Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 23
LAUGARÐAGUR13. FEBRÚAR1993 23 Ford-keppnin: Hjálpar stúlkum að komast í fyrirsætustörf Ford-keppnin mun fara fram seinni partinn í mars en ekki hefur enn verið valinn dagur. Ástæðan er sú að fulltrúi Ford Models mun koma hingað til lands sömu helgi og Ford- keppnin fer fram á írlandi og þar hefur ekki verið negldur niður ákveðinn dagur. Skilafrestur á myndum var ákveðinn til 19. febrúar en þær myndir sem berast um helg- ina 20. og 21. febrúar verða með í keppninni. Þetta er í sjötta skiptið sem DV heldur Ford-keppni. Aður var það Vikan sem sá um keppnina og þar á undan tískublaðið Líf. Keppnin hefur farið fram á hveiju ári síðan 1982. Flestar þær stúlkur, sem hafa sigrað í keppninni, hafa farið til útlanda og reynt fyrir sér í fyrirsætuheiminum. Helga Melsted og Andrea Brabin hafa t.d. báðar orðið vinsælar fyrir- sætur. Gengið vel í New York Frænka Helgu, Lilh Karen Wdow- iak, sem sigraði í Ford-keppninni árið 1989, hefur allt frá því hún tók þátt í keppninni starfað við fyrir- sætustörf erlendis. Lilh er heima nú um stimdir en hefur verið búsett í New York í tvö ár. „Mér hefur geng- ið mjög vel í New York, fengið nóg að starfa og hef ekki þurft að kvarta. Eftir fríið mitt hér heima mun ég fara til Miami ásamt kærasta mínum en við ætlum að vinna þar einhvern tíma,“ segir Lillí Karen. „Mér bauðst að koma til Miami eða Þýskalands að vinna. Það er í raun undir mér sjálfri komið hvert ég vil fara, ég þarf ekki lengur að biðja um vinnu.“ Lihí Karen hélt til Noregs eftir að hún hafði tekið þátt í keppninni Su- permodel of the World í Kaliforníu. Síðan hélt hún til Ítalíu og starfaði þar um tíma. „Ég ákvað svo að fara til Bandaríkjanna og hef verið þar síðan,“ segir hún. „Það er mjög auð- velt að vinna í Bandaríkjunum og mér hefur gengið betur þar heldur en í Evrópu. Mér hefur t.d. gengið mjög vel að fá vinnu í New York.“ - Fellur þér þetta líf vel? „Þetta er erfitt og getur orðið þreyt- andi. Þess vegna er nauðsynlegt að taka sér gott frí á milli. Hins vegar er starfið líka mjög skemmtilegt, sér- staklega þegar vel gengur. Maður verður að hafa brennandi áhuga á starfinu og gefa sig aha að því,“ seg- ir Lihí. „Ef menn hafa áhuga fá þeir mikið út úr þessu. Starfinu fylgir nefnilega mikið af ferðalögum. Ég hef ferðast mjög mikiö innan Banda- ríkjanna." Margtaðvarast Lilh Karen starfaði við mikla aug- lýsingaherferð á íþróttavönnn sl. - skilafrestur rennur út um næstu helgi Lilli Karen hefur haft mikið að gera sem fyrirsæta í New York og vann m.a. við mikla auglýsingaherferð með íþróttafatnað sl. haust. haust en hún hefur helst viljað vinna fyrir vöruhsta. „Þessi auglýsinga- herferð gekk mjög vel og er líklegast stærsta verkefni mitt. Eg hef frekar unnið sem ljósmyndafyrisæta en á tískusýningum." - En finnst þér ekkert erfitt að búa í New York? „Nei, ahs ekki. Hins vegar er leiga á íbúðum mjög dýr á Manhattan, ég hef greitt yfir sextíu þúsund á mán- uði fyrir litla íbúð. Ef maður hefur góð laun þá er það í lagi en leiga er miklu ódýrari fyrir utan borgina.