Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR13. FEBRÚAR1993 Svipmyndin Af hverjum er svipmyndin? dansaði vel. Nú söng hún og dans- aði fyrir manninn sinn í skóginum. Þessum atburði gleymdi hann aldr- ei. Hann varð honum síðan fyrir- myndin að kafla í bók sem vakti mikla athygli. Þau eignuðust fjögur börn. En þrátt fyrir rómantískt upphaf á hjónabandinu gekk það ekki vel er á leið. Sá sem hér er lýst vanrækti konu sína til þess að hljóta frama meðal háskólamanna. Þegar hann var ekki að störfum við háskólann skrifaði hann bæk- ur. Ritstörfin fóru aðallega fram síðla nætur þegar Edith var sofnuð. Þannig gekk þetta til í mörg ár án þess að hann hlyti nokkra viður- kenningu fyrir bækumar sínar. Heimsfrægð Ástæðan til þess að sá sem hér er lýst varði svo miklum tíma í að skrifa var einkum sú að hann stefndi að fullkomnun í flestu sem hann tók sér fyrir hendur. Hvert einasta smáatriði varð að falla rétt að öðram þáttum sagnanna. Vikum saman gat hann setið yfir stuttum kafla. Til að lýsingar hans yrðu sem Ijósastar lá hann yfir landakortum af þeim svæðum þar sem sögumar hans gerðust. Hann gerði sér sömu- leiðis töflur yfir veður, vinda og tunglkomur á ýmsum tímum. Allt varð að koma heim og saman. Sá sem hér er lýst var mjög hrif- inn af tijám. Það mátti rekja til æskuáranna en þá lét hann sér ekki nægja að klifra í þeim heldur talaði hann líka við þau. í nágrenni æskuheimilis hans hafði staðið pílviður. Dag einn hjó einhver tréð en gerði ekkert við það, lét það aðeins hggja. Það kom mjög við þann sem svipmyndin er af og talið er víst að það hafi orðið til þess að tré komu síðar mikið við sögu í bókum hans. Þegar hann var á ferðalagi 1 Sviss keypti hann póstkort sem hann hreífst mjög af. Það sýndi gamlan mann með hvítt skegg og í síðum frakka. Hann varð siðar fyrirmynd einna söguhetja hans. Á árunum 1954 til ’55 kom út þrí- leikur eftir hann. Verkinu var mis- jafnlega tekið. Gagnrýnendur skiptust í tvo hópa. Annar lofaði það hástöfum og taldi það til meist- araverka. Hinn þoldi það ekki. Á miðjum sjöunda áratugnum vora bækurnar gefnar út í kilju- formi í Bandaríkjunum. Þá hlaut sá sem svipmyndin er af mikla frægð. Og síðar varð hans heinis- frægur. Hann var nú ijáður og að auki fékk hann mikla viðurkenn- ingu víða um heim. Hann lést 2. september 1973. Hver var hann? Svar er á bls. 56 Hún var aöeins nítján ára. Hún hét Edith. Þeim sem svipmyndin er af fannst hún sætasta stúlka sem hann hafði nokkra sinni séð. Hann skyldi kvænast henni! En hvemig gat það orðið? Sjálfur var hann aðeins sextán ára og gekk enn í skóla. Báðir foreldrar hans voru látnir og hann var félaus. Edith var gráeygð, með reglulega andlitsdrætti og dökkt, stutt hár. Hún var lágvaxin og fingerð. Sá sem hér er lýst var þroskaður fyrir sinn aldur. Og þrátt fyrir aldurs- muninn fóra þau að vera saman. Edith hafði líka misst foreldra sína. Bæði leigðu þau hjá sama húseig- anda. Það varð til þess að þau kynntust. En margir bæjarbúar fylgdust vel með því sem gerðist. Og brátt gekk um það orðrómur að þau væra far- in að vera saman. Sá sem svip- myndin er af naut leiðsagnar ka- þólsks prests og viðbrögö hans létu ekki á sér standa. Ungi maðurinn varð að heita því að slíta samband- inu við Edith og reyna ekki að taka það upp aftur fyrr en hann væri orðinn myndugur. Sá sem hér er lýst var duglegur nemandi. Hann fékk reyndar svo góðar einkunnir að hann gat farið til Oxford. Daginn sem hann varð tuttugu og eins árs skrifaði hann Edith bréf. Þá