Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR13. FEBRÚAR1993 Handboltahetjan úr Val fagnar sigri: Get alveg hugsað mér atvinnumennsku aftur - segir Geir Sveinsson fyrirliði sem skoðar nú tilboð frá Spáni og æfir á fullum krafti fyrir HM í Svíþjóð Geir Sveinsson ásamt unnustu sinni, Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur (dóttur Arnars Jónssonar og Þórhildar Þorleifs- dóttur) og syninum Arnari Sveini sem er átján mánaða. Hann fæddist tveimur vikum áður en afi hans, Sveinn Björnsson, lést. Guðrún er núna að ná sér eftir erfiða aðgerð. „Aödragandi bikarleiksins var í raun ekki svo mikill þar sem íslandsmótiö er spilað mjög þétt samhliða. Við spiluðum leik miðvikudaginn á und- an þannig að tíminn til að hugsa um Selfossleikinn var mjög lítill. Það var ekki fyrr en á fóstudeginum sem allt fór að snúast um hann. Vissulega var þó miklu meiri spenna í manni held- ur en fyrir venjulegan leik. Umtalið fyrir leikinn hafði verið gífurlega mikið og jókst eftir því sem á leið. Það er gríðarleg stemning á Selfossi gagnvart handboltanum. Ég held að það hafi varla getaö verið heppilegra hvaða hð mættust, ekki síst vegna þess að bæði Sigurður Sveinsson og Einar Þorvarðarson, þjálfari hðsins, höfðu áður spilað með Val. Það urðu nokkrar deilur mihi hðanna þegar þeir fluttu sig austur fyrir fjall. Þá skapaðist leiði og spenna sem aldrei hefur almennilega losnað um. Það voru því ekki eingöngu leikmenn að kljást á vellinum heldur líka deiluað- har sem höfðu tekist á utan vaUar fyrir tveimur árum,“ segir Geir Sveinsson, 29 ára handboltasnilling- ur og fyrirliði Valsara, í viðtali við helgarblað DV. Valsarar hafa hrósað bikarsigri aUa vikuna og fagnaðarlátunum virðist ekkert ætla að hnna. Uppselt var á leikinn og komust færri aö en vUdu. Geir hefur haft nóg að gera jafnt í einkalífinu sem á vellinum en sambýhskona hans, Guðrún Helga Amardóttir, þurfti að fara í erfiða aðgerð sl. mánudag á Landspítalan- um, daginn eftir leikinn. Þá hefur Geir hafið æfingar fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem fram fer í Svíþjóð í næsta mánuði. Landshðið æfir tvisvar á dag um þess- ar mundir fyrir það mót. Þá er ekki langt síðan Geir lék með heimshðinu þannig að segja má að veturinn sé viðburðaríkur. Ekki eru þó margir mánuðir síðan Geir kom heim frá Spáni þar sem hann lék handbolta sem atvinnumaöur í þrjú ár. Rígurvegna félagaskipta Geir segir að handbolti sé mjög vin- sæU á íslandi í dag þó að aðsóknartöl- ur í landsleikjum sýni það ekki: „Það er geysUeg stemning fyrir bikar- og íslandsmótinu. Við fundum sérstak- lega hvemig stemningin magnaðist dag frá degi fyrir úrslitaleikinn. Þaö varð hka tíl þess að enginn vUdi missa af honum. - Fannst þú fyrir einhveijum ríg á vellinum vegna félagaskipta þeirra Sigga Sveins og Einars? „Nei. Ég spUaði ekki hér á landi þegar þeir skiptu um hð þannig aö ég var fyrir utan þessar deUur. Það hefur aUtaf verið gott á miUi okkar. Ég býst heldur ekki við að þessi rígur hafi verið mUU leikmanna heldur fremur hjá stjómarmönnum og áhorfendum. Menn áttu mjög erfitt með að kyngja því að tapa fyrir Sel- fyssingum." Sanngjarn sigur - Voruð þiö þá mjög sigurvissir fyrir leikinn? „Ekki get ég sagt það. Úrsht í síð- ustu leikjum móti Selfyssingum vom okkur í óhag. Viö notuðum tímann mjög vel og okkur