“ - Hefur eitthvað komið þér á óvart í fyrirsætustarfinu? „Já, líklegast hversu „dirty buis- ness“ þetta er í rauninni. Þaö er margt heldm* óskemmthegt sem maður verður að vara sig á. Fyrir- sæta þarf að vera mikih mannþekkj- ari th að byrja með og passa sig á öhum hornum. Þó má maður ahs ekki vera kuldalegur." - Þú ætlar engu að síður að halda áfram? „Já, það er farið að ganga svo vel að ég get haldið áfram hvenær sem ég vh,“ segir Lálh Karen sem er 22ja ára. Gengiðvelytra Ágústa Ema Hilmarsdóttir sigraði í Ford-keppninni árið 1988, aðeins fimmtán ára. Hún tók þátt í keppn- inni Supermodel of the World í Los Angeles um sumarið en hélt síðan út í heim strax um haustið. Ágústa Ema starfaði við fyrirsætu- störf í Míianó, London, París og Hamborg þar sem hún reyndar byij- aði ferilinn. Núna er hún í Hohandi að sýna á tískusýningum fyrir Mód- elsamtökin en hún hefur starfað fyr- ir þau síðan hún kom heim. Ágústa hefur ekki starfað við fyrirsætustörf erlendis að undanfomu enda er hún sest á skólabekk í öldungadehd MH og ætiar að taka upp það sem hún hefur misst. Bryndís Ólafsdóttir varð Ford- stúlkan 1990. Hún hafði ekki mikinn áhuga á að að starfa erlendis við fyr- irsætustörf. Bryndís hefur hins veg- ar verið vinsæl fyrirsæta hér á landi. Bima Bragadóttir sigraði í keppn- inni 1991. Hun hefur starfað mikið erlendis, bæði á ítahu og í Japan. Bima hefur einnig starfað mikið hér á landi sem fyrirsæta, jafnt á tísku- sýningum sem í auglýsingum. Margir urðu hissa þegar hin unga Vigdís Másdóttir var kjörin Ford- stúlkan 1992. Vigdís hefur spjarað sig vel. Hún starfar við fyrirsætustörf hér heima og á sjálfsagt eftir að halda út í heim þegar hún nær þeim aldri sem heppUegstur er til slíkra ferða. Vigdísi á örugglega eftir að ganga vel, enda er hún ákjósanlega há fyrir starfið og skartar rauöu faUegu hári. Það er ekki nokkur spuming að þátttaka í Ford-keppninni opnar möguleika fyrir ungar stúlkur að komast í fyrirsætustarfið, jafnt hér á landi sem erlendis. GrundvöUur þess að halda út í heim er þó brennandi áhugi á starfinu því oft þarf að fóma miklu hér heima. EUeen Ford hefur sagt að stúlkur á aldrinum 18-19 ára séu á besta aldr- inum til að heíja fyrirsætustörf úti í heimi. Á þeim aldri vita þær hvað þær vUja og era orðnar sjálfstæðar. Auk þess sem þær hafa aflað sér lág- marksmenntunar. Keppnin Supermodel of the Worid fer fram í Los Angeles í júU en sigur- vegari hér á landi mun taka þátt í þeirri keppni. TU miktis er að vinna því sigurvegari keppninnar fær samning við Ford Models skrifstof- una í New York upp á rúmar fimmt- án milljónir íslenskra króna. Að auki era í verðlaun glæsilegir demants- skartgripir. Þær stúlkur sem hafa takið þátt í keppninni hafa haft einstaka ánægju af henni, enda er farið með þær eins og prinsessur þá tíu daga sem dvaUð er í borginni. Þar sem Etieen Ford tekur ábyrgð á öUum þeim ungu stúlkum sem taka þátt í keppninni er öryggisgæsla mjög mikti og engin stúlka fær að fara ein síns Uðs út af hóteU því sem gist.er á. TU skamms tíma bjuggu stúlkumar á hóteh því sem kvikmyndin Pretty Woman var tekin á. Nú er um að gera aö senda tvær myndir af sér í keppnina, andUts- mynd og aðra þar sem aUur líkaminn sést. Best er að senda myndir sem atvinnuljósmyndari hefur tekið en það er ekki skUyrði. Munið að senda myndimar sem fyrst og merkja þær: Ford-keppnin, helgarblað DV, Þver- holti 11,105 Reykjavik. -ELA Ágústa Erna Hilmarsdóttir, sigur- Lilli Karen Wdowiak, sigurvegari vegari ársins 1988. 1989. Bryndís Olafsdóttir, Ford-stúlkan 1990. Birna Bragadóttir, Ford-stútkan Vigdís Másdóttir, Ford-stúlkan1992. 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.