Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Side 3
ÞRIÐJUDÁGUR 26. JANÚAR 1993. 3 Fréttir Vigfus 1 Berjanesi ætlaði að fylgjast með fimdi hreppsnefiidar A-Eyjafjallahrepps: Kærir oddvitann ffyrir að reka sig af f undi - getum lokað fundum hvenær sem okkur sýnist, segir oddvitinn „Ég var ekki búinn aö taka nema eitt skref inn á hreppsskrifstofuna þegar oddvitinn tók sig tO og rak mig út. Hún var ekki einu sinni búin að setja fundinn. Hún sagði bara: „Farðu út. Þetta er lokaður fundur.“ Ég bað hana um að sýna mér auglýs- inguna en þá sagði hún að þetta hetði ekki verið auglýst. Ég var búinn að undirbúa mig áður en ég fór að heim- an og rétti því Guðrúnu Tómasdóttur frá Skógum, einu manneskjunni með viti i nefndinni, skrifleg mótmæli við þessu og bað hana um að fjalla um þau á fundinum," sagði Vigfús Andr- ésson í Beijanesi í samtali við DV. Ætlar að kæra til ráðuneytis Vigfús hyggst leggja fram kæru til félagsmálaráðuneytisins í kjölfar þess að honum var meinað að fylgj- ast með fundi hreppsnefndar Aust- ur-Eyjafjallahrepps í síðustu viku. Lokslíkurá Verð helstu olíutegunda á Rott- erdammarkaði hefur farið mjög lækkandi síöustu mánuði. Miklar líkur eru á að bensínverð lækki lítillega hér á landi á næstunni vegna þessa en nú eru famir að berast til olíufélaganna olíufarm- ar á mun lægra verði en var. Verðbreytingar fara oftast fram um mánaðamót og að sögn Bjarna Bjarnasonar hjá Olíufé- laginu verða málin skoðuð þar á bæ i jiessari viku og bjósl hann við að svo væri einnig hjá hinum olíufélögunum. Verð á blýlausu 92 oktana bens- íni var 210,5 dollarar tonnið þann 16. september í Rotterdam í fyrra en hefur síðan farið lækkandi og i lok síðustu \iku var tonnið kom- ið í 175,5 dollara. Blýlaust bensín hefur hækkað um 12% á einu ári, þar að segja frá janúar í fyrra. Bensínverðið hækkaði mjög mikið i iok síðasta árs en 24. nóvember í fyrra kost- aði lítrinn 58,70 lijá Olíuíélaginu ognúkostarhann 65,30. -Ari Vigfús sagði að Guðrún Tómasdóttir hefði látið bóka á fundinum að sér þætti ekki réttmætt að vísa Vigfúsi á dyr. „Hinir náttúrlega þögðu,“ sagði Vigfús. „Ég mun kæra þetta lengra en til ráðuneytisins ef þörf krefur. Ég var ekki að sækjast eftir neinu sérstöku á fundinum en þetta er slík forsmán hér í hreppsreikningunum og það er allt á öðrum endanum. Hreppurinn er á refsiákvæöum gagnvart Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga og félagsheimil- inu hefur ekki verið skilað af bygg- ingarstigi út af óreiðu. Þetta er allt svona og það fær enginn að vita hvað hreppsfélagið er búið að tapa miklum fjármunum út af óreiöunni. Oddvit- inn kemur svo í veg fyrir það ef ein- hver ætlar að nota sinn rétt, sem er tryggður í lögum, til að fylgjast með fundum hreppsnefndarinnar. Frekj- an og yfirgangurinn er engu líkur." Mál sem áttu ekki erindi til allra Guðrún Inga Sveinsdóttir oddviti sagði við DV að fundinum hefði verið lokað þar sem á honum var fjallað um viðkvæm persónuleg málefni. „Við erum búin að vera með opna fundi í allt haust en þá hef ég ekki séð Vigfús. Viö getum haft fundi lok- aða