Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR13. FEBRÚAR1993 11 ígulkeravimisla flutt til Njarðvíkur: Verður að vera nærri útflutningsflugvelli Samkomulagiö undirritað í Njarðvík. Frá vinstri Robin Kawada, sem á sams konar fyrirtæki í Bandaríkjunum, Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarðvík, Ellert Vigfússon, annar eigandi ígulkera, og Sólveig Þórðardóttir, forseti bæjarstjórnar. Ægir Már Káxason, DV, Suðumesjum; „Við erum ekki eigendur að ígul- keravinnslunni, heldur aðilar að tilraunavinnslu. íslensk ígulker hf. sjá alfarið um vinnsluna og bera ábyrgð á henni. Aðstoð okkar við verkefnið felst í því að leigja þeim húsnæði auk annarrar fyrirgre- iðslu,“ sagði Kristján Pálsson, bæj- arstjóri í Njarðvík, í samtali við DV.. „íslensk ígulker hafa verið með tilraunavinnslu á ígulkerum í Stykkishólmi en það er nauðsyn- legt að færa vinnsluna nær Kefla- víkurflugvelh vegna útflutnings. Þess vegna varð samkomulag á mifli fyrirtækisins í Stykkishólmi og Njarðvíkurbæjar að hefja hér tilraunavinnslu. Markmiðið er að stofna fyrirtæki sem getur náð traustum samböndum á Japans- markaði með útflutningi á ígul- kerahrognum. Fyrirtæki með 40-50 manns í vinnu. Það yrði mikið happ fyrir okkur á Suðurnesjum ef þessi tilraun heppnaöist og skapaði störf fyrir stóran hóp í mörg ár,“ sagði Kristján Pálsson. „Það er þýðingarmikið fyrir okk- ur að flytja hingað. Nauðsynlegt að vera nálægt flugvelflnum til að þessi rekstur beri sig. Það er vegna hrognanna. Þegar búið er að taka þau úr ígulkerinu eru þau mjög viðkvæm í flutningi. Þola ekki flutning með bílum eins og vegir hér eru á veturna. Þess vegna verð- um við að vera mjög nálægt flug- velli. Við hefjumst strax handa við að gera húsnæðið hér klárt í vinnsl- una. Byrjum síðan á fullu. Til að byrja með verðum við með vinnsl- una í Stykkishólmi. Lokum ekki þar fyrr en við erum komnir af stað hér í Njarðvík. Um 20 manns eru í vinnslunni í Stykkishólmi - laus- ráðið fólk sem vár sagt í byrjun að þetta væri tilraun sem gæti brugðið til beggja vona. Það gekk ekki upp þar vegna flutningsins. Ekki hægt aö taka þá áhættu að hrognin eyði- leggist í flutningi og eina lausnin að færa starfsemina nær flugvell- inum,“ sagði Ellert Vigfússon, ann- ar eigandi íslenskra ígulkera hf., í samtali við DV. „Ég er viss inn það að það gengur hvergi að stofna tíl ígulkeravinnslu hér á landi nema í tengslum við flugvöll og það öruggan völl því þegar við byrjum að senda út má ekki sending falla niður. Við erum að tala um allt að 10 tonn af hrogn- um á dag. Sjómenn veiða ígulkerin og við kaupum af þeim og erum einnig með kafara. En það er ekki víst að hægt sé að stunda veiðar allt árið. Við vitum að á Breiðafirði hrygna ígulkerin í maí. Þá er ekki hægt að stunda veiðar og við þurfum að kanna hvort hrygning er á öðrum tímum, t.d. annars staðar á land- inu. Það er maður hér að aðstoða okkur. Hann á sams konar fyrir- tæki í Bandaríkjunum og er með 250 manns í vinnu. Hann kaupir af okkur og aðstoðar að koma þessu af stað gegn því að við seljum hon- um ígulkerin," sagði Ellert. IMISSAIM PATROL EIGUM FYRIRLIGGJANDI TIL AFGREIÐSLU STRAX NISSAN PATROL GR. SLX TURBO DIESEL Inflvar Helgason hf. Sævarhöföi 2,112 Reykjavík P.O. Box 8036, Sími 674000 Bílasýning um helgina frá kl. 14-17 • VEL 2,8 TURBO DIESEL • LÚXUSINNRÉTTIN FYRIR 6 FARÞEGA • ÚTVARP MEÐ CASSETUSPILARA • TVÆR ÖFLUGAR MIÐSTÖÐVAR • SAMLÆSINGAR OG RAFDRIFNAR RÚÐUR • 100% DRIFLÆSING Á AFTURÖXLI • BREIÐAR FELGUR 31"HJÓLBARÐAR • VERÐ SEM KEMUR Á ÓVART KOMIÐ OG SKOÐIÐ ÞENNAN GLÆSILEGA BÍL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.