Heygadrangsmáli. Honum var gefið að sök að hafa blekkt lands- sfjórnina til að styrkja smíöi á tog- aranum með því að pga til um eignir sínar. Dómurinn er prentaöur á 140 sið- um. Nú þykir sýnt að rannsókn svikamálsins beinist að yfirvöidum og þætti stjórnmálamanna í að ábyrgðir voru veittar til smíöa á togurum sem síðan fóru á nauð- ungaruppboö. flóastríðsins. Reutér Bagdadstjórnin lofar að hlýða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.