tókst, með hjálp hver annars, að teija okkur trú um að við værum betra Uð og við trúum því auðvitað enn. Ég tel að við höfum unniö sanngjaman sigur þótt þeir séu ekki á sama máh. Við eigum svo örugglega eftir að mætast aftur í ís- landsmótinu, hvemig sem það fer. Það sem er kannski skemmtilegast við þetta allt er að á sunnudeginum voram við að spila og mikil átök urðu á velhnum, menn tókust á og ýmis fúkyrði fuku. Tveimur dögum seinna þurftum við aö hittast og spila saman í landshðinu, við sem þar spilurn." - Erað þið famir að kvíða heims- meistaramótinu? „í sjálfu sér ekki. Við erum reynsl- unni ríkari eftir fimm stór mót, tvenna ólympíuleika og þijú heims- meistaramót. Ég er að minnsta kosti ekki kvíðinn enda höfum við engu að tapa. Þó illa fari erum viö ekki úr leik þar sem við eram með þátt- tökurétt vegna keppninnar hér heima eftir tvö ár. Hins vegar er allt- af mjög mikil pressa á okkur utan frá og hún á eftir að aukast til muna. Ef við byijum vel þá grípur þjóðina handboltaæði og alhr fylgist með. Hins vegar vih enginn kannast við okkur ef iha gengur. Þessi stuðning- ur er mjög af hinu góða þó mér finn- ist menn kannski fuUfljótir að snúa við okkur bakinu. Það má segja að viö beram þó nokkra ábyrgð innan gæsalappa," segir Geir og ítrekar að aUt sé þetta leikur. „Við erum ekki aö tapa neinum fjárhæðum," segir hann, „né heldur lífi eða limum.“ Spáirfimmta til sjötta á HM - Hveijuspáirþúumúrshtmótsins? „Við vorum beðnir að spá fyrir heimsmeistaramótið 1978 og menn vora þá fulhr bjartsýni og vUdu meina að við kæmum heim með heimsmeistaratitihnn. Við komumst ekki einu sinni í tólf hða úrslitin og síðan hefur verið talað um þá keppni sem „þrjá svarta daga í Danmörku". Ég vil því ekki vera svo bjartsýnn að spá okkur fyrsta sætinu. Hins vegar myndi ég telja að fimmta til sjötta sæti væri viðunandi árangur. Með smáheppni gætum við spUað um bronsið eins og á ólympíuleikunum.“ - Er strangt æfingaprógramm hjá ykkur á næstunni? „Við höfum ekki mikinn tíma, aö- eins íjórar vikur. Áður en við fórum á ólympíuleikana í Kóreu æfðum við saman í fjóra mánuði. Þá var sagt að við værum í ofþjálfun og þess vegna hefur verið horfið frá þeirri stefnu að æfa svo mikið. Fjórar vikur era taldar passlegar en með mjög stífu æfingaprógrammi. Við æfum tvisvar á dag aUa daga vikunnar. Við förum til Frakklands í næstu viku og munum síðan fara í æfingabúðir á Selfossi. Einnig munum við spUa við Dani og Pólveija hér heima. Stór hluti landshðsins verður að taka sér frí frá vinnu meðan á þessu stendur. Þaö er ekkert annað hægt. Hins veg- ar segir það sig sjálft að á meðan menn era ekki í vinnu hafa þeir ekki tekjur. Þess vegna hefur HSÍ komið tíl móts við okkur með fjárstyrk svo menn tapi ekki á að vera í landslið- inu.“ Kom heimvegna föðunnissis Geir var á Spáni í þijú ár og lék í fyrstu með tveimur Uðum þar. Hann hefur nú tílboð í vasanum um að koma aftur og segist vera að hugleiða það: „Það getur vel verið að ég fari aftur. Okkur leið mjög vel á Spáni. Það voru ytri aðstæður sem flýttu fór minni heim. Faðir minn, Sveinn Bjömsson, lést þegar ég var úti en tveimur vikum áður eignuðumst við son, Amar Svein, sem nú er átján mánaða. Þetta hafði mikU andleg áhrif á bæði mig og Guðrúnu, sér- staklega hana þar sem hún var enn viðkvæm eftir fæðinguna. Ég taldi mér