Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Síða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993.
Spumingin
Reynir þú að borða
kolvetnaríka fæðu?
Guðmundur Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri: Ég pæli ekki í því
hvað ég borða, ég et það sem mig
langar í.
Þórunn Snorradóttir nemi: Já, eigum
við ekki að segja það.
Ólafia Magnúsdóttir húsmóðir: Já,
auðvitað reyni ég þaö.
Steinar Jónsson nemi: Ég spái ekki
mikið í það hvað ég boröa.
Knútur Óskarsson nemi: Nei, aldrei,
ég sneiði hjá henni.
Hafdís Ingvarsdóttir sölumaður: Ég
er grænmetisæta.
Lesendur
Ætlum við að berj-
ast við sjálfa okkur?
Marteinn skrifar:
Nú heyrast heróp úr herbúðum
launþegasamtakanna. Foringjarnir
eru komnir í herklæðin og hvetja til
sameiginlegrar baráttu fyrir bættum
kjörum. Þetta er barátta gegn ríkis-
valdinu fyrst og fremst, því hinn títt-
nefndi vinnumarkaður, sem sam-
anstendur af launþegafélögunum og
atvinnurekendum, hefur ekki í nein
hús að venda önnur með kröfur sínar
en í stjómarráðið. En þar situr ríkis-
stjóm sem er jafn ráðþrota og ríkis-
stjómir hér hafa verið svo oft áður.
Þær hafa lítið annað lagt til en aö
taka erlend lán á lán ofan. Núver-
andi ríkisstjórn er þó eitthvað öðru-
vísi þenkjandi en sumar hinar fyrri
að því leyti að núna er því mótmælt
kröftuglega að ganga eina ferðina
enn til erlendrar lántöku. En þetta
er einmitt það eina sem launþega-
samtökin og þeir stjórnmálamenn,
sem eru í stjórnarandstöðu, leggja til
sameiginlega að gert verði. Ónnur
em úrræðin ekki. - Erlend lán sem
eiga að vera eins konar smyrsl á þau
sár sem atvinnuleysi og úrræðaleysi
hafa sett á þjóðarlíkamann.
En em erlendar lántökur nokkuð
annað en mýraljós þegar allt kemur
til alls? í hvað myndu þessi lán fara?
- Fyrir mitt leyti er ég alveg viss um
í hvað þau myndu fara. Þau myndu
fara að mestu leyti til útgerðarinnar
og landbúnaðarins, rétt eins og mest
af erlendum lánum hefur gert til
þessa. Það myndi verða úthlutað
hungurlús hér og þar um alla lands-
byggðina til skipakaupa eða end-
umýjunar á vinnslutækjum en í eng-
ar varanlegar framkvæmdir.
Þegar þetta liggur nú ljóst fyrir er
það stór spurning hvað annað við
getum gert til að ráða niðurlögum
atvinnuleysis og hindra frekara hrap
efnahagslífsins. - Þessu er enn ósvar-
að. Hins vegar er það ljóst að þegar
nú er blásið til baráttu til að sækja
aukin laun og kjarabætur, þá er and-
stæðingurinn í raun óþekktur. -
Nema við ætlum að berjast við sjálfa
okkur. Það verður þá væntanlega
ekki barist oftar í þessu þjóðfélagi,
því það þolir ekki meira af innbyrðis
baráttu.
Stjórnarráðshúsið. - Hefur hínn sameiginlegi vinnumarkaður ekki í önnur hús að venda með kröfur sinar?
Þér villist! - Athugasemd við f orystugrein
Ásdís Erlingsdóttir skrifar:
Eftir að hafa lesið leiðaraskrif rit-
stjóra DV, hr. Ellerts B. Schram,
undir heitinu „Útlægir í eigin landi“,
komu mér í hug orð Jesú Krists er
hann sagði: „Þér villist af því að þér
þekkið hvorki ritningarnar né mátt
Guðs“ (Matt. 22—29). Ritstjóri sagði
m.a. „Þeir (ísraelsmenn; innskot
bréfritara) svífast einskis í ódrepandi
og óslökkvandi hefndarþorsta gagn-
vart Edwald Mikson."
