Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1993, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sigurinn er ósigur Liðskannanir í herbúðum samtaka launþega hafa leitt í ljós, að fólk er ekki eins baráttuglatt og látið hefur verið í veðri vaka. í samræmi við það hafa seglin verið rifuð á stærstu skútunni. Forusta Alþýðusambandsins er í rauninni farin að falast eftir nýrri þjóðarsátt. Að venju fer öllu meira fyrir bandalagi opinberra og mest fyrir kennurum. Sú baráttuharka er þó til einskis, því að viðsemjandinn er einmitt sá aðib, sem er harðari en nokkur annar vinnuveitandi í landinu. Það er ríkið sjálft, sem er að verja stefnu ríkisstjórnarinnar. Að ýmsu leyti má líta á það sem töluverðan árangur hjá ríkisstjórninni að hafa komizt upp með að rífa fyrri þjóðarsátt í tætlur og fá svo fómardýrin til að biðja um nýja þjóðarsátt á lægri nótum. En það getur líka verið hættulegt að valta yfir almenning hvað eftir annað. Ríkisstjórnin getur sennilega látið kné fylgja kviði og náð nýrri þjóðarsátt án kauphækkana og með fremur litlum félagsmálapakka, að minnsta kosti mun minni pakka en forustumenn samtaka launafólks hafa verið að fjalla um sem þolanlega lendingu í erfiðri stöðu. Ef þetta verður raunin, nær ríkisstjórnin að sigla út þetta ár, án þess að verðbólga fari af stað á nýjan leik. Það væri óneitanlega umtalsverður sigur stjórnarstefn- unnar og um leið einkar jákvæð stærð í þjóðarbúskapn- um. En á móti koma aðrar stærðir, sem eru neikvæðar. Þótt þjóðin hafi gott af því að reyna að lifa ekki um efni fram, er ekki sama, hvemig farið er að. Ríkisstjórn- in hefur fyrst og fremst ráðizt gegn velferðarkerfi al- mennings, lífskjörum, heilsugæzlu og menntun, en látið velferðarkerfi gæludýra atvinnulífsins í friði. Haldið er fullum dampi á verðmætabrennslu í hefð- bundnum landbúnaði. Ráðherrar halda fullum dampi á hefðbundnu kjördæmapoti. Undir yfirskini einkavæð- ingar er ríkiseinokun breytt í einkaeinokun og fram haldið hefðbundinni gæzlu sérhagsmuna gæludýranna. Ríkisstjórnin lætur almenning um allar þjáningar af laxeringu þjóðarbúsins. Þótt margir hafi gott af því að læra að lifa ekki um efni fram, hefði þó verið enn gagn- legra, ef gæludýrin í velferðarkerfi atvinnulífsins og sérhagsmunanna væru látin lifa á eigin verðleikum. Þótt margir hafi gott af því að læra að lifa ekki um efni fram, er þó ljóst, að sumt fólk hefur ekki þau efni, að því gagnist þessi lexía. Einna verst fara hinir atvinnu- lausu, sem smám saman missa getuna til að afla sér nýrrar vinnu og verða að lokum ófærir til vinnu. Þegar upp úr þessari heimatilbúnu kreppu er staðið, mun koma í ljós, að atvinnuleysið hefur breytt svo per- sónuleika fólks, að það getur ekki hagnýtt sér vinnu, þótt hún bjóðist. Það er reynsla frá útlöndum, að mikla endurhæfmgu þarf til að hasla sér völl að nýju. Það er stefna ríkisstjómarinnar að mála skrattann á vegginn, til dæmis með því að vísa til Færeyja og vara við færeysku ástandi, svo og að keyra lífskjör þjóðarinn- ar eins mikið niður og frekast er unnt. Þannig telur hún, að svokallað jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Um leið magnar ríkisstjómin hina heimatilbúnu kreppu. Hún hefur fomstu um að draga kjark úr fólki og hefta það framtak, sem eitt getur lyft þjóðinni upp úr vonleysi og svartsýni. Þessi skuggahhð er þyngri á vogarskálunum er hin bjarta hlið stöðugs verðlags. Svo langt getur sigurvegari gengið fram í að kúga og kvelja hinn sigraða, að hinn sigraði missi mátt til að standa undir þungri yfirbyggingu sigurvegarans. Jónas Kristjánsson Loks bandarísk afstaða til stríðs- ins í Bosníu Ári of seint hefur Bandaríkja- stjóm mótað steíhu gagnvart ófriðnum í Bosniu-Hersegóvínu. Á útmánuðum í fyrra var George Bush, þáverandi forseti, orðinn þess áskynja að einbeiting að al- þjóðamálum var orðin dragbítur á kjörfylgi hans í komandi kosning- um. Vinsældimar eftir Flóabar- daga voru gufaðar upp og honum legið á hálsi fyrir að sinna ekki al- varlegum innanlandsvandamál- um. Bush ákvað því að Bandaríkin skyldu ekki hafast að þegar stríðs- hörmungamar dundu yfir Bosníu- menn. Hann vísaði vandanum til Sameinuðu þjóðanna og Evrópu- bandalagsins til að geta háð kosn- ingabaráttu eftir eigin höfði. I fyrravor má vera að utanað- komandi hemaðaríhlutim gegn herferð Serba tij að hma sundur Bosníu hefði borið árangur. Mat skorti ekki og Serbar höfðu ekki náð aö hreiðra um sig á stórum svæðum með þvi að brytja niður fólk af öðrum þjóðemum eða hrekja það frá heimkynnum sín- um. En þar hefði Atlantshafs- bandalagið orðið að koma til skjal- anna, og það var útilokað eins og afstaða Bandaríkj astj órnar var. Nú eru aðstæður allt aðrar. Bos- níubúar, sem enn era um kyrrt, era gersamlega komnir upp á að fá mat og aðrar nauðsynjar um loftbrú sem svipar helst til þeirrar sem birgöi Vestur-Berlín í upphafi kalda stríðsins. Þúsimdir gæsluliða á vegum SÞ, flestir frá Frakklandi og Bretlandi, era léttvopnaðir og berskjaldaðir fyrir hefndarárásum Serba. Hemaðaríhlutim yrði fórn- frek og færði Bosníumenn úr ösk- unni í eldinn. í kosningabaráttunni í fyrra brá Bill Clinton mótframbjóðanda sín- um um stefnuleysi og aðgerðaleysi Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson gagnvart stríðshörmungum og glæpaverkum í Bosníu. Nú er Clin- ton orðinn forseti, og undanfamar vikur hefur stjóm hans tvistigiö í afstöðunni til friðaráætlunar sem sáttamenn SÞ og EB, þeir Cyras Vance og David Owen lávarður, hafa kynnt Öryggisráðinu og biðja það að skylda aðila til að sætta sig við. Um tíma leit út fyrir að stjóm Clintons vildi sniðganga tillögu sáttamanna, fréttamenn skýrðu frá að rætt væri meðal æðstu manna í Washington um lofthemað gegn Serbum í Bosníu og að vopna her Bosníustjómar, svo hann stæði betur að vígi gegn Serbum. Niðurstaðan sem Warren Crist- opher utanríkisráðherra kunn- gerði í vikunni sýnir að Banda- ríkjastjóm hefur eftir allt saman fallist á friðartillögur Vance og Owens. Þar er gert ráð fyrir að Bosníu verði skipt í 10 sjálfstjóm- arsvæði, og verði markalínur dregnar svo að hvert þjóðarbrot, Króatar, múshmar og Serbar, fái völd í þremur þeirra. Hið tíunda með höfuðborginni Sarajevo verði