trú um að ég væri í góöu and- legu jafnvægi en þegar fór aö vora aftur fann ég að svo hafði ekki verið. Mér leið hreint ekki of vel og það var erfitt að vera frá fjölskyldu og vinum á svo erfiöum stundum. Kannski þess vegna leitaði hugurinn oft heim og stefnan var sett á heimferð þá um haustið. Þegar fór að hða að heim- ferðinni fóra að koma upp efasemdir þjá mér hvort ég væri að gera rétt. Togstreitan magnaðist rétt áður en ég tók þátt í ólympíuleikunum en það var einmitt þá sem ég tók endanlega ákvörðun um að snúa heim. Það var hins vegar mjög erfitt að koma heim. Mig langaði aftur utan og fór hálf- partinn aö sjá eftir að hafa komið heim. Ég var sífeUt að spyija sjálfan mig hvort ég hefði tekið ranga ákvörðun. í dag er ég þó sannfærður um að ákvörðunin var rétt,“ segir Geir og bætir við að ekki hafi skemmt fyrir hversu vel hafi gengiö.“ Alltaf á hlaupum í fyrstu bjuggu Geir og kona hans í Granoles sem er rétt utan við Barce- lona: „Þar kunni ég mjög vel við mig. Síðan bjó ég eitt ár í Valencia og kunni einnig mjög vel við mig þar. Ég hefði getað haldið áfram en afþakkaði það. Hins vegar er vel hugsanlegt að ég fari aftur. Það er hlutur sem ég ætla að skoða í róleg- heitum. Spánveijar eru mun rólegri en við. Þeim liggur ekki lífið á og kjósa að gera hlutina á morgun frek- ar en í dag. Þetta er elskulegt fólk sem vfil allt fyrir mann gera. Annað varö ég áþreifanlega var við á Spáni en það var hversu mikinn tíma ég hafði til að gera eitthvað annað en spUa handbolta. Þar æfði maður og spUaði og gat síðan farið heim og slappað af. Maður gat því hvUt sig og nært betur en hér heima og það skUar vitaskuld mun betri árangri. Mér fannst ég læra mjög mikið á þessum þremur árum og er sannar- lega reynslunni ríkari. Því miður eram við á hlaupum aU- an daginn hér heima, við vinnum fuUan vinnudag, komum hlaupandi á æfingu án þess aö hafa borðað af einhveiju viti og verðum fyrir bragð- ið þreyttir og slappir," segir Geir. Þegar Geir kom heim frá Spáni kom hann móður sinni til hjálpar við að reka Skósöluna, Laugavegi 1, sem faðir hans hafði áöur séð um rekstur á. „Mamma hafði lítiö komið nálægt rekstrinum. Ég haföi hins vegar starfaö talsvert með fóður mínum í búðinni, farið með honum á sýningar og þess háttar og var því meira inni í þessu. Það var ein af ástæðunum fyrir heimkomu minni.“ íþróttirnar sameinuðu feðgana - Voruð þið samrýndir feðgar? „Ég vildi að við hefðum verið sam- rýndari. íþróttimar tengdu okkur mikið en það var kannski helst á því sviðinu sem við ræddum saman. Þó aö pabbi hafi alla tíð verið gallharður KR-ingur setti hann sig aldrei á móti að ég væri í Val. Eflaust þykir öllum Valsmönnum það sjálfsagt mál að ég spili með Val og verði Valsari alla tíð. Þaö er þó ekkert sjálfgefið í þeim efnum. Ég fann mjög fyrir því sl. sumar þegar menn fréttu að ég væri á heimleið. Allmörg hð höfðu sam- band við mig og buðu mér tO sín en ég ákvað að fara aftur í gamla félagið enda hefði ég annars fengið að heyra það.