Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR13. FEBRÚAR1993 Stöð 2 sýnir Engil eða óvætti: Hrollvekja blönduð rómantík - í tveggja þátta myndaflokki Stöö 2 býöur upp á tvo tveggja þátta myndaflokka í þessum mán- uði. Sá fyrri hefur þegar veriö sýndirn en hinn seinni verður á skjánum sunnudaginn 21. og mánudaginn 22. febrúar. Einnig var í vikunni sýndur afar spenn- andi íjögurra þátta myndaflokkur, Kaldrifjaður kaupsýslumaður. Hafa því áhorfendur Stöðvar 2 fengið nokkuö fyrir sinn snúð und- anfama daga. Það er bresk/nýsjálensk miniser- ía sem sýnd verður eftir viku, sem nefnist Engill eða óvættur, The Dark Angel, en myndin er gerð eft- ir hinni þekktu spennusögu, „Uncle Silas" sem rithöfundurinn Sheridan le Fanu skrifaði. Sagan er sögð rómantísk og hrollvekjandi en hún gerist á tímum Viktoríu drottningar. Með aöalhlutverk fara leikarinn góðkunni, Peter O’Toole, og img óþekkt leikkona, Batie Edn- ey, en þetta mun hafa verið fyrsta hlutverk hennar í sjónvarpi. Þá leikur Jane Lapotaire stórt hlut- verk í þáttunum. Myndin segir frá sautján ára stúlku, Maud, sem býr ásamt öldr- uðum foður sínum á stóru ættaróð- ah. Faðirinn hefur aldrei haft áhuga á ættarauðnum en þess Hún er sautján ára en ræður yfir miklum auðæfum eftir að faðir hennar deyr. meiri á misheppnaðri stjórnmála- baráttu sinni. Hann hefur ekki mikinn tíma fyrir dóttur sína sem verður gagntekin af málverki af frænda sínum, Silasi. Sá var eitt sinn bendlaður við morðmál og hefur aldrei tekist aö sannfæra aðra um sakleysi sitt. Hin unga frænka er hins vegar viss í sinni sök um að frændinn sé saklaus. Þegar faðir hennar deyr er hún gerð að fjárgæslumanni Sil- asar og flytur hún til hans fljótlega. í erfðaskránni kemur fram að ef Maud lætur lífið fyrir tuttugusta og fyrsta afmæhsdag sinn muni hinn mikh arfur frá föður hennar renna til frændans. Maud hefur ekki búið lengi undir sama þaki og Silas þegar ógnvekj- andi atburðir fara að gerast og hún fær annað áht á frænda sínum. Má reikna með að frændinn vhji eign- ast hinn mikla auö sem hin unga frænka ræður yfir. Það gerist því margt spennandi í þáttunum. Leikarinn Peter O’Toole, sem leikur Shas frænda, er fæddur á írlandi 2. ágúst 1932 og er því sex- tugur að aldri. Hann ólst upp í Leeds á Englandi. Þegar Peter var fjórtán ára hætti hann í skóla og fór að vinna sem sendih fyrir dag- blað. Sautján ára gamall fékk Peter hlutverk á sviði í Leeds Civic The- atre. Það var síðan árið 1955 sem hann hóf að leika fyrir alvöru sem atvinnuleikari. Fyrsta hlutverk í bíómynd fékk hann árið 1960. Árið 1962 fékk hann alvöruhlutverk í kvikmyndinni Lawrence of Arabia Peter O’Toole leikur ógnvekjandi frænda ungrar stúlku í tveggja þátta myndaflokkl. og var thnefndur th óskarverð- launa fyrir það hiutverk. Eftir næstu tvær bíómyndir, Becket (ár- ið 1964) og Lord Jim (1965), var hann orðinn ein af skærustu kvik- myndastjömunum. Síðan hefur Peter O’Toole leikiö í aragrúa kvik- mynda sem vart verða upp taldar hér. Þessi bresk/nýsjálenska miniser- ía, sem sýnd verður á Stöð 2, er gerð árið 1988. Leikstjóri hennar er Peter Hammond. -ELA Finnur þú fimm breytingai? 192 Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í íjós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: ELTA útvarps- vekjaraklukka að verðmæti kr. 5.450 frá versluninni Tón- veri, Garðastræti 2, Reykja- vík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Víghöfði, Sonur Ottós, Kolstakkur og Leik- maöurinn. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri íjölmiölun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 192 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað og nítugustu getraun reyndust vera: * 1. Eyþór Gunnarsson, Heiðnabergi 7,111 Reykjavík. 2. Pálmi Guðmundsson, Kehusíðu 4i, 603 Akureyri. Vinningamir veröa sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.