Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Qupperneq 10
10_____ Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 26. JANUAR 1993. Atviiiiiuleysiðí Finnlandi orðið 18,6 prósent Míkil aukning varð á atvinnu- leysi í Finnlandi í desembermán- uði. Viö áramót voru 461 þúsund Finnar án atvinnu, eöa 18,6 pró- sent vinnufærra manna, og hafa þeir aldrei vériö fleiri í sögu landsins. Atvinnuleysingjum fjölgaöi um 41 þúsund í desembermánuði ein- um og 120 þúsund á undanfömu ári. Atvinnumálaráðuneytið kynnti tölur sinar á sama tíma og ríkis- stjórn og stjórnarandstaða reyna að koma sér saman um aðgerðir til að efla efnahagslífið. Það hefur þó ekki borið árangur til þessa. Finnar era ekki vanir miklu atvinnuleysi og það er ekki lengra síöan en árið 1990 að það var undir fiórum prósentum. Klnverjarætla að stækka fiski- Kínversk stjómvöld hafa áhuga á að koma upp risastórum fiski- skipaflota til úthafsveiða fyrir aldamót í kínversku dagblaði kom fram í gær að landbúnaðarráðuneytið ætlar aö tryggja bankalán upp að einum milljarði króna á hverju ári frá 1993 til 1995 fyrir flski- menn sem vilja kaupa nýja togara til úthafsveiða og tæki tíl vinnslu í landi. Blaðið sagði að stjómvöld væru nú að leita að fleiri erlendum samstarfsaðilum til fiskveiðanna. Rykið dustað af gamla norræna rúnaletrinu Rykið hefur nú verið dustað af rúnaletrinu, bókstöfum vflting- anna, með nútímaútgáfu sem ger- ir það brúklegt á því herrans ári 1993. Þetta er árangur af sérstakri skriftarsamkeppni sem tímaritið Aktuel Grafisk Information efndi Markmiö samkeppninnar var að búa til í fyrsta sinn norrænt nútímaletur sem sækti innbiást- ur sinn í rúnirnar. Sigurvegarinn var sænski ieturhönnuðurinn Lennart Hansson frá Maimö. Nýja letrið heitir Runic Serif og þykir heifdarsvipur þess ákaflega norrænn. Studebakerfrá 1958, ekinn 115 km,tilsölu Bifreið af tegundinni Stude- baker Champlon, árgerð 1958 og ekin aðeins 115 kílómetra, verður seld á uppboði á raorgun, 27. jan- úar. Upphaflega stóð til að gefa bíi- inn konu nokkttrri í brúðargjöf. Brúðkaupinu var hins vegar af- lýst og bíllinn settur inn í skúr í bænum Neison á Nýja-Sjálandi. Þar hefur hann svo verið síðast- liðin 26 ár. í bflnum eru engin sætisbelti. Bretarblýfastir við sjónvarpið Bretar eru sjónvarpssjúklingar upp til hópa og sumir þeirra, eða fimmtán prósent, mundu ekki slíta sig frá imbanum að eiiífu þótt þeir fcngju 100 milljónir króna fyrir vikið. Þetta kemur fram í skoðana- könnun í dagskrárblaðinu Radio Times sem var gerð opinber í gær. FNB, Beuter og Btteau Ekkert lát á árásum Króata í Krajina: Vilja hrekja Serba burt frá sfrönd Adríahafsins Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fór fram á það í gær að króatískar hersveitir hyrfu á brott frá þeim hér- uðum Króatíu sem eru á valdi Serba og hafa verið undir umsjá Samein- uðu þjóðanna síðastliðið ár. Króatar hafa sótt inn á svæðin undanfama fjóra daga. Öryggjsráöið fordæmdi árásir Kró- ata á sveitir SÞ harðlega og krafðist þess að þegar í stað yrði látið af þeim. Tveir franskir friðargæslufiðar létu lífið og þrír særðust í bardögum viö Novigrad í gær. Króatíski herinn vísaði því á bug að hann bæri ábyrgð á dauða mann- anna þar sem yfirmönnum sveita SÞ heföi verið tilkynnt um aðgerðimar með 90 mínútna fyrirvara. Króatísku sveitimar hafa náð mörgum mikilvægum stööum í Kraj- ina-héraði á sitt vald og Króatar hafa sagt að þeir ætli að hrekja Serba burt frá strönd Adríahafsins að nýrri Króatískir hermenn ganga hjá líki serbnesks manns sem féll I bardög- unum I Króatíu I gær. Simamynd Reuter vopnahléslínu. Sveto Letica aðmíráll, yfirmaður í sjóher Króatíu og tengfliður við sveitir SÞ, sagði að vopnahlé væri háð því að Serbar hörfiiðu tuttugu kílómetra aftur fyrir núverandi vopnahléslínu. I bardögunum undanfama daga hafa Króatar náð undir sig hæðunum í kringum Maslenica brúna, flugvöll- inn í Zemunik og veginn að honum. Króatamir hafa farið inn á svæði sem áttu að vera hlutlaus og undir eftirliti SÞ en vora í raun á valdi serbneskra sveita. Átökin í Króatíu undanfama daga og auknir bardagar í nágrannalýð- veldinu Bosníu hafa deyft vonir manna um að takist að semja um frið á ráðstefnunni í Genf. Evrópu- bandalagið hvatti til að endi yrði