“ Geir segist hafa byrjað seint að taka þátt í íþróttum. Hann var tólf ára þegar hann byijaði aö spila fótbolta og fór ári síðar í handbolta. „Flestum hefði þótt eðlilegt að ég færi í KR þó ég byggi í austurbænum. Ég vildi fara þangað sem styst væri. Pabbi var mikill stuðningsmaður minn og hjá honum var í raun engin félaga- póhtík. Þegar við vorum að leika á móti KR þá hélt hann frekar með mér þó hann væri einn af þeim allra hörðustu." Atvinnumennskan hafin hér á landi - Hvemig Ust þér á íþróttahreyfmg- una í dag og þau peningamál sem era aö koma upp í sambandi við hana? „Mér líst vel á íþróttahreyfinguna enda var pabbi forseti ÍSÍ í ellefu ár, og átján ár varaforseti, þannig að íþróttir voru alla tíö mikilvægar á mínu heimili. Ég fylgdist alltaf vel meö í gegnum hann en allt snýst þetta um peninga. íþróttir fá mjög htla styrki frá hinu opinbera sem er LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993. öfugt við hin Norðurlöndin. Vegna þess hversu styrkurinn er htih neyð- ast menn til að safna í sjálfboðavinnu með ýmiss konar beth. Þannig hefur þróunin verið og það þarf vitaskuld að finna heppilega lausn á því máh.“ - En er ekíti peningaþörf íþróttafé- laganna stöðugt að aukast? „Það er rétt aö peningar era famir að skipta mun meira máh 1 þessu starfi og ekki síst með tilkomu beinu sjónvarpssendinganna. Möguleikar á auglýsingasöfnun hafa stórbatnað sem þýðir auknar tekjur hjá íþrótta- félaginu og þá vilja leikmenn betri kjör. Þeir era kannski með tilboð frá öðra félagi í vasanum og geta stiht félaginu upp við vegg í þeim efnum. Aht er þetta út af peningum. Það er mjög hætt við að þetta endi í ein- hvers konar atvinnumennsku. í helstu greinum, fótbolta, handbolta og körfubolta, er atvinnumennskan hafin að einhveiju leyti. Kröfumar era orðnar það miklar að ef menn ætla að standa undir þeim geta þeir ekki unnið fuhan vinnudag áður en mætt er á æfingar.“ Handboltinn hindrar brúðkaup Þorbergur Aðalsteinsson landshðs- þjálfari er án efa farinn að huga að hði sínu á heimsmeistaramótinu sem veröur á íslandi árið 1995 en hann mun þjálfa hðið fram yfir þá keppni. Geir segir að landshðiö sé Utiö farið að spá í þá keppni enda sé nóg að hugsa um mótið í Svíþjóð núna. „Ég er auðvitað að komast í eldri mörkin í hðinu því ekki verður maður þar fóru af stað en það tekur hann ekki alvarlega. - Heldur þú að það sé ekki erfitt að vera kona landshðsmanns? „Það era oft þungar byrðar sem lenda á eiginkonunum því óneitan- lega þurfa þær að sjá um aUt heimU- ishald meðan við erum nánast að leika okkur því ekki fáum við greidd laun fyrir. Það er mikið álag á okkur á keppnistíma og oft eram viö ekki undir það búnir að taka við vanda- málunum þegar heim er komið eða gefa eitthvað af okkur. Þetta er vita- skuld mjög erfitt fyrir eiginkonur okkar. Ef við hefðum ekki stuðning þeirra þá væri þetta ekki hægt. Það era forréttindi fyrir okkur að fá að stunda áhugamál okkar svona mikið. Handboltinn hindrar að við getum tekið sumarfrí, hann hindrar að við komumst í helgarferð til útlanda eða að við förum út að skemmta okkur. Við megum ekki sjást á skemmtistöð- um rétt fyrir leiki. Á móti kemur aö við höfum ómælda ánægju af sport- inu,“ segir Geir. Einkamálin aldrei rædd - En ræða leikmenn persónuleg einkamál sín á milli? „Nei, það er eins og þau séu ekki til. Ekki að það sé bannað, það tíðk- ast bara ekki. Auðvitað ættum við að ræða ýmis mál meira og ég t.d. geri mér fulla grein fyrir hversu mikið ég legg á konu mína.