íslenska ríkisstjómin er búin að
lýsa því yfir að hún hafi ekki áhuga
á að draga Mikson fyrir dóm í ísrael
en aftur á móti hafa starfsmenn
Wiesenthal-stofnunarinnar óskað
eftir því að þeir fái að leggja spurn-
ingar fyrir E. Mikson og vilja einnig
fá að hafa vitnaleiðslur ef vitni eru
ennþá til staðar. Það er mín skoðun
að E. Mikson eigi að samþykkja að
svara spumingum og leyfa (ef til
kæmi) vitnaleiðslu á hendur sér. Því
hvað er að óttast? Hann hefur bæði
í ræðu og riti lýst sig saklausan af
öllum þeim ákæmm sem fram hafa
komið á hendur honum.
Ritstjóri segir einnig: „Svo ætlast
ísraelsmenn til þess að aðrar þjóðir
hafi samúð með þeim og standi vörð
um tilvem þeirra!“ Auðvitað leita
ísraelsmenn sem aðrar þjóðir eftir
samstarfi, vináttu og skilningi í eigin
málum.
Ég hefi áhuga á að biðja ritstjóra
DV, Ellert B. Schram, að svara þess-
ari spumingu: Er það skoðun rit-
stjórans að það myndi þýða fyrir
ísraelsmenn búsetta í arabaríkjun-
um að knýja fram sjálfsstjóm í eigin
málum eða fá að stofna sjálfstætt ríki
gyðinga búsettra innan arabaríkj-
anna - eða á íslandi?
Hallgrimskirkja í Reykjavík. „Þarfn-
ast enn stuönings og á slíkan stuðn-
ing raunar vísan,“ segir m.a. í bréf-
inu.
DV áskilur sér rétt
til ad stytta aðsend
lesendabréf
Pípuorgel
Hallgrímskirkju
Slgurður E. Haraldsson, framkvstj.
Orgelsjóðs Hallgrimskirkju, skrifar:
í DV 14. þ.m. birtist bréf þar sem
kaup á orgeli í Hallgrímskirkju em
m.a. gerð að umræðuefni. Höfundur
kýs að geta ekki nafns síns að fullu,
skammstöfun látin nægja, sem gæti
vísað til fjölmargra. Greinarhöfund-
ur stillir kirkjulegu starfi og fram-
kvæmdum í kirkjum landsins gegn
hjálp við nauðstadda. Slíkur mál-
flutningur kemur á óvart.
Á kirkjunnar vegum er haldið úti
þjálparstarfi og hefur svo verið í
mörg ár. Á þeim vettvangi er miklum
fjármunum varið til hjálpar þeim
sem hennar þurfa við. Er það svo að
bréfritara sé Hjálparstofnun kirkj-
unnar ókunn? Ef því er þannig varið,
ætti hann kynna sér það mikilvæga
og þakkláta starf sem kirkjunnar
menn standa að. Hafi bréfritari vitn-
eskju um þetta starf virðist grein
hans fjarri sanngimi.
í þjóðfélagi okkar streyma miklir
fjármunir í ýmsar áttir en lítill hluti
hafnar í búnaði í kirkjum landsins.
Meginmáli, hvað varðar orgelið í
Hallgrímskirkju, skiptir þó að á löng-
um tíma hafa góðviljaðir gefendur
látið fé af hendi rakna og þær gjafir
verið sérstaklega merktar kaupum á
orgeli í kirkjuna.
Og nú er orgelið komið á sinn stað
og er mikil gersemi. Hafi greinarhöf-
undur ekki átt þess kost að hlýða á
það er hann boðinn velkominn í
kirkjuna. Hallgrímskirkja þarfnast
enn stuðnings og á slíkan stuðning
raunar vísan. Vinir og velgjörðar-
menn helgidómsins á Skólavörðu-
holtinu em margir og viða að komn-
ir. Gegn þeim mun reynast erfitt að
ganga.
