Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR13. FEBRÚAR1993 Fréttir Magnús Hákonarson hefur verið atvinnulaus í hálft annað ár: Vantar 600 þúsund til að endar nái saman á árinu „Mér hefur tekist aö halda lög- fræðingunum frá dyrunum til þessa en ef fram heldur sem horfir getur brugðið til beggja vona. Mér reiknast til að í árslok vanti um 600 þúsund upp á að ég geti staðið í skilum með aíla reikninga sem ég fæ á þessu ári. Ég þarf að standa skil á fasteigna- gjöldum, síma, rafmagni, sjónvarpi, afborgunum af veðlánum, bankaláni og greiðslum í hússjóð vegna við- halds og viðgerða en sé fram á mínus er samsyarar 40-50 þúsundum á mánuði. Ég vil auðvitað standa í skil- um en það er hægara sagt en gert undir þessum kringumstæðum,“ segir Magnús Hákonarson, 38 ára gamall vélvirki og vélstjóri, sem ver- ið hefur atvinnulaus síðastliöið hálft annað ár. Magnús er einn af hátt í 100 ein- staklingum sem verið hafa atvinnua- lausir í 52 vikur og geta ekki snúið sér annað en til Félagsmálastofnunar næstu 16 vikur á eftir eða þar til at- vinnuleysisbætumar taka við aftur. Magnús er einstæðingur, býr í eig- in einstaklingsíbúð við Kleppsveg sem hann vonast til að geta haldið í. Hingað til hefur haim ekki þurft að selja af eignum sínum en framtíð- in er óráðin. Síðastliðið hálft annað ár hefur hann tvisvar komist í vinnu í stuttan tíma. Vann hann í sex vikur hjá Fiskhnjöh og lýsi í Grindavík og fór einn túr sem afleysingamaður með togaranum Rauðanúpi frá Raufar- höfn. Það var í ágúst síðastliönum. í atvinnuleysisbætur fékk Magnús útborgaðar 41.100 krónur á mánuði. Þá var búið að draga af honum 1.712 krónur í lífeyrissjóð. Frá Félags- málastofnun fær Magnús greiddar 43.504 krónur á mánuöi en ekkert er dregið af þeirri upphæð. Magnús Hákonarson heldur hér á bunka af ógreiddum gíróseðlum. Hann hefur verið atvinnulaus í hálft annað ár og nær engan vegin endum saman með atvinnuleysisbótum og nú bótum frá Félagsmálastofnun. Hann sér fram á 600 þúsunda króna vanskil í lok ársins. DV-mynd GVA „Ég hafði að jafnaði tvölfalt hærri tekjm- en þetta svo það hefur dregist verulega saman hjá mér,“ segir Magnús. Hann fylgist vel með at- vinnuauglýsingum, hefur sótt víða um vinnu en ekkert fengið. Löglega afsakaður - Hvemig varð þér við að leita til Félagsmálatofnimar um aðstoð, segja sig á bæinn eins og það er oft kallað? „Ég vissi að ég gæti ekki leitaö neitt annað. Ég fór í viðtal hjá félagsráð- gjafa og fékk síðan mínar bætur umyrðalaust. Félagsmálastofnun er bakhjarl sem maður verður að leita til þegár svona stendur á. Mér finnst það ofur eölilegt að nota þennan ör- yggisventil. Það gegndi hins vegar öðru máh ef helmingi meiri eftir- spum væri eftir vinnuafli. En svo er ekki og því tel ég mig löglega afsakað- an.“ Magnús segist hafa þurft að spara veruleg við sig í kaupum á nauð- sypjavörum og öðmm vömm. Hill- urnar í ísskápnum bera nánast ekki annað en sjálfar sig, allt er skorið við nögl. En hvað gerir atvinnulaus maður allan hðlangan daginn? „Ég fylgist með atvinnuauglýsing- um en annars hður tíminn mikið við að gera ekki neitt. Ég fer þó réglulega á fundi hjá Landssamtökum atvinnu- lausra og hjá Miöstöö fólks í atvinnu- leit, sem staðsett er í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Iðnaðarmannahús- inu við Lækjagötu. Þá er ég í Vinafé- laginu, félagsskap sem hittist í Bú- staðakirkju fyrsta mánudag í hveij- um mánuöi. Það er nauösynlegt að hitta fólk sem er í svipaðri aðstöðu og maður sjálfur og fleira fólk. Ég er ahs ekki einn í heiminum og marg- ir hafa það verra en ég.