Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 1'3. EEBRÚAR lð93 borð fyrir gesti. Sá bar, sem þjónað hefur matar- gestum í gegnum tíðina, hefur verið á fleygiferð um salinn hingað og þangað og oft á hjólum. Nú er honum fundinn fastur samastaður. Stofa til minningar um Jóhannes Móttakan eða lobbíið er einnig mjög nálægt upprunalegu formi, stólar, borð og Ijósakrónur eru að miklu leyti þau sömu og voru hér í upphafi. Suðurgangurinn er að grunninum til eins og hann var upp- runalega og þar var mikið stuðst við Ijósmyndir. Skreytingar þar eru nýj- ar og farin var einfaldari leið við enduruppbygginguna og ekki lagt í eins mikla harðviðarsmíði og annars staðar var gert. í Jóhannesarstofu inn af anddyr- inu eru húsgögn öll upprunaleg en sem shk er hún alveg ný og var ekki þar áður. Þama var fatageymsla en hún er nú inni í veitingasalnum sjálf- um. Ættingjar Jóhannesar voru okk- ur mjög innan handar með að útvega okkur muni úr eigum hans til að gera stofuna eins skemmtilega og hún er. Herbergin fara að mörgu leyti í upprunalegt horf en þau voru aldrei í jafn háum gæðaflokki og þau eru nú. Þau eru mun tæknilegri og rík- mannlegri nú enda voru kröfumar allt aðrar og minni hér áður fyrr, það var allt annar standard ef svo má að orði komast á þjóðinni þá en nú er. Stílhnn er mjög í þessum gamla anda á herbergjunum en þau eru mjög tæknivædd. Það eru 3 símar á hverju herbergi, faxhnur og tölvulín- ur, sjónvarp með tengingu við gervi- hnattadisk og myndbandakerfi, út- varp, kassettutæki og geislaspilarar. Þegar verið var að endurhanna alla umgjörð hótelsins var mikið lagt á sig til að umgjörðin væri sem líkust því sem gerðist á árum áður. Sá við- . ur (eik) sem notaður er á hótehnu er til dæmis ekki lakkborinn. Viðurinn var allur reyktur með saltsýru og ammoníakssýru, borið á ( hann bón, síðan litabón, sem skilur eftir sig rákir í kverkum á viðnum, þannig að hann lítur út fyrir að vera gamall. Síðan var þriðja bónlagið borið á,“ sagði Páh. -IS Flestöll húsgögnin í móttökunni eru upprunaleg. Páll Hjaltason arkitekt I veitingasal Hótel Borgar. Anddyrið á Hótel Borg er svo til nákvæmlega eins og það var við opnun hótelsins fyrir 60 árum. DV-myndir Brynjar Gauti Páll Hjaltason, arkitekt við enduruppbyggingu Hótel Borgar: Reynt að halda í gamla formið - sumir hlutar hótelsins nákvæmlega eins og fyrir 60 árum „Það var reynt í megindráttum að halda í form hússins eins og það var upphaflega, árið 1930. Menn hafa lagt á sig töluvert erfiði og umstang til þess að gera það mögulegt," sagði Páh Hjaltason arkitekt sem undan- fama 4 mánuði hefur haft faglega yfirumsjón með enduruppbyggingu Hótel Borgar. „Það sem var fært hvað næst upp- runalegu formi er anddyrið sem er svo th nákvæmlega eins og það var fyrir 60 árum. Það tókst með hjálp gamaha Ijósmynda og síöan var kaf- að niður á grunnmálninguna, hún litgreind og málað eftir henni. Veggmyndir voru mældar upp eftir ljósmyndum og allt gert á sem vís- indalegastan hátt th að eftirlíkingin yrði nákvæm. Síðan er matsalurinn mjög nærri upprunalegri mynd ef barinn á miðju gólfinu er undanskh- inn. Hann er nýr en þar var enginn bar upprunalegá, heldur eingöngu Gamalt hótel hafið til vegs og virðmgar a ny: Losnaði ekki við Hót- el Borgar-bakteríuna - sagði Tómas A. Tómasson, hótelstjóri Hótel Borgar „Hótel Borgar-ævintýrið byrjaði hvað mig varðar árið 1984. Þá gisti ég nokkrar nætur á hótelinu með það fyrir augum að taka á leigu veitinga- rekstur th þess að opna Hard Rock Café. Þá fékk ég bakteríuna en það varð ekkert úr því þá en ég fékk samt þessa ólæknandi Hótel Borgar bakt- eríu. Ég er búinn að vera að sverma fyrir hótelinu síðan,“ sagði Tómas A. Tómasson, hótelstjóri Hótel Borg- ar, í samtali við DV. Tómas hefur verið umsvifamikih í veitingarekstri á undanfómum árum og hefur rekið Hard Rock Café frá árinu 1987 og rekur einnig veit- ingastaðinn Ömmu Lú í Kringlunni. Hann festi nýverið kaup á Hótel Borg sem Jóhannes Jósepsson („Jóhannes á Borg“) byggði árið 1930. Tómas hefur hrundiö af stað miklum og kostnaðarsömum endurbótum á hót- elinu með það að markmiði að færa það th fyrri vegsemdar. „Á