Þeirtuðaum
sjómannalaunin
Guðm. Þ. Ásgeirsson á mb. Brynj-
ari, Bildudal, hringdi:
Manni er farið að blöskra um-
ræðan um hin „háu sjómanna-
laun“, oftast rangtúlkuðum og af
mönnum sem oftar en ekki hafa
aldrei til sjós verið. Fyrir u.þ.b. 2
árum kom rússneskur togari með
rækju inn til Bíldudals. Af sam-
tölum við þessa menn kom í Ijós
aö t.d. 2. stýrimaður þessa skips
haíði í laun um 120-130 þús. ísl.
kr. árslaun. - Vilja menn hér að
þetta verði hlutskipti íslenskra
sjómanna sem hugsanlega færu
með leiguskipum til veiða fyrir
rússnesk útgerðarfyrirtæki?
Afskriftaþörf
bankanna
Ingólfur skrifar:
Einn og hálfur milljaröur í ai'-
skriftasjóð íslandsbanka! - Og
fleiri bankar leggja fyrir fúlgur
fjár í þessu skyni í sérstaka sjóði
sem þeir nota vegna tapaðra út-
lána. Er furða þótt bankarnir
krefjist hærri og hærri vaxta? En
hvers konar bankastjórn er þetta
orðin? Er sífellt verið að lána
sömu vanskilamönnunum eða
eru veðin ekki nægilega trýgg?
Er ekki eitthvað að hjá banka-
kerfinu sjálfu?
Hann geturþá
barakærtokkur
E.K. hringdi:
Hún var roggin með sig hjúkr-
unarfræðingurinn sem rætt var
við í sjónvarpsfréttura Stöðvar 2
sl. fimmtudagskvöld. Hún var
ekki á því að gefa eftir x deilunni
um uppsagnarfrestinn eða
staldra við þáttinn sem tengist
mannúðarstarfi sem þessar heil-
brigðisstéttir segjast sinna Hún
hreytti bara framan í alþjóð:
Hann getur þá hara kært okkur
- og átti þá við heilbrigðisráð-
herraxm. Gera þessar stéttir, sem
hóta ýmist verkfalli og útgöngu
þessa dagana, sér ekki grein fyrir
því að þaö hefur enginn eða mjög
fáir samúð með málstað þeirra,
því hann er rangur?
Spörumein-
kennisfatnað
Árni Árnason skrifar:
í umræðunni um einkennis-
fatnað á opinbera starfsmenn
hefur komið í ljós að hér er um
mikinn kostnað að ræða fyrir rík-
iö og þar rneð alla skattgreiöend-
ur. - Nú er tækifæri til að skera
niöur og það umtalsvert.
Lögreglunni t.d. nægja þægileg-
ar blússur ýmist fyrir vetur eða
sumar ásamt einkennishúfum.
Prestar geta klæðst einfóldum
skikkjura sem sauma má á hvaða
saumaverkstæði sem er. Einíald-
ara getur þetta ekki orðið, og
spamaður upp á tugi milljóna á
opinberum einkennisfatnaði ein-
um.
GöngmilKEvrópu
ogAmedku?
Ólafur Guðmundsson skrifar:
Ég las í erlendu blaði fyrir
nokkrum mánuöum xim rann-
sóknir á því að gera görig á milli
Evrópu og Ameriku, þáixnig að
bílar gætu ekið á milli. •• Ekki
voru þessi göng undir sjávar-
botni, heldur eins konar fljótandi
sívalningar neðansjávar til að
losna við mesta öldurótið.
Ekki man ég hvaða blað þetta
var eða hvar ég las þetta, minnir
að það hafi jaínvel verið á ein-
hverri biöstofunxii.- Ef einhver
man eftir þessum skrifum þá
væri ég og e.tv. aðrir þakkiátir
ef sá hinn sami vildi benda á blað-
ið, t.d. í gegnum lesendadálk DV.
■oaÉ^SíÍHÍiaKHniliiÉÍM^_____