ef okkur sýnist og á þessum fundi vorum við að fjalla um mál sem áttu ekki erindi til allra,“ sagði oddvit- inn. Hún kvað rétt vera að Guðrún Tómasdóttir hefði lagt fram framan- greinda bókun en mál Vigfúsar hefði síðan ekki verið rætt meira á fundin- um. Ummælum Vigfúsar um óreiðu vísaði hún á bug - búið væri að ganga frá ársreikningi og ummæh Vigfúsar um refsiákvæði á hreppinn gagnvart Jöfnunarsjóði sveitarfélaga kvað hún ekki standast. Varðandi félags- Mikill snjór er í Vattarnesskriðum, háir snjóruðningar þar sem snjófljóð eru tíð. DV-mynd Ægir Snjóflóð í Vattar- nesskriðum Ægir KriEtinssan, DV, Fáskrúðsfirði; Lögreglan á Fáskrúðsfirði og Vega- gerð ríkisins hafa ítrekað þurft að loka veginum um Vattamesskriður vegna snjóflóða sem fallið hafa að undanfömu. Bflar hafa lokast inni á milli snjóflóða og mildi má telja að ekki hafa orðið slys á vegfarendum. Mikill snjór hefur hlaðist í skrið- umar og ruðningar orðnir háir á veginum. Snjó má ekki hreyfa því þá er vegurinn orðinn ófær þar sem ekki hefur tekist að ýta snjónum út af vegkantinum. Sparisjóður Vestmannaeyja 1992: Mesta innlánsaukning á landinu mar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum: Samkvæmt bráðabirgðatölum um róun innlána og veröbréfaútgáfu í önkum og sparisjóðum á árinu 1992 efur mesta innlánsaukningin á mdinu orðið i Sparisjóöi Vest- mannaeyja, að sögn Arnar Sigur- mundssonar, formanns stjórnar sparisjóðsins. Innlán í sparisjóðnum og veðdeild hans námu 1035 milljón- um króna í árslok og höfðu aukist um 16,5% á árinu. Næstur í röðinni kemur SPRON með 14,9% aukningu. Meðaltal spari- sjóða 1992 var 10%. „Sparisjóðurinn gat ekki fengið betri afmæhsgjöf frá viðskiptavinum sínum á 50 ára afmæhsárinu en að komast á toppinn í aukningu innlána á árinu 1992,“ sagði Arnar. heimilið sagði Guðrún að bygging- unni væri ekki lokið en húsið yrði vígtíjúní. -OTT Helgi Jónssan, DV, Mikil áhugi er á félagslegum íbúðum hér á Ólafsfirði. Nú liggja fyrir sjö umsóknir í íbúðirnar sem verið er að byggja viö Ólafs- veg 32 og verða afhentar fuhbún- ar ura næstu áramót. Húsnæðisnefnd Ólafsfjarðar hefur sótt um hehnild tfl að breyta þremur íbúðum að Ólafs- vegi 32 úr almennum kaupleigu- íbúðum í félagslegar kaupleigu- íbúðir. VERÐHRUN A DÚNÚLPUM ICEBEAR Verð nú kr. 8.990,- Áðurkr. 11.750,- Litir: Dökkblátt og kremhvítt. Stærðir: S-XL SNOWFOX Verð nú kr. 9.490,- Áðurkr. 12.490,- Litir: Hvítt og svart. Stærðir: S-XL SNOWLIVE Verð nú kr. 9.490,- Áðurkr. 12.490,- Litir: Ljósblátt, grænt og rautt. Stærðir: M-XXL ARTIC Verð nú kr. 7.490,- Áðurkr. 10.750,- Litir: Rautt og grænt. Stærðir: S-XXL DODY Verð nú kr. 5.990,- Áðurkr. 7.990,- Litir: Dökkblátt, rautt og grænt. Stærðir: S-XXL DODY barna Verð nú kr. 4.990, áðurkr. 6.490,- Litir: Rautt og blátt. Stærðir: 140-176 FIELD Verð nú kr. 6.990,- Áðurkr. 9.900,- Litir: Dökkblátt, grænt og Ijósblátt. Stærðir: S-XXL Sendumí póstkröfu Nýtt korta- tímabil hafid »hunnél^ SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA40, SÍMAR 813555 og 813655.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.