Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR13. FEBRÚAR1993 Fréttir Norðurland eystra hefur haft tvo samgönguráðherra í röð: Göng, vegir og brýr fyrir 2,6 milljarða 100 þúsund krónur til hvers íbúa kjördæmisins á einungis sex árum Framkvæmdir viö vegi, brýr og göng í Norðurlandskjördæmi eystra hafa kostað ríkissjóð um 2,3 milijarða frá árinu 1988. I ár stendur tíl að veita 360 milljónir króna í vegafram- kvæmdir í kjördæminu. Á sex árum fara því ríflega 2,6 milljarðar í sam- göngubætur í þessu 26 þúsund manna kjördæmi. Þetta jafngildir því að hver íjögurra manna fjölskylda í kjördæminu hafi fengið tæplega 400 þúsund krónur í sinn hlut. Til samanburðar má geta þess að í vegaframkvæmdir og brúargerð á landinu öllu hafa farið tæplega 12,4 milljarðar frá árinu 1988.1 ár liggur fyrir tillaga um að framlagið verði allt að 3,9 milljarðar. Samtals gerir þetta tæplega 16,3 milljaröa, eða um 250 þúsimd krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu öllu. Af þessum samanburði að dæma má vera ljóst að Steingrímur J. Sig- fússon, fyrrverandi samgönguráð- herra, og Halldór Blöndal, núverandi samgönguráðherra, hafa gert vel við kjördæmi sitt. Hefðu allir landsmenn átt að fá jafhmikið til samgöngubóta og íbúar Norðurlands eystra hefði orðið að hækka heildarútgjöld ríkis- sjóðs til þessara mála um tæplega 10 milljarða, eða um tæplega 60 pró- sent. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerð ríkisins fóru tæplega 1,3 millj- arðar í gangagerð í gegnum Ólafs- fjarðarmúlann á árunum 1988 til 1992. Lítíö hefur verið um brúar- framkvæmdir á sama tíma. Á síðasta ári var þó ráðist í brúargerð við Grenivík og í Öxnadal fyrir 40 millj- ónir. Nýverið boðaði Halldór Blöndal að eitt brýnasta verkefnið á sviði sam- göngumála væri lagning nýs vegar til aö tengja saman Norðurland og Austurland. Enn hefur ekki verið ákveðið að ráðast í þessa fram- kvæmd en samkvæmt upplýsingum, sem DV hefur aflað sér hjá Vegagerö- inni, myndi kostnaðurinn verða allt að einn milljarður. Fyrir þessu verki er mikill áhugi ixman kjördæmisins en meðal þing- manna úr öðrum kjördæmum ríkja efasemdir. Telja margir að á Norður- landi eystra hafi nóg veriö að gert í ráðherratíð Steingríms J. og Hall- dórs. Óþarfa „menningarvegur" er til dæmis nafngift sem efasemda- menn hafa notað í umræðunni. -kaa Raímagnfóraf: Eldingar ollu raf- magns- leysinu „Það voru eldingar sem ollu útleys- ingum á línunum, línurnar í Geitháls og Hamranes fóru báöar út,“ sagði Gunnar Aðalsteinsson, aðstoðar- rekstrarstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, við DV í gærkvöldi. Rafmagn fór af á öllu Suðvestur- landi, að höfuöborgarsvæðinu með- töldu, á sjötta tímanum í gær. Raf- magnslaust var í rúman klukkutíma víöast hvar. Símasambandslaust var víða síð- degis í gær og fram eftir kvöldi. -Ari Mikið var að gera í aðalstjórnstöð Landsvirkjunar á Bústaðavegi i gær þegar rafmagnið datt út. DV-mynd Brynjar Gauti Jón Baldvin með f lugvél Flug- málastjórnar á f lokksf undi - ráðherrum leigð vélin á 25 þúsund tírninn en ráðuneyti greiða 55 þúsund Jón Baldvin Hannibalsson hefur tvisvar sinnum í þessari viku fengið flugvél Flugmálastjómar til aö fljúga með sig vegna fundaherferðar al- þýðuflokksráðherranna og þing- manna flokksins í vikunni. Jón Baldvin fór með áætlunarflugi tíl Sauðárkróks á mánudag. Þar héldu ráðherrann og Össur Skarp- héðinsson, þingmaður flokksins, fúnd í Safnahúsinu um kvöldiö. Dag- inn eftir fúndinn á Sauðárkróki bað Jón Baldvin um vél Flugmálastjóm- ar til að sækja sig til aö geta veriö viðstaddur ríkisstjómarfund á þriöjudagsmorgun. Vélin fór árla morguns af stað til að sækja ráðherr- ann norður og tókst að koma með hann í tæka tíð til Reykjavíkur. Á þriöjudagskvöldiö áttu þeir Jón Baldvin og Ossur að halda annan fund - þá á Sigluflrði. Jón Baldvin lét þá flugvél Flugmálastjómar fljúga með sig norður.aftur. Þar sem ófært var flugleiðis til Siglufjaröar var flogið til Sauðárkróks og fór ráð- herrann þaðan í bíl til fundarins. Ráöherrann flaug síöan aftur með íslandsflugi suður. Samkvæmt upplýsingum DV leigir Flugmálastjóm ráðherrum vélina á 25 þúsund krónur á klukkustund. Þar er um að ræða kostnaðarverö. Aðrir, þar á meðal ráöuneyti, þurfa hins vegar að greiöa 55 þúsund krón- ur fyrir vélina á tímann. Það er út- leiguverð með álagningu. í reglugerð um Flugmálastjómar- vélina kveður á um að hún skuli ein- göngu leigð aðilum hjá ríkinu - ekki einkaaðilum eins og stjómmála- flokkum. Samkvæmt þessu ferðast ráðherrar eingöngu meö vélinni í erindum tengdum embætti sínu. Uppgj ör fyrir flugvélina fer fram með þeim hættí að Flugmálastjóm, sem er ríkisstofnun, sendir viðkomandi ráðuneytum eða stofnunum reikn- inga sem síðan em greiddir úr ríkis- sjóði. -ÓTT Belladonna á Flugleiðahótelinu igærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauli. Belladonna: Alltaf gamanað koma hingað „Ég er alveg hættur öllum stór- um keppnum en ég hef mikla ánægju af því að heimsækja al- þjóðleg mót eins og þetta. Þetta er í annað sinn sem ég kem hing- að tíl þessa faUega lands. Þaö er aUtaf gaman að koma hingað,“ segir italski bridgesniUingurinn Giorgio Belladonna sem er meðal fjölmargra erlendra gesta á Bridgehátíð Flugleiða sem hófst í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. BeUadonna er goðsögn í bridge- heiminum, en hann hefur 13 sinnum örðiö heimsmeistaii í greininm á ámnum 1957-75, oftar en; nokkur annar. ; Spilafélagi hans er lietro Forquet sem 12 sinnum hefur hampaö heims- meistaratitíi. -ÍS/Ari Stuttar fréttir Báðu ekki um frekari greiðsJusiöðvun Forráðamenn EG í Bolungarvik óskuðu ekki eftir framlengingu á greiðslustöðvun fyrirtækisins sem rann út í gær. Ekki hefur enn komið firam krafa um gjaldþrota- skipti og Jónas Jóhannsson hér- aðsdómari sagði í gær að málið gæti dregist. Bæjarstjómin í Bol- ungarrfk hefúr óskað eftír tafar- lausum fúndi við Landsbankann og Byggðastofnun um atvinnu- málin á staönum. Kemtaraverkfall? Fulltrúaráð Kennarasambands Islands ákvaö í dag að láta fara fram allsheijaratkvæðagreiöslu um verkfaU frá 22. febrúar Ríkisendurskoðun telur að Qár- málaráöuneytíð hafi ranglega fært 1700 milljónir króna til ríkis- útgalda áriö 1991 í stað ársins 1992. Nýbirtur ríkisreikningur 1991 sýni þrf verri afkomu en efhi standitil. Forystumenn smábátaeigen eru öskuillir og mótmæla hai lega vegna tillagna tvíhöfí nefndarinnar um afnám króí leyfirins. Arthúr Bogason sagð Stóö tvö i gær að hér væri mil slys a ferðimú. Þýskir fiskinnflytjendur æ að hætta að kaupa fisk af Noi monnum ef þeir ‘ ' KS verktaka um byggingu stúd- entagaröa Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.