Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993. Þeir voru einbeittir á svip, yngstu krakkarnir í skíðaskólanum i Hiiðarfjalli við Akureyri sem voru þar á námskeiði um helgina. Kennarinn fór i fararbroddi og krakkarnir i röð á eftir. Þeir yngstu i hópnum voru 4 ára en samt búnir að ná einhverjum tökum á íþróttinni. DV-símamynd GK Skíðasvæðin á Norðurlandi: Mikill snjór og öll svæðin opin Fréttir Veöurstofa íslands: „Á binum Norðurlöndunum er skortur á veöurfræðingum og mörg okkar hafa verið að hug- leiða að fá sér vínnu þar. Hér erum við óánægö meö launakjör- in en ekki síður skipulag innri starfsemi á stofnuninni,“ segir Einar Sveinbjömsson, _ veður- fræðingur á Veðurstofu íslands. Sjö fastráðnir og þrír lausráðn- ir veöurfiræðingar sögðu upp störfum á Veöurstofunni síöastl- iöiö sumar. í haust ffamlengdu stjórnvöld uppsagnarfrest þeírra um þrjá mánuði. f vikunni taka sjö uppsagnir gildi og eftir mánuð þijár til viðbótar. Þrír veður- fræðingar verða eftir á spádeild stofnunarinnar. Alls vinna 22 veðuríræðingar á stofhuninni. „Þetta mái er allt í lausu lofti sem stendur. Hugsanlega tekst okkur að semja en komi til þess að veöurfi-æðingamir hætti má búast við skertri veðurþjónustu, einkum hvað varðar spár á næt- urnar. Hins vegar verða veður- fregnir og veðurspár alltaf lesnar í útvarpi og sjónvarpi," segir Páll Bergþórsson veðurstofustíóri. -kaa Ijósleysis „Það vantar vararafstöð á flug- völlinn. Hefði hún veríð til staöar hefði þetta aldrei gerst,“ sagði Vignir Þorbjörnsson, umdæmis- stjóri Flugleiða á Höfn i Horna- firði, við DV. Flugleiðavél, sem lenda átti á Höfii í Homafirði um hálfátta- ieytiö í fyrrakvöld, varð aö hring- sóla yfir flugvellinum í um 20 mínútur áöur en tókst að lenda henni. Vélin fór í loftiö um kvöld- matarleytiö, eftir frestanir vegna veðurs, en er skammt var eftir til Hafnar fór rafmagnið af bænum vegna bilunar og slokknaði þá á lendingarljósum flugvallarins. Ákveðið var aö vélin hríngsólaði yfir flugvellinum meöan reynt væri að útvega laus lendingar- ljós. Áður en til þess kom að þau yröu notuð kora rafmagnið á, -hih Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Norðlendingar geta ekki kvartað undan ástandinu í skíðabrekkunum sínum þessa dagana og er ástandið á skíðasvæðunum miklum mun betra en það hefur verið á þessum árstíma undanfarin ár. Ekkert nema óhag- stætt veður getur því hamlað skíöa- iðkun á næstunni. Siglfirðingar era meö aðstöðu sína til skíðaiðkunar á tveimur stöðum. í Siglufjarðarskarði eru tvær lyftur og þar iðka menn alpagreinar af krafti alla daga nema mánudaga þegar lok- að er. Aðsókn að svæðinu hefur ver- ið mjög góð að undanfórnu. Einungis er um 5 minútna akstur á skíðasvæð- ið úr bænum. Við íþróttamiðstöðina að Hóli er aðstaða fyrir göngumenn og þar era troðnar brautir daglega. í Hliðarfjalli við Akureyri er allt komið í fullan gang, fjórar lyftur í gangi alla daga og göngubrautir troðnar daglega fyrir þá sem kjósa frekar gönguskíðin. Skíðasvæði Húsvíkinga er við bæj- ardyr þeirra og hægt að renna sér beint úr brekkunum í bæinn hafi menn áhuga á því. Á Dalvík og Ólafs- firði er einnig mikill og góður skíða- snjór og allar brekkur og brautir opnar. Strandir: komust heim eina helgi Regína Thoraiensen, DV, Selfossi; Ég ræddi við Evu hótelstýra á Djúpuvík í gær. Þar var gott veð- ur og hafði verið um tíma eftir langan óveðurskafla. Þau hjónin vora ein heima að gera við grá- sleppunetin. Elsti sonurinn er í vinnu á Hólmavík og bömin tvö í heimavist barnaskólans á Finn- bogastöðum. Þau höfðu komist heim um næstsíðustu helgi í fyrsta sinn i janúar síðan skólinn bytjaði. Raftnagnslaust var á hót- elinu á ijórða sólarhring fyrr í mánuðinum. Ég spurði Evu um hótelrekstur- inn og sagði hún haustið hafa verið gott. Gestir vora af og til fram í nóvember og nokkrir fastagestir sem voru að byggja sumarbústaö á Djúpuvík fyrir Vilborgu Traustadóttur og fjöl- skyldu á lóð foreldra hennar þar. Foreldrarnir, Hulda Jónsdóttir og Trausti Magnússon, era nú á Sauðanesvita viö Siglufiörð. Akureyri: Færriat- vinmilausir Gylfi Kiistjánsson, DV, Akuieyii: Færri voru á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri sl. fóstudag en verið hafa undanfarnar vikur og hefur þeim fækkað um 20 frá þvi þegar flest var. Sigrún Björnsdóttir hjá Vinnu- miölunarskrifstofúnni segir að þessi fækkun sé vonandi upphaf- ið að annarri og betri þróun en verið hefur undanfarna mánuði. Nokkrir hafi átt von á störfúm sem þefr hafi fengið en einnig hafi einhveijir farið í nám. Sl. fóstudag var 541 á atvinnu- leysisskrá á Akureyri, eða tveim- ur færri en viku áður. Flestir urðu atvinnulausir á skrá hins vegar 8. janúar en þá voru þeir 561 talsins. í dag mælir Dagfari______________ Á móti sínum mönnum Svona menn eigi ekkert gott skilið. Um sama leyti og DV birti niður- stöður skoðanakönnunar um fylgi stjómmálaflokkanna, skiptust þingmenn Sjáifstæðisflokksins á kveðjum í fiölmiðlum. Dagfari er ekki frá því aö þær kveðju endur- spegli nokkuð skýringamar á því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er nú sagður þriöji stærsti flokkur þjóðarinnar með 20% fylgi. Flokk- ur, sem hefur þingmenn sem hafa lag á því að rífast eins og hundar og kettir og hatast aðallega hver út í annan, getur ekki búist við því að kjósendur hafi mikla löngun til að laðast að slíkum flokki. Kannski er þetta liður í flokks- baráttunni? Dagfari hefur haldið því fram að Sjálfstæöisflokkurinn hafi það á stefnuskrá sinni aö losa sig við sem flesta stuðningsmenn sem ekki era á annað borð það flokkshollir að segja já og amen við því sem flokksforystan leggur til. Þannig hefur flokksforystan ekki talið ástæðu til að æsa sig út af því þótt fylgið hrynji því þetta er hvort sem er alít saman rakkarapakk sem er að gera athugasemdir við þá efnahags- og stjómmálastefnu að undanfómu sem flokkurinn veit besta og sannasta. Formaður flokksins hefur haldið því fram að efnahagsástandiö og atvinnuleysið sé ekki á valdi ríkis- sfiórnarinnar og ríkisstjórnin standi sig mjög, mjög vel, miðað við að hún ræður ekki við erfiðleik- ana. Formaður flokksins hefur haldið því fram að þjóðinni komi ekki við hvort við göngum í EES og hafnaði þar af leiðandi þjóðarat- kvæðagreiðslu. Formaður flokks- fns er alveg undrandí og nánst reið- ur yfir því ábyrgðarleysi að gagn- rýna stjórnina og flokkinn þegar stjómin stendur sig betur og flokk- urinn er að gera meira en nokkum tímann áður hefur verið gert. Menn mega ekki gleyma því, seg- ir Sjálfstæðisflokkurinn, að ástandið væri miklu, miklu verra, ef það væri ekki svona slæmt. Það er af þessum ástæðum sem flokkurinn refsar þeim þingmönn- um sem ekki skilja þetta góða ástand og þessa góðu stjóm. Ingi Bjöm Albertsson segir til aö mynda að flokkurinn sé sífellt að refsa sér og hann hafi veriö rekinn úr stjóm Sementsverksmiðju ríkisins. Geir Haarde, formaður þing- flokksins, segir á móti aö Ingi Björn noti hvert tækifæri til að skamma ríkisstjórnina og flokkinn þegar hann tekur til máls í þinginu. Ef flokkurinn er í því að refsa Inga Bimi og Ingi Bjöm er að reka rýtinginn í bakið á flokknum þá mundu flestir halda að það væri betra að Ingi Björn væri í öðrum flokki eða þá að flokkurinn færi frá Inga Bimi. Þeir eiga litla samleið, þingmenn sem era á móti flokkn- um sem þeir era í eða flokkur sem er á móti þingmönnunum sem mynda flokkinn. En þetta er taktík sem er liður í þeirri áætlun flokksins aö ögra kjósendum sínum og egna þing- menn sína til að vera á móti sér til að hrinda fram þeirri stefnu að flokkurinn losni við þá fylgismenn sem ekki geta samþykkt það sem flokkurinn gerir. Flokkur á borð við Sjálfstæðisflokkinn er ekki flokkur, sem vill að fólk sé í honum, heldur flokkur sem hefur forystu án þess að forystan þurfi að hafa áhyggjur af fólkinu í flokknum. Hvað þá að fólkiö í flokknum hafi áhyggjur af flokknum eða foryst- unni. Sérstaklega á þetta við ef fólk er að agnúast út í flokkinn eða það að efast um að hann geri rétt. Það er dauðasynd. Flokkurinn er að gera rétt og fólki á að líða vel jafn- vel þótt því líði illa. Þingmenn flokksins eiga ekki að vera að skamma flokkinn þótt þeir vilji skamma flokkinn því slíkir þing- menn geta einfaldiega farið úr flokknum, ef þeir skilja ekki hvað flokkurinn er að gera til að láta fólkinu líða vel. Ef fólk er óánægt þá á það ekki að vera óánægt því því líður vel þótt því líði ekki vel. Það á að láta sér líða vel, hvort sem því líður vel eða ekki, því flokkurinn segir að því líði vel. Það sama gildir um þingmenn. Þeir hafa ekki rétt fyrir sér ef flokkurinn hefur rétt fyrir sér og jafnvel þótt flokkurinn hafi ekki rétt fyrir sér þá hafa þeir ekki leyfi til að segja frá því af því að flokkur sem hefur aÚtaf haft rétt fyrir sér, hefir áfram rétt fyrir sér, hvort sem hann hefur rétt fyrir sér eða ekki. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.