Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993.
9
Utlönd
IGabriel
HÖGGDEYFAR
STERKIR, ORUGGIR
ÓDÝRIR!
Starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar drepnir við höfuðstöðvamar:
Skaut mennina með
rússneskum herrrffli
- morðln skipulögð af ókunnum manni sem þekkti vel til og kunni til verka
„Hann leit upp og viö horfðumst í
augu eitt augnablik. Svo sneri hann
sér aö bflunum og skaut mennina
einn af öðrum gegnum rúðumar,"
sagði sjónarvottur að morðum á
starfsmönnum handarísku leyni-
þjónustunnar, CIA, við höfuðstöðv-
amar í Langley, rétt utan við Wash-
ington.
Tveir menn létu þegar lífið og tveir
aðrir era lífshættulega sárir. Fimmti
maðurinn særðist lítillega. Sjónar-
vottar sögðu að maðurinn hefði verið
einkennflega kuldalegur til augn-
anna og ekki sýnt minnstu svipbrigði
þegar hann myrti mennina og gekk
rólega í burtu.
Umferðin hafði stöðvast við inn-
keysluna að höfuðstöðvunum og
gekk morðinginn milli kyrrstæðra
bíla og skaut. Af lýsingu sjónarvotta
að dæma var riffillinn rússneskur
af gerðinni AK-47. Þeir vora upphaf-
lega framleiddir fyrir sovéska her-
inn.
Yfirmenn CIA segjast enga vitn-
eskju hafa um hvað morðingjanum
gekk tfl. Hans er leitað en án árang-
urs til þessa. Undarlegt þykir að
starfsmenn CIA skuli einir myrtir
og bendir það til að maðurinn hafi
átt eitthvað sökótt við stofnunina.
Tilburðir morðingjans benda til að
hann hafi þekkt til hjá CIA og jafn-
vel verið þjálfaður leyniþjónustu-
maður. Atburðurinn minnir á gaml-
ar njósnamyndir en starfsmenn CIA
útiloka að rússneskur njósnari hafi
átt í hlut enda erfitt að benda á tfl-
gang Rússa með aðgerð af þessu tagi.
Uppruni vopnsins breytir þarna
engU um. Reuter
Norskirvísinda-
taxaveiru
Tveir norskir vLsindamenn frá
Tromsö hafa náð merkum tíma-
mótum í rannsóknum sínum á
smitandi blóðleysi í laxi, BLA, sem
hefur kostað norska laxeldis-
menn um tíu mifljarða íslenskra
króna. Nú þykir það hafið yfir
allan efa að það er veira sem veld-
ur sjúkdóminum.
Eftir tveggja ára rannsóknir
hefur vísindamönnunum tekist
að fá veiruna til að lifa og dafha
i einangruðum fiskiframum í til-
raunastofunni. Það er nauðsyn-
legt til aö geta fundiö aðferðir til
að beijast viö sjúkdóminn.
Sjúkdómur þessi varð til þess
að Frakkar og Spánveijar hættu
innflutningi á óslægðum norskum
eldislaxi um áramót. Bannið var
síðan fellt úr gildi þar til fram-
kvæmdastjóm EB tekur afstöðu
tilþessummiðjanfebrúar. ntb
LISTASMIÐJAN
NÓATÚNI 17, RVK, S. 623705
OG
NORÐURBR. 41, HAFNARF., S. 652105
LAMPAR
LISTMIJMR
GJAFAVÖRUR
Tveir menn létu lífið og tveir aðrir særðust lífshættulega í tilræði sem minnir helst á gamaldags njósnamyndir.
Mennirnir voru starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, og voru á leið til vinnu í höfuðstöðvum stofnunar-
innar. Svalur náungi með kuldalegt augnaráð og rússneskan riffil skaut mennina einn af öðrum af stuttu færi.
SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-81 47 88
Simamynd Reuter
Karl Bretaprins
samþykkir skrif in
Karl Bretaprins hefur ákveðið að
aðhafast ekkert gegn blöðunum sem
birtu samtal hans og Camillu Parker
Bowles í síma. Þar játaði Karl henni
ást sína og hún á móti.
Ýmsum þótt vafi leika á hvort þetta
væra í raun og vera þau tvö. Ákvörð-
un Karls þykir benda til að hann telji
ekki fært að bera af sér áburð blað-
anna og að símtalið sé ófalsað.
Siöanefnd bresku blaðanna bauð
Karli að mótmæla en hann vísaði
boðinu frá í gær. Sérfræðingar 1
málefnum konungsfiölskyldunnar
segja að Karl vilji umfram allt forð-
ast frekara umtal enda stendur hann
nú höllum fæti og óvíst hvort hann
verður nokkra sinni konungur.
Talsmaöur konungsfjölskyldunnar
sagði að Karl ætti engra kosta völ.
Útilokað væri að ríkisarfinn bland-
aði sér í rannsókn á áreiðanleika
frétta í ómerkilegum blöðum.
Á sama tíma færast í aukana kröf-
ur um að Karl verði sviptur réttinum
til konugserfða og að Vilhjálmur
prins verði valinn í staðinn. Karl léði
ekki máls á þessu og vill verða kon-
ungur með Díönu sér við hlið.
Reuter
Um leið og hjónaband Karls og Di-
önu fór út um þúfur minnkuðu að
mun líkumar á konungdómi Karls.
Teikning Lurie
Boddíhlutir og lugtir
Mjög gott verð
Nýkomin stór sending af
boddíhlutum í flestar
gerðir bifreiða, t.d.:
Mercedes Benz árg. ’75-’90
Ford Escort árg. ’86-’90
BMW 300 árg. ’83-’90
BMW 500 árg. ’82-’87
Lancer árg. ’85-’91
Colt árg. ’85-’91
o.fl. tegundir.