þeim tíma þegar urðu eigenda- skipti á hótelinu var ég ahtaf að velta fyrir mér möguleikanum. Lands- bankinn var eigandi og síðan Reykja- víkurborg og þá hringdi ég í fuhtrúa Reykjavíkurborgar og hann sagði mér að ef ég hefði áhuga þyrfti ég að koma og ræða það strax. Ég byrjaði á þvi að gista hér eina nótt í sumar og þá féhust mér hendur og ég hætti við. Þegar ég kynnti mér aöstæður fannst mér þetta of viða- mikið verkefni og það dundi ein- hvem veginn yfir mig og varð yfir- þyrmandi. Svartsýnin náði algerlega tökum á mér. En hótehð lét mig ekki í friöi og var stöðugt í huga mér. Svo tveimur vikum seinna hafði ég aftur samband við fuhtrúa Reykjavíkurborgar og sagði þeim að ég hefði áhuga á þessu. Það varð úr að ég keypti Hótel Borg og var skrifað undir samningana 3. september." Merkilegur dagur í lífi mínu „Þriðji september er merkhegur dagur í ferh mínum sem veitinga- húsastarfsmanns. Ég byijaði að læra matreiðslu þann 3. september árið 1967. Þann 3. september 1984 skrifaði ég undir samninginn um Hard Rock Café og 3. september árið 1992 skrif- aði ég undir samninginn um kaup á Hótel Borg. Á þessum degi hef ég því stigið mörg af stærstu skrefum lífs míns. Tæpum mánuði eftir að skrifað var undir, þann 1. október, tók ég síðan við hótelinu. Við lokuðum strax hót- elinu og ætluðum þá aö fara út í létta andlitslyftingu fyrir svona 10 mhlj- ónir króna. Það var tala sem var al- gjörlega úr lausu lofti gripin, það var svona slumpað á hana. En þegar farið var að vinna í þessu þurfti að gera aðeins meira hér og aðeins meira þar th þess að gera vel og nú hefur þessi tala vaxið mikið. Ég gæti trúað að talan fari upp í 80-100 milljónir enda gera menn ekki endurbætur á 3 þúsund fermetra húsi fyrir 10 mihjónir. Skemmtistaður og hótel eiga illa saman Það var strax ákveðið að feha niður skemmtistaðinn, enda gengur það ekki að vera með hótel og skemmti- stað í sama húsinu af þessari stærð- argráðu. Ennfremur eru gerðar þær'breyt- ingar á hótehnu að fækka herbergj- um og stækka. Það voru hér 47 her- bergi upphaflega en það voru aðeins 44 þeirra í notkun þegar ég tók við. Þau verða að loknum endurbótum 35 talsins, öh með baði. Það verða hér 5 svítur ef tumherbergi er tahð með, 8 eins manns herbergi og af- gangurinn tveggja manna herbergi. Þau eru öh mjög fullkomlega útbú- in enda verður Hótel Borg ekki ódýrt hótel. Það verður í svipuðum verð- flokki og Hótel Holt og Hótel Saga. Hótehð mun aldrei verða fuhbúið því alltaf er hægt að bæta og gera bet- ur,“ sagði Tómas. Staðsetning hótelsins ergóð „Staðsetning Hótel Borgar er mjög góð, þannig að þegar fram líða stund- ir ætti það að vera thvahnn staður að gista fyrir þá sem eiga erindi á hinar ýmsu stofnanir eða staði í næsta nágrenni. Auk þess hef ég tekið eftir því að mörgum þykir afskaplega vænt um Hótel Borg og hafa áhuga á því að hótelið sé í góöu standi. Eg hef orðið var við það núna eftir að formlega var opnað á nýjan leik hér að áhugi fyrir því að halda árshátíðir héma er mjög mikih og við emm með pant- að langt fram í tímann th árshátíða- halds. Það er hins vegar erfiðara að segja í hvað stefnir með bókanir hótel- gesta. Þetta er hótel sem er frekar htið og er ekki mikið í þvi að taka á móti hópum. Þess vegna er ekki bók- að mjög langt fram í tímann. Þetta era svona 2-3 vikur fram í tímann sem við vitum um bókanir. Það er ekki orðið neitt áhyggjuefni hjá okkim enda er hótehð ekki al- mennhega komið í gang ennþá. Það er aðeins hluti herbergjanna sem kominn er í gagnið. Það er auðveld- ara að fylla 35 herbergi heldur en 2-300. Þegar allt er komið í gott stand, sem það er reyndar á góðri leið með að verða, þá held ég að hótehð eigi ( eftir að höfða til fjölda fólks. Ég hef lagt áherslu á að fá hingað mjög góða matreiðslumenn. Yfirmat- ( reiðslun}aðurinn, Sæmundur Kristj- ánsson, var á Ömmu Lú í eitt ár og erlendis hjá flugfélaginu SAS í tvö ár. Síðan erum við með matreiðslu- menn sem vora hjá veitingastaðnum Við Tjörnina (Gunnar Jónsson) og á Horninu (Margrét Össurardóttir),“ sagðiTómas. -ÍS Tómas A. Tómasson, hótelstjóri Hótel Borgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.