“ - Hefur þjálfarinn aldrei fengið ráð- gjafa til að ræða við ykkur á þessum nótum? Geir segir að heppilegt hafi verið að Selfoss og Valur léku saman þar sem sakir varðandi félagaskipti þeirra Einars Þorvarðarsonar og Sigurðar Sveinssonar hafi verið óuppgerðar. „Menn hefðu aldrei getað kyngt ósigri gagnvart Selfossi." Hér fagnar Geir sigri ásamt Degi Sigurðarsyni á sunnu- dag eftir leikinn. DV-myndir Brynjar Gauti fram á efri ár þó enn eigi ég nokkur ár eftir. Hins vegar tel ég það alls ekki sjálfgefiö að ég taki þátt í heims- meistaramótinu eftir tvö ár.“ Geir og Guðrún vora aðeins fimmt- án ára þegar þau byijuðu á fóstu eins og það heitir á unglingamáli. „Við höfum verið saman í fjórtán ár með hléum þó við höfum aldrei hætt sam- an. Guðrún fór í nám í ballett í Eng- landi og síðan til Þýskalands. Einnig var hún að vinna um tíma í Noregi. Það hefur alltaf verið flökkueðh í henni. Ég hef hins vegar aldrei getað shtið mig frá handboltanum og var því aUtaf eftir heima." Þrátt fyrir að þau Guðrún og Geir hafi verið lengi saman hafa þau ekki enn gengið í hjónaband. „Það ætti nú að skeUa á fljótlega þó ekki sé komin dagsetning. Það eina sem ég get sagt er að það er búið að fresta brúðkaupinu nokkuð oft og alltaf vegna handboltans. Síðast stóð þetta til í ágúst en þá skuUu á ólympíuleik- ar. Þó þetta gerist ekki fyrir næsta heimsmeistaramót þá vona ég að það verði fljótlega," segir Geir og brosir. „Að minnsta kosti fyrir keppnina 1995.“ Mikið lagt á eiginkonur Guðrún var nýlega farin að starfa sem flugfreyja hjá Flugleiðum þegar Geir fór til Spánar. Hún vildi ekki strax gefa starfið frá sér þannig að um tíma var hann á Spáni en hún á íslandi. „Ég var því nokkuð mikið einn í fyrstu," segir hann. Geir segir að það hafi orðiö til þess að gróumar „Það væri ekki vitlaust en menn vfija ekki flækja málin of mikið og sumum finnst það buU og kjaftæði að fá sálfræðing. Svona umræöur vUja stundum koma upp ef Ula geng- ur hjá Uðinu. Þorbergur gerði könn- un fyrir heimsmeistarakeppnina 1992 í Austurríki. Hann lagði sama spurningahstann fjóram sinnum fyr- ir okkur. Þar var farið mjög inn á fjölskyldulíf og menn svöruðu nafn- laust. Ég hef því miður ekki fengið neina niðurstöðu úr þeirri könnun en vissulega væri fróðlegt að skoða hana. Ef einhver persónuleg vanda- mál koma upp hjá leikmönnum þá ræða þeir það vitaskuld við þjálfar- ann.“ Þorbergur fær ekki tíu - Er Þorbergur góður þjálfari? „Hann er að mörgu leyti góður þjálfari og aUt öðruvísi en Bogdan. Þær breytingar, sem hann hefur komið með, era flestar af hinu góða. Eflaust hafa alUr leikmenn sínar skoðanir á honum og það hef ég Uka. Það væri auðvitað margt sem ég myndi gera öðravísi ef ég væri þjálf- ari en þó er ekkert stórvægilegt sem ég sé sem betur mætti fara. Þorberg- ur er opinn og tekur gagnrýni frá okkur leikmönnunum mjög vel. Hann fær ágætiseinkunn þó ekki sé það tíu.“ - Hvað ætlar þú að vera mörg ár enn í handboltanum? „Miðað við þá sem era á fuUu í dag þá gæti ég veriö fimm til sex ár enn. Ég verð ekki svo lengi, það er alveg liAo+ “ Sveinn Hallgrímss. skólastj., Hvanneyri |||\ ■ pk • Guðný Eggertsd. | húsm. á Hálsi |" Eggert Kristjánsson 1 stórkaupm. í Rvk | Kristján Eggerísson 1 frá Miðgörðum | Eggert Eggertsson b. í Miðgörðum Valur Gíslason leikari I Rvk Þorbjörg Kjartansd. húsm. I Miðgörðum Valg. Freysteinsd. húsm. I Rvk Valg. Þorbjörnsd. húsm. á Hjalla [^JusmJvl^J [^^n\n-lpalkjj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.