“ -hlh Var með eigin atvinnurekstur en missti hann í bruna: Er peningalega veir staddur en rónarnir „Ég var með sjálfstæðan at- vinnurekstur, sprautuverkstæði, á Blönduósi en missti reksturinn í bruna seint í haust. í kjölfarið fór ég að vinna hjá Vélsmiðju Hún- vetninga en launin þar dugðu eng- an veginn til að standa undir mín- um skuldbindingum. Ráðstöfnuar- tekjunar voru um 40 þúsund á mánuði og þar af fóru 25 þúsund í húsaleigu. Ég er skráöur sem ein- stæður faðir en þar sem ég gat ekki tryggt 6 ára syni mínum það öryggi sem hann á kröfu á fól ég hann móður sinni. Ég ákvað að flytja suður en hef ekki enn fengið vinnu. Þar sem ég var með sjálfstæðan atvinnruekstur og hafði ekki greitt í lífeyrissjóð síðasthðin tvö ár átti ég ekki rétt á atvinpuleysisbótum. Ég er enn ekki kominn í félagslega kerfið og fæ því ekki krónu neins staðar frá,“ segir Bjöm Jónsson, 33 ára gamah maður, sem ekki hef- ur haft vinnu í þijá mánuði. Staða hans er sérstök að því leyti aö hann fær ekki atvinnuleysis- bætur þar sem hann var sjálfstæö- ur atvinnurekandi. Öryggisnetið er því ekkert ef tekjumar bregðast. Bjöm er að vinna að því að komast inn í félagslega kerfið en treystir hann alfarið á hjálp skyld- menna og kunningja. „Ég sef th skiptis hjá vinum og skyldmennum, hef ekkert annað húsaskól. Varðandi peninga er ég verr staddur en rónamir. Þeir fá þó 4 þúsund krónur á mánuði en ég fæ ekki krónu, ekki ennþá að minnsta kosti. Það er kannski kald- hæðni en ég verð, eins og staðan er, annaðhvort að gerast róni eða fara í meðferð á Vogi th að fá ein- hveija peninga.“ Niðurdrepandi Bjöm fylgist vel með atvinnuaug- lýsingum en hefur ekki fengið vinnu. Hann segir dýrt að sækja um vinnu, í það minnsta þegar pen- ingamir em engir. „Það kostar að Björn Jónsson fær engar atvinnu- leysisbætur þar em hann hafði ekki greitt í lífeyrissjóð i tvö ár. DV-mynd GVA koma sér í viðtöl, útvega myndir og fá pappíra og fleira í tengslum við atvinnumsóknir. í augum flestra em þetta smápeningar en þetta er stórfe í augum þess sem enga peninga á og engar eignir. Ég fæ 1000 krónur á mánuði í bama- bætur og á ekkert nema ahra per- sónulegustu hluti.“ Bjöm hefur leitað th Miðstöðvar fyrir fólk í atvinnuleit í Iðnaðar- mannahúsinu við Lækjargötu og berhennni vel söguna. Þar eygir hann möguleika á að komast í sam- bönd er geti leitt th vinnu. „Atvinnuleysi er sú versta að- staöa sem ég hef lent í. Ég flutti að heiman 14 ára gamah og hef ahtaf unnið fyrir mér, er með meirapróf og hef margs konar reynslu. Það er því ógurleg reynsla að veröa at- vinnulaus, fá enga peninga og standa nánast á götunni. Þetta er niðurdrepandi." -hlh Jón Baldvin Hannibalsson: Hef aldrei skrökvað að Alþingi „Ég vh ekkert um frumvarp Páls Péturssonar segja fyrr en ég hef séð það. En aö ég hafi skrökvað að Al- þingi, þvi neita ég,“ sagði Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra í gær. Páh Pétursson lagði á fimmtudag fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að ráðherrar verði dregnir th ábyrgðar fyrir að segja Alþingi ósatt. Páh sagði í fiölmiölum, þegar hann var spurður hvort ráð- herrar heíðu logið að þingheimi, að Jón Baldvin heiði að minnsta kosti tvisvar sagt vísvitandi ósatt í um- ræðum um EES-málið. -S.dór Einar Oddur íformennsku Einar Oddur Kristjánsson, fyrrum formaður Vinnuveitendasambands- ins, var í gær kjörinn formaður sam- starfsnefnðar atvinnurekenda í sjáv- arútvegi. Hann tekur við af Magnúsi Gunnarssym, formanni Vinnuveit- endasambandsins. í SAS eru eftirtalin samtök: Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Sölu- samband íslenskra fiskframleiðenda, íslenskar sjávarafurðir, LÍÚ, Samtök fiskvinnslustöðva og Shdarsaltenda- félögin FSNA og FSSV. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.