bundinn á bardagana og Rússar hót- uðu að beita sér fyrir alþjóðlegum refsiaðgerðumgegnKróatíu. Beuter Nú liggur fyrir að bilun varð í rafkerö á Scandic Crownhótelinu í Edinborg skömrau eftir aö leið- togar ríkja Evrópubandalagsins náðu þar sáttum íýrir jól. í samn- ingunum fengu Danir undanþágu frá Maastricht-sáttmáiamim. Lögregluna grunaði að kveikt hefði verið í hótelinu enda vildu EB-andstæðingar í Skotlandi halda þar fund á sama tíma og leiðtogamir en fengu ekki. Þvi taldi lögreglan vissara að kanna málið mjög nákvæmlega. Rannsóknin leiddi i ljós aö ekki var kveikt i. Tölvuleikireru Á annað hundrað ungmenni í Japan hafö þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna þátttöku sinnar í tölvuleikjum. Frá þessu skýrði fréttastofön Kyodo um helgina ög gat þess að tilfeliin væru I raun miklu mun fleiri. í Bretlandi hafa einnig komiö fram svipuð tilfelli en blikkandi tölvuljósið á m.a. aö orsaka yfir- lið. Nintendo, sem framleiðir fleiri tölvuleiki en flestir aðrir, hefur þegar tilkynnt að málið verðí skoðað. Krókódílasporí Norður-Englandi Sérfræðingar á Norður-Eng- landi hafö fundið fótspor við strönd Northumberland. Að mati þeirra eru sporin, sem em á stærð við mannslófö, likust krókódílasporum. Þó er talið að dýrið, sem hér um ræðir, hafi verið uppi um 100 miiljón árum á undan risaeðl- unni og einkum lifað á plöntum og láðs- eða lagardýrum. Nálægt tuttugu spor hafa fund- ist en sams konar spor fundust á þessum slóðum fyrir 120 árum. Talið er aö dýrið hafi framan af lifað 1 sjónum en síðan farið á land. Kaþólikkar, sem komast ekki til að skrifta, þurfa ekki lengur að örvænta. Síðar á árinu er gert ráð fyrir aö þeir sem ekki eígi heiman- gengt til prestins geti sent synda- játningar sínar með bréfasíraa. Breska blaðið Observer skýrði frá þessari fyrirhuguðu breyt- ingu í tölubíaöi smu í gær. Sérs- takir bréfasimar verða notaöir til þessarar starfsemi og verða þeir kynntir á kaupstefnu um „trúar- tæki“ í Vincenza á ítaliu síðar á árinu. Skemmst er að minnast að nú geta trúræknir einstaklingar sent bænir sínar með aðstoð bréfa- síma til Jerúsalem en ísraelskt fyrirtæki sér um aö koma skila- boöunum fyrir í Grátmumum. Bannaðaðmála Stjómmálamenn í Belgiu íhuga nú að herða dýraverndunarlögin þar í landi. í þinginu er nú um- ræða um lög og reglugerðir sem mn. banna Belgum að mála kjúklinga sína en sfík iðja er jafn- an ómissandi í páskahaldl þeirra. Ritzau og Reuter Chelsea Clinton, einkadóttir Bandaríkjaforseta, fór I nýja skólann I fyrsta sinn I gær og virðist fara ágætlega á með henni og skólasystrunum. Simamynd Reuter Clinton vill leyf a homma í hernum - forsetadóttirin Chelsea kom í nýja skólann í gær Bill Clinton Bandaríkjaforseti neit- aði í gær að láta undan harðri and- stöðu frá hemum og þinginu og hét því aö efna loforð sitt um að afnema bann á hommum innan hersins. Clinton sat nærri tveggja klukku- stunda langan fund með sex mönn- um úr herráðinu, þar á meðal for- manninum, Colin Powell hershöfö- ingja. Talsmaöur Clintons sagði eftir á að fundurinn hefði verið vinsam- legur en að forsetanum hefði ekki verið haggað. Talsmaðurinn, George Steph- anopoulos, sagði að Clinton mundi tilkynna um stefnu sína á næstu dög- um. Hann sagði að herráösmennimir hefðu lýst yfir áhyggjum sínum við forsetann vegna málsins en þeir virtu vald hans til að taka ákvarðan- ir sem yfirmaður herafla landsins. Forsetinn fundar í dag með leiðtog- um demókrata og repúblikana til að ræða áhyggjur þeirra yfir áætlunum hans. Clinton skýrði frá því í gær að hann hefði skipað eiginkonu sína, Hillary, sem formann sérstakrar nefndar sem á að endurskoða heilsugæslu- kerfi Bandaríkjanna. í nefndinni sitja ráðherrar og embættismenn úr Hvíta húsinu. Nefndin á að skila til- lögum eftir eitt hundraö daga. En það var fleira að gerast hjá for- setafjölskyldunni í gær því dóttirin Chelsea mætti í fyrsta sinn í nýja skólann sinn, einkaskóla sem böm fyrirfólksins í Washington sækja. Blaöafulltrúi Hillary Clinton sagði að forsetafrúin heföi fylgt dóttur sinni í skólann fyrsta daginn. Chelsea mætti snemma því hún þurfti að innrita sig í áttunda bekk. Skólagjöldin em vel á sjöunda hundrað þúsund krónur. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.