Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 30
42 LAUGARDAGUR13. FEBRÚAR1993 Dagur í lífi Hemma Gunn í fjölbreytileika mannlífsins „Mánudagur 8. febrúar 1993. Ég hafði reiknað með að vakna í sælu- vímu eftir stórkostlegan sunnudag sem ég eyddi að mestu með dóttur minni, m.a. í leikhúsi, og dagurinn var síðan kórónaður með glæstum sigri Vals í Laugardalshöll. En það fór á annan veg,“ segir Hermann Gunnarsson sem rúllar nú af stað nýrri þáttasyrpu þar sem þekktir ís- lendingar lýsa einum degi í lífi sínu. Hemmi þarf vart að kvarta, svo já- kvæður sem hann er. En þannig lýs- ir hann deginum sínum: „Ég vaknaði klukkan átta með því að opna augun eins og oftast en fann mér til skelfingar að ég var heldur grár og gugginn. Þetta var óvanalegt því yfirleitt er ég upprifinn og í góðu skapi á morgnana. Ég tók þá ákvörö- un að ná þessu sleni úr mér með því að framlengja svefn í eina klukku- stund og lagðist því aftur á hægra eyrað sem er mun hlýrra. Ég hafði greinilega eytt of mikilli andlegri orku í að styðja Valsmenn og einnig líkamlegri því að mitt hermannlega nef hafði krækt sér í kvefbakteríur. Þar sem flensa eða slæmska hjá mér er ekki fyrirgefin af annars ágætu samstarfsfólki stökk ég á fætur klukkan níu, hentist niður í eldhús og setti expressokaffið í könnuna. Þá skellti ég mér í bað og ylvolgur svolgraði ég í mig tvær könnur af gómsætu kaffinu og punktaði hjá mér verkefni dagsins í mikilh ró. Eg fann að smám saman færðist frísk- leiki um kroppinn. Þetta var jú mánudagur og þeir eru oftast allra daga skemmtilegastir því þá er spennandi vika framundan. Eftir stutta íhugun og kaffidrykkju að ógleymdu ristaða brauðinu var ég albúinn að mæta þessum mánudegi með bros á vör. Eg fann á mér og hafði reyndar ákveðið að þetta yrði góður dagur. Ekki mikill ryksugumaður Ég reyni að gera alla daga spenn- andi og set þá gjaman eitthvað skemmtilegt á dagsplan mitt eða áætlun ef ég tel eitthvað vanta upp á og þá bregst ekki að gaman er að lifa. Eftir sex stundarfjórðunga frið og ró tók ég eftir að það birti jafnt og þétt á þessum mánudegi en þá hrökk ég óneitanlega við. Það þurfti greinilega að ryksuga íbúðina og ég ákvaö að taka til hendinni síðdegis þegar ég kæmi heim. Ég er annars enginn sér- stakur ryksugumaður en rykið fer víst ekki af sjálfu sér. Ég var kominn upp í Sjónvarp rétt fyrir klukkan ellefu og hitti þá strax fyrir vin minn, hægri hönd og sam- starfsmann, Egil Eðvarðsson, sem sat einmana í kompu á þriðju hæð við að klippa til svör imgra bama sem við ætlum að nota í næsta þátt. Það upphófst strax hlátur hjá okkur félögunum enda vandfundnir jafn- bægilegir og skemmtilegir sam- starfsmenn. Öll vinátta okkar og samstarf liggur á léttum og ljúfum nótum þó við séum stundum alvar- lega þenkjandi, einkum Egill, en slíkt fer mér frekar illa. Aðstoðarstúlkan okkar, hún Ásta Hrönn, beið mín með bros á vör og kaffikannan var komin á borðið mitt. Svo hvarf Ásta í faðm annarra samstarfsmanna á dagskrárdeild en fólk hafði mikið að ræða enda var árshátíð RÚV haldin tveimur dögum áöur með stæl á Hót- el Borg. Auðvitað hafa allar árshátíð- ar einhverja eftirmála sem voru greinilega ánægjulegir ef marka má umræðuefni fólksins. Týnd minnistölva Þegar líða tók að hádegi fann ég að vinur minn Egill gerðist fólur og fár - reyndar töluvert sár - enda hafði hann týnt litlu tölvunni sinni einhvers staðar í Frostaskjólinu. Lít- il minnistölva, algjörlega ómissandi fyrir fjöllistamanninn sem tekinn er að reskjast. Þegar ég hafði komið í Sjónvarpið um morguninn rétti Sveina síma- mær mér mörg skilaboð og bréf, einkum svör við getraun þáttarins, svo og óskir um að afmæhskveðjur yrðu lesnar. Ég sundurhöaöi póst- inn, leit á svörin og svo rann á mig hálftíma símaæði. Fyrst þurfti ég að ræða við Magga Kjartans, þann fjöl- hæfa og ljúfa tónhstarmann, sem ásamt Villa Guðjóns hefur umsjón með tónhst þáttarins, annast útsetn- ingar og undirspil af mikilh lipurð. Þá hringdi í mig kátur piltur að norðan, Kolh Gísla, forstjóri Sjallans, með nokkrar upplýsingar um Feg- urðarsamkeppni Norðurlands en þar verð ég kynnir á fostudag og eins og norðanmanna er siður þá vanda þeir vel til þeirrar veislu. Grjónapungar hittast Eftir nokkur símtöl fór ég til fundar við félaga mína en við borðum oft saman á Búmannsklukkunni á Torf- unni. Þetta er fjörugur hópur sem hefur komið saman í áratugi, flestir eru Valsarar en einnig eru þama strákar úr öðrum félögum sem slæðast með. Þarna er alltaf glatt á hjalla enda bannað aö vera alvarleg- ur og ræða einhver vandamál. Reyndar heitir þessi ruglaöi félags- skapur FÍGP, Félag íslenskra gijónapunga, og á ekkert skylt við klíkur eða leynifélög. Umræðuefnið var auðvitað frækileg frammistaða Vals í handbolta. Menn kepptust við aö óska hver öðrum til hamingju en enginn viðstaddra hafði tekið þátt í leikjunum. Svona em nú einu sinni íþróttir. Þeir fagna mest sem minnst gera. Nú lá leiðin aftur upp á Sjónvarp og ég byijaði á að raða niöur næsta þætti og gera áætlanir með tónhstar- æfingar. Ég rakst á færeyskan blökkumann og blúsbolta og ákvað að hafa hann með í þættinum. Því næst ræddi ég stuttlega við væntan- legan aðalgest minn, Ragga Bjama, í síma. Það var mikið hlegið en erind- ið gleymdist. Það er að segja um hvað við ættum að ræða í þættinum. Það kemur bara á daginn eins og aht annaö. Mér finnst gaman og spenn- andi að vera ekki of undirbúinn. Þessu eru margir ósammála, einkum þeir sem vilja vanda sig vel og hafa líf sitt í fostum farvegi en það á ekki við um mig. Majónesbumbur á æfingu Ég fór síðan að boða fólk í þáttinn, þá sem ætia að troða upp, og var gaman að heyra í þeim öllum. Eftir svona fimmtíu símtöl og mikið spjall fór ég heim um hálfsjö og efndi lof- oröið frá því um morguninn; byijaði að ryksuga og útbjó léttan kvöldverö. Ég hef annars gaman af að elda góð- an mat, legg þá gjaman á borð fyrir mig einan, kveiki kertaljós, býð mér til sætis og rífst síðan við sjálfan mig hvor eigi að vaska upp, ég eða Hemmi. Oftast lendir það á mér. Skömmu fyrir klukkan tuttugu bnmaði ég á æfingu í Valsheimihnu þar sem við hittumst eldri félagar, gamla mulningsvélin úr handboltan- um, keppum reyndar ennþá í ís- landsmóti þijátíu ára og eldri en á æfingum leikum við knattspymu. Þarna var hver majónesbumban af annarri og leikið oft meira af kappi en forsjá. Ahtaf em menn í einhvers konar úrshtaleik og meiðsh gera vart við sig. Ég fékk dúndurspark í löpp- ina en þetta er svo skemmtilegt að ég fann varla fyrir því. Eftir æfing- una og léttar samræður fór ég í kaffi- sopa th traustra vina og fann enn einu sinni hversu góð mannleg sam- skipti eru mér og væntanlega öörum mikilvæg. Hlegið með Ómari Ég var kominn heim upp úr mið- nætti, fékk mér ískalda mjólk og hlustaði á símsvarann. Þar voru nokkur skilaboð, meðal annars frá mínum trausta og góða vini, Ómari Ragnarssyni, en við getum hringt hvor í annan á öllum tímum sólar- hrings ef okkur sýnist svo. Ómar ætiar ásamt öðrum að koma fram í næsta þætti af sérstöku tilefni og það er svo gott aö finna að við höfum alltaf tíma hvor fyrir annan. Annað situr bara á hakanum hjá vegagerð- inni. Þá tókum við nokkrar miðnæt- urrokur, hlógum eins og fífl og það hressir og bætir svo sannarlega. Ég leit síðan aöeins í Spámann Kahl Gibran, einkum kaflann um ham- ingjuna og trúna, og fann að ég er líklega á réttri leiö í lífinu fyrir sjálf- an mig. Ég fór svo að sofa um tvöleyt- ið, lagðist á vinstra eyrað og ákvað að þriðjudagurinn yrði góður. Hver er sinnar gæfu smiður, segir máltæk- ið, og ég trúi því og treysti." -ELA DV-mynd GVA „Það upphófst strax hlátur hjá okkur vinnufélögunum enda vandfundnir jafn þægilegir og skemmtilegir samstarfsmenn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.