höfðu þau ekkert samband haft í þrjú ár. Svarið kom honum úr jafnvægi. Edith var trúlofuð. Hann keypti sér farmiða með jámbraut. Edith tók á móti honum þegar hann kom á áfangastað. Hún hafði ekki gleymt honum og gömlu tilfmningamar sögðu til sín. Um kvöldið hafði hún ákveðið að slíta trúlofuninni og giftast þeim sem svipmyndin er af. Fjögurbörn Nokkuð ár hðu þar til brúðkaup- ið var haldið. Þá hafði fyrri heims- styijöldin brotist út. Sá sem hér er lýst varð liðsforingi í merkjadeild og var sendur til Frakklands. Þar tók sveit hans þátt í hörðum bar- dögum. Margir félaga hans féhu. Sjálfur hélt hann lífi, Uklegast af því að hann veiktist eftir að hafa veriö við víglínuna í fjóra mánuði. Hann var sendur aftur til Eng- lands til að ná sér. En batinn lét á sér standa. Hann hafði fengið svo- nefnda skotgrafaveiki sem hann ætlaöi ekki að losna við. Loks batnaði honum þó. Hann hóf aftur herþjónustu en þurfti ekki aö fara aftur til Frakklands. Edith kom oft í heimsókn. Eitt sinn gengu þau út í sveit og komu þar í Utinn skóg. Skógarferðin var draumi Ukust. Aldrei hafði unga manninum fund- ist Edith faflegri. Biksvart hár hennar gUtraöi í sólskininu. Edith var ipjög tónelsk. Og hún Matgæðingur vikuimar Sætsúr kfn- verskur réttur Gylfi Kristjánssan, DV, Akuieyxi; „Það er ákaflega gaman að bjóða upp á þennan rétt sem er bæði óvenjulegur og spennandi. Þetta er hefðbundin uppskrift sem ég hef verið að bæta og breyta,“ segir María Ósk Steinþórsdóttir, skóla- stjóri í Grímsey, en hún fer í upp- skriftarbók sína í dag og býður upp á sætsúran kínverskan rétt og heimabakað „partíbrauð". Sætsúr kínverskur réttur 500 g svínakjöt 3 msk. hveiti 2 meðalstórir laukar 4 meðcdstórar gulrætur 1 'A paprika (rauð eða græn) 8 ananashringir 1 'A dl ananassafi 1 dl vatn 2 msk. sykur 4 msk. kínversk soja 2 msk. vínedik 2 msk. tómatsósa Svínakjötið, sem er lærissneiðar, er fituhreinsað og skorið í litla ten- inga sem eru brúnaðir á pönnu í 2 msk. af oUu. Þeir era síðan settir í pott og hveiti stráð yfir. Ananassaf- anum hellt yfir kjötið og einnig vatninu, vínedikinu, tómatsósunni og kínversku sojasósunni og sy- - og partíbrauð María Ósk Steinþórsdóttir, skóla- stjóri í Grímsey. krinum stráð yfir. Þetta má byrja að maUa en á meðan er laukurinn skorinn smátt, gulrætumar í þunnar sneiðar, pa- prikan í ræmur og ananasinn í Utla bita. Grænmetið er brúnað í 2 msk. af olíu í um 5 mínútur við meðal- hita. Síðan sett í pottinn með kjöt- inu og þetta er aUt soðið þar til kjöt- ið og grænmetið er orðið vel meyrt. Með þessu eru borin fram soðin hrísgrjón og skál með mandarínu- bátum, eplabitum, ananassneiðum, tómatsneiðum og gúrkubitum. Einnig er gott að hafa með þessu heimabakað „partíbrauð“. „Partíbrauö" 1 'A dl köld mjóUc 1 dl heitt vatn 3 tsk. þurrger 2 msk. sykur 3A tsk. salt 3 msk. mataroUa 1 tsk. kardimommur (duftið) 1 dl hveitiklíð 6-7 dl hveiti Með þetta er farið eins og hvert annað gerdeig. Það er látið forhef- ast á köldum stað þangað tU það hefur tvöfaldast og síðan hnoðað þangað til það er orðið samfeUt og sprungulaust. Nítján boUur eru mótaðar úr deiginu. Þeim er raðað þannig að ein er sett í miðjuna, 4-5 í kringum hana og hinum þar utan viö. BoUurnar látnar hefast þangað til þær mynda samfeUda heUd. Penslað með eggjablöndu og sesam og birkifræi stráð yfir. Bakað í miðjum ofni við 175 gráða hita í 15-20 mín. eða þangað tU brauðið er orðið faUega brúnt. María Ósk sendir nú „boltann" tíl Siglufjarðar og skorar á Karenu EUertsdóttur, matreiðslukennara þar, að miðla lesendum af reynslu sinni í næstu viku. Hinhliðin Sólon íslandus í uppáhaldi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur látið talsvert að sér kveða undanfarið enda er hún sérfræðing- ur í öllum málum er viðkemur Tryggingastofhun ríkisins en í þeim málum er fólk oft óklárt. Ásta Ragn- heiður hefur víðar komið við og var lengi þekkt sem útvarpsmanneskja og fararstjóri á sólarströndum. Síð- an lá leið hennar í póUtík. Ásta hef- ur setið í útvarpsráði fyrir Fram- sóknarflokkinn auk margra ann- arra trúnaðarstarfa en nú er hún varaþingmaður flokksins í Reykja- vík. Það var sannarlega kærkomiö þegar Tryggingastofnunin réð Ástu til að útskýra og fjalla um hin mörgu og flóknu kerfl stofnunar- innar. Það er einmitt Ásta R. sem sýnir hina hUðina að þessu sinni: Fullt nafn: Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. Fæðingardagur og ár: 16. október 1949. Maki': Einar Öm Stefánsson. Börn: Ragna Björt Einarsdóttir, 20 ára, og Ingvi Snær Einarsson, 16 ára. Bifreið: Nissan Sunny árgerð 1992. Starf: DeUdarstjóri félagsmála- og upplýsingadefldar Tryggingastofn- unar ríkisins. Laun: Lág miðað við vinnuframlag. Starfsmenn Tryggingastofnunar- innar era í lægri kanti ríkisstarfs- manna í launatöxtum. Áhugamál: Ég elska að ferðast og kynnast framandi löndum og þjóð- um. Ég hef gaman af myndlist, Usta- og menningarUfi, handa- vinnu og síðast en ekki síst stjóm- málum. Asta R. Jóhannesdóttir, bjargvætt- ur Tryggingastofnunar ríkisins. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? Ég hef mest fengið þijár tölur. Hvað flnnst þér skemmtilegast að gera? Að vera í góðra vina hópi. Hvað flnnst þér leiðinlegast að gera? Að þrífa og taka tfl. Uppáhaldsmatur: Góður fiskur og framandi matur. Uppáhaldsdrykkur: íslenskt vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Uppáhaldstimarit: Tímarit Máls og menningar. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan eiginmanninn? Þeir era ekki margir en mér fmnst t.d. A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, bráðmyndarlegur. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Ég er varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, það ætti að svara spurningunni. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Hillary Clinton. Uppáhaldsleikari: Sigurður Sigur- jónsson. Uppáhaldsleikkona: Sigríður Hag- alín fannst mér dásamleg. Uppáhaldssöngvari: Bubbi Mort- hens. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Steingrímur Hermannsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Súpubræöur Sigmunds. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Uppáhaldsmatsölustaður: Casa De Torre „Ermitage" í Vale De Load í Algarve í Portúgal. Ertu hlynnt eða andvig veru varn- arliðsins hér á landi? Ég hef verið andvíg henni. Breytt heimsmynd og tækniframfarir gera herstöðvar sem þessar óþarfar. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Báðar rásir ríkisútvarpsins era mínar rásir. Uppáhaldsútvarpsmaður: Pétur Pétursson að mörgum öðrum ólöst- uðum. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ólöf Rún Skúladóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Sólon Islandus í húsi Málarans. Uppáhaldsfélag í iþróttum: Valur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Ég vildi gjaman stuðla að betri heimi. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Við hjónin fórum í langþráð frí til Mex- íkó í haust. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.