sameiginlegt öllum. Þungavopn stríðsaðila í Sarajevo og nágrenni verði sett undir umráð friðargæsluhðs innan fimm daga frá því friðargerð gengur í gildi og innan 15 daga í öðram landshlut- um. Alþjóðlegt Uð komi á vettvang til aö framfylgja friðaráætluninni. Það sem mestu skiptir í ákvörðun CUntons er að hann heitir banda- rískri þátttöku í friðargæsluUðinu. Gert er ráð fyrir að það verði skip- að 25.000 mönnum að minnsta kosti og ljóst þykir að það veröi að vera í Bosníu svo árum skiptir. Þá er gert ráð fyrir að stríðsglæp- ir veröi rannsakaðir og dómstóU stofnaður til að fjaUa um mál sem þar koma upp. í lok funda sáttasemjaranna með forastumönnum stríðsaðUa í Genf var það Mate Boban einn, fuUtrúi Bosníu-Króata, sem samþykkti friðaráætlunina. AUja Izetbegovic Bosníuforseti og Radovan Karadzic, foringi Bosníu-Serba, höfnuðu henni báðir. Eftir að stefnumótun Bandaríkja- forseta lá fyrir, brá svo við að tals- menn aUra aðila létust ánægðir. Ekki er þó enn aUt skroppið í Uð- inn, því ljóst er að enn á eftir að skoða betur mörkin mUU sjálf- stjómarsvæðanna í Bosníu. Gerir Bosníustjóm sér von um að þar veröi hlutur músUma bættur, svo þjóðemishreinsanir Serba verði ekki staðfestar í hvívetna. Meöan æðstu menn í Washington bratu heilann, varaði Rússlands- stjóm við hemaðaraðgerðum gegn Serbum. CUnton kveðst hafa rætt máUn við Jeltsín Rússlandsforseta, og ætlar að senda sérstakan full- trúa sinn tíl Moskvu tíl að hvetja Rússa til að beita áhrifum sínum á Serba tíl aö greiða fyrir friðargerð. Magnús T. Ólafsson Sáttamenn í Bosníustríðinu, Cyrus Vance (t.v.) og Owen lávarður, koma á fund í aðalstöðvum SÞ í New York. Símamynd Reuter Skodanir armarra Mitterrand vill auka fylgið með ferð til Víetnams Fjóram áratugum eftir ósigur Frakka við Diem Benh Puh heimsækir Francois Mitterrand forseti Víetnam. Vonin um ávinning á heimaveUi veldur m.a. áhuga Mitterrands á ferðinni. Heppnist hún vel vonast hann tU að geta rétt hult flokks síns fyrir þingkosningamar í mars. Úr leiðara Politiken, 10. febr. Enn of miklu varið til vamarmála Kalda stríðinu er lokið og útgjöld tU vamarmála fara lækkandi. Það er ófrávíkjanleg staðreynd. Spumingin er: Hve mikið? Og hvað getum við skor- ið niður? Les Aspin varnarmálaráðherra hefur skipað hemum að leggja fram áætlun um niðurskurð upp á 11 tU 12 mUljarða dollara af 267 mUljarða áætlun George Bush forseta - það er um 4,5% niðurskurður. Þetta er í samræmi við það sem BUl CUnton lofaöi í kosningabaráttunni en útgjöldin era samt hærri en þörf er á. í það minnsta helmingur útgjaldanna tíl hermála fór í vamir Evrópu gegn ógninni frá Sovétríkjunum. Sú ógn er ekki lengur fyrir hendi. Ur leiðara USA Today, 10. febr. Clinton stendur ekki við loforðin BUl CUnton forsetaframbjóðandi hét að utanrík- isstefnan yrði byggð á lýðræðishugsjónum Banda- ríkjamanna. En BUl Clinton forseti á enn eftir að sýna þessa stefnu í verki. Staöreyndin er sú að með fyrstu verkum hans í embætti var að staðfesta stefnu Bush í málefnum flóttafóUcs. Úr